Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 25 fclk i fréttum + SÁ EINASTI, sem til er í öllum heiminum. — Franski kappakstursbíllinn Delage. — Þetta er árgeröin 1914. Maður nokkur suður í Ástralíu, Jack Nelson að nafni, á heiðurinn af því að hafa endurnýjað bílinn — óaðfinnanlega. — Og hann er sjálfur undir stýri á honum í bænum Victoria. + HEIMSMEISTARI. — Nokkru fyrir jólin fór fram heimsmeistara- keppni plötusnúða í London. — Þangað voru sendir plötusnúðar frá 35 þjóðlöndum og fór þessi 23ja ára gamli Japani, Tadaaki Dan, með sigur af hólmi. — Hann fagnar hér sigri með heimsmeistarabikarinn á borðinu fyrir framan sig. — Og heima í Japan hefði hann átt að geta haldið nokkra hátíð um jól og áramót, því að hann fór heim með rúmlega níu og hálfa milljón króna í vasanum úr keppninni. + EINSTAKT mál hefur verið höfðað gegn manni þessum, vestur í borginni Salem í Oregonfylki í Bandaríkjunum. — Kona mannsins hafði hringt á lögregluna og kært manninn fyrir líkamsárás og nauðgun á heimili þeirra hjóna. Maðurinn sem heitir John Rideout er 21 árs gamall matreiðslumaður. Kona hans, sem er tveim árum eldri, Gréta að nafni, sagði að nauðgunarárásin hefði átt sér stað eftir rifrildi milli þeirra. — Hún sagði blaðamönnum enn- fremur að yrði- maður hennar dæmdur myndi það sýna karl- mönnum fram á að þeir gætu ekki leyft sér allt gagnvart eiginkonum sínum. Ég var í mikilli hættu og það sem gerðist var alvarlegt sakamál. Sjálfa mig og barn okkar, tveggja og hálfs árs gamla dóttur okkar, varð að vernda, sagði Gréta. Þess er getið að í einungis fáum fylkjum Bandaríkjanna ná hegningarlög yfir eiginmenn sem gerast sekir um nauðgunar- brot gagnvart eiginkonum sínum. + TRIMMANDI þjóðarleiðtogi og stjórnmálamaður, Carter Bandaríkjaforseti. — Hann er hér á hörkuhlaupum kringum forsetabústaðinn Hvíta hú' ;ð, í Washingtonborg, ^rii í myndartextanum. Ekki er allt sem sýnist Árni ólai EKKI EINLEIKIÐ Útg. Setberg 1978. Það munu ekki vera ' mjög niargir, sem skrifa góðar bækur um nírætt, en Árni Óla lætur sig ekki muna um það. Þetta mun vera þrítugasta og fjórða bók hans. Bókin skiptist í þrjá kafla, sem heita: Furður æskunnar, Hug- heimur og líf og Utan þrívíddar. Það er sameiginlegt Árna Óla og ýmsum öðrum höfundum íslenzk- um, að með aldrinum færist hugur hans æ meira inná svið hins andlega, ósýnilega. Ekki tel ég það þó til ellimarka, heldur þvert á móti tákn sífellt vaxandi þroska. Það er einmitt hið ósýnilega, sem mestu máli skiptir fyrir manninn, þegar til lengdar lætur. Hinn andlegi hluti hans. Og það má glögglega sjá á hinum mörgu bókum Árna Óla, hvernig þessi hlið hans heillar hann i æ vaxandi mæli. Hann hefur náð háum aldri án þess að glata andlegri reisn sinni og sér nú betur en nokkru sinni, hvað horft hefur til heilla og hvers vegna, og svo hið gagnstæða. Bókmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN Hann verður vitrari með ellinni. En það er vafalaust ósk okkar allra um okkur sjálf. Ritstíll Árna er hreinn og beinn. Með fyrrnefnda orðinu á ég við, að málfar hans er hrein og fögur íslenzka og með því síðara, að hann kemst jafnan beint að efninu útúrdúralaust. Hann er gagnorður og þarf ekki langt mál til að koma fyrir miklu efni. Þessi síðasta bók Árna er mjög Árni Óla frábrugðin fyrri bókum hans að því leyti, að hér fáum við að kynnast þessum dula manni miklu nánar en nokkru sinni fyrr. Hann opnar hug sinn fyrir okkur á persónulegri hátt en nokkru sinni. Þetta er mikill kostur. Má jafnvel segja, að bókin aukist að þrótti og spennu mjóg er á hana líður. Hún er heillandi lestur, að minnsta kosti fyrir þá, sem vilja gera sér grein fyrir áhrifum innra h'fs mannsins á örlög hans. Sem dæmi um ógleymanlega og merkilega þætti þessarar bókar nefni ég fyrirbærið, sem Árni varð fyrir í Strandakirkju, magnaðar lýsingar hófundar á óráði, þegar hann var að bana kominn í veikindum og síðast en ekki sízt hinn frábærlega skrifaða kafla, sem hann nefnir Álög. Bókin EKKI EINLEIKID ber nafn með rentu. Hún er nýr sigur fyrir hinn níræða rithöfund. Útgáfa Setbergs er að vanda vel gerð og vönduð. Brldge Umsjón, ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Að loknu jólaleyfi hefst starfsemi félagsins með „Nýárskaffikvöldi" miðviku- daginn 3. janúar. En auk kaffis verður einnig bridge á boðstól- um eins og vera ber. Er þetta í annað sinn, sem þessi nýbreytni er reynd. í fyrra drukku menn kaffi og spiluðu við kertaljós í rafmagnsleysi. Höfðu gaman af og mátti eins nefna kvöldið „Bridge við kerta- log". Þá var á dagskrá lands- tvímenningur Bridgesambands- ins en að þessu sinni verður skipulögð sveitakeppni með frjálslegu formi. Stuttir leikir og nægir að mæta tímanlega á miðvikudagskvöldi í Domus Medica en spilamennska hefst kl. 20. Bridgefélag Kópavogs Síðasta umferð í Buttlertví- menningi Bridgefélags Kópa- vogs var spiluð fimmtudaginn 14. desember. Besta árangri kvöldsins náðu: Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 85 stig. Jón Hilmarsson — Guðbrandur Sigurbergsson 78 stig. Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 77 stig. Óli Andreasson — Guðmundur Gunnlaugsson 76 stig. Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 76 stig. Guðmundur Ringsted — Jónas Erlingsson 76 stig. Keppninni lauk því með sigri Gríms og Guðbrandar, en þeir höfðu haft forystu meginhluta keppninnar og spiluðu af miklu öryggi. Úrslit urðu annars þessi: Grímur Thorarenssen — Guðmundur Pálsson 304 stig. Vilhjálmur Sigurðsson — Vilhjálmur Vilhjálmsson 273 stig. Jón Hilmarsson — Guðbrandur Sigurbergsson 271 stig. Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 270 stig. Böðvar Magnússon — Rúnar Magnússon 255 stig. Júlíus Snorrason — Barði Þorkelsson 250 stig. Spilað verðr næst hjá félaginu fimmtudaginn 4. janúar. Verður þá spilaður eins kvölds tvímenn- ingur en síðan hefst aðalsveita- keppni félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.