Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 17 Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright: Haraldi Sigurðssyni veitt heiðursverðlaun 1978 nám við Menntaskólann á Akur- eyri og var bókavörður við Landsbókasafn íslands frá ár- inu 1946 þar til hann lét af störfum nú á þessu ári. Haraldur hefur fengizt við ýmis ritstörf, frumsamið og þ bækur og séð um útgáfu ými annarra. Ritaði hann eina HEIDURSVERÐLAUN 1978 úr verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- dóttur Wright voru í gær veitt Haraldi Sigurðssyni íyrrum bókaverði fyrir veigamikið framlag hans til rannsókna á sögu kortagerðar um Island. Afhending verðlaunanna fór íram í Norræna húsinu og afhenti þau dr. Sturla Friðriks- son formaður stjórnar sjóðsins, en auk hans eru í stjórn herra Kristján Eldjárn og dr. Jóhannes Nordal. Hlaut Ilar aldur Sigurðsson íjárhæð, sem nemur 400 þúsund krónum, auk hciðursskjals og silfurpon- ings með ígreyptri mynd stofn- anda sjóðsins, frú Ásu Guðmundsdóttur Wright. Haraldur Sigurðsson flutti þakkarávarp og minntist gef- andans, frú Ásu Wright, en 60 ár eru nú liðin frá stofnun sjóðsins. Var hann stofnaður til minningar um eiginmann, ætt- ingja og venzlamenn Ásu. Viðurkenningar eru veittar úr sjóðnum íslendingum, sem unn- ið hafa veigamikið afrek á íslandi eða fyrir ísland. Haraldur Sigurðsson er fædd- ur hinn 4. maí 1908 á Krossi í Lundarreykjadal í Borgar- Haraldur Sigurðsson veitir verðlaununum móttöku ur hendi dr. Sturlu Friðrikssonar í fjarðarsýslu. Stundaði hann Norræna hÚSÍnu í gær. Árbókum Ferðafélags íslands árið 1954, lýsingu Borgar- fjarðarsýslu norðan Skarðsheið- ar. Veigamesta ritverk Haralds Sigurðssonar er Kortasaga íslands, sem gefin hefur verið út í tveimur bindum hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins. Kom fyrra bindið út árið 1971, en hið síðara á þessu ári. í ritum þessum hefur Haraldur rakið og brotið til mergjar þá kortagerð, þar sem ísland kemur við sögu. Hann hefur sýnt fram á skyldleika í gerð korta og leitt rök að því hvaðan heimildir væru fengnar við skráningu hinna ýmsu erlendu korta og rakið þróun íslenzkrar kortagerðar. Fjallað er í fyrra bindinu um elztu heimildir um uppdrátt íslands í kortum, en Island kemur fyrst við sögu landabréfa kringum árið 1000. Sagan er síðan rakin frá upphafi til loka 16. aldar. í seinna bindinu er lýst kortagerð Guðbrands biskups Þorlákssonar og lýkur bókinni með kafla um Björn Guðlaugsson og verk hans á þessu sviði. Við afhendinguna í gær sagði dr. Sturla Friðriksson, að í þessum tveimur bindum hefði Haraldur fært hér saman á einn stað fyrri þekkingu og aukið við heimildum um þennan merka þátt í íslenzkri sögu og landa- fræði. Þessi kortagerð er mikil- vægur liður í auknum kynnum okkar af landinu og með ritum sínum um Kortasögu hefur Haraldur lagt fram drjúgan skerf til þekkingar okkar á þróun þessa veigamikla þáttar í íslenzkri menningarsögu. Utvegsbændur í Eyjum: Senda forsætisráð- herra gögn um vandann fært reyndist frá Seðlabankan- um. Við munum beina þessu til stjórnvalda og málið verður kynnt fyrir ríkisstjórninni, en ég þori ekki að segja um hvernig þetta muni þróast, því að þessi vandi er líka á Suðurnesjum og á fleiri bátasvæðum. Það kom þó fram á fundinum hér að menn eru tilbúnir til að lúta meiri stjórnun* í þessum málum, bæði til að rýmka og herða að, en mergurinn málsins er sá að aflamagn hér um slóðir hefur dregist feikilega saman á 8.1. árum." UTVEGSBÆNDURNIR í Vest- mannaeyjum sem að undan- förnu hafa kynnt slæma stöðu útgerðarinnar og aflað gagna þar að lútandi héldu í fyrradag fund í Eyjum með þingmönnum frá Eyjum og þar á meðal Magnúsi Magnússyni sem gegn- ir störfum sjávarútvegsráð- herra, en aðrir þingmenn voru Guðmundur Karlsson og Garðar Sigurðsson og llilmar Rós- mundsson varaþingmaður. Á íundinum voru mál útvegsbænd- anna kynnt og rædd og m.a. var fjallað um ýtarlega skýrslu útvegsbænda um stöðu málsins. Var ákveðið á fundinum að rita forsætisráðherra bréf með skýrslunni og biðja um að málið verði tekið föstum tökum til þess að sá stóri hluti bátaf lotans í Eyjum, sem málið snertir, geti hafið vertíð eftir áramótin. Fram hefur komið að vanskila- skuldir bátaflotans eru á 2. milljarð króna. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra og spurðist fyrir um málið en honum hafði þá ekki borizt bréf útvegsbænda. Akranes: Hefur landað 4000 tonnum á árinu Garðar Sigurðsson alþingis- maður sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að hann teldi skref útvegsbænda í gagnasöfnun mjög gott, því að þar væru staðreyndirnar lagðar á borðið. Garðar kvað það ljóst að efna- hagsdæmið hjá mörgum væri það slæmt að ekki yrði róið nema að lausn fengist í málinu og benti hann á að mestu vanskilaskuld- irnar væru gagnvart þjónustu- fyrirtækjum í bænum sem hefðu um skeið verið staðgenglar bankans. „Við gátum lítið sagt á þessum fundi," sagði Garðar," en að mínu mati er von til að bjarga vandræðum af þessum vanskila- og yfirdráttarskuldum og vaxta- skuldum með sameiningu í lengri lán og til þess þyrfti peninga ef Tryggingastofnun ríkisins; Hundruð millj. vantar til að ná endum saman MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Gunnar Möller hjá Tryggingastofnun ríkisins og innti írétta af fjárhagsstöðu stofnunarinnar. en það kom fram í fréttum fyrir jól að um 2500 millj. kr. vantaði þá til þess að stofnunin gæti staðið við skuld bindingar sínar. Gunnar kvað útgjöld hafa farið fram úr því sem fjárlög hefðu gert ráð fyrir og hefði það verið óhjákvæmilegt, fyrir bragðið stæði upp á ríkissjóð þar sem hann hefði ekki getað gert upp sinn hlut. Þá kvað Gunnar allmörg sveitarfé- lög skulda stofnuninni talsvert í sjúkrasjóð og allt stuðlaði þetta að því að við erfiðleika væri að glíma. Kvað Gunnar hér um að ræða nokkur hundruð milljónir króna sem á vantaði til þess að endar næðu saman um áramótin, en ekki taldi hann þá upphæð vera yfir 1000 milljónir króna. Kvaðst Gunnar eiga von á að þessi vandi leystist eftir áramótin. Akrancsi. 28. desember. TOGARINN Krossvík AK kom frá Danmörku á Þorláksmessu úr viðgerð. Togarinn Óskar Magnús- son AK landaði afla sínum hér f Síbreytileg litadýrð og jóla- trésskemmtanir Miðhúsum, 28. des. JÓLIN hafa verið einkar friðsæl hér og skammdegissíbreytileg litadýrð. Messað var á Reykhólum í Garpsdal á annan í jólum, en séra Skírnir Garðarsson sóknar- prestur í Búðardal þjónar nú prestakallinu. I dag eru í Króks- fjarðarnesi og Reykhólum jóla- trésskemmtanir og mætir séra Skírnir þar á báðum stöðum. — Sveinn. dag. 61 lest, eftir þriggja sólar- hringa veiðiferð. Krossvík og Oskar fara á veiðar í dag. Togarinn Haraldur Böðvarsson AK 12 landaði hér 150 lestum af blönduðum fiski á Þorláksmessu og hafði þá aflað um 4000 lestir á árinu, sem er með hæsta afla togaranna á ári. Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hefur lokið við að vinna úr 23600 lestum af loðnu sem bárust til hennar á vertíðinni. Útskipanir á sjávarafurðum hafa verið nokkuð órar að undanförnu. Jólahátíðin fór nokkuð friðsam- lega fram í fallegu veðri og vel skreyttum bæ að öðru leyti en því að bifreiðaumferð var mjög mikil og hávaðasöm og ein dýrmæt bifreið var eyðilögð í útafakstri en hún hafði verið tekin traustataki. Slys urðu ekki á mónnum í þessu tilfelli. — Júlíus Verzlunarmannafélag Reykjavíkur: Kjaradeilu einróma vísað til sáttasemjara Á FUNDÍ trúnaðarmannaráðs Verzlunarfélags Reykjavíkur sem haldinn var í fyrrakvöld var samþykkt einróma að vísa kjara deilu félagsins til sáttasemjara ríkisins. Morgunblaðið sneri sér til Guðmundar II. Garðarssonar formanns félagsins og spurði um ástæðuna fyrir þessari ákvörðun. „Viðræður hafa staðið lengi yfir um þá kröfu verzlunarmanna," sagði Guðmundur," að verslunar- fólk byggi við sambærileg kjör og starfsmenn hins opinbera vegna sambærilegra starfa. Veigamikið atriði í þessum viðræðum er að aðilar komi sér saman um nýja og breytta flokkaskipan í kjarasamn- ingnum. Síðustu tvo mjnuði hefur fjögurra manna undirnefnd skipuð tveimur fulltrúum frá hvorum aðila unnið að þessum málum og var svo komið skömmu fyrir jól', að mati okkar, að rammi væri kom- inn að viðeigandi flokkaskipan. Um það náðist ekki fullt sam- komulag í viðkomandi undirnefnd og lögðu því fulltrúar verzlunar- manna, Magnús L. Sveinsson og Björn Þórhallsson, fram ákveðna tillögu sem í meginatriðum bygg- ist á því verki sem unnið var í undirnefndinni. Um er að ræða að í stað 11 launaflokka verði launa- flokkarnir 23 og að laun í hverjum launaflokki verði ekki lægri en ríki, sveitarfélög eða bankar greiða fyrir sambærileg störf. Að fenginni reynslu teljum við það affarasælast að vísa málinu strax til sáttasemjara í von um að það fái skjótan framgang."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.