Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 11 Leikritaþýðingar Áma Guðnasonar LEIKRIT þýdd aí Arna Guðnasyni. Helgafell 1978. Með þessari bók birtist ekki formáli eða greinargerð nema það sem lesa má á kápu merkt K.K. Þar stendur m.a.: „Arni Guðnason var rómaður þýðandi leikrita. Alveg sérstak- lega þótti honum farast vel að þýða Shaw. Nokkrir vinir hans hafa nú gengist fyrir því, að bók með Shawþýðingum kæmi út í minningarskyni við þýðandann. Útgefandi telur sér sérstakan heiður að því að mega koma bókinni á framfæri við lesendur og áhugamenn um leiklist. Þorsteinn Ö. Stephensen hefir annast útgáf- una.“ I bókinni eru tvö leikrit eftir Bernhard Shaw: Androkles og ljónið og Oskabarn örlaganna. rangt fyrir sér. Hann gerir allt undir merki réttlætisins. Hann berst við menn undir því yfirskyni, að hann sé að verja land sitt, hann snuðar menn undir því yfirskyni að lögmál viðskiptanna megi ekki brjóta — hann hneppir menn í þrældóm undir því yfirskini að hann sé að verja hagsmuni heims- veldisins. Hann níðist á mönnum til að sýna drenglund — hann styður konung sinn til að verja konungdæmið og heggur af honum höfuðið til að verja lýðræðið. Hann er alltaf reiðubúinn að gera skyldu sína og gleymir því aldrei að sú þjóð sem metur skylduna meira en hagsmuni sína, er búin að vera". Menn hafa að vonum farið lofsamlegum orðum um þýðingar Arna Guðnasonar. Sjálfur var hann einn þeirra manna sem lét lítið á sér bera. Hann kenndi - ensku í gagnfræðaskóla, m.a. nemendum á borð við undirritaðan sem ekki voru alltaf með hugann við námsefnið kennaranum til sárra leiðinda. En Árni var ákveðinn kennari og krafðist þess að nemendur sínir ynnu. Hann var alltaf klæddur eins og sannur séltilmaður og fas hans höfðing- legt. Síðustu árin sem hann lifði mætti ég honum oft á göngu í Vesturbænum. Hann var jafnan þungt hugsi eins og hann væri að glíma við vandasamt verkefni. Ekki er ólíklegt að hann hafi notað gönguferðirnar til að velta fyrir sér hvernig ætti að orða hugsanir þeirra Shaws og Ibsens á eðlilegu, en um leið tígulegu íslensku máli. Þýðingar hans munu lengi lifa því að í þeim fór saman virðing fyrir viðfangsefninu og menningarleg hugvitsemi sem í hvívetna var til sæmdar. Stjórn S.U.S .hefur ákveðið að haía opið hús í Valhöll í hádeginu á laugardögum í vetur. í fyrsta sinn nú á laugardaginn. SUS með opið hús í Valhöll STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að gangast fyrir „opnu húsi“ í Sjálfstæðishúsinu, Valhöll við Háaleitisbraut á laugardögum í vetur, þar sem ungir sjálfstæðismenn geta komið saman og rætt málin í hádeginu. Stefán H. Stefánsson framkvæmdsastjóri S.U.S. sagði í samtali við Morgunblaðið, að ætlunin væri að hafa opið tvo til þrjá laugardaga í mánuði og ef til vill oftar ef aðsókn verður mikil. Sagði hann að á boðstólum yrði léttur hádegisverður, súpa, smurt brauð, egg og fleira í þeim dúr. Ætlunin að í hvert sinni komi einhver ákveðinn gestur og ræði eitthvað tiltekið mál, en þó með sem allra óformlegustum hætti. Tilgang þessarar nýbreytni sagði Stefán fyrst og fremst vera þann að gefa ungum sjálfstæðismönnum tækifæri til að hittast og rabba saman í hádeginu á laugardögum. Farið verður af stað með þessa starfsemi nú á laugardaginn, og að sögn Stefáns verður Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri Vísis gestur dagsins. Mun hann ræða um íslenska fjölmiðla og störf sín við íslenska blaðamennsku. Opið verður milli klukkan 11.30 og 14, — frá hálf tólf til tvö, og kvað Stefán það von stjórnar S.U.S. að sem flestir úr röðum ungra sjálfstæðismanna litu við. Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Árni Guðnason Fyrra leikritið er „gömul saga dubbuð upp af Bernhard Shaw“, segir á nokkuð óvæntan hátt frá píslarvætti kristinna manna í Róm. Þetta er meinfyndið leikrit sem draga má af nokkurn lærdóm. Shaw er ekki einungis í hug að sýna ýkjukennda mynd af vináttu ljóns og manns. Eins og margir vita dregur Androkles hinn gríski flís úr hrammi ljóns sem verður á vegi hans. Endurfundir hans og ljónsins verða á leikvangi Kólosse- um þar sem ljóninu er ætlað að gera út af við hann, en þekkir velgjörðarmann sinn aftur og launar honum hjálpina. Óskabarn örlaganna gerist á Ítalíu 1796 og segir frá hinum hugdjarfa hershöfðingja Napóleon Bona- parte sem þá er 27 ára að aldri. Honum vegnar vel í stríðinu við Austurríkismenn. Þá gerist það að ung kona stelur pósti hans, einkabréfum og stríðsfyrirskipun- um, með því að leika á flokksfor- ingja nokkurn. Átök leiksins eiga sér stað milli Napóleons og stúlkunnar sem er bæði fim í orðræðu og ráðagóð. Samtal þeirra er hið kostulegasta, leikrænt og skemmtilegt. Shaw notar tækifær- ið til að skopast að löndum sínum þegar hann lætur Napóleon líkja stúlkunni við Englendinga. Þar stendur m.a.: „Það er ekkert til svo illt eða gott að Englendingar geri það ekki — en Englendingur hefur aldrei Við erum hræddir um að tilboð þetta standi stutt og þvi miður verður það ekki endurtekið vegna þess að það eru aðeins til 25 SKODA 120 L AMIGO á þessu lága verði. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. ISP ;I ■■ s Éf||| f * *.x-ý \ wm \ ' " . : I Auóbrekku 44-46, Kópavogi, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.