Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 framboði til forsetakjörs? takmarkaðrar hrifningar meðal hinna föstu kjósenda demókrataflokksins, er far- inn að líta á Kennedy sem alvarlega ógnun við stjórn sína eða öllu heldur fram- haldið á henni. Á ráðstefnu flokksins í Memphis í Tennessee í byrj- un desember s.l., þegar kjör- tímabil forsetans var hálfn- að, hratt Hvíta húsið aðför undir stjórn Kennedys að ráðstöfunum forsetans um að draga úr opinberri þjónustu í því skyni að hamla gegn verðbólgu. En það er ekki hin rökfasta vörn forsetans fyrir stjórnar- stefnu sinni, sem mönnum er minnistæðust frá flokksfund- inum. Heldur fagnaðarlæti fulltrúanna, hróp og stapp, þegar Kennedy réðist harka- lega gegn „hinum mikla niðurskurði á fjaflögunum á kostnað vegna gamla fólks- ins, hinna fátæku, hinna svörtu, hinna veiku og at- vinnnulausu og borgaranna almennt." Þýðingar- miklir hópar Þegar Kennedy er spurður að því, hvort hann muni verða í framboði, svarar Kjósendur af gyðingaætt- um? Hann fylgdi hægri armi demókrataflokksins með því að vera á móti sölu á herþotum til Saudi Arabíu. Kjósendur af grískum ætt- um? Eins og Gyðingar standa þeir saman í nægilega fjöl- mennum samtökum til að geta haft veruleg áhrif á úrslit í stórborgum og margir þeirra geta lagt fram drjúgan skerf í kosningasjóði. Kenne- dy var andvígur ákvörðun forsetans um að, aflétta vopnasölubanninu gagnvart Tyrkjum. Kvenréttindafélög? Þau eru farin að hafa æ meiri áhrif innan demókrata- flokksins. Kennedy hafði for- göngu um það að veita ríkjunum aukinn frest til að staðfesta jafnréttislögin, en eins og sakir standa er það höfuðmarkmið kvenréttinda- hreyfingarinnar. Hann hefur einnig til að bera lagni Kennedyanna til að gera mikið úr stjórnmála- markmiðum sínum og gjörð- um. í september sneri hann heim aftur úr heimsókn til Brezhnevs með loforð frá Sovétríkjunum um vega- bréfsáritun til handa 18 fjölskyldum og þar á meðal hinum fræga vísindamanni Benjamin Levich, sem er gyðingur. Sem formaður undirnefnd- ar öldungadeildarinnar í heilbrigðismálum hefur hann á snjallan hátt stjórnað herferð í hverri borginni á eftir annarri í þágu víðtækra sjúkratryggingar fyrir öll Bandaríkin, en þau eru hin einu meðal háþróaðra iðn- ríkja, sem hafa ekki enn slíka löggjöf. Starfsfólk hans fer á und- an og safnar gögnum og upplýsingum um fjölskyldur á staðnum, sem hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum eða beðið algert fjárhagslegt skipbrot vegna óhemju kostnaðar af læknishjálp af hálfu einkaaðilja. Síðan fara fram eins konar vitnaleiðslur á opinberum vettvangi, og fjölmiðlar á staðnum sýna þessum málum gífurlegan áhuga. Mál, sem annars að öllum líkindum myndi nær einvörðungu vera rætt innan veggja fundarher- bergja þingsins, vekur þannig alþjóðaathygli í ríkum mæli. Sjúkra- tryggingarnar Þegar Kennedy ákvað á síðastliðnu sumri að hafa opinberlega stefnu Cart- er-stjórnarinnar um sjúkra- tryggingar skref fyrir skref, hafði hann reiknað dæmið út á svipaðan hátt. Ef það er nokkur ein sérstök og bein ógnun við hinn ameríska draum miðstéttar-fjöl- skyldna, þá er það hin fjárhagslega martröð í sam- bandi við langvarandi eða alvarleg veikindi. Kennedy hefur gert það að sínu máli. Ýmsir, sem fylgjast með Kennedy, leyfa sér að benda á önnur atriði, sem þó eru lengra sótt. Snemma á fyrra ári birtust tvær lofsamlegar greinar um hina árangurs- ríku baráttu konu hans, Joan, gegn áfengissýki, og þær gætu hafa haft þann tilgang að drepa á of viðkvæmu máli frá pólitísku sjónarmiði. Hin viðamikla nýja ævisaga Bobby Kennedys eftir Arthur Schlesinger hefur jafnvel verið túlkuð sem vandlega tímasett tilraun til að blása nýju lífi í Kennedy-goðsögn- ina. Fáir efast um hæfileika Ted Kennedys. Hann er nú 46 ára gamall og hefur þroskast mikið, síðan hann á sínum tíma sem nýr öldungadeild- arþingmaður virtist oft berg- mála skoðanir aðstoðar- manna sinna. Smám saman hefur honum tekizt að setja sig vandlega inn í fjölda málaflokka, er varða félags-, efnahags- og utanríkismál. Öldungardeildarmenn í báðum flokkum meta hann vegna þekkingar hans og stjórnmálahæfileika. Þessir eiginleikar hafa gert honum kleift að laða til sín færustu starfskrafta í Capitol Hill frá háskólum og virtustu lög- fræðiskrifstofum í New York. Gleymt og graíið Hinar gömlu hindranir á vegi hans sem frambjóðanaa eru enn fyrir hendi, en virðast yfirstiganlegri. Hinn siðferðilegi blettur frá Chappaquiddick, þegar hann reyndist sekur um að hafa dregið óhæfilega að láta vita um bílslys, sem hafði í för með sér dauða vinkonu hans, hefur dofnað. Nýleg skoðana- könnun leiddi í ljós, að flestir Bandaríkjamenn eru reiðu- búnir að láta það slys heyra fortíðinni til. En það er enn hættuspil í kosningabaráttu. Jafnvel þótt andstæðingar hans myndu ekki vekja máls á því, er hætt við, að sum blöð gætu freistazt til þess. „Heimildar- mynd“ í sjónvarpi, þegar forkosningar stæðu sem hæst, gæti vægast sagt orðið óheppileg. Og enn verður vart lítt dulinnar andúðar í amerískum stjórnmálum á Kennedy-dýrkuninni. Stríðið sem njóta fjárhagslegs stuðnings alríkisstjórnarinn- ar, miða að því að vinna bug á vandamáli hins stöðuga atvinnuleysis. En mönnum til mikilla vonbrigða er nú öll þessi þróun mála í hættu vegna mikils niðurskurðar á fjárlögum. En munurinn á þessum tveimur mönnum, sem vel fer á með persónulega, kemur einnig fram í aðferðum þeirra og háttum sem stjórn- málamanna. Jimmy Carter er ný gerð af forseta. Hann hefur gert sér meira far um það og djarflegar en nokkur annar stjórnmálamaður að sannreyna hin raunhæfu tak- mörk ríkisstjórnar og skýra kjósendum frá valkostunum á hreinskilnislegan hátt. Þá sjaldan hann hefur beitt öfgum, hafa þær virzt honum óeiginlegar. Það er fjarri því, að hann sé daufgerður maður, en þetta eru hógvær- ar dyggðir. Kennedy er allt önnur manngerð. Hann ber með sér myndugleik og öryggi, og hann vekur hrifningu. I stjórnmálakerfi, sem lifir á leiklist og leiksýningum, hlýtur farandleikari ávallt að vekja meiri athygli og áhuga fólks en verkfræðingur. I því er hugsanlega fólgin allveru- leg hætta fyrir Carter, hvað varðar endurkjör hans. —svá— úr „Observer“ Stóra spurningin í Bandaríkjunum er rétt einu sinni: Kennedy með Joan konu sinni. Hann sigraði í skoðanakönnun um vænlegustu forsetaefni demókrata sem New York Times efndi til fyrir skemmstu íNew Hampshire annars vegar og hins vegar íöllum handarísku fylkjunum. Kjósendur voru beðnir að velja á milli Kennedys, Carters og Brown, fylkisstjóra í Kaliforníu. Atkvæði féllu þannig í allsherjarkönnuninni að 42% svöruðu að þeir vildu helst fá Kennedy í framboð í forsetakosningunum 1980, 34% hölluðust að Carter og 15% studdu Brown. Níu prósent höfðu ekki gert upp hug sinn. Birtan er dauf. Frá plötu- spilaranum berast þýðir tón- ar. Stúlkan er tilleiðanleg og meira en það. En ungi mað- urinn er hikandi. Ætlar hann ekki að hafast neitt að eða hvað? Að því er vinir Edwards Kennedy segja, veit hann ekki sjálfur, hvort hann muni keppa við Jimmy Carter um forsetaembættið 1980. En það er enginn vafi á því lengur, hvernig sem honum er innan- brjósts, að hann vinnur markvisst að því að hafa aðstöðu til þess að leggja til þeirrar atlögu, ef skilyrði til þess yrðu hagstæð. Hann þarf ekki að leita langt að hvatningu. Hann er eini demókratinn í sögu skoðanakannana, sem nýtur meiri vinsælda heldur en forseti í embætti. Hann er einnig langt fyrir ofan alla repúblikana, sem til greina koma. Innan demókrataflokksins nýtur hann víðtæks stuðn- ings launþegasamtaka, kirkjufélaga, kynþátta minnihluta, kvenréttinda- hreyfinga, ellilífeyrisþega og neytendasamtaka. Forsetinn, sem hefur áunn- ið sér virðingu en nýtur hann því alltaf til, að hann vænti þess, að forsetinn muni verða tilnefndur á ný og hyggist þá styðja hann. En þeir sem fylgjast gjörla með Kennedy benda á það, hvern- ig hann hafi verið að tryggja sér fylgi þýðingarmikilla hópa innan flokksins í þeim málum, sem skoðanakann- arnirnir hafa snúist um. Verkalýðsfélög? Kennedy var eindreginn fylgismaður Humbrey-Hawkins frum- varpsins, sem ætlað var að löggilda fulla atvinnu í þjóð- arbúskap Bandaríkjanna. Hann gagnrýndi áætlun stjórnarinnar um útvegun nýrra atvinnutækifæra, þar sem hún næði of skammt, og réðst gegn skattalækkun hennar í þágu hinna efnuðu, þar sem hún væri óréttlát. Hann er formaður undir- nefndar öldungadeildarinnar, sem fjallar um ráðstafanir gegn hringamyndunum. Þeldökkir kjósendur? Hann var framsögumaður fyrir frumvarpi um stjórnar- skrárbreytingu, sem miðaði að því að veita íbúum Columbíuhéraðs kosninga- rétt, en þeir eru þeldökkir að miklum meirihluta. í Indó-Kína dró mjög úr ljómanum af „hinum beztu og gáfuðustu" og úr töfrum ættarinnar. Hroki og þótti hins gamla Kennedyhrings og jafnvel öldungadeildar- þingmannsins sjálfs hefur ekki með öllu gleymzt. En það, sem þó sennilega vegur mest á móti framboði, er hættan á enn einni hörmu- legri ógæfu Kennedy fjöl- skyldunnar, en það er áhætta, sem hann vill ógjarna taka, meðan móðir hans, Rose Kennedy, er á lífi. Hversu Carter verður veikur fyrir 1980, er komið undir atvikum, sem Kennedy hefur alls engin áhrif á, það er hversu til tekst með stefnu hans í kaupgjalds- og verð- lagsmálum og hver þróunin verður í alþjóðamálum. Á blaðamannafundi í desember s.l. viðurkenndi Carter hreinskilninslega, að Kennedy væri áhrifamikill og hæfur stórnmálamaður. En hann benti á , að skylda sín sem forseta væri að vera gerðardómari varðandi allar þær kröfur, sem gerðar væru til fjárlagafrumvarpsins. Aftur á móti héldi Kennedy fram annarri hlið málsins, en hann bætti því við, að öldungadeildarþingmaðurinn tilheyrði fjölskyldu, sem nyti mikillar virðingar innan flokksins: „Það er sérstakur ljómi um hann vegna stöðu fjölskyldu hans meðal þjóðarinnar og innan flokks okkar. Þetta gerir hann ekki aðeins að talsmanni sinna eigin sjónar- miða, heldur og mikils fjölda hugsanlegra kjósenda." Þessir kjósendur Kennedys eru fyrst og fremst í borgum norðurríkjanna, sem nú berj- ast fyrir endurreisn sinni. Fátækrahverfin eru að minnka, hjörtu borganna slá örar, hraðvaxandi athafna- semi og nýjar framkvæmdir, V erður Kennedy í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.