Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
f
Fimleikadeild Gerplu
ræður sovézkan þjálfara
FIMLEIKADEILD íþróttafélagsins Gerplu hefur ráðið til starfa sovézkan
fimleikaþjálfara, Leonid Zakharian. Kom hann til starfa upp úr áramótum og hefur
tekið til við þjálfun úrvalsflokka félagsins.
Zakharian er Armeníumaður frá Jerevan, höfuðborg ríkisins. Hann var sjálfur
fimleikamaður á yngri árum og sótti menntun við íþróttaháskóla í Armeníu og lauk
prófi sem sérfræðingur í þjálfun fimleikafólks. Hefur hann starfað sem þjálfari allt
frá 1952 og þar á meðal sem kennari vð íþróttaháskólann í Jerevan. Þá hefur
Zakharian þjálfað búlgarska landsliðið, verið einn af sex ríkisþjálfurum fimleikafólks
í Sovétríkjunum um árabil og þar til 1976, flutt fyrirlestra um „theóríuna44 í fimleikum
víða um lönd og ferðast mikið með nemendum sínum.
Hér mun hann mest starfa með
þeim fimleikakonum Gerplu sem
lenfíst eru komnar. Zakharian
telur að hér sé mikið verk að
vinna, en er bjartsýnn á ftóðan
árannur, þenar keppendur frá
okkur fari að stunda alþjóðlefi
fimleikamót. Hér skorti mjöf; á að
stúlkurnar fái þá keppni sem nægi
ti! framfara. ’
Leonid Zakharian mun dvelja
hér á landi næstu 9 mánuði að
minnsta kosti.
Mikil gróska er í fimleikastarf-
inu hjá Gerplu og komast færri að
en vilja hjá félaginu. Um 250
virkir félagar eru í fimleikadeild-
inni og er þeim skipt í 12 flokka og
hefur hið nýja og glæsilega
íþróttahús félagsins við Skemmu-
veg í Kópavogi leyst að svo til öllu
leyti þann vanda að fá inni fyrir
æfingar.
Það sem helst skortir hjá
félaginu eru fleiri og betri áhöld.
Mjög háir tollar eru á öllum
Atti aö hafa fé af
Franz Beckenbauer?
ÞAÐ ERU fleiri íþróttamenn en handboltamenn Víkings og
sanska landsliðsins. sem valda hlaðaskrifum á Norðurliindum
fyrir atvik á skemmtistöðunum. í Berlingskc Tidende var nýlega
sagt frá þvf. að Franz „keisari" Beckenbauer hefði verið kærður
fyrir að beita valdi á næturklúbbi í KitzbUhl.
Beckenbauer mun þar hafa verið að skemmta sér ásamt rinum
af fyrrverandi félögum sínum hjá Bayern, Robert Schwann. og
nýrri vinkonu sinni. Diane Sandmann. Bandarfskur ferðalangur
vatt sér þá að þeim og hugðist smella mynd af knattspyrnu-
keisaranum. en þar sem Beckenhauer er maður harðgiftur og
hann taldi frrðalanginn vera blaðamann. réðst hann ásamt
félaga sínum Schwann að ferðalanginum og hugðist stöðva hann.
Kom þar þá aðvffandi harþjónn nokkur sem hugðist skakka
leikinn áður en að spjöll yrðu unnin á innanstokksmunum. Skipti
þá engum togum. að fyrst Schwann og síðan Beckenbauer réttu
barþjóninum einn á lúðurinn og hefur hann kært þá fyrir
tiltækið.
Haft var eftir Schwann. að ferðalangurinn og barþjónninn
hefðu ætlað að hafa fé af þeim með hinni óæskilegu myndatöku af
Beekenbauer og Diönu Sandmann. Hvað um það. það er allt
komið fram í dagsljósið hvort sem er.
• Ég vor
kcnni alltaf
dómaranum
þegar þessi
tvö lið spila
Markaskorararnir
UPPLÝSINGAR í fréttaskeytum um ensku bikarleikina f
fyrrakvöld voru mjög af skornum skammti og því lítið hægt að
segja um það hverjir skoruðu mörk liðanna. Verður nú reynt að
ba-ta aðeins úr.
I 3—3 jafntefli Arsenal og Sheffield Wedensday. skoruðu
Stapelton (2) og Willy Young mörk Arsenal. en Rushbury, Lowe
og Ilornsby (víti) mörk Sheffield. Staðan að loknum venjulegum
leiktíma var 2—2.
Liverpool þurfti að hafa meira fyrir sigri sínum heldur en 3—0
markatalan gefur til kynna. Jim Case skoraði fyrsta mark liðsins
rétt fyrir leikhlé. en í síðari hálflcik bættu þeir Kenny Dalglish
og Ray Kennedy við sínu markinu hvor.
Það gekk mikið á í lcik Rotherham og Manchester City. Staðan
eftir 1 í mfnútna leik var 3—0 fyrir City. með mörkum Owen og
Kidd sem skoraði tvö. Rotherham minnkaði muninn í 3—2 og
síðan voru miirk dæmd af Rotherham. áður en að Manchester
City innsiglaði sigur sinn með marki Peter Barnes.
Luther Blissett skoraði fyrir Watford snemma leiks gegn
Nottingham Forest. en meistararnir voru ekki á þvf að láta
klckkja á sér og Gary Birtles (2) og John Robertsson tryggðu
Forest öruggan sigur. Þetta var íyrri leikur liðanna í
undanúrslitum deildarbikarsins, en þar er leikið heim og heiman.
Hefur Forest því aðeins unnið hálfan sigur. Watford hefur til
þessa sýnt klærnar í keppninni og slegið út lið cins og Newcastle.
Manchester Utd og Stoke með miklum gla'sibrag. Það getur því
allt gerst enn.
íþróttatækjum sem keypt eru og
því erfitt að eignast þau.
Þaö kom fram að úrvalsflokkar
félagsins æfa alls fimm sinnum í
viku og minnst tvo tíma í senn.
Það er því mjög bagalegt að ekki
skuli vera fleiri opinber fimleika-
mót hér á landi. Eina verkefnið í
vetur fyrir utan innanfélagsmót er
íslandsmeistaramótið í fimleikum
þar sem keppt er í skylduæfingum
svo og frjálsum æfingum.
Gerpla tekur ekki þátt í Bikar-
keppni Fimleikasambands Islands
sem fram fer um helgina þar sem
keppt er þar eftir gömlu stigakerfi
sem Gerpla æfir ekki eftir.
Hinn nýi sovézki þjálfari leggur
mikla áherzlu á að stúlkurnar
komist á fimleikamót erlendis, því
að þannig öðlist þær bæði reynslu
og þekkingu á keppnisgrein sinni.
____ Þr-
íþróttahús í Garðinn?
í VIÍCUGÖMLU eintaki Suðurnesja-
tíðinda er greint frá hugmyndum
hreppsnefndar Gerðahrepps að reisa
í Hreppnum nýtt og glæsilegt.
íþróttahús. Hreppsnefndin hefur
rætt málið á fundum að undanförnu
og ákvörðunar er að vænta á
næstunni, að sögn Suðurnesjatíð-
inda. Óli J. Ásmundsson arkitekt og
Edgar Guðmundsson verkfræðingur
hafa gert líkan af væntanlegi
íþróttahúsi. Að sögn Suðurnesjatíð
inda á byggingarefni hússins að veru
svokallað límtré, en Edgar er
sérfræðingur í hönnun slíkra mann-
virkja.
• Berglind Pétursdóttir Gerplu margfaldur íslandsmeistari í
fimleikum. er ein af þeim mörgu stúlkum sem æfa undir leiðsögn
sovéska þjálfarans.
Badmintonlandsliðið
á „Helvetia Cup“
Mánudaginn 22. janúar
heldur landsliö íslands í
badminton til Austurríkis
til þátttöku í Helvetia-Cup,
sem er B-keppni á vegum
Evrópusambandsins og fer
þessi keppni fram í Klag-
enfurt 26.-28. janúar. 17
þjóðir taka þátt í þessari
keppni. Er þeim skipt í
fjóra riðla og er ísland í
fjórða riðli, sem er tví-
skiptur, A og B, og er
ísland í fjórða A ásamt
Austurríki og Sviss. Að
lokinni riðlakeppni verður
keppt um röð landanna í
mótinu. Hver landsleikur
samanstendur af þremur
einliðaleikjum karla og
einum leik í hverri grein
þar fyrir utan eða sjö
leikjum alls og má hver
leikmaður aðeins leika tvo
leiki.
ísland mun því leika fimm
landsleiki í þessari keppni. Is-
lenska landsliðið skipa eftirtaldir
keppendur:
Kristín Magnúsdóttir, Kristín
Kristjánsdóttir, Hanna Lára Páls-
dóttir, Jóhann Kjartansson, Sigfús
Ægir Árnason, Broddi Kristjáns-
son, Sigurður Kolbeinsson, Guð-
mundur Adolfsson, öll úr T.B.R.
Fararstjóri verður Walter
Lentz. Liðsstjóri og þjálfari er
Garöar Alfonsson.
Um árangur íslands í þessari
keppni er erfitt að spá og ýmislegt
sem spilar þar inn í, t.d. það að
þetta er í fyrsta skipti sem við
tökum þátt í þessari keppni og
einnig það að þurfa að leika tvo
landsleiki á dag og trúlega eru
bæði Austurríki og Sviss með
sterkari landslið en við, en því má
bæta við, að um styrkleika þessara
þjóða vitum við ekki mikið.
Möguleikar okkar eru fyrst og
fremst þegar keppt verður um röð
landanna í keppninni, en þar
ættum við að mæta þjóðum sem
eru svipaðar að styrkleika og við.
Áður en þessi keppni hefst mun
íslenski hópurinn dvelja í Vín eða
nánara tiltekið í Pressbaum, sem
er útborg Vínar, í boði A.S.V.
Pressbaum. Þar munu íslensku
keppendurnir taka þátt í tveggja
daga móti ásamt keppendum frá
Möltu og Portúgal og heimamönn-
um. Er með þessu boði stefnt að
gagnkvæmum samskiptum.
Eins og sjá má af þessu verður
þetta löng og ströng keppni, en
vonandi verður þessi ferð til að
efla samskipti okkar við erlendar
þjóðir í framtíðinni.
Um fjárhagshlið þessarar ferðar
er það að segja, að hún er mjög
kostnaðarsöm og þar sem Badmin-
tonsambandið er heldur fjárvana,
hefði aldrei getað orðið úr þessari
ferð nema því aðeins að keppendur
hafa hlaupið undir bagga með
sambandinu og greitt stóran hluta
kostnaðarins siálfir.
Sýnir það
best aðstöðu íslenskra badminton-
keppenda til að sækja mót erlend-
is, sem er talin aðalundirstaðan til
þess að keppandi nái eðlilegum
framförum í íþrótt sinni.
Heim verður komið mánudaginn
29. janúar.