Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 Faöir minn + SIGURDUR ÁRNASON frá Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuö. Fyrir hönd vandamanna Margrét Anna Siguröardóttir. + Eiginmaöur minn, PÉTUR PÉTURSSON, Blönduósi, er andaöist laugardaginn 13. janúar, veröur jarösunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Bergoóra Kriatjánsdóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir GUONÝ GÍSLAOÓTTIR Fróóholtshjáleigu veröur jarösungin frá Oddakirkju laugardaginn 20. janúar kl. 13.00. Ferö frá B.S.Í. kl. 10.00 sama dag. Börn og tengdabörn. + Bróöir minn, BJÖRN JÓNSSON frá Starmýri, lézt í Landakotsspítala 17. janúar. Þórarinn Jónsson. + ANDREA JÓNSDÓTTIR, frá Litla-Fjarðarhorni, veröur jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju, laugardaginn 20. janúar kl. 2 síðdegis. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Siglufjaröar. Börnin og aðrir vandamenn. Minning: Gunnar Jóhanns- son frá Varmalœk Fæddur 9. febrúar 1922. Dáinn 9. janúar 1979. I dag, föstudaginn 19. janúar kl. 13.30, veröur Gunnar frá Varma- læk jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík, en hann lést tæplega 57 ára á Borgarspítalan- um að kvöldi 9. þ.m. og kom þangað að morgni þess dags frá Hátúni 12, þar sem hann hefur dvalið undanfarin 5 ár og notið þar góðrar umönnunar í sínum miklu veikindum, sem við trúum að nú séu læknuð og lífið haldi áfram á æðra tilverustigi. Gunnar var fæddur að Mælifelli í Skagafirði, elstur fjögurra barna Jóhanns P. Magnússonar frá Gilhaga og konu hans Lovísu, dóttur Sveins Gunnarssonar frá Mælifellsá. Tvær systur Gunnars, Margrét og Helga, dóu ungar, en bróðir hans er Sveinn kaupmaður og bóndi á Varmalæk í Skagafirði, og fósturbróðir Jóhann Hjálmars- son, sem nú er húsvörður í Hamrahlíðarskóla. A uppvaxtarárum Gunnars á Mælifellsá fór að bera fljótt á vöðvarýrnun hjá honum og því voru möguleikar hans aðrir til lífsbaráttunnar en annarra, en þá komu í ljós framúrskarandi'hæfi- leikar hans, sem lýstu sér í hugrekki, bjartsýni og framtaks- semi því aðeins 18 ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna (árið 1940) og framleiddi inniskó og skinn- jakka, sem var algjör nýjung í þá daga, a.m.k. til sveita, síðar komu frá þessari saumastofu fjölbreytt- ari flíkur í útliti og gerð, sem Gunnar hannaði með sínu fegurðarskyni og framleiðslan gekk vel, þó á byrjunarstigi væri og það íslensk, því skinnin voru sútuð á Akureyri, er saumað var úr. Á styrjaldarárunum var erfitt með innflutning og því var þessi innlenda framleiðsla nauðsynleg og hagkvæm. Til þessa nýja atvinnufyrirtækis réðst til vinnu hópur ungra kvenna, sem lífguðu upp á félags- og skemmtanalífið í sveitinni, og því voru skemmtisamkomur tíðar, bæði heima á Mælifellsá og í Ungmennafélagshúsinu við Steinstaðalaug. Margt var til gamans gert, spilað, sungið, sýndir gamanþættir á leiksviði og auðvit- að dansað fram á bjartan dag, og sá sem átti drýgstan þátt í öllum þessum undirbúningi og jafnan lék á harmoníkuna fyrir dansinum var saumastofustjórinn sjálfur, þó fatlaður væri og ekki minnist ég þess, að Bakkus væri hafður með á þessum gleðistundum, þó það þyki næstum nauðsynlegt í dag meðal ungs fólks. + Móöir mín og tengdamóðir, VALGERÐUR SIGURBERGSDÓTTIR, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. F. h. annarra vandamanna, Síguróur Gísli Guömundsson, Hrefna Guðmundsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR RUNÓLFSSON, frá Búðarfelli, Vestmannaeyjum, andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kvöldi 16. janúar. Jaröarförin auglýst síöar. Stefán Runólfsson, Helga Víglundsdóttir, Ólafur Runólfsson, Sigurborg Björnsdóttir, börn og barnabörn. + Maöurinn minn og faðir okkar, INGVAR SIGURÐSSON, frá Stíflu, Landeyjum, veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 2.00. Kveöjuathöfn veröur í Hafnarfjarðarkirkju kl. 10 f.h. Bílferö verður frá Hafnarfjaröarkirkju aö athöfn lokinni. Hólmfríður Einarsdóttir og börn. + Eiginmaöur minn INGIMUNDUR ÁMUNDASON, bóndi Hrísbrú, Mosfellssveit, verður jarösettur laugardaginn 20. janúar kl. 2 e.h. frá Mosfelli. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Elínborg Andrásdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóður ÞÓRDÍSAR GUNNARSDÓTTUR frá Eyrarbakka. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Guörún Þorvaldsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Ragna Jónsdóttir, Katrín J. Jacobsen, Egill Á Jacobsen. + + Hjartanlegustu þakkir til allra, sem auösýndu okkur samúö viö fráfall Innilegt þakklæti til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa okkar, og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu GUÐMUNDAR MAGNUSSONAR, ÓLAFÍU BJARNADÓTTUR, fyrrv. yfirvólstjóra. Kársnesbraut 27, Sérstakar þakkir til Skagfirsku söngsveitarinnar og allra þeirra starfsfélaga Kópavogi, hans er vottuöu honum viröingu sína meö því aö mæta í einkennisbúningi þess félags, er hann hafði helgaö starfskrafta sína mestan hluta æfi sinnar. Bjarni Sigurðsson Jón B.Sigurösson Guö blessi ykkur Sigríóur Stefánsdóttir Jón Gunnarsson Jóhanna K. Magnússon Dyljá G. Stefánsdóttir Karl Gunnarsson Hanna Guðmundsdóttir Jón H. Magnússon Lára Pálmarsdóttir Sigurður Guðmundsson Lilja Karlsdóttir Ásgeir Stefánsson Dóra Georgsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir John C. Gardiner barnabörn og barnabarnabörn. og barnabörn. Á 21. afmælisdegi sínum opin- beruðu þau Gunnar og Þuríður Kristjánsdóttir trúlofun sína eða 9. febr. 1943 og giftu sig þann 27. nóv. sama ár, byggðu sér nýbýli að Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, og fluttu þangað í ársbyrjun 1944 og þá um vorið fæddist þeim fyrsti sonurinn, en þeim varð 8 barna auðið og eru 6 þeirra fædd á Varmalæk, en 2 þau yngstu í Reykjavík. Öll hafa þau nú hlotið menntun til nýtra starfa við þjóðarbúið. Þau heita Bragi, Sveinn Þröstur, Hjörtur Þór, Kristján Ingi, Jóhann Vísir, Svan- hildur Helga, Hrafnhildur og Gunnar Þórir sá yngsti, nú tæpra 17 ára. Á Varmalæk byggðu þau Þuríð- ur og Gunnar upp, auk saumastof- unnar, gróðurhús og verslun, og var það blómaskeið þéirra, þó skin og skúrir skiptust á í uppbyggingu þessa nýja heimilis, sem brátt varð gestkvæmasti staður byggðarlagsins á nóttu sem degi, og þá reyndi mikið á þolrif frúarinnar, sem staðið hefur ávallt fyrir heimili sínu með prýði, enda greind og vel gerð kona. Frá þvi 10 ára tímabili, sem Gunnar bjó á Varmalæk, eigum við Skagfirðingar og ýmsir fleiri margar góðar og gleðiríkar minn- ingar, sem vert er að geyma og læra af um hinn æðrulausa og glaðlynda mann, sem gekk við hækjur fram undir 25 ára aldur og síðan ávallt í hjólastól og stundum borinn út í bíl, þar sem hann sat undir stýri og ók um þvert og endilangt landið af svo miklu öryggi, að hann lenti aldrei í árekstri né óhöppum í umferðinni. Létt var Gunnari að kasta fram stöku og ávallt til skemmtunar þeim er á hlýddu, en því miður munu fá af hans ljóðum vera skráð og hin þá sennilega gleymd. Tónlist og söng unni hann mjög, og raddaður söngur hljómaði oft á heimili þeirra hjóna, sem bæði voru söngfólk. Stærsti þáttur í lífi þessa framkvæmdamanns var verslun. Heimahagarnir buðu Gunnari ekki upp á nógu mikil umsvif og þess vegna flytur hann til Reykja- víkur árið 1954 með alla fjölskyld- una og varð því dvölin hér í höfuðborginni tæp 25 ár, þar sem fjölskyldan átti heima á ýmsum stöðum. Sett var á stofn fram- leiðsla á m.a. húfum, sokkahlífum og höfuðfötum (bátar), sérstaklega ætlað fólki í frystihúsum, ásamt ýmsu fleiru, en síðustu árin verslaði Gunnar með gamla muni (antik), þar til kraftarnir þrutu 5 síðustu árin. Gunnar var einn af stofnendum „Sjálfsbjargar" og starfði mikið fyrir það félag. Ævidagar hans eru liðnir í þessum heimi, upp eru komin 8 börn og fædd 15 barnabörn, og ég votta þeim samúð mína og enn- fremur öldruðum foreldrum, ættingjum og vinum hins látna, bið þó sérstaklega um æðri kraft til móður hins látna, sem er á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Með þakklæti í huga fyrir skemmtilega samfylgd á lífsleið- inni, óska ég frænda mínum sælu og gleði með styrk hins eilífa friðar handan við móðuna miklu. Sveinn S. Pálmason. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á fví, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vclritaðar og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.