Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
Eyrún Runólfsdótt-
ir - Minningarorö
F. 17. júni' 1909.
D. 11. janúar 1979.
Kveðja frá börnum
Það rökkvar hægt og hljóðnár.
Þú hlýtur stundarfrið.
Og litlar, ljósar varir
þú leggur brjóstið við.
Þú gleymir þreytu og þykkju
og þungri, duldri sorg.
Og loginn helgi leiftrar
og lýsir hugarborg.
Með þökk í þagnarhljóði
þú þrýstir vör á kinn.
Af ásýnd leggur ljóma
á litla drenginn þinn.
Þó falli margt í fyrnsku
og fjölgi hríðarél;
þó liði langt á ævi
þann ljóma man hann vel.
Það var enginn, enginn nema þú,
elsku móðir — glöggt ég sé það nú.
Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er,
því enginn móðurelsku til mín ber.
Þér þakka‘ eg, móðir, fyrir trú
og tryggð;
á traustum grunni var þín
hugsun byggð.
Þú stríddir vel, unz stríðið
endað var,
og starf þitt vott um
mannkærleika bar.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig,
þú varst þreytt;
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
(S. Friðjónsson)
Fimmtudainn 11. janúar 1979
lést í Landspítalanum Eyrún
Runólfsdóttir, Langholtsvegi 29,
eftir skamma sjúkrahúsvist. Við
munum ekki rekja æviferil hennar
hér, en í þess stað langar okkur að
koma á framfæri þakkarkveðju
fyrir allt það fagra og góða sem
hún gaf okkur. Það er ómetanlegt
bæði fyrir unga og aldna að eiga
þess kost að verða samferðamaður
slíkrar konu sem Eyrún var. Alltaf
hafði hún afiögu tíma til að rétta
öðrum hjálparhönd og rósemi
hennar og stilling hafði djúp áhrif
á alla sem henni kynntust og ekki
síst á okkur barnabörnin sem oft
nutum þess að dvelja um stund hjá
ömmu, þangað sóttum við fróðleik
og nutum góðvildar hennar í einu
og öllu.
Nú legg ég augun aftur,
og Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Blessuð veri minning hennar.
Við viljum biðja hann sem öllu
ræður að halda verndarhendi sinni
yfir tengdapabba og afa og styðja
hann og styrkja í hans þungbæra
missi.
Tengdabörn og barnabörn.
Eyrún vinkona mín verður
jarðsett í dag. Ekki datt mér í hug
þegar ég kom til hennar síðast í
nóvember í haust að ég ætti ekki
eftir að hitta hana oftar.
Hún er ein af þeim fáu mann-
eskjum sem ég þekki sem er alltaf
eins, róleg, jafnlynd og mér fannst
hún aldrei eldast.
Ég var innan við fermingu þegar
ég kom fyrst á heimili hennar með
Ragnheiði. Síðan var ég heima-
gangur þar í mörg ár og komið þar
ætíð síðan að vísu með lengra
millibili en alltaf jafn vel tekið.
Aldrei varð ég þess vör að hana
skorti tíma þótt hún hefði alltaf
stórt heimili og ynni jafnan úti
með því. Hún hafði alltaf tíma til
að rabba við okkur sem vorum oft
fjögur og fimm utanaðkomandi
unglingar, gefa okkur kakó eða
kaffi. Ósjaldan var maður svo
þaulsetinn að kominn var matar-
tími og þá var ekkert sjálfsagðara
en allir fengju bita.
Ekki gerði ég mér grein fyrir því
hvað plássið var í rauninni
sannaðist á henni að þar sem
hjartarúm er nóg er húsrúm nóg.
Þrengslum fann enginn utanað-
komandi fyrir á Langholtsvegi 29.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka henni allt gott, þá
hlýju og elskulegheit sem hún ætíð
sýndi mér.
Erlendi mínum bið ég blessunar,
hann hefur misst mest.
Ég votta öllum, Hafsteini, Ragn-
heiði, Þóru, Þóreyju og fjölskyld-
um þeirra dýpstu samúð.
Ég kveð Eyrúnu mína með þökk.
Villa.
l>ú Kjörðir lönKum bjart á vegum vorum
l>ú varst í kvennahópnum prýði sönn.
Sem liljur Kreri hið KÓða í þínum sporum
Aí köIkí. tign og þýðri kærleiks önn.
Þó mörg sé tárin moldum þínum yfir.
þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört,
það mildar harm, að mynd 1 hugum lifir,
að minning er svo hrein og sólarbjört.
Steingrímur Thorsteinsson
Eyrún var fædd í Bakkakoti á
Seltjarnarnesi, dóttir hjónanna
Sigurbjargar Eiríksdóttur og
Runólfs Guðmundssonar. Hún var
yngst barna þeirra. Eldri voru
bræðurnir Sigurður og
Guðmundur. Foreldrar hennar
slitu samvistum.
Árs gömul var hún tekin í fóstur
að Óskoti i Mosfellssveit. Þá bjó
þar ekkjan Þóra Pálsdóttir ásamt
syni sínum Eiríki Einarssyni. Þóra
var kona óvenju barngóð og ríkti
ástúð milli mæðginanna og
Eyrúnar. Víst má telja að Þóra og
Eiríkur hafi reynst Eyrúnu sem
bestu foreldrar.
Tíú ára að aldri fór Eyrún til
Reykjavíkur og hóf skólagöngu.
Flutti hún til móður sinnar, sem
bjó í Reykjavík.
Tengslin við heimilið í Óskoti
rofnuðu ekki þó til Reykjavíkur
kæmi og minntist hún veru sinnar
í Óskoti með virðingu og þakklæti
ævilangt.
Árið 1931 giftist Eyrún Erlendi
Þórðarsyni, sjómanni. Duglegum
23
sómamanni. Þau eignuðust fjögur
efnileg börn. Þau eru Hafsteinn,
vélvirki, kvæntur Erlu Kristjáns-
dóttur, tækniteiknara, Ragn-
heiður, gift Birni Haraldssyni,
tæknifræðing, Þóra Sigurbjörg,
gift Gunnari Jónssyni, múrara,
Þórey, gift Guðbirni Geirssyni,
bónda. Auk þess ólu þau upp
dótturdóttur sína, Erlen Óla-
dóttur.
Barnabörnin eru orðin mörg og
barnabarnabörnin eru fjögur.
Eyrún unni fjölskyldu sinni
mikið. Heimilið var vettvangur
daglegra starfa. Þar var gott að
koma og dvelja. Hjónin voru
samhent að gera heimilið aðlað-
andi, sem einnkenndist af gest-
risni og myndarskap.
Kynni Eyrúnar og móður
minnar hófust þegar þær voru á
unglingsaldri. Tengdust þær strax
sterkum vináttuböndum, sem
aldrei bar skugga á.
Langt var á milli heimila þeirra,
en samt voru samskipti mikil og
góð vinátta tókst á milli okkar
barnanna. Ljúfar eru minningarn-
ar frá bernskudögum þegar Eyrún
og Erlendur og börn þeirra komu í
heimsókn til okkar. Það voru
dagar sem við hlökkuðum til og
lengi var minnst.
Ég, foreldrar mínir og systkini
sendum Erlendi, börnum þeirra
hjóna og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Eggerstdóttir.
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afma>lis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagshlaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu h'nuhili.
Skemmtileg frásögn
af Reykjanesmótinu
Velunnari þáttarins sendi
okkur pistil um Reykjanes-
mótið sem fram fór um síðustu
helgi við óvenjulegar aðstæður.
Við birtum það að sjálfsögðu í
heild og þökkum fyrir.
„Kraftabridge
á Reykjanesi
Bridgespilarar eru ekkert
„venjulegt fólk“ þegar íþrótt
þeirra er annars vegar. Þetta
sannaðist rækilega laugardag-
inn 12. jan. þegar Reykjanesmót
í sveitakeppni skyldi hefjast í
Stapa í Njarðvík. Til keppni
voru skráðar 14 sveitir úr
Reykjaneskjördæmi og ætlað að
leika 7 umferðir eftir Monad-
kerfi. Á föstudagskvöldi virtist
veður lítt fallið til Suðurnesja-
ferða, en veðurvitar höfðu uppi
góð orð um hláku. Þeir vita sem
reyndu, að hláka þessi skipti um
skoðun og lét í minni pokann
fyrir bandvitlausum skafrenn-
ingi og ofanfári. Mótstjórn lét
sét þetta í léttu rúmi liggja,
enda eflaust ættuð af Hóls-
fjöllum eða ennú verri veðra-
vítum og aflýsti hvergi. Kapps-
fullir spilarar héldu tímanlega
af stað til mótsstaðar og fyrir
harðfylgi, en meðal ferðalanga
voru ýtustjórar og jafnvel jarð-
ýtur í mannslíki, komust sjö
sveitir á mótsstað á tilskildum
tíma.
Ekki þótti fýsilegt að hefja
keppni sjö sveita og voru því
smalamennskur hafnar með
þeim árangri að um kl. 15.30
voru 10 sveitir mættar og mál að
hefjast handa.
Gamlir unnendur íþróttarinn-
ar hefðu eflaust tárast við að
líta yfir salinn. Þarna sátu
þessir tryggu dýrkendur þessar-
ar göfugu íþróttar klæddir
úlpum, húfum og treflum,
krókloppnir við spilaborðin. Það
brast í froststífum kjúkum og
hrímið glitraði á sultardropum,
því auðvitað hafði hitaveitan
brugðizt og húsið ískalt. Á eftir
fylgdi að veitingafólk var teppt
heima og því engin von á kaffi,
en fólk lét sér í léttu rúmi liggja.
„Hvað á að líka að vera að tefja
stórmót í bridge með kaffi-
þambi.“
Að áliðnum degi bárust boð
frá lögreglu þess efnis, að
Reykjanesbraut væri lokuð og
ekki yrði reynt að ryðja fyrr en
að morgni. Torkennileg stuna
leið um salinn. Fagnaðarstuna,
auðvitað, því nú sáu menn fram
á að geta gripið spil að gagni.
Snarlega var áætlun breytt og
einni umferð aukið við dag-
Vilhjálmur Sigurðsson var
einn af sveitarmeðlimum í sveit
Vilhjálms Vilhjálmssonar sem
sigraði í Reykjanesmótinu sl.
helgi. Ásamt þeim eru í sveit-
innii Sigurður Vilhjálmsson.
Runólfur Pálsson, Jónatan
Líndal og Þórir Sveinsson.
skrána. Langt gengið í 10 var
henni lokið og tók fólk að tínast
á brott til gistingar hjá vinum
og kunningjum, en eftir sat
harðsnúinn kjarni víkinga er
hugðist láta fyrirberast í íshús-
inu. Boð komu um það að
björgunarsveit myndi leggja til
dýnur og teppi. Að vísu kom á
daginn að dýnur fundust engar
og teppin reyndust meira í ætt
við hnjáskjól en værðarvoðir.
Kappar létu þetta ekki á sig fá
en hófu að drepa tímann viö
spilamennsku. Einstaklega
skemmtilegt tómstundagaman.
Er leið að morgni urpu menn
sig hnjáskjólunum góðu og
freistuðu svefns, undir borðum
eða þar sem bezt lét. Tókst það
að vonum misjafnlega. Tignar-
legt þótti sumum að fylgjast
með „mennsku jarðýtunni" sem
sveipaði dulu um herðar sér og
stikaði um í rökkrinu. Sýndist
mönnum þar Stapadraugurinn'
ljóslifandi kominn. í bítið um
morguninn var víkingum
smalað í salatfat lögreglunnar
til brottflutnings. Ekki lá leiðin
í „steinhúsið" í þetta skiptið,
heldur til árbíts í nálægri
veitingabúð. Urðu víkingar lög-
reglu afar þakklátir fyrir um-
hyggjuna og þótti stólti ekki í
neinu misboðið.
Lauk hér ævintýrum, en
spilamennska hófst um kl. 11 við
allt aðrar og ágætari aðstæður
en áður: upphitað hús, kaffi og
stríðstertur. Spilamennsku lauk
svo um kl. 18 og virtust menn í
heild ánægðir með viðburði
helgarinnar. Öruggir sigur-
vegarar mótsins urðu Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson og félagar frá
Bridgefélagi Kópavogs með 96
stig af 120 mögulegum, en í
næstu sætum urðu:
Grímur Thorarensen
Bridgefél. Kópavogs 71
„Jogi Björn“
Bridgefél. Ásunum 71
Albert Þorsteinss.
Bridgefél. Hafnarfjarðar 71
Jafnræði mikið svo sem sjá
má enda Reykjanes eitt sterk-
asta vígi „krata“ hér á landi.“
Bridgefélag
kvenna
Nýlega hófst hjá félaginu
aðalsveitakeppni þess með þátt-
töku alls 18 sveita, sem er með
því mesta sem spilað hefur hjá
félaginu. Sveitum er skipt í 2
flokka, Meistaraflokk og 1.
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
flokk. Eru 8 sveitir í þcim
fyrrnefnda.
Eftir 2 umferðir er staða efstu
sveita þessi:
M.fl.
Sveit stig
Aldísar Schram 39
Önnu Lúðvíksdóttur 24
Kristínar Jónsdóttur 24
Gróu Eiðsdóttur 22
Keppni verður framhaldið n.k.
mánudag.
Bridgefélagið
Ásarnir,
Kópavogi
S.l. mánudag hófst hjá félag-
inu aðalsveitakeppni félagsins
með þátttöku alls 10 sveita. Er
það svipað og sl. ár. Spilaðir
eru 2 leikir á kvöldi. allir við
alla en í lokin verða spilaðir 3
leikir með Monrad fyrirkomu-
lagi. Gefur það mótinu nokkuð
ferskan blæ.
Eftir 2 umferðir er staða efstu
sveita þessi:
Sveit stig
Guðbrands Sigurbergssonar 40
(Guðbr., Oddur, Jón Páll,
Hrólfur, ísak, Jón H.)
Ármanns J. Lárussonar 34
(Haukur, Ragnar B., Sverrir,
Sigurður, Ármann)
Ólafs Lárussonar 33
(Hermann, Lárus, Rúnar, Óli
Már, Þórarinn, Ólafur)
Jóns Baldurssonar 26
(Jón B. Einar, Jakob, Jón Hj.
Guðmundur Páll)
Guðmundur Baldurssonar 15
Jóns Þorvarðarsonar 15
Keppni verður framhaldið n.k.
mánudag. Keppni hefst kl. 19.30.
Frá Reykjavíkur-
sambandinu
í bridge
Skoraö er á fyrirliða sveita að
skrá sveitir hið fyrsta til
félaganna á svæðinu. Keppni
hefst laugardaginn 27. janúar
nk. kl. 13.00 í Hreyfils-húsinu
v/Grensásveg. Keppnisstjóri er
Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Öllum er frjáls þátttaka.
Keppni verður með nokkuð
nýstárlegum hætti, ef næg
þátttaka næst. Képpt er um
silfurstig. Aðeins verður spilað
um helgar. Skráningu lýkur
næsta fimmtudag. Fulltrúar
félaganna í sambandinu taka
við þátttökutilkynningum.