Morgunblaðið - 19.01.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 19.01.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 13 Samtenging orkuveitusvæða hefur hægt frá orkuskorti og sparað olíukeyrslu og með henni hafa skapast ný viðhorf hvað varðar orkuöfiun. inu. Þetta síðara er nefnt fórnar- kostnaður og er skilgreint sem arður þeirrar fjárfestingar, sem ella hefði verið unnt að ráðast í, eða hefur með öðrum orðum verið fórnað. Landsvirkjun hefur í hag- kvæmnisathugunum sínum yfirleitt notað 8% raunvexti, þ.e.a.s. reiknað með vöxtum, sem eru 8% hærri en verðbólgunni nemur á hverjum tíma. Verður að telja þá vexti frekar í hærra lagi, en eftir því sem reiknað er með lægri raunvöxtum eykst hagkvæmni, stórra virkjana í samanburði við smáar. Þær athuganir, sem ég hef nú rakið virðast benda eindregið til þess, að þær vatnsaflsvirkjanir, sem næstar eru í röðinni á eftir Hrauneyjafossi ættu fremur að vera stórar, því að þá getur farið sarnan fjárhagsleg hagkvæmni og svigrúm til að anna aukinni raf- orkueftirspurn. Að sjálfsögðu getur einnig komið til greina að ráðast í minni virkjanir ef staðsetning þeirra er mjög hagkvæm eða sérstakar aðstæður fyrir hendi, t.d. litlar gufuvirkjanir í tengslum við hitaveitur. Sé þetta rétt metið, ættu rannsóknir fyrst og fremst að beinast áð hinum stærri virkjunum í nálægari framtíð. Allt of fáar virkj- anir á réttu rannsóknastigi Ein af mikilvægustu forsendum þess, að hægt sé að taka skynsam- legar ákvarðanir um virkjunar- framkvæmdir er sú, að ávallt séu tii fleiri en ein virkjun á sama stigi rannsóknar, þ.e. tilbúnar til útboðs (verkhönnunarstig) þannig að gera megi raunhæfar hagkvæmnisathug- anir og samanburð. Æskilegt væri að sjálfsögðu, að allt virkjanlegt vatnsafl landsins væri sem næst fulirannsakað og að fjöldi virkjana væri nú á verkhönnunarstigi. Mikið skortir þó á að svo sé, þar sem það er að jafnaði mjög dýrt að koma virkjunaráætlunum á verkhönnun- arstig og því einnig nauðsynlegt að gæta hófs í þeim efnum. Ástandið er þó þannig í dag, að allt of fáar virkjanir eru komnar á það rann- sóknastig, að hægt sé að meta þær raunhæft til ákvörðunar, og þær sem til eru uppfylla e.t.v. ekki þær kröfur um hagkvæmni, sem sjálf- sagt er að gera. Stafar þetta að nokkru af því, að of litlu fé hefur verið veitt til rannsóknanna, en einnig að einhverju ieýti af því, að kröftunum hefur verið dreift á of marga staði. Við stöndum nú frammi fyrir að ákveða, hvaða virkjanir velja skuli til verkhönnunar á næstunni og hvernig rannsóknum skuli hagað til þess að tryggja, að jafnan séu tiltækar virkjanaáætlanir á verk- hönnunarstigi, sem uppfylli það skilyrði að geta orðið áfangi á hagkvæmustu uppbyggingarleið orkuöflunarkerfisins. Staða virkj- unarrannsókna og áætlanagerðar er enn ekki komin á það stig að framkvæma megi slíkt val fyrir- varalítið, en það verður þó að fara fram á grundvelli fyrirliggjandi þekkingar og gagna. Við val á virkjunarleiðum til verkhönnunar þarf einkum að hafa eftirfarandi sjónarmið og forsendur í huga: 1. Umtalsverðar líkur þurfa að vera í því. að viðkomandi virkjun sé í flokki hagkvæm- ustu virkjunarkosta landsins. 2. Taka þarf tillit til hagkvæmrar staðsetningar í landskerfinu með tilliti til orkuflutninga og líklegra notkunarstaða orkunn- ar. /Eskilegt er því að virkjunar- kostir í hinum ýmsu landshlut- um séu kannaðir. 3. Hafa ber í huga, hve langt rannsóknir á viðkomandi stað eru komnar og hve kostnaðar- samar nauðsynlegar rannsóknir verða. 4. Meta þarf líkur á áhrifum náttúru- og umhverfisverndar- sjónarmiða. að minnsta kosti að því marki að tryggt sé eftir fiingum. að slík sjónarmið úti- loki ekki framkvæmdir á við- komandi stað. 5. /Eskilegt er. að viðkomandi virkjun eyðileggi ekki eða dragi úr hagkvæmni annarra tengdra virkjunarkosta, er síðar mætti nýta. Óæskilegt er einnig. að hagkvæmni virkjunar sé háð því. að síðari lítt kannaðir áfangar verði byggðir. G. Hafa ber í huga áhættu vegna náttúruhamfara. en taka jafn- framt tillit til og meta hagra'ði af nálægð við aðrar virkjanir og orkuveitur. Loks er rétt að benda á, að þótt hér hafi eingöngu verið fjallað um þann rétt rannsóknanna sem dýr- astur er„ þ.e. að færa virkjunar- áætlanirnar af frumhönnunarstigi á verkhönnunarstig, þá er ljóst, að aðrir þættir rannsóknarstarfsem- innar eru engu að síður mikilvægir. Það er því rík ástæða til þess að tryggja heildarsýn yfir alla þætti orkurannsókna, þegar horft er fram á við. Næsta virkjunar ákvörðun Með hliðsjón af líklegri þróun orkumarkaðarins, lítur út fyrir að taka þurfi ákvörðun úm næstu virkjun eigi síður en árið 1981. Til þess að það verði hægt á raunhæfan hátt þyrfti verkhönnun nokkurra virkjunarkosta að liggja fyrir á þeim tíma. Æskilegt virðist því að ljúka verkhönnun a.m.k. þriggja virkjana í hinum ýmsu landshlutum á næstu þremur árum, enda er það tvímælalaust forsenda þess, að unnt verði að taka tillit til þeirra margvislegu sjónarmiða, sem ráða vali virkjunar svo sem arðsemis-, byggða-, umhverfis- og öryggissjón- armiða o.fl. Landsvirkjun er nú að láta endurskoða mynzturáætlanir um virkjanir í Þjórsá og Tungnaá með það fyrir augum, að innan þriggja ára verði tilbúin a.m.k ein virkjun- aráætlun á verkhönnunarstigi á þessu svæði. Benda líkur til, að hagkvæmasta framhaldið þar verði virkjun á ármótum Tungnaár og Þjórsár u.þ.b. 15 km ofan við Búrfell. Þessi virkjun gæti verið staðsett utan hins virka gosbeltis, og mundi hún stórbæta rekstrarör- yggi Búrfellsvirkjunar, einkum varðandi ístruflanir, auk þess sem þessi virkjun gerði það kleift að fara í mjög hagkvæma stækkun virkjunarinnar þar. Landsvirkjun hefur reiknað með því, að næst þegar tekin verður ákvörðun um stóran virkjunar- áfanga, verði unnt að bera virkjunaráætlanir fyrirtækisins saman við samskonar áætlanir annars staðar á hinu samtengda svæði, þannig að hægt sé að finna þá lausn, sem hagkvæmust er fyrir heildina. Orkustofnun er það langt komin með grunnrannsóknir við Blöndu, að í lok árs 1979 væri hægt að hefja verkhönnun á þeim stað þ.e.a.s., ef þær rannsóknir, sem fyrirhugaðar eru á næsta sumri, verða framkvæmdar. Blönduvirkjun yrði mjög vel staðsett í landskerf- inu, og benda líkur til, að þessi virkjun sé mjög ódýr á framleidda orkueiningu. Báðar þær virkjunar- áætlanir, sem hér hafa verið nefndar, falla vel að þeim sjónar- miðum um hagkvæmni, sem fram eru sett hér að framan og koma því vel til álita sem næsti virkjunar- kostur í landskerfinu á eftir Hraun- eyjafossi. Æskilegt væri að hraða rann- sóknum á hinum góðu virkjunar- kostum, sem fyrir hendi eru á Austurlandi þannig, að tími ynnist til að taka virkjunarkost á þessu svæði einnig inn í samanburð við næstu virkjunarákvörðun. Virðist eðlilegast, að fyrst verði lögð áherzla á virkjun Jökulsár á Fljótsdal, þar sem hún virðist vera mjög hagkvæm og af viðráðanlegri stærð... Þessi virkjun fellur vel að sem fyrsti áfangi í hinum miklu áformum um virkjun jökulsánna norðan Vatnajökuls og virðist auk þess í flokki hagkvæmustu virkjana landsins. Þessi virkjunarkostur hefur verið minna rannsakaður en hinir tveir, sem áður voru taldir, og öruggt má telja að efla þyrfti innflutningskerfið, ef meirihluti orkunnar frá þeirri virkjun full- gerðri ætti að komast á markað í fjarlægum landshlutum. Hafa verð- ur í huga, að verði ráðizt í Bessastaðaárvikjun er líklegt, að það myndi fresta ákvörðun um virkjunarframkvæmdir við áður- nefnda virkjun. Ljóst er, að verulegt átak þarf til að framkvæma það, sem hér hefur verið rakið, en ég tel, að það sé réttlætanlegt til þess að þoka virkjunarrannsóknum í það horf, að skortur á raunhæfum áætlunum standi ekki framvegis í vegi fyrir hagkvæmustu framvindu í virkjunarmálum. I framhaldi af þessu átaki þyrfti síðan að viðhalda og smám saman auka við þann fjölda virkjunarkosta á verkhönn- unarstigi, sem jafnan yrði tiltækur til samanburðar um hagkvæmni við hverja nýja ákvörðun um virkjunarframkvæmdir. -°- Það er athyglisvert, að Islending- ar skuli vera komnir svona langt í því að fullnægja orkuþörf sinni með innlendum orkugjöfum og í nýtingu henar til gjaldeyrisöflunar, án þess að hafa þó beizlað meira en um 7% af nýtanlegri raforku landsins og enn lægra hlutfall, ef öll jarðhita- orkan er með talin. Og samkvæmt áliti Orkuspárnefndar, sem metið hefur orkuþarfir almenna markaðs- ins til aldamóta, verðum við þá aðeins búnir að nýta rúm 12% tiltækrar raforku og aðeins 30%. af hagkvæmustu vatnsorkunni. Það liggur því í augum uppi, að íslendingar eiga í orkulindum sínum stórkostleg náttúruauðæfi, sem þar að auki eru óþrjótandi, en annars staðar í heiminum fæst meginhluti orkunnar úr lífrænu eldsneyti, sem gengur óðum til þurrðar. Það er því full ástæða til þess að halda vöku sinni og láta sér ekki ganga úr greipum tækifa'ri til þess að nýta þessa miklu auðlegð, eftir því sem aðstæður og fjárhags- lega leyfa. Kemur þá bæði til uppbygging iðnaðar til eldsneytis- framleiðslu og til gjaldeyrisöflunar, enda sé tryggt að slík iðnvæðing samræmist öðrum þjóðfélagslegum markmiðum, er menn vilja sækja að á hverjum tíma. Við megum að lokum ekki gleyma því, hver grundvöllur hefur verið lagður að áframhaldandi þróun orkumála hér á landi með þeirri verkkunnát.tu og vísindalegu þekk- ingu, sem sérfræðingar okkar og starfslið hafa öðlazt í glínninni við hin stóru verkefni, sem unnin hafa verið á undanförnum árurn. Á engu sviði efnahagslegra framfara höf- um við betra tækifæri til þess að beita vísindalegri þekkingu og hagkvæmni til þess að leysa mikil efnahagsleg auðæfi úr læðingi, öllum landslýð til farsældar. Raforkuframkvæmdirnar hata lagt traustan grundvöll að kverkunnáttu. m.a. eigum við nú hóp sérþjálfaðra manna í því að setja niður vélar í raíorkuver. scm er geysivandasamt starf. Það eitt að viðhalda slíkri sérþjálfun er mikils virði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.