Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 25 fclk í fréttum + EMBÆTTISINNSETNING. — Þessi mynd er tekin við athöfn þá austur í Seoul höfuðborg S-Kóreu, er forseti landsins var settur inn i embætti og er það sjötta kjörtímabil hans, sem nú hefst. — Forsetinn, Park Chung Hee, er nú 61 árs gamall. — Hann er herforingi að menntun og var t.d. í japanska hernum á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Park er ekkjumaður. Hann á þrjú börn, son og tvær dætur. Er sú eldi Ken-hae á myndinni með föður sínum, — að þakka krökkunum fyrir blómvendi. — Við athöfnina, sem fram fór í skólabyggingu einni í höfuðborginni, voru gestirnir alls um 2700 að tölu. + TELPAN og ljónynjan eiga heima í Salisbury, höfuðborg Ródesíu. — Telpan, litla fröken Ferguson, er 11 ára, ljónynjan eins árs. Foreldrar telpunnar tóku dýrið sem kettling inn á heimili sitt. Hefur farið vel á með dýrinu og heimilisfólkinu. — En nú eru tímamót í lífi þessa dýrs. Húsbóndinn á heimilinu ætlar að senda dýrið til tamningar og þjálfun- ar til að verða varðdýr við heimili hans í Salisbury (sbr. varðhundur). Þykir ljónynjan hafa sýnt tilþrif í þessa átt, því hún hafði stokkið á einhvern skuggalegan náunga er óvænt bar að garði dag nokkurn. Ekki er þess getið að slys hafi hlotizt. af þessu. + SUMIR GRÉTU. — bessi kvöldmynd er tekin í Washingtonborg nokkru eftir sólarlag, skömmu cftir að Bandarikjamenn höfðu tilkynnt að þeir hefðu ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við stjórnina í Kína — og þá jafnframt að rjúfa stjórnmálasambandið við stjórnina á Taiwan. — bað leiddi til lokunar sendiráðs Taiwan í borginni. Kvöldið sem fáni Taiwan var dreginn niður í síðasta skipti söfnuðust um 300 manns saman við sendiráðið. — Þetta var alvarleg stund í augum þi >a fólks og grétu sumir nærstaddra. Myndin er tekin er þetta gerðist, þ.e. er Taiwan-fáninn var dreginn niður. Hugleiðingar um geisladeild Landspítalans Geisladeild Landspítalans hefur starfað um áraraðir og þar hafa starfað ágætustu geislalæknar. Á deildinni er fullkomið geislunar- tæki, og annað í litlu herbergi. Eg, sem þetta skrifa, er ein af þeim sem notið hafa góðs af þessu geislunartæki, því að þangað kom ég inn farlama sjúklingur, gang- andi við hækjur í janúar 1978, ég er með krabbamein í lærlegg og þurfti að taka 8 töflur á dag af kvalastillandi meðulum á þessum tíma. I dag er ég svo að segja óhölt og nota sárasjaldan verkjalyf. í nóvember í fyrra kom hingað til landsins Þórarinn Sveinsson, sérfræðingur í krabbameinslækn- ingum, og var ég svo heppin að komast til hans. Ég álít að Þórarinn sé eins fær og þeir bestu, sem nú starfa að krabbameins- lækningum í heiminum við full- komnustu aðstæður, hann lærði í Danmörku. I ágúst eða september s.l. kom hingað til lands Sigurður Björnsson, sem lært hafði í Bandaríkjunum, og hlotið þar sömu menntun og Þórarinn í Danmörku. Hann tók einnig til starfa við Geisladeildina. Það var um aðstöðuna, eða aðstöðuleysið á þessari deild, sem ég vildi fjalla í þessum línum. Aðstaðan þarna er slík, að þetta er göngudeild, og enda þótt þessir færu sérfræðingar hafi komið til starfa við hana, þá hefur ekki verið bætt við hana einum einasta fermetra af plássi né heldur hefur þar komið til starfa nein hjúkrun- arkona. Læknarnir geta ekki gefið lyfin báðir í einu, heldur verða þeir að gefa þau til skiptis í því herbergi sem annað geislatækið er staðsett í, og er það því þar með óvirkt á meðan lyfin eru gefin. Þá hafa þeir eitt borð báðir til afnota, (ekki einu sinni skrifborð) og verða þeir því að notast við sitt hornið á því hvor til að gera þar skýrslur sínar. Mér er kunnugt um það, að öðrum þessara lækna, Þórarni Sveinssyni, hefur boðist staða úti í Danmörku, þar sem unnið er að lækningu krabbameins við full- komnustu aðstæður, og efast ég ekki um að Sigurður getur einnig fengið stöðu erlendis. En þrátt fyrir lélega aðstöðu, svo ekki sé meira sagt, vilja þeir heldur starfa hér og hjálpa okkur, landsmönnum sínum, sem þessi sjúkdómur herjar á. Mér er fullkunnugt um að nú er verið að úthluta plássi og bæta við deildum á Landspítalanum, en þrátt fyrir það virðist ekki vera skilningur fyrir hendi til að bæta einum fermetra við Geisladeildina, eða ráða eina hjúkrunarkonu þar til starfa. Það munu fáar þær fjölskyldur á þessu landi, að einhver fjölskyldumeðlimur hafi ekki orðið fyrir barðinu á krabba- meininu. Ég, sem krabbameins- sjúklingur, sem notið hef hjálpar þessara færu lækna og ágætis manna, spyr: Ef svo verður fram- vegis búið að þessari deild, sem nú er, er þá ekki hætta á að þeir hrökklist fyrr eða síðar frá henni til útlanda vegna þess aðstöðuleys- is sem þeim er búið þar? Hvar stöndum við íslendingar þá í baráttu við krabbameinið? Ég vil skora á heilbrigðisyfir- völd að kynna sér þessi mál. Hvernig væri að tryggingamála- ráðherra gerði sér eina ferð upp á Geisladeild til að skoða starfsað- stæður læknanna? Einnig mættu blaðamenn koma þangað og sjá hvernig að henni er búið, og vekja athygli almennings á því ef það kynni að verða þessum málum til framdráttar. Guðrún Þorsteinsdóttir, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. beint úr tönkum okkar í brúsana ykkar - eins marga litra og þið viljið á aðeins / 75 krónur lítrann. EG/LS HVÍTÖL, drykkur fyrir alla fjölsk vlduna. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Þverholti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.