Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
Orkulindir Islands og nýting þeirra
Síöari grein.
Kaflar úr ræðu dr. Jóhannesar
Nordal stjórnarformanns Lands-
virkjunar á vetrarfundi Sambands
íslenzkra rafveitna. Fyrirsagnir og
millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins
Áætlanir um orkuöflun eru sem
stendur í nokkurri óvissu jafnvel
þótt ekki sé litið lengra en 5—6ár
fram í tímann, en því veldur einkum
óvissan um framleiðsiu Kröfluvirkj-
unar á þessu tímabili. Því er mun
erfiðara en ella að tímasetja þá
virkjun, sem koma þarf í kjölfar
Urauneyjafossvirkjunar. Engin
áform eru um frekari aukningu
orkufreks iðnaðar í bili umfram
það, sem þegar er ákveðið og
stefnan í þeim efnum hefur ekki
verið mörkuð til lengri tíma.
Traustar forsendur vantar því til að
meta bæði framleiðslugetu orku-
kerfisins og orkueftirspurn með
nægilegu öryggi, nema stutt fram í
tímann. Ég mun þvi hér á eftir'
einkum fjalla um nokkur sjónarmið
varðandi raforkuöflunina í nálæg-
ari framtíð og rannsóknastörf, sem
hinsvegar von mín, að með betri
vinnubrögðum megi framvegis und-
irbúa ákvarðanatöku um raforku-
framkvæmdir þannig, að sem hag-
kvæmust heildarlausn fáist.
Reynslan hefur þegar sýnt, að
Norðurlínan svonefnda hefur þjón-
að mikilvægu hlutverki og bæði
bægt frá orkuskorti og komið í veg
fyrir mikla olíukeyrslu á Norður-
landi. Nú þegar stefnan hefur verið
tekin í þá átt að tengja öll
orkuveitusvæði á landinu saman í
eina heild og stórum hluta línu-
b.vgginganna er þegar lokið, er
eðlilegt, að haldið verði áfram á
sömu braut, til þess að sú fjárfest-
ing, sem þegar hefur verið lagt í,
nýtist sem bezt. Mikilvægt er þó að
tryggja, að við áframhaldandi
framkvæmdir af þessu tagi verði
gerðar ítarlegar hagkvæmnisathug-
Ljúka þyrfti verkhönnun a.m.k.
þriggja virkjana á Suður- Norð-
ur og Austurlandi næstu 3 árin
ég tel að gagni mætti koma við
ríkjandi aðstæður.
Með samtengingu orkuveitu-
svæða hafa skapast ný viðhorf að
því er varðar orkuöflun o.fl. Enginn
vafi er á því, að ákvarðanir um
samtengingu orkuveitusvæða Norð-
ur- og Suðurlands samtímis virkjun
Kröflu hafi orkað tvímælis frá
sjónarmiði fjárhagslegrar hag-
kvæmni. Ekki er ætlunin hér að
rifja upp þá sögu, en það er
anir á tímasetningu þeirra, svo að
eðlilegt samhengi verði í virkjunar-
framkvæmdum og stofnlínulögnum.
Þótt ákvarðanir um þessar línur
hafi e.t.v. fyrst og fremst verið
teknar á. grundvelli félagslegra
sjónarmiða og til lausnar staðbund-
inna vandamála, ber að hafa í huga,
að við tenginguna fjölgar þeim
kostum, sem fyrir hendi eru og velja
þarf þá milli í uppbyggingu heildar-
kerfisins. Þegar fram í sækir munu
því samtengilínurnar í vaxandi
mæli nýtast til aukinnar hag-
kvæmni við uppbyggingu orkuöfl-
unarkerfisins fyrir heildina.
Stórar virkjanir
að öðru jöfnu hag-
kvæmari kostur en
röð smávirkjana
Ef litið er á orkuöflunina sérstak-
lega, vil ég benda á nokkur atriði,
sem ég tel mikilvægt að menn geri
sér grein fyrir. Að öðru jöfnu virðist
t.d. eðlilegt og sjálfsagt samkvæmt
því sem áður hefur verið rakið, að
orkuöfluninni verði þannig hagað,
að sem mest svigrúm sé ætíð til
þess að mæta örari raforkueftir-
spurnarþróun en sett er fram í
raforkuspánni, án þess að áhætta sé
tekin um óarðbærar fjárfestingar.
Það sem einkum setur þessu svig-
rúmi skorður er stærð virkjunar-
áfanga og staða undirbúnings og
rannsókna um nýja virkjunarkosti.
Til þess að athuga nánar hag-
kvæmustu stærð virkjana hefur
Landsvirkjun látið framkvæma
könnun á því, hvaða samband er á
milli stærðar vatnsaflsvirkjana,
orkukostnaðar og fullnýtingartíma.
Þó um nokkra ónákvæmni sé að
ræða vegna takmarkaðra rann-
sókna, getur innbyrðis samanburð-
ur verið nokkuð réttur, þar sem
samræmdum aðferðum var beitt við
kostnaðarmat hinna einstöku kosta.
Niðurstöður sýna, að mjög ákveðið
samband virðist vera milli stofn-
kostnaðar og orkuvinnslugetu
þeirra virkjunarkosta sem til greina
koma. Og af sambandinu milli
svokallaðra kostnaðarverðs orku,
orkuvinnslugetu og fullnýtingar-
tíma. Af henni má ráða, að enda
þótt markaðurinn vaxi einungis
með sama hraða og gert er ráð fyrir
í raforkuspá Orkuspárnefndar, er
hagkvæmni stærðarinnar slík, að
það er að öðru jöfnu arðsamara að
ráðast í stórar virkjanir á borð við
Hrauneyjafoss heldur en röð smá-
virkjana. Hefur slíkur samanburður
reyndar verið gerður af nokkurri
nákvæmni af Landsvirkjun bæði
áður en ráðizt var í Búrfellsvirkjun
og Sigölduvirkjun. Auk framleiðslu-
kostnaðar á orkueiningu, sem yfir-
leitt lækkar eftir því sem virkjanir
stækka, eru það einkum tvö atriði,
sem skera úr um, hvort hagkvæm-
ara sé að virkja í stórum eða litlum
áföngum. Fyrra atriðið er vaxtar-
hraði orkumarkaðarins, en eftir því
sem hann vex hraðar eykst hag-
kvæmni stórra virkjana. Þess vegna
eykur það mjög hagkvæmni þeirra,
ef hluti orkunnar nýtist strax, t.d.
vegna sölu til orkufreks iðnaðar.
Síðara atriðið er sú fjárhagslega
byrði, sem í því felst að virkja í
stórum áföngum. Þessa byrði er
eðlilegast að meta með því að
reikna nægilega háa vexti af því
fjármagni og arðsemi annarra
framkvæmda, sem hægt væri að
ráðast í annars staðar í þjóðfélag-
Sfð út rftir adrrnnslisskurdi Sifíölduvirkjunar.