Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 15 Diplómatar frá Phnom Pcnh í Kambódíu bíða í biðröð með pinkla sína við landamæri Thailands í síðustu viku. Fyrrum utanríkisráðherra Kambódíu horfinn frá Peking Peking, 18. janúar. Reuter. IENG SARY fyrrverandi utanríkisráðherra Kam- bódíu í stjórn Pol Pots sem flúði land í kjölfar innrás- ar Víetnama hefur að því er áreiðanlegar heimildir telja yfirgefið verustað sinn í Peking. í fréttum frá Peking segir að Sary hafi ekki komið til veizlu þar sem búist var við að hann myndi flytja ræðu í tilefni stofnunar „Byltingahers Kambódíu“ sem í eru liðsmenn Pol Pots fyrrverandi þjóðarleiðtoga. Utanríkisráðherrann var einn fárra embættismanna Pot-stjórn- arinnar sem náði að flýja land áður en landið var hernumið. Engin opinber yfirlýsing var birt þess efnis að Sary hefði yfirgefið Kína en haft var eftir Sary fyrir nokkrum dögum að hann hygðist halda aftur til Kambódíu og taka þátt í starfsemi gegn hinum nýju valdhöfum. Gerðu upptæk 100 tonn af klám- varningi í Osló Ósló, 18. janúar. frá fréttaritara Mbl. Jan Erik-Laure. LÖGREGLAN í Ósló gerði upptæk um eitt hundrað tonn af klámritum og öðrum klámvarningi í áhleupi á leynilega klámvörugeymslu í miðborg Óslóar á miðvikudagskvöld. Er þetta mesta herfang lög- reglunnar til þessa í baráttu hennar við þá, sem dreifa ólöglegum klámvarningi í Noregi. Talið er að útsöluverðmæti varningsins, sem náðist í gær, sé um 10 milljónir norskra króna, eða um 63 milljónir íslenzkra. Um 15 lögregluþjónar gerðu áhlaupið á geymslu í eigu Leifs nokkurs Hagen, sem oft hefur verið dæmdur í fjársektir fyrir að höndla með klám- varning. Síðasta sekt Hagens, sem hann fékk fyrir skömmu, hljóðaði upp á rúmar sex milljónir íslenzkra króna. í áhlaupinu fundust um 30 þúsund klámkvikmyndir og þúsundir blaða og bóka af „grófustu gerð“. Það hefur lengi verið ljóst lögreglunni, að ólög- leg klámrit og annar varningur af sama toga hefur verið á boðstólum víða í Ósló og á öðrum stöðum í Noregi. Lítið hefur verið aðhafst við þessu þar sem lögreglan hefur ekki getað sinnt málinu vegna fámennis. Að undanförnu hefur lögreglan þó aukið aðgerðir sínar gegn klámvöruseljendum, enda undir miklum þrýstingi frá kristilegum samtökum og öðrum hreyfingum. Smíða öfiugasta ísbrjót í heimi Ottawa, 18. janúar. Reuter. KANADAMENN hafa í hyggju að smíða öflugasta ísbrjót sem til þessa hefur siglt um höfin til að geta haldið uppi olíuflutningum frá heimsskautasvæðum landsins til markaða sunnar að því er ríkisrekna olíufyrirtækið Petro-Canada tilkynnti í dag. Akveðið hefur verið að byggja tvo slíka ísbrjótá sem munu geta klofið ís allt að 20 metra á þykkt og að sögn forráðamanna fyrir- tækisins er búist við að þeir þurfi að sigla allt að 400 kílómetra á undan olíuskipunum þegar verst lætur. Hvor ísbrjótur um sig mun verða 331 metra langur og er áætlaður kostnaður við hvorn þeirra um 210 milljónir dollara eða sem næst 67 milljarðar íslenzkra króna. Þá má geta þess að olíufyrirtæk- in hafa til þessa eytt um 500 milljónum dollara í ýmiss konar rannsóknir á heimskautasvæðum Kanada, en það eru um 200 milljarðar íslenzkra króna. Utanríkisráðherra Rúmeníu til Moskvu Moskvu, 18. janúar. AP. Sovóska fréttastofan TASS skyí-ði frá því í dag. að Stefan Andrei utanríkisráðherra Rúmeníu væri væntanlegur í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í hoði Sovét- stjórnarinnar scinna í þessum mánuði. Samskipti Sovétríkjanna og Rúmeníu hafa verið nokkuð stirð frá því að Nicolae Ceausescu Rúmeníuforseti neitaði að undir- rita samnþykkt ráðstefnu Varsjár- bandalagsríkja þar sem farið var fram á að ríki bandalagsins veittu meira fé til hernaðarmála. Ekki er vitað hvort heimsókn Andreis er farin í þeim tilgangi að „lappa" upp á samband ríkjanna. 1966 — Indira Gandhi tekur við embætti forsætisráðherra Ind- lands. 1899 — Sameiginlegri stjórn Breta og Egypta í Súdan komið á laggirnar. 1840 — Wilkes skipherra finnur strönd Suðurskautssvæðisins. 1563 — Zacharias Ursinus og Caspar Olevianus birta Heidei- bergtrúarsetningarnar að und- irlagi Friðriks kjörfursta III. Afmælii Franz II Frakkakon- ungur (1544—1560) — James Watt, skozkur uppfinningamað- ur (1736—1819) — Auguste Comte, franskur heimspekingur (1798-1857) - Robert E. Lee, bandarískur hermaður (1807-1870) - Edgar Allan Poe, bandarískur rithöfundur (1809-1849) - Paul Cézanne, franskur Jistmálari (1839-1906). Andlát: Auguste Mariette, forn- leifafræðingur, 1881. Innlent: Heklugos hefst 1158 — Magnús kapteinn Arason land- mælingamaður drukknar í Kap- teinsvík við Hrappsey 1728 — Samningar heimila brezka kaupskipinu „Clarence" að verzla við íslendinga 1809 — d. Kristján VIII 1848 — f. Ólafur Thors 1892 — „Friedrich Al- bert“ strandar á Svínafellsfjöru 1903 — „Laxfoss" strandar á Kjalarnesi 1952 — Sr. Pétur Magnússon handtekinn í Reykjavík 1950 — Doktorsvörn Kristjáns Eldjárns forseta 1957. Orð dagsins: Vísindunum skjátlast alltaf: þau leysa aldrei vandamál án þess að búa til tíu önnur í staðinn — George Bernard Shaw, írskfæddur leik- ritahöfundur (1856-1950). SKODEILD Austurstræti 22, sími 28155, frá skiptiborði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.