Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Útvarp í dag kl. 11.00: Sjónvarp í kvöld kl. 21.20: Útvarp í kvöld kl. 21.00: Janúar Þátturinn Janúar í um- sjá Kjartans Árnasonar og Páls Stefánssonar hefst í útvarpi í kvöld kl. 21.00. Þátturinn er með blönd- uðu efni og jafnframt sá allra fyrsti, sem þeir félag- ar hafa á sínum snærum. Meðal efnis eru teknir fyrir atburðir, sem gerst hafa í janúar, ekki endilega nú í ár, heldur hlaupið lítillega aftur úm 100 ár eða svo. í því sambandi verður fluttur nokkuð merkilegur pistill um bindindisuppreisn í Lærða skólanum 1850, en svo hittist á, að það gerðist einmitt í janúar. Þá má einnig geta þess að fyrsta bindindisfélag á íslandi var stofnað í janúar 1844 og þá muna sjálfsagt margir eftir „reyklausa deginum" hér sl. þriðjudag. En nóg um áfengi og tóbak. Þá verður gerð grein fyrir því, hvers vegna mánuðurinn heitir janúar. Einnig verður rætt lítil- lega um hljómsveitina kanadísku The Band og leikið af hljómplötum þeirra. Síðan er lestur smásögu eftir danska rithöfundinn Jörgen Johansen. Sagan nefnist Planteværk í frum- málinu, en hefur verið gefið heitið Stífgarðar. í lokin verður lesin ferðapistill frá útlöndum, „lífsreynslusaga". I am ncia n Hugleiðing um Þórsmörk ÞAÐ ER svo margt, þáttur í umsjá Einars Sturlu- sonar, hefst í útvarpi í dag kl. 11.00. Leikinn verður knall-ástararía Amor di Vieta, með Jussi Björling. Þá verður fjallað um þorr- ann lítið eitt og í léttum dúr,' og í því sambandi leikið þjóðlagið þegar hnígur húm að þorra við texta Hannesar Hafsteins. Síðan verður flutt hug- leiðing um Þórsmörk, náttúrulýsing eftir Eyþór Erlendsson frá Helga- stöðum í Biskupstungum. Eyþór er náttúruskoðandi mikill og hefur skrifað talsvert um þessi efni og les hann sjálfur hugleið- ingu sína. Hann kveður Þórsmörk að kvöldlagi í hugvekju sinni og í því tilefni leikið Næturljóð Chopins með texta Jóns frá Ljárskógum, sem M.A.-kvartettinn syngur. Tannréttingar - Ástand mála á Grænlandi Errol Flynn leikur eitt aðalhlutverka myndarinnar. í dögun, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.20. Segir í myndinni frá brezkum orrustuflugmönnum árið 1915 í Frakklandi en þeir eiga þar í höggi við Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Myndin er að sögn þýðanda. Rannveigar Tryggvadóttur, góð afþreying og myndin afskaplega vel gerð miðað við að 40 ár eru liðin frá gerð hennar. Einnig vel leikin og vandað til hennar á allan hátt. Því næst mun Guöjón fjalla um ástarid mála á Grænlandi, en sjónvarpsmenn voru á Suð- ur-Grænlandi fyrir viku og kynntu sér aðstöðu manna til heimastjórnar og þeirra breyt- in(ía, sem hún hefur í för með sér fyrir Grænlendinga. Einnig verður fjallað um þau vandamál sem skapast hafa á Grænlandi síðustu áratugina vegna hinnar öru þróunar frá veiðimanna- samfélagi til nútíma lifnaðar- hátta. ..Tannlæknastóllinn.“ sem flestir hafa komist í kynni við. en í Kastljósi í kvöld verður fjallað um tannréttingar og þátttöku hins opinhera f kostnaði þeim samfara. í Kastljósi sem er í umsjá Guðjóns Einarssonar. í kvöld kl. 21.20 eru að þessu sinni tvö mál á dagskrá. Rætt verður um tannréttingar og þátttöku hins opinbera í kostnaði við þær. En eins og kunnugt er hafa tannréttinga- sérfræðingar ekki allir viljað gerast aðilar að samningi við Tryggingastofnunina um endur- greiðslu hins opinbera og hafa því fjölmargir orðið að greiða fullt verð fyrir þessa þjónustu eg reynzt þungur baggi á sumum heimilum. Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður, sem er Guðjóni til aðstoðar, mun ann- ast þennan þátt Kastljóss. Utvarp Reykjavík FÖSTUDbGUR 26. janúar MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 8.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- greinar daghl. (útdr.). Dag- skrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Tvö prófverkefni í tungu- málum á vegum prófanefnd- ar. a. Enska. b. 9.30 Danska. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður fregnir. 10.25 Tilkynningar. Morgun- þulur kynnir ýmis lögt — framh. 11.00 Það er svo margt. Einar Sturluson sér um þáttinn. 11.35 Morguntónleikar. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóníu nr. 100 í G-dúr eftir Joseph Haydn( Antal Dorati stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. SÍDDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan. „Húsið og hafið“ eftir Johan Bojer. Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gísli Ágúst Gunn- laugsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar. Arnold van Mill syngur óperuaríur eftir Lortzing ásamt kór og hljómsveit undir stjórn Roberts Wagners/ Útvarpshljóm- sveitin í Berlín leikur „Upp- sala rapsódíu“ nr. 2 op. 24 eftir Hugo Alfvén. Stig Rybrant stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrcgnir). 16.20 Popphorn. Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna. „Depill“, smásaga eftir Margaret Rey. Guðrún Ö. Stcphensen les eigin þýð- ingu. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Kampútsja — og fram- vinda þar síðustu árin. Þor- steinn Helgason kennari flytur annað erindi sitt. 20.00 Frá hljómleikum í Tón- listarháskólanum f Búda- pest í janúar 1977. Flytjend- ur. Andreas Schiff, Sylvia Sass og Ungverski útvarps- kórinn. Stjórnandi. Laszló Révesz. a. Píanósónata í C-dúr eftir Joseph Haydn. b. Fimm sönglög eftir Béla Bartók. c. Söngvar og sómönsur op. 93 eftir Johannes Brahms. 21.00 Janúar. Kartan Árnason og Páll Stefánsson tóku saman þátt með blönduðu efni. 21.40 Klarínettukvintett í A- dúr (K581) eftir Wolfganga Amadeus Mozart. Antone de Bavier og Nýi ítalski kvart- ettinn leika. 22.05 Kvöldsagan. „Hin hvítu segl“ eftir Jóhannes Helga. Heimildarsaga byggð á minningum Andrésar P. Matthíassonar. Kristinn Reyr les (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Úr menningarlífinu. Ilulda Valtýsdóttir talar við Einar Hákonarson skóla- stjóra Myndlistar- og hand- íðaskóla Islands. 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ■DEMim FÖSTUDAGUR 26. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 JamesTaylor. i Poppþáttur með söngvaran- um og lagasmiðnum James Taylor. 21.20 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. I Umsjónarmaður Guðjón Ein- arsson. 22.20 í dögun s/h. (Dawn Patrol). Bandarfsk bíómynd frá ár- inu 1938. Aðalhlutverk Errol Flynn, David Niven, og Basil Rath- bone. Sagan gerist í fyrri heims- styrjöldinni. Sveit manna úr breska flughernum er á vfgstöðvunum í Frakklandi. Við öflugan óvin er að etja og manntjónið er mikið. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 00.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.