Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 5 Þjóðin var blekkt — snúum vörn í sókn: Fundir Sjálfstæðisflokks- ins á Hvammstanga, Akur- eyri og Eskifirði á morgun SJÁLFST.-EÐISFLOKKURINN heldur sjö fundi um helgina. eru þeir liður í fundaherferð flokksins undir kjörorðunum „Þjóðin var blekkt — snúum vörn í sókn“. A laugardaginn eru fundir á Hvammstanga. Akureyri og Eskifirði. en á sunnudag eru fundir á Húsavík. Neskaupstað. í Grindavík og Þorlákshöfn. Ilvammstangi. Fundurinn á Hvammstanga hefst klukkan 14 á morgun í Félags- heimilinu. Ræðumenn verða þeir Sverrir Hermannsson alþingismað- ur og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþingismaður Akureyri. Fundurinn á Akureyri á morgun hefst klukkan 14 í Sjálfstæðishús- inu. Ræðumenn verða þeir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi og Matthías Bjarnason alþingis- maður. Eskifjiirður Á Eskifirði hefst fundurinn á morgun klukkan 14 í Félags- heimilinu Valhöll. Ræðumenn verða þeir Jósef H. Þorgeirsson alþingismaður og Matthías Á. Matthiesen alþingis- maður. Fundirnir eru öllum opnir og að loknum framsöguræðum verða almennar umræður og fvrirspurnir. Tónlistarfélagið: Kontarsky-bræður leika f jórhent á píanó TVEIR þýzkir bræður. Alfons og Aloys Kontarsky. verða einleikar- ar á áttundu tónleikum Tónlistar- félagsins í Reykjavík n.k. laugar- dag kl. 2.30 í Iláskólabíói og leika þeir þar fjórhent á píanó verk eftir Shubert. Stravinsky og Liszt. Þeir Kontarsky-bræður fæddust í Þýzkalandi 1930—31 og voru aðeins 5 ára að aldri þegar þeir byrjuðu að leika fjórhent á píanóið. Á unglingsárum héldu þeir áfram að leika saman en frægir urðu þeir 1955 er þeir frumfluttu með litlum fyrirvara verk eftir Berd Aloys Zimmer- mann og hafa þeir síðan frumflutt nær öll verk sem samin hafa verið fyrir fjórhentan leik á eitt eða tvö píanó. Þeir hafa haldið tónleika um allan heim. Alfons hefur frá árinu 1967 verið prófessor í píanóleik við Tónlistarskólann í Köln og Aloys hóf próf við meistaradeild sama skóla 1969. Tónleikar þessir eru til komnir fyrir samvinnu Tónlistarfélagsins við þýzka sendiráðið og Göthe-stofnunina í Þýzkalandi. ViÖ bjó&ujrrL 15% afslátt (i/ ‘ ixrru m oerzlxirnu olclra r Ul m á n, a Ö a rn ót a. M.A. MIKIÐ ÚRVAL AF HERRAPEYSUM OG MITTISJÖKKUM. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ FÁ NÝJAR VÖRUR Á HAGSTÆÐU VERÐI Éfil TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS MvKARNABÆR Ldugavey 66 Glæsibæ Simi 28155 A Austurstræti 22 hæö simi 28155 Austurstræti 22. simi fra skiptiborði 28155 ' I*. Laugavegi 20. Simi frá akiptiborði 28155.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.