Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
Cltgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsíngar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands.
I lausasölu 125 kr. eintakió.
Flokkaátök
í skólum?
Innan framhaldsskólanna hafa jafnan farið fram
líflegar pólitískar umræður. Skólafélög, nemendafélög,
málfundafélög og önnur samtök nemenda hafa beitt sér
fyrir slíkum umræðum, annað hvort með þátttöku
nemenda einna eða með því að bjóða til umræðna
stjórnmálamönnum eða öðrum fulltrúum stjórnmála-
flokkanna. Slíkar umræður eru sjálfsagðar og stuðla að
því, að nemendur framhaldsskólanna geti kynnzt hinum
ýmsu pólitísku sjónarmiðum og aflað sér nauðsynlegrar
vitneskju um helztu mál, sem á döfinni eru hverju sinni.
Stjórnmálaflokkarnir hafa jafnan lagt áherzlu á að
verða við óskum nemenda í framhaldsskólum í þessum
efnum og jafnframt hafa þeir í mismunandi mæli haldið
sjálfir uppi fræðslustarfsemi fyrir skólanemendur á eigin
vegum og í eigin húsakynnum fyrir þá nemendur, sem
áhuga hafa haft á að kynna sér sérstaklega stefnumál
þeirra. Hins vegar hafa stjórnmálaflokkarnir jafnan virt
þau takmörk, sem löng hefð hefur sett þessu starfi þ.e. að
þeir hafa ekki ruðzt inn í skólana sjálfa, beint eða óbeint,
til þess að reka áróður fyrir stefnumálum sínum. Hér er
bersýnilega að verða breyting á.
í Þjóðviljanum sl. laugardag sagði svo: „Samstarfshóp-
ur á vegum Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins og
Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík hefur að undan-
förnu unnið að skipulagningu fræðslustarfs í framhalds-
skólunum á höfuðborgarsvæðinu. Er stefnt að því að
halda 30—40 fundi í sjö framhaldsskólum á svæðinu, auk
þess, sem efnt verður til félagsmálanámskeiðs og
menningarvöku í lok fræðsluherferðarinnar."
Af þessari tilvitnun er alveg ljóst, að Alþýðubandalagið
hyggst halda fundi í húsakynnum sjö framhaldsskóla á
höfuðborgarsvæðinu. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalags-
ins hefur gefið þá skýringu á þessum fundarhöldum, í
athugasemd hér í Morgunblaðinu, að fundirnir séu
haldnir á vegum félaga vinstri sinnaðra nemenda. Þessi
skýring er ekki haldbær. Hún er einúngis til marks um,
að Alþýðubandalagið er að reyna að smygla sér inn um
bakdyrnar óséð. Verði það látið viðgangast er auðvitað
Ijóst, að aðrir flokkar munu fylgja á eftir og beita sér
fyrir því, að stofnuð verða stjórnmálafélög meðal
nemenda í hinum ýmsu framhaldsskólum og á vegum
þeirra efna flokkarnir svo til fundaherferða. Þar með eru
skólarnir sjálfir orðnir vettvangur harðvítugri flokka-
átaka en nokkru sinni fyrr.
Skólastjórar þriggja skóla* af sjö hafa þegar lýst því
yfir í Morgunblaðinu, að ekki hafi verið leitað eftir
heimild til þeirra um þetta fundarhald og þeir hafa
undirstrikað, að stjórnmálaflokkum væri ekki heimilt að
boða til funda á vettvangi skólanna. Þessa sjálfsögðu
reglu eiga allir stjórnmálaflokkar að virða og halda sér
við þá venju, að fræðslustarfsemi þeirra sjálfra fyrir
skólanemendur fari fram á þeirra vettvangi og að þeir
láti sér nægja að verða við óskum raunverulegra
félagasamtaka nemenda um þátttöku í fundum þeirra.
Þess vegna er ráðlegast fyrir Alþýðubandalagið og
æskulýðsnefnd þess að hverfa frá því að efna til þessara
funda í fyrrnefndum skólum, ella er augljóst, að aðrir
flokkar munu fylgja í kjölfarið. Hættan á því ætti einnig
að verða til þess að forráðamenn skólanna beiti sér fyrir
því að hefðbundnar venjur í þessum efnum verði virtar.
Hreppsnefnd Olafsvíkur:
Öllum tillögum sjálf-
stæðismanna vísað frá
Oddvitinn neitaði að láta bóka svör sín við
fyrirspurnum Kristófers Þorleifssonar
„ÞAÐ má segja að lítið hafi gerst, og ekki er ljóst ennþá hvort málin þróast á betri veg
eða verri,“ sagði Helgi Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd
Ólafsvíkurhrepps í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvað liði
deilum þeim sem komu upp í hreppsnefndinni fyrir skömmu.
Eins og Morfíunblaðið hefur
skýrt frá var sýslumaðurinn í
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu,
Andrés Valdimarsson í Stykkis-
hólmi, beðinn að hlutast til um að
fundarsköp og fundarboð í hrepps-
nefnd Olafsvíkur yrðu með eðlileg-
um hætti.
„Það er þó búið að halda
hreppsnefndarfund", sagði Helgi,
„ég má segja að það hafi verið á
mánudagskvöld, þann 22. janúar.
Sveitarstjóri boðaði þann fund
með átta klukkustunda fyrirvara
og með dagskrá. Voru á þessum
fundi lögð fram og rædd drög að
fjárhagsáætlun fyrir árið 1979 og
sömuleiðis voru á dagskrá tvö mál
er frestað hafði verið ásamt
fyrirspurnum og tillögum Kristó-
fers Þorleifssonar frá 19. nóvem-
ber sl.“
— Hvernig gekk fundurinn fyr-
ir sig?
„Jú, það fór svo sem allt fram
með friði á þessum fundi. Eg bað
Kristófer að sitja þennan fund
með hliðsjón af því að hann lagði
fyrirspurnirnar og tillögurnar
fram á sínum tíma og því eðlileg-
ast að hann reifaði þau mál. Okkur
fannst ekki ástæða til að gera
athugasemd við stuttan fyrirvara
að fundinum, með hliðsjón af því
að dagskrá lá fyrir með fundar-
boði. Einnig fannst okkur rétt að
leggja fram okkar skerf til sam-
komulags í sambandi við ágrein-
inginn við meirihlutann um
fundarsköp. Með því hugarfari fór
Kristófer á fundinn og lét ekki
bóka neinar athugasemdir við
afgreiðslu mála.“
— Voru fyrirspurnirnar og
tillögurnar afgreiddar á fundin-
um?
„Já, já, fyrirspurnirnar og
tillögurnar voru afgreiddar á
þessum fundi, þó svo að afgreiðsla
væri með nokkuð óvenjulegum
hætti.
Þannig voru fyrirspurnir
Kristófers frá 19. nóvember bókað-
ar og oddviti svaraði þeim. Hins
vegar hafnaði oddviti tilmælum
um að efnisleg svör hans yrðu
bókuð. í fundargerðabókinni eru
því fyrirspurnirnar án svara. —
Það held ég að hljóti að vera
óvenjulegt."
— En hvað með tillögurnar?
„Það má segja alveg það sama
um afgreiðslu tillagnanna, því að
þeim var öllum fimm vísað frá
með dagskrártillögum sem ótíma-
bærum. Var það gert með fjórum
atkvæðum gegn einu. Oddviti las
tillögurnar upp hverja fyrir sig og
bar dagskrártillögurnar fram til
atkvæðagreiðslu í kjölfarið án þess
að gefa orðið formlega laust.
Tillögunni um fjölgun hrepps-
nefndarmanna úr fimm í sjö var
vísað frá með dagskrártillögu
rökstuddri með því, að þar sem
fjölgunin væri yfirlýst stefna
meirihlutans væri tillaga Kristó-
fers ekki tímabær. Sömu meðferð
fékk tillaga um að ráða heil-
brigðisfulltrúa í hlutastarf. Var
það rökstutt með því, að engin
tilmæli um slíkt hefðu komið frá
heilbrigðisnefnd, og heilbrigðis-
ástand væri gott að dómi nefndar-
innar.
Tillagan um samningu reglu-
gerðar um fundarsköp fyrir
hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps var
vísað frá með dagskrártillögu sem
efnislega var á þá leið að núver-
andi meirihluti hefði verið svo til
óbreyttur allt frá árinu 1962, og
mikil samstaða hafi ríkt um öll
mál, svo þar til fjölgað yrði í
hreppsnefndinni sæi meirihlutinn
ekki ástæðu til að setja nefndinni
fundarsköp. Væri tillagan því
ótímabær.
Nú, tillaga Kristófers um að
koma á fót elliheimili, svo og
tillagan um að annast heimilis-
hjálp fengu sömu móttökur hjá
meirihlutanum. Frávísunartillög-
urnar voru rökstuddar með því að
yfir stæði könnun á högum aldr-
aðra, svo og að verið væri að kanna
niður í kjölinn þörfina fyrir
skipulagða heimilishjálp og því
ótímabært að bera fram tillögur
um þessi efni.
Eg vil bara segja það að lokum,“
sagði Helgi, „að það hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir Ólafsvík-
inga, að fjögurra manna meiri-
hluti í hreppsnefnd skuli ekki telja
þessi mál umræðuverð. Sömuleiðis
er athyglisvert, að oddviti skuli
leyfa sér að neita að láta bóka svör
við fyrirspurnum, og gefa
Kristófer Þorleifssyni, sem lagði
fram tillogurnar, ekki kost á að
fylgja þeim úr hlaði áður en
frávísunartillögur meirihlutans
voru lagðar fram og samþykktar.
Það er því athyglisverðara fyrir
það, að oddviti Ólafsvíkurhrepps
er Alexander Stefánsson varafor-
maður Samtaka íslenskra sveitar-
félaga og fulltrúi á löggjafarsam-
komu þjóðarinnar að auki".
Ný íslenzk kvik-
mynd um landið og
umgengni við það
FERÐAMÁLARÁÐ hefur látið gera 17 mínútna langa kvikmynd, í
þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar og skapa almenningsálit í
landinu um nauðsyn þess að vernda og fegra umhverfið. Er ætlunin að
lána þessa kvikmynd endurgjaldslaust til sýninga á fundum eða
iiðrum mannfagnaði. Myndin nefnist „Landið er fagurt og frítt“, gerð
á kostnað Ferðamálaráðs af ísfilm sf. en aðilar að henni eru Indriði G.
Þorsteinsson. sem samdi og les texta. Jón Hermannsson og Þrándur
Thoroddsen. sem önnuðust kvikmyndun. Tónlist samdi og flytur Atli
Ileimir Sveinsson.
I þessari kvikmynd er vakin
athygli á slæmri umgengni, er oft
blasir við ferðafólki, hvort sem er í
bæjum eða til sveita, en jafnframt
er sýnt fram á að oft og tíðum er
ekki mikið sem gera þarf til *að
breyta þessu til betri vegar.
Fréttamönnum var boðið til
frumsýningar þessarar kynningar-
myndar með forráðamönnum
Elzta skip á
skrá frá 1905
ELZTA skipið í nýútkominni
skrá yfir íslenzk skip 1979 er
Guðni Þorleifsson SU 151, sem
er þriggja brúttórúmlesta fiski-
bátur, smíðaður í Færeyjum
1905. Næstelztu skipin á skrá
eru frá 1912.
Meðalaldur íslenzkra fiski-
skipa er nú 16,0 ár og flutninga-
skipa 10,9 ár.
Ferðamálaráðs og kvikmynda-
gerðarmönnum. Heimir Hannes-
son vakti athygli á því að lögum
samkvæmt er það eitt af verkefn-
um Ferðamálaráðs Islands að eiga
frumkvæði að fegrun umhverfis og
snyrtilegri umgengni á viðkomu-
og dvalarstöðum ferðafólks og eiga
samstarf við náttúruverndaraðila
um að umhverfi, náttúru- og
menningarverðmæti spillist ekki.
Hefur þegar verið unnið talsvert
að þeim málaflokki, t.d. með því að
stuðla í samvinnu við sveitar-
stjórnir að því að áhugamanna-
félög og aðrir aðilar, komi upp og
bæti snyrtiaðstöðu á fjölförnum
stöðum, veiti aðstoð við merkingu
göngustíga og bílastæða, með því
að stuðla að gerð tjaldsvæða og
fleira. Og vekja athygli fólks á
nauðsyn þess að ganga vel um
landið. Er kvikmyndin, sem sýnd
verður í sjónvarpi, auk þess sem
hún verður lánuð út, einn liður í
þeirri viðleitni, en hún hefur verið
í vinnslu í hálft annað ár.
Guðmundur H. Garðars-
son tekur sæti á Alþingi
GUÐMUNDUR H. Garðarsson viðskiptafræðingur tók
í gær sæti á Alþingi í veikindaforföllum Geirs
Hallgrímssonar, sem ekki mun sækja þingfundi næstu
tvær vikur samkvæmt læknisráði.