Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 19

Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 19 Lyfin reyndust jafngild: Verð þess innlenda er 30% af verði hins erlenda sérstaklega valinn & FISKUR staóastræti 37 sími 24447 í framhaldi af þessum niður- stöðum hefur Pharmaco sótt um skráningu á lyfinu hjá Lyfjanefnd ríkisins. En lyfið díazepam, fram- leitt hjá fyrirtækínu, getur orðið miklu ódýrara en innflutta lyfið. Með þeim rannsóknakostnaði sem á er fallinn, má gera ráð fyrir að það kosti ekki nema 30% af verði valiums. En sé borið saman við ódýrasta sérlyfið á markaðinum, sem notað er á svipaðan hátt, þá kostar díazepam 60% af verði þess, að því er Steinar Berg Björnsson, framkvæmdastjóri Pharmaco, tjáði Mbl. En þarna er um að ræða fyrsta lyfið, sem sótt er um skráningu á hér á landi með þessum hætti. Sagði Steinar Berg að slíkt samstarf við Háskólann væri ómetanlegt og forsenda þess að hægt sé að þróa innlendan lyfja- iðnað. V er ðlaunamynd í Gamla bíói GAMLA BÍÓ hefur nú hafið sýningar á frönsku kvikmynd- inni Dr. Francoise Gailland. sem byggð er á sönnum heimildum. og hefur hún verið nefnd Dagbók kvenlæknis á íslensku. Myndin fjallar um baráttu kvenlæknis við erfiðan sjúkdóm, og greinir myndin frá störfum hennar sem læknis og einkalífi. Kvenlækninn leikur Annie Girardot og fyrir leik sinn í myndinni var hún kjörin besta leikkona Frakklands árið 1977. Leikstjóri er Jean-Louis Bertuccelli. Verkföllin í Bretlandi: Bitna lítið á íslenzkum námsmönnum Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafði vandræðaástandið vegna verkfallanna í Bretlandi ekkert batnað í gær. Er haft eftir opinberum heimildum að auk verkfallsmanna hafi nú um 200.000 verkamenn misst vinnuna þar sem aðflutningur á hráefni til framleiðslufyrirtækja hefur svo til alveg stöðvazt. Ráðherrafundur var haldinn í London í gær um ástandið, og haft er eftir áreiðanlegum hcimildum að ríkisstjórnin sé „að því komin" að lcita til hersins um flutninga á nauðsynlegasta varningi, sem legið hcfur óhreyfður í vörugeymslum. Ekki eru þó allir á einu máli um áhrif verkfallanna. Morgunblaðið ræddi í gær við tvo Islendinga, sem búsettir eru í Bretlandi, og innti þá eftir ástandinu vegna verkfallanna. Einar Sigurðsson, sem stundar nám í fjölmiðlun í Lundúhum, hafði þetta að segja: „Það sem að okkur snýr hér inni í borginni getur ekki jafnazt á við neitt neyðarástand. Lítilsháttar ber á því að sumar tegundir matvöru gangi til þurrðar, en ég sé ekki að það valdi vandræðum. Hér inni í borginni hafa samgöngur gengið snurðulaust að heita má, en í útborgum hafa þær víða trufl- azt. Það er mál manna hér að fregnir af vandræðaástandi vegna verkfallanna séu verulega orðum auknar í nágrannalönd- unum, og BBC fjallaði um það mál í gær. Þar kom meðal annars fram að þessi frétta- flutningur hefði neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki. í fréttum hér í Bretlandi hefur hins vegar ekki verið sagt frá neinu, sem má líkja við neyðarástand — það væri þá helzt verkfall sjúkrabifreiðastjóra í gær, en þrátt fyrir það að neyðartilfell- um væri ekki sinnt, kom það ekki að sök þar sem herinn annaðist þá sjúkraflutninga." Magnús Þorkelsson, sem er við nám í sögu og fornleifafræði í Nottingham, um 200 kílómetra norður af Lundúnum, sagði: „Sjálf verkföllin hef ég lítið orðið var við, en hér er vöru- skortur farinn að segja verulega til sín. Það vantar orðið allar algengar tegundir matvöru, en mikið gekk til þurrðar á fyrstu dögum verkfallsins þegar mikið var hamstrað. Afleiðingin er meðal annars sú að mjög hefur gengið á kornbirgðir brauð- gerðarhúsa og brauðskortur er fyrirsjáanlegur á næstu dögum ef ekki raknar úr. Annars er það nú aðallega veðrið sem hrjáir okkur núna. Þetta mun vera harðasti vetur hér í Bretlandi í sextán ár. Hér er illfært vegna snjóa, sem eru óvenju miklir, og um þverbak keyrði í lestaverk- fallinu í gær. Þetta er óttalega skrýtið ástand, ekki sízt vegna þess að takmarkaður hópur vörubíl- stjóra kom af stað þessu verk- falli, sem óneitanlega hefur mjög víðtæk áhrif.“ LOKIÐ er tilraunum á lyíinu diazepam. sem framleitt hefur verið hjá Pharmaco hér á landi, til samanburðar við lyfið valium. Rannsóknastofa í lyfjafræði Háskóla íslands tók að sér fyrir Pharmaco þcssar rannsóknir, sem gerðar eru á verkun lyfjanna beggja á fólk, en slikar rannsókn- ir eru nauðsynlegar áður en almenn framleiðsla getur farið fram á lyfjum. Niðurstaða rannsóknarinnar eru sú, að bæði lyfin hafi samskonar verkun eða, eins og segir í skýrslu Þorkels Jóhannessonar prófessors: Aðgengi díazepams í töfluformi til frásogs frá meltingarvegi var hið sama, hvort sem lyf I (töflur framleiddar af Pharmaco hf.) eða lyf II (Valium (R) 5 mg töflur, framleiddar af Hoff- mann-LaRoche) voru teknar. Ný frímerki á árinu: Fjöldi svipað- ur og á sl. ári Gera má ráð fyrir að fyrstu frímerkin á árinu verði úr flokknum „Merkir íslendingar". Er þar um tvö frímerki að ræða með myndum af annars vegar Ingibjörgu H. Bjarnason og hins vegar Torfhildi Hólm. í undir- búningi eru þrjú merki til viðbótar f þessum flokki með myndum af Bjarna Þorsteinssyni, Pétri Guðjohnsen og Sveinbirni Sveinbjörnssyni. Koma þau út síðar á árinu. Evrópufrímerkin munu að vanda koma út í maí. Verður þetta tuttugasta Evrópufrímerkjaútgáf- an, en þau komu sem kunnugt er fyrst út árið 1960. I tilefni þessara tímamóta verður myndefnið úr sögu póst- og símaþjónustu. Af öðrum frímerkjum, sem í undirbúningi eru, má nefna frímerki í tilefni af Barnaári Sameinuðu þjóðanna, í tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar, í tilefni 100. ártíðar Jóns Sigurðs- sonar og í tilefni 75 ára afmælis Stjórnarráðs Islands. Einnig eru í undirbúningi frímerki með mynd- um af íslenskum hundi og refi, en óvíst er hvort þau koma út á þessu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.