Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 25 fclk í fréttum + ÞESSI glæsilega unga kona er færeyska leik- og söngkonan Annika Hoydahl frá Þórshöfn. — Hún ætlar að taka þátt í hljómlistarhátíðinni dönsku, Grand Prix hátíðinni. Henni var boðið að taka þátt í henni. — Hún segir í samtali við Kaupin- hafnarpressuna, að hug- ur hennar standi ekki til að stunda pop- eða dægurlagasöng, heldur sé það leikhúsið. — „En, úr því mér gafst tækifæri til þess að kynna dálítið færeyskan vísnasöng með meiru, vildi ég ekki hafna boðinu, sagði hún. Þessi Grand Prix-hátíð hefst í byrjun næsta mánaðar. Bezt klœdda fólkið + BEZT klædda fólkið eru þau Noor al Hussein drottning í Jordaníu (hún er bandarísk og hét Elísabeth) og heimsdansar inn Fred Astaire. — bessi úrslit í mikilli skoðanakönnun sem fram fór vestur í Bandaríkjun- um voru tilkynnt fyrir nokkru í New York. Höfðu 2500 fatasér- fræðingar tekið þátt í könnun- inni. Kjör bezt klædda fólksins hefur farið fram í Bandaríkjun- um óslitið ár hvert frá því 1940. Meðai þeirra kvenna sem voru ofarlega á listanum má nefna kvikmyndaleikkonuna Candice Bergen og dóttir Picassos list- máiara. en hún heitir Paloma og eiginkonu bjórframleiðanda írska Guincss-bjórsins. En meðal hinna beztu klæddu manna, sem komu á eftir Fred Astaire, sem var sagður vera „bezt klæddi maðurinn á vorum tímum", komu m.a. Sadat forseti, Karl Bretaprins, John Travolta og prinsinn af Wales. + LEE MARVIN, kvikmynda- leikarinn frægi, á nú í útistöðum við fyrrum sambýliskonu sína, sem á þeim árum tók upp nafn hans og heitir Michelle Triola Marvin. Hún hefur gert kröfu um 500.000 dollara bætur fyrir að hafa helgað honum líf sitt í óvígðri sambúð þeirra, sem stóð yfir f 6 ár. Mun kvikmynda- leikarinn, sem upp úr þessu giftist æskuást sinni, verða að mæta fyrir rétti. Marvin kallinn er nú 54 ára að aldri. + REVÝUSÖNGKONAN danska. Bodil Steen, sem náði því að verða þjóð- fræg í heimalandi sínu fyrir revýusöng sinn m.a. ásamt Margurite Viby, — er látin 55 ára að aldri. — Hún hafði átt dapurlega daga síðustu ár ævinnar, vegna heilsu- leysis. Hún giftist fimm sinnum á lífsleiðinni. En er hún lézt, var hún fráskilin. Lög þau sem hún söng á sokkabands- árum sinum eru enn vinsæl og eru oft leikin, í ýmisskonar óskalaga- þáttum danska útvarps- ins, segir í frétt um lát söngkonunnar. úr eingirni ÍSLENZKIR módelkjólar, prjónaðir úr eingirni, eru nú á sýningu hjá íslenzkum heimilisiðnaði. bessa kjóla, sem eru 10 talsins, hefur Aðalbjörg Jónsdóttir hannað og unnið sjálf að öllu leyti. Þetta eru stuttir kjólar og síðir og að auki tveir brúðar kjólar með höfuðskrauti. Allir eru kjólarnir úr ólitaðri ull. í sauðalitunum og brúðar kjólarnir að sjálfsögðu úr hvítri ull. íslenzkur heimilisiðnaður hefur frá því á sl. vori tekið upp þá nýbreytni að kynna í verzluninni í Hafnarstræti listafólk, sem hann hefur verið í samvinnu við. Voru nokkrar slíkar sýningar haldnar og gáfust vel og er nú verið að taka upp þráinn aftur með þessum íslenzku kjólum, sem flokkast vissulega undir lista- verk, þar sem saman fer hönnun og handbragð, sem er listilegt. Sýningin hófst 15. janúar og stendur fram í febrúar. Fyrir hálfu öðru ári var heimilisiðnaðarþing hér á íslenzkir módelkjólar prjónadir landi, og prjónaði Aðalbjörg Jónsdóttir þá tvo sýningar- kjóla. Það varð kveikjan að því að hún tók að skapa slíkar flíkur. Hver kjóll krefst gífur- lega mikillar vinnu, því hún hannar sjálf, prjónar úr fínu eingirni, strekkir og gengur frá. Aðalbjörg heldur heimili. Leynir sér ekki að hún hlýtur að nýta hverja stund, sem hún hefur aflögu í þetta verkefni. Hún er ekki að fagi hönnuður, en hefur stundað nám í myndlistarskóla. Gerður Hjörleifsdóttir, framkvæmdastjóri íslenzks heimilisiðnaðar sagði blaðinu að áform væru um að fara með íslenzkar ullarvörur á tísku- sýningu í Chicago seinni hluta febrúarmánaðar, og yrðu þá kjólar Aðalbjargar sýndir þar, enda fer vestur sýningarfólk héðan. En kjólana verður samt hægt að fá til kaups. Þessir íslenzku eingirnis- kjólar eru þunnir og fínlegir með útprjóni og fara mjög vel. Eru af annarri gerð en þeir sem áður hafa verið unnir hér. Myndirnar tók Loftur á tízkusýningu fyrsta daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.