Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 31 Dunbarslausir síúdent- ar stóðu í Valsmönnum ÞAÐ voru ekki margir sem bjugg- ust við að stúdentar án Dirk Dunbar myndu veita Valsmönnum mikla keppni. er liðin mættust í Hagaskólanum í gærkvöldi. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður virtist líka allt stefna í stórsigur Vals, en þá var munurinn orðinn 20 stig Val í vil, 30il0. Á þessum kafla var líka leikur ÍS í molum á meðan flest gekk upp hjá Val. Þctta átti hins vegar eftir að breytast, því að þegar 30 sekúndur voru til leiks- loka munaði aðeins 5 stigum og ÍS hafði möguleika á að minnka muninn í 3 stig, en það mistókst og Valur sigraði með 92 stigum gegn 86. í leikhléi var staðan 43i30, Val í hag. Frammistaða stúdenta kom eins og áður sagði nokkuð á óvart, en þeir sýndu nú að þeir geta ýmislegt, þegar þeir þurfa að treysta á sjálfa sig. Fyrri hálfleikur var reyndar mjög lélegur af þeirra hálfu, en þá lék liðið svæðisvörn, sem gafst ekki vel þar sem skyttur Valsmanna voru í stuði. I síðari hálfleik var hins vegar skipt yfir í maður á mann vörn og var nú allt annað að sjá til liðsins. Fjórir leikmenn stóðu uppúr hjá ÍS að þessu sinni. Bjarni Gunnar Sveinsson lék nú sinn besta leik í vetur, hirti mikið af fráköstum auk þess sem Tim Dwyer gekk illa að ráða við hann í sókninni. Þá átti Gísli Gíslason sinn besta leik fyrir ÍS, skoraði drjúgt og stóð sig mjög vel i vörn, þar sem hann gætti Tim Dwyer, en því hlutverki skilaði hann mjög vel. Ingi Stefánsson lék einnig vel, svo og Jón Héðinsson. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og virtust ætla að kafsigla stúdenta, enda fengu Valsarar nógan frið til að athafna sig í sókninni gegn slakri svæðisvörn IS. í lok fyrri hálfleiks fór hittnin hins vegar aðeins að versna, svo og í síðari hálfleik þegar stúdentar fóru að berjast í vörninni. Eins og hjá IS voíu það fjórir leikmenn sem sköruðu framúr hjá Val. Dwyer var stigahæstur, en hefur þó oft sýnt betri leiki en að þessu sinni, bæði í vörn og sókn. Þórir Magnússon átti sinn besta leik um langan tíma og skoraði margar fallegar körfur eins og honum einum er lagið. Ríkharður Hrafnkelsson lék einnig mjög vel, brenndi aðeins af tveimur skotum og skoraði 15 stig, sem er mjög góð nýting. Kristján Ágústsson er ákaf- lega drjúgur leikmaður, sem hefur einstakt lag á að ná knettinum eftir misheppnuð skot samherja sinna og Einkunnagjöfin Valur — ÍS VALUR: Hafsteinn Hafsteinsson 1, Helgi Gústafsson 1, Kristján Ágústsson 3, Lárus Hólm 2, Ríkharður Hrafnkelsson 3, Sigurður Hjörleifsson 2, Torfi Magnússon 2, Þórir Magnússon 3. ÍS: Albert Guðmundsson 1, Bjarni G. Sveinsson 4, Gísli Gíslason 3, Ingi Stefánsson 3, Jón Héðinsson 3, Jón Oddsson 1, Steinn Sveinsson 2. • Bjarni Gunnar Sveinsson átti stórleik með ÍS gegn Val í gærkvöldi. skila honum í körfuna. Þá má einnig minnast á Sigurð Hjörleifsson, sem reyndar var ekki mikið með, en skilaði hlutverki sínu með sóma. Stigin fyrir Val: Dwyer 25, Þórir 20, Kristján 16, Ríkharður 15, Sigurður 6, Lárus og Torfi 4 hvor og Hafsteinn 2. Stigin fyrir ÍS: Bjarni Gunnar 33, Ingi 21, Gísli 16, Jón Héðinsson 14 og Steinn 2. Góðir dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Kristbjörn Albertsson. ÁG Góðir sigrar í Austurríki ÍSLENSKA landsliðið í badminton er statt þessa dagana í Vínarborg, þar sem það tekur þátt í Evrópukeppni landsliða. Hefst keppnin í dag. íslendingar eru í 5-liða riðli, sem er tvískiptur, annars vegar ísland. Austurríki og Sviss og hins vegar Pólland og Noregur. Þrír 4-liða riðlar eru einnig í keppninni, en alls taka 17 þjóðir þátt í mótinu. Að undanförnu hefur íslenska liðið æft af kappi og tók m.a. þátt í æfingamóti sem austurríska félagið Pressbaum hélt. íslensku keppendurnir náðu þar athyglisverðum árangri, unnu fyrst lið félagsins 8—0 og síðan landslið Portúgals 7—1. Eigi að síður er erfitt að segja hvert hlutskipti íslenska liðsins verður þegar í sjálfa keppnina kemur, því að lítið er vitað um styrkleika þeirra þjóða sem landinn keppir við. _ _________________ Staða South- ampton sterk LEEDS og Southampton skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, bæði liðin skoruðu tvö mörk, en leikur- inn fór fram í Leeds og því töluvert áfall fyrir leikmenn liðsins, heimavöllur á að vera sterkari. Hin liðin sem eítir eru. Nottingham Forest og Watford, hafa lokið einum lcik, sigraði Forest þá 3—1 er leikið var í Nottingham. Nottingham Forest er núver andi handhafi bikarsins. lagði Liverpool að velli í fyrra. Tony Currie náði forystunni fyrir Leeds, Ray Hankin skor- aði síðaVa markið, en Nick Holmes og ungur nýliði, Oshor Williams, skoruðu fyrir Southampton áður en yfir lauk og tryggðu liðinu óvænt jafn- tefli. Rétt fyrir leikslok var • Ray Hankin fagnar marki. Phil Boyer, miðherja Hann skoraði gegn Sout- Southampton, vikið af leikvelli hampton í fyrrakvöld. fyrir gróft brot. ÍR mætir Þór í kvöld EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. ÍR-ingar fá Þór frá Akureyri í heimsókn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Haga- skóla og hefst kl. 20.00. Þorraganga hjá skíöadeild Fram SKÍÐADEILI) Fram gengst fyrir fyrsta göngumóti vetrar- ins hér sunnanlands næst- komandi laugardag í Bláfjöll- um og hefst gangan kl. 13.00. Allir helstu göngumenn sunnanlands munu taka þátt í göngunni. Keppt verður í tveimur aldursflokkum. Benda má almenningi á að göngu- brautin verður opin almenningi um alla helgina og er upplagt að nota hana fyrir skíðatrimm. Göngubrautin er 4'h km löng. KA gegn Þór Ve EINN leikur fer fram í annarri deild íslandsmótsins í hand- bolta í kvöld, en það er viðureign KA og Þórs frá Vestmannaeyjum. Fer leikur- inn fram í Skemmunni á Akureyri og hefst hann klukk- an 20.30. Menu Blandaðir sjávarréttir í brauðkollum Heilsteiktur nautahryggur New Yorkese Washington-búðingur í súkkulaðibollum ★ Stutt ávarp ★ Amerískur veislumatur jkC GL0RIA R0BERTS skemmtir Ameríkukynning Úrvals ^ Dans Ferðaskrifstofan Úrval býður upp á stórglæsilega Ameríkukynningu að Hótel Loftleiðum, sunnudaginn 28. janúar n.k., kl. 19:00. Auk Ameríkukynningar í myndum og máli, kemur hin heimsþekkta GLORIA ROBERTS fram með sérstakt tónlistaratriði byggt á vinsælli Amerískri tónlist, — jazz, Broadway og Pop. Matarverð: Aðeins 4.500 krónur. Borðapantanir hjá yfir- þjóni í síma 22322. Gerið pantanir sem fyrst. o3 ★ ★ ★ ★ AMERÍSKA STJARNAN ★ ★ ★ ★ ★ GL0RIA R0BERTS Það er næstum ómögulegt, jafnvel fyrir hina alvarlegustu Austurríkis- menn, að sitja kyrrir í sætum sínum, þegar Gloria Roberts, píanóleikarinn frá Los Angeles, lék tónlist sína með stórkostlegri „sveiflu!" Neue Tiroler Zei tung Gloria Roberts hefur slika hrynjandi í æðum sinum, að túlkun hennar á “Rhapsody in Blue’’ “The man I Love” og stefum Ellingtons — blues og “Bugle Call Rag” var frábær. L’Adige Trento, ítaliu „. . . fyrir ieikmanninn, heil kennslu- stund í tónlistarskemmtun upp á Amerískan máta“ Mannheimer Morgen Mannheim, Þýskalandi Gloria Roberts er sannarlega í hópi stóru stjarnanna eftir hljómleikana í gærkvöldi . . . jazz, pop og “sweet music” . .. í margvíslegum 'stil- brögðum í dásamlega fallegum tónum. Varden Skien, Noregi FERÐASKFttFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 m>, í samvinnu við Menningarstofnun Bandaríkjanna. A10:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.