Morgunblaðið - 11.02.1979, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
en rýrari á netum
AFLI báta er stunda línu-
veiðar frá Hornafirði,
Suðurnesjum og Snæfells-
nesi hefur verið betri nú en
undanfarin ár og fleiri
bátar stunda nú veiðarnar.
í Ólafsvík hefur afli verið
sæmilegur og landaði tog-
arinn Lárus Sveinsson 102
tonnum sl. föstudag og
bátarnir hafa fengið 6 — 7
tonn í róðri að undanförnu.
Afli netabáta þar hefur
verið minni og höfðu borist
á land alls í vikunni 1.580
tonn. í heildina er það
örlítið meiri afli en í fyrra.
I Sandgerði fengust þær upplýs-
ingar, að stærri línubátarnir sem
væru á miðum 50—60 mílur suður
af iandinu fengju sæmilegan afla
en minni bátarnir á grunnslóðinni
hins vegar minni, en áberandi er
að meiri fiskur er en oft áður. Afli
hefur verið um 5% tonn í róðri hjá
stærri bátunum og eru menn þar
bjartsýnni nú en áður um afla-
horfur í vetur.
Á Isafirði voru togararnir 4 að
landa nú fyrir helgina um
140—150 tonnum og hefur afli hjá
línubátum verið um 5 tn í róðri að
undanförnu. Unnið var í frystihús-
unum þar fram eftir degi í gær.
Afli línubáta frá Vestmannaeyj-
um var þokkalegur eða 7—8 tonn í
róðri en þeir hafa þurft að sækja
nokkuð langt austur eftir að sögn
vigtarmanns. Rýr afli er hins
vegar hjá netabátunum þótt þeir
hafi komist í 12—14 tonn og
togararnir hafa aflað vel og er
samanlagður afli heldur meiri en í
fyrra og kom sama fram hjá
vigtarmanni þar og í Sandgerði að
afli virtist meiri í ár en oft áður.
Umsóknir um skipakaup
á borðum stjórnvalda
Kemur ný Gudbjörg í stað
þeirra eldri?—Sótt um leyfi
til kaupa á 3 rækjutogurum
RÍKISSTJÓRNIN heíur þcssa dagana til athugunar umsóknir til
skipakaupa frá allmörgum aðilum. Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst er hér m.a. um að ræða nýjan togara frá Flekkefjord í
Noregi fyrir Hrönn hf á ísafirði, nýjan rækjutogara til Dalvíkur og
tvo rækjutogara fyrir Sjöstjörnuna í Ytri-Njarðvík. I>á er enn
óafgreidd umsókn um leyfi til kaupa á kolmunnaskipi til
Norðf jarðar og sömuleiðis mun Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði hafa
sótt um leyfi til kaupa á nótaskipi frá Portúgal.
Á fundi ríkisstjórnarinnar á
fimmtudag var skipaður sérstakur
starfshópur til að fjalla um þessi
mál. Búast má við að í næstu viku
verði þessum umsóknum svarað.
Það mun vera hugmynd Isfirð-
inga að láta smíða nýtt og full-
komið togskip í Flekkefjord í
Noregi og verði aflaskipið Guð-
björg tekið upp í kaupin á nýja
skipinu. Guðbjörgin var byggð i
Flekkefjord 1974. Eftir því sem
Mbl. kemst næst hefur þegar verið
gengið frá samningum við Norð-
menn, en beðið er leyfis stjórn-
valda. Nýja skipið á að vera í alla
staði mjög fullkomið og t.d. sér-
staklega styrkt vegna veiða á
íssvæðum.
Söltunarstöð Dalvíkur, sem ger-
SVANUR RE 45 kom um síðustu helgi til landsins eftir breytingu og yfirbyggingu í Vasa í Finnlandi.
Skipið hélt til loðnuveiða um leið og allt var klárt um borð. Útgerðarmaður Svans er Ingimundur
Ingimundarson í Reykjavík. Svanur hét áður Esjar og var byggður í Noregi 1967. Skipið er skráð 270
brúttótonn. Meðfylgjandi mynd tók Ól. K. Mag. í Orfirisey í vikunni.
Hvad þýdaskatt-
arnir fyrir þig?
5 fundir Sjálfstæðismanna um skattamál n.k. mánudagskvöld
ir út rækjutogarann Dalborgu,
hefur farið fram á leyfi til að
kaupa rækjutogara frá Danmörku.
Sjöstjarnan í Ytri-Njarðvík hefur
sótt um leyfi til að kaupa tvo
norska rækjutogara. Munu þeir
vera um 500 tonn að stærð og
kaupverð þeirra vera um tveir
milljarðar.
ANNAÐ kvöld, mánudagskvöld
kl. 20:30. verða á vegum sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
haldnir 5 fundir samtímis þar
sem fjallað verður um skattainál
undir heitinu: Hvað þýða
skattarnir fyrir þig?
Guðmundur H. Garðarsson er
formaður nefndar er undirbúið
hefur fundina og greindi hann
frá tilhögun þeirra í samtali við
Mbl.
— Á fundunum verða teknar til
umræðu þær gjörbreytingar sem
orðið hafa til hins verra á skatta-
lögunum sem tefla afkomu ein-
staklinga og fyrirtækja í hættu,
sagði Guðmundur. Meðal fram-
sögumanna verða endurskoðendur
sem hafa sérhæfða þekkingu á
skattamálum og stjórnmálamenn
sem fjallað hafa um þessi mál
opinberlega og verður á fundunum
dreift upplýsingum sem mál þessi
verða.
— Vandað hefur verið til undir-
búnings fundanna af hálfu sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík og við
viljum hvetja Reykvíkinga til að
mæta vel og sýna með virkri
þátttöku andúð sína á þeirri skatt-
píningarstefnu sem núverandi
ríkisstjórn stendur fyrir, sagði
Guðmundur H. Garðarsson að
lokum.
Fundirnir verða sem hér segir
og hefjast allir kl. 20:30: í Sigtúni,
fyrir íbúa Laugarnes- og Lang-
holtshverfis, framsögumenn
Eyjólfur K. Jónsson og Þorvarður
Elíasson, í Fáksheimilinu fyrir
íbúa Árbæjar-, Fossvogs- og
Bústaðahverfis, framsögumenn
Matthías Á. Mathiesen og Valdi-
mar Ólafsson, á Hótel Sögu fyrir
íbúa Nes- og Melahverfis, Mið- og
Vesturbæjar, framsögumenn
Björn Þórhallsson og Ólafur G.
Einarsson, að Seljabraut 54 fyrir
íbúa Breiðholts, Framsögumenn
Árni Árnason og Lárus Jónsson,
og í Valhöll fyrir íbúa Hlíða-,
Austurbæjar- og Háaleitishverfis
þar sem framsögumenn verða
Sigurgeir Sigurðsson og Sveinn
Jónsson.
Benedikt Davíðsson:
Eðlilegt að hækkimum
sé dreift á lengri tíma
„MÉR finnst í sjálfu sér eðlilegt,
að hækkanir á þjónustugjöldum
hins opinbera séu framkvæmdar í
samræmi við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar í samningunum
1977.“ sagði Benedikt Davíðsson,
formaður Sambands bygginga-
manna, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Samkomulagið er
þess efnis að aðeins megi hækka
opinbera þjónustu á síðustu 10
dögum fyrir útreikning vísi-
tölunnar.
Tólf bátar með
6500 tn. loðnu
TÓLF bátar höfðu tilkynnt loðnu-
nefnd afla frá miðnætti aðfarar-
nótt laugardags til kl. 13 og
áætluöu þeir að landa á Vopna-
firði flestir nema hvað einn fór til
Neskaupstaðar með loðnu til
frystingar.
Bátarnir eru: Vonin 160, Hafrún 600.
Pétur Jónsson 650. GÍKja 560, Bjarni
Ólafsson 1060, ísleifur 430, Náttfari 400,
Gullberg 560. Grindvfkinffur 450, Börkur
900 ok Víkurberg 200, en alls eru þetta
6.530 tonn.
Enn útistöður út af Laugarvatnsleið:
„Þeir slógu fyrst o g ég reyni
svona að dangla á móti...”
— segir Ólafur Ketilsson, sérleyfishafi —
„ÞEIR hafa eitthvað verið að
stöðva piltana mína. telja fólk-
ið í bílunum og tefja þá," sagði
Ólafur Ketilsson, sérleyfishafi
á leiðinni til Laugarvatns, í
samtali við Mbl. þegar hann
var spurður hvort hann ætti
enn í útistöðum við yfirvöld
vegna hópferða milli Laugar-
vatns og Reykjavíkur.
Ólafur Steinar Valdimarsson,
deildarstjóri í samgönguráðu-
neytinu, staðfesti að starfsmenn
umferðardeildar Pósts og síma
hefðu þurft að hafa afskipti af
langferðabifreiðum Ólafs vegna
flutnings á skólanemum milli
Laugarvatns og Reykjavíkur.
Ólafur hefur sérleyfi á leiðinni
milli Laugarvatns og Reykjavík-
ur og því fylgir réttur til hóp-
ferða en hins vegar þarf að
sækja um leyfi fyrir hverri
hópferð. Um það hefur Ólafur
Ketilsson ekki hirt nærri alltaf,
að því er deildarstjórinn í sam-
gönguráðuneytinu sagði og þess
vegna hefði verið tekin sú Stefna
af hálfu umferðardeildar Póts
og sima að veita honum ekki
hópferðaleyfi að undanförnu.
„Þeir slógu fyrst og ég reyni
svona að dangla á móti,“ sagði
Ólafur Ketilsson, þegar þetta
var borið undir hann. Að öðru
leyti vildi hann lítið tjá sig um
málið að svo stöddu, en gat þess
að í haust hefði Laugarvatn átt
50 ára afmæli sem menntasetur
og hann hefði viljað um leið
halda upp á að hann hefði haldið
uppi ferðum þangað í jafnlang-
an tíma með því að fá að aka
elztu nemendunum en þá ekki
fengið leyfi til þess.
BenediEt kvað allt annað óeðli-
legt i þessu, því það sé búið að
mynda einhverja reglu, verði
stjórnvöld að halda sig við hana.
Hins vegar sagði Benedikt, að vel
gæti verið þörf á því að dreifa
þessum hækkunum, að hækkanir,
sem duga eigi þessum opinberu
stofnunum út árið, komi ekki allar
á útmánuðum. Því geti einhver
hluti þeirra komið inn á næstu 10
dögum fyrir útreikning vísitölunn-
ar.
Þá sagði Benedikt, að í
samningunum 1977 hefði jafnframt
verið gert ráð fyrir því, að út af
þessari reglu gæti verið brugðið.
Þess vegna var sett inn ákvæði um
verðbótaviðauka, sem á að bæta
slíkar hækkanir, ef af þeim yrði. Þó
sagði Benedikt að hann vildi skil-
yrðislaust hafa hitt sem aðalreglu.
Um þær hækkanir, sem ekki hafa
fengizt afgreiddar fyrir verðlags-
nefnd, kvaðst Benedikt ekki hafa í
raun mikið að segja. Hins vegar
kvað hann eðlilegt, eins og komið
hefði fram hjá stjórnmálamönnun-
um, að ríkisstjórnin vildi skoða
ýmsa hluti þar. Því væru þeir ekki
tilbúnir til að kokgleypa þær
hækkunarbeiðnir. T.d. kvað hann
gífurlega mikla hækkun á olíu, en
hins vegar væri ef til vill eitthvað í
kerfinu, sem hinir nýju handhafar
valdsins vildu skoða, hugsanlega að
hið opinbera félli frá einhverjum
hluta tekjustofna sinna á bensíni
og olíum. Það væri t.d. ekki víst að
nauðsynlegt væri að vegagjald
hækkaði nákvæmlega í sama hlut-
falli.
Betri afli línubáta