Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 3 Talnaleikur prófessors Tómasar Helgasonar MORGUNBLAÐINU hefur horizt eftirfarandi frá Læknaráði Land- spítalans í framhaldi ummæla Tómasar Helgasonar prófessors er birtust í Mbl. 9. febr.: í Morgunblaðinu 9. febrúar er viðtal við prófessor Tómás Helga- son um greinargerð Læknaráðs Landspítalans. Telur hann að gerður hafi verið villandi saman- burður á stærð aðalbyggingar Landspítalans og hinnar nýju geðdeildarbyggingar. í skýrslu Læknaráðs kemur fram að 32 m2 eru fyrir sjúkrarúm í aðalbyggingu Landspítalans ef rannsóknardeildir og röntgen- deildir eru ekki reiknaðar með. Prófessor Tómas telur að „ef framkvæma á svona samanburð ætti að taka heildarfermetrafjölda bygginga á Landspítalalóð annarra en hjúkrunarskólans og deila með heildarfjölda sjúklinga á lóðinni og verða þá um 67m2 á sjúkling ...“. Hér er annaðhvort um reiknisskekkju að ræða eða hreina fölsun. Ef stuðst er við bók húsameistara ríkisins frá 1975 um byggingar á Landspítalalóð og reiknað samkvæmt aðferðum prófessors Tómasar þá er nýtan- legt rými fyrir hvert sjúkrarúm 47,6 m2 og eru þá meðtaldar allar byggingar á Landspítalalóð nema Hjúkrunarskólinn og geðdeildar- byggingin. Prófessor Tómas reikn- ar einnig út að 103 m2 séu fyrir hvert sjúkrarúm í geðdeildarbygg- " ingunni með því að meta dag- vistunarsjúklinga til jafns við þá, sem inni liggja. Eðlilegra virðist þó að meta þá til hálfs eins og gert er í skýrslu Læknaráðs og fást þá 112 m2 fyrir hvert sjúkrarúm. Þegar umræður um staðsetningu geðdeildar stóðu yfir var ein aðalröksemdin fyrir staðsetningu hennar á Land- spítalalóð að þannig gæti hún stuðst við og nýtt rannsóknar- deildir spítalans og eldhús. Nú telur prófessor Tómas að þessar deildir þjóni aðeins Landspítala og komi geðdeildinni ekki við. I skýrslu Læknaráðs kemur fram að rannsóknadeildir spítalans þjóna ekki aðeins Landspítala og væntanlegri geðdeild heldur einnig að verulegu leyti landinu öllu. Það er því eðlilegast í saman- burði á aðalbyggingu Landspítal- ans og geðdeildarhúsinu að draga frá rými sameiginlegra deilda og stendur þá sú staðreynd óhögguð að rými í aðalbyggingu er 32 m2 fyrir sjúkrarúm geg 112 m2 í geðdeild. Prófessor Tómas talar um að Læknaráð sé nú að hefja að nýju „þref“ um geðdeild til framdráttar „áhugamálum sínum" og hafi það áður tafið fyrir framgangi byggingarinnar. I greinargerð Læknaráðs er hinsvegar fyrst og fremst skýrt frá staðreyndum varðandi hin miklu vandamál, sem nú steðja að rannsóknadeildum og þjónustu við ýmsa sjúklingahópa vegna þrengsla á Landspítala. Jafnframt er bent á að einasta lausn þessara Funda í dag AÐALFUNDUR verkalýðsmála- nefndar Alþýðubandalagsins hefst í dag að Hótel Esju. Samkvæmt upp- lýsingum Benedikts Davíðssonar, formanns nefndarinnar, verða á fundinum flutt tvö aðalframsöguer- indi auk stuttrar skýrslu um starf- semina á liðnu ári. Ragnar Arnalds mun flytja erindi um efnahagsmál, stjórnarsamstarfið og ráðherra- skýrsluna og síðan flytur Eðvarð Sjigurðsson skýrslu um störf vísitölu- nefndar, sem væntanlega skilar áliti eftir helgina. Að auki verður fjallað um innri mál flokksins og nefndarinnar, en Benedikt kvaðst búast við því að stjórnarsamstarfið og kjaramál yrðu aðalefni fundarins. Fundurinn hefst klukkan 10. Svar frá Læknaráði Landspítala mála sé sú að hafnar verði fram- kvæmdir er tryggi að sjúklingar geti fengið þá meðferð, sem ætlast er til af heilbrigðisyfirvöldum að starfsfólk Landspítalans veiti. Það er því athyglisvert að prófessor Tómas skuli tala um greinar- gerðina sem þref. Læknaráð ber enga ábyrgð á töfum við byggingu geðdeildar- húss, enda er ráðið sem slíkt valdalaust og á engan fulltrúa í yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð. Prófessor Tómas hefur hinsvegar setið í stjórnar- nefnd ríkisspítalanna frá byrjun árs 1974 og er auk Páls Sigurðs- sonar formanns stjórnarnefndar, eini læknismenntaði maðurinn með atkvæðisrétt í nefndinni. Hlýtur hann því stöðu sinnar vegna að bera verulega ábyrgð á vandræðaástandi því, sem ríkir á ýmsum sérdeildum Landspítalans. I þessu sambandi er rétt að undir- strika að Læknaráð hefur ekki fulltrúa með atkvæðisrétti í stjórnarnefnd og hefur því mjög takmörkuð áhrif á ákvörðunar- töku nefndarinnar. Prófessor Tómas gefur í skyn að Læknaráð sé andvígt geðdeild við Landspítala og vinni gegn lausn á vandamálum geðsjúkra. Þetta er alrangt. Læknaráð hefur ávallt verið fylgjandi geðdeild við Land- spítala þó stærð og forgangi byggingarinnar hafi verið mót- mælt. Læknaráð telur hinsvegar að nú sé verr búið að ýmsum sjúklingahópum sem Land- spítalinn á að þjóna heldur en að geðsjúkum. Fjórða síðutogaran- um breytt í nótaskip ÓLI Óskars RE 175 renndi sér mjúklega inn í Vesturhöfnina f Reykjavík síðdegis í fyrradag. Þarna var gamli sfðutogarinn Þor- móður goði á ferð, en undanfarna mánuði hefur skipinu verið breytt í nótaskip í Kotka í Finnlandi. óli Óskars heldur væntanlega á loðnu- veiðar upp úr miðri næstu viku þegar gengið hefur verið frá ýmsu smálegu um borð í skipinu. Þormóð- ur Goði er fjórði síðutogarinn, sem breytt er f nótaskip. Jón Kjartansson SU 111, áður Narfi, var yfirbyggður 1974, en breytt í nótaskip 1977. Skipið er byggt í V-Þýzkalandi 1960. Sigurður RE 4, var smíðaður í V-Þýzkálandi 1960, yfirbyggður 1976. Víkingur AK 100 er sömuleiðis byggður í Þýzka- landi árið 1960, en var breytt í nótaskip 1977. Óli Óskars RE 175, áður Þormóður goði, er byggður í V-Þýzkalandi 1958, en yfirbygging- unni er nýlokið í Finnlandi. Loks er verið að breyta Júpiter í nótaskip í Stálvík í Garðabæ. Skipið er smíðað í Þýzkalandi 1957 og hét þá Gerpir, síðar Júpiter og núverandi eigandi er Hrólfur Gunnarsson í Reykjavík. CostaDel Sol — Brottför 11. apríl 12 dagar — (4 vinnudagar) Gististaöir: El Remo, Santa Ciara, La Nogalera, Tamarindos Verð frá kr. 139.800.- Skíðaferð til Húsavíkur Brottför 9. apríl 8 dagar 11. apríl 6 dagar Verð frá kr. 58.100,- Munið Disco danskeppni Klúbbsins og Útsýnar sem hefst í kvöld. — Fylgist með frá byrjun. Austurstræti 17. 2. hæð. Símar 26611 — 20100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.