Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 13

Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 13 amalt og ott... Á þessu ári eru 800 ár liðin frá fæðingu Snorra Sturlusonar, þess manns, sem borið hefur hróður þjóðarinnar víðar um lönd en nokkur annar Islendingur fyrr og síðar. Snorri var mikill höfðingi á veraldlega vísu en hann var einnig skáld gott og í ritum hans hefur íslenzk frásagnarlist risið hvað hæst. Snorri samdi Heimskringlu og Ólafs sögu helga, Eddu og einnig hafa komið fram tilgátur um að hann sé höfundur Egils sögu. Nú og um næstu helgi verða birt nokkur brot úr verkum Snorra og getið örfárra æviatriða hans og þá stuðzt við rit Sigurðar Nordals um Snorra Sturluson. Snorri Sturluson 1179—1979 Snorri Sturluson fæddist árið 1179 í Hvammi í Dölum. Foreldrar hans voru bæði ættstór. Faðir hans, Sturla Þórðarson, var kominn af Snorra goða, og fóru beir feðgar með erfðagoðorð Þeirrar ættar, Snorrungagoöorð. Móðir Snorra var Guöný dóttir Böðvars Þórðarsonar, er kominn ar í beinan karllegg af Agli Skallagrímssyni. Guðný Böðvarsdóttir viröist hafa verið skörungur og allmikil heimskona. Bera Þeir synir hennar Því vitni, Þóröur, Sighvatur og Snorri, að Þeim hafi verið fengið gott móðerni, Því að miklu eru Þeir fremri börnum Þeim, sem Sturla gat við öðrum konum. Árið 1181, Þegar Snorri hefur verið tveggja ára, fer hann í fóstur til Jóns Loftssonar í Odda en áöur hafði Jón skorizt í leikinn í málum Þeirra Sturlu og Páls prests Sölvasonar í Reykholti og bauð Jón Sturlu barnfóstur til að mýkja hug hans. Jón Loftsson féll frá árið 1197 og var Snorri Þá kominn á Þann aldur, aö mál var að leita honum staðfestu. Þeir Sæmundur fóstbróöir hans og Þóröur bróðir hans báðu honum til handa Herdísar Bersa- dóttur hins auöga á Borg, sem vafalaust hefur farið með goðorð Þeirra Mýramanna. Bersi andaðist 1201 og tók Snorri allan arf eftir hann og réðst Þá til bús að Borg og bjó Þar nokkra vetur. Talið er aö Snorri hafi flutzt að Reykholti árið 1206. Náði Snorri Þeim staö með samningum við Magnús prest Pálsson, er Þar bjó, Þórð Böðvarsson og tvo menn aðra, sem tilkall Þóttust eiga til staðarvarö- veizlu. Þegar Snorri fluttist í Reykholt varð Herdís eftir á Borg og var Þá lokið samvistum Þeirra. Með Herdísi átti Snorri tvö börn sem úr æsku komust, Hallberu og Jón Murt. Hann átti og son er Órækja hét viö Þuríði dóttur Halls Órækjusonar, og böm við Guðrúnu, dóttur Hreins Hermundarsonar. Komst Ingibjörg ein Þeirra úr barnæsku. Þórdís var enn dóttir hans og hét Oddný hennar móöir. Seinna geröi Snorri helmingafélag við Hallveigu Ormsdóttur, er Þá var auöugust kona á íslandi. í Reykholti græddist Snorra allmikið fé. Hefur hann vafalaust húsað vel staðinn og virki lét hann gera um bæinn. Með staðnum fylgdi Reykhyltingagoðorö, og enn jukust mannaforráð Snorra, er Þorsteinn ívarsson gaf honum hálft Ásvellingagoðorð í Húna- vatnsÞingi. Snorri var lögsögumaður 1215—18 og í annaö sinn 1222—1231. Snorri fór tvær utanferðir. Hann dvaldist 1218—20 með Hákoni Noregskonungi og Skúla jarli Báröar- syni, sem geröu hann lendan mann sinn. Er ritaö, að Snorri hafi í Þessari ferö tekizt á hendur að koma íslandi undir vald Hákonar konungs. Hann var aftur ytra 1237—39 og dróst inn í deilur Þær, sem upp höfðu komið milli konungs og Skúla jarls. Fór Snorri út til íslands í óleyfi konungs og leit konungur á hann sem landráðamann við sig og fékk Gissur Þorvalds- son umboð hans til aö handtaka Snorra og færa hann utan eða drepa ella. Gissur fór aö Snorra heim í Reykholti aðfararnótt 23. sept. 1241 og lét vega hann. HEIMSKRINGLA Ur Ólafs sögu helga Hér er lítið brot úr ólafs sögu helga og segir hér frá Þormóði Kolbrúnarskáldi sem barðist og féll með konungi í orrustunni á Stiklastöðum en þar biðu konungsmenn lægri hlut fyrir bændahernum: „Þormóður Kolbrúnarskáld var í orrustu undir merkjum konungs. Og er konungur var fallinn og aðsókn var sem óðust, þá féll konungslið hvað við annað, en þeir voru flestir sárir, er upp stóðu. Þormóður varð sár mjög. Gerði hann þá sem aðrir, að allir hopuðu þar frá, er mestur þótti lífsháski, en sumir runnu. Þá hófst sú orrustu, er Dagshríð er kölluð. Sótti þá þangað til allt konungsliðið, það er vopnfært var, en Þormóður kom þó ekki í orrustu, því að hann var þá óvígur bæði af sárum og af mæði, og stóð hann þar hjá félögum sínum, þótt hann mætti ekki annað að hafast. Þá var hann lostinn með ör í síðuna vinstri. Braut hann af sér örvarskaftið og gekk þá brott frá orrustu og heim til húsanna og kom að hlöðu nokkurri; var það mikið hús. Þormóður hafði sverð bert í hendi, og er hann gekk inn, þá gekk maður út í móti honum. Sá mælti: „Furðu ill læti eru hér inni, veinan og gaulan, skömm mikil, er karlmenn hraustir skulu eigi þola sár sín, og vera kann, að þeir konungsmennirnir hafi allvel fram gengið, en allódrengilega bera þeir sárin sín.“ Þormóður svarar: „Hvert er nafn þitt?“ Hann nefndist Kimbi. Þormóður svarar: „Varstu í bardaga?" „Var ég,“ segir hann, „með bændum, er betur var.“ „Ertu nokkuð sár?“ segir Þormóð- ur. „Lítt,“ segir Kimbi, „eða varstu í bardaga?" V> twjií Cf r 5 6-por-«ö «*u if arrrfW 7 cÁfO. £kA M (K/r rjo tr M fc, W*> %ar k 4 æ tó * UW ram* í íinwft ih ' plyynv aiþiíibotgv.<>ja8«>KaÍ«f5Í.-Œh, U mhi Cfo «Wc iA ar rotlf&no^pSo juftr trj W>.C»jerþ txarjlcn)) U.t|áclag>H>fi.Jhredbj*r tfí« i6to up fcý i Oaffli fMtn 5jadh' Po>a íþnlíþo i tr o« k-bujr. Wj-')* a* e») ct).ii.iuc<rnr<íMi^a.7«pjcr pjw.mn 1m<j|»)«LljjT IjnaLtárífareprarmín. fcnfýfj gmr íjÓBiffJuf mf ía Cmr arwýnA.R«r þgCUlrrvV-wi. LSa Of 11 OnW fc g \ tlipf&Í. TtjS* aéry futat.Ocac \ I jnmtW U4&þarSt-wr?lvl*T* 1bt f5 nawna.it) l psp a v íma. acjö 5" Wlfr ÍB ar £>5 )> nttrrtl lua tuia VnotinAau&rnuBiifctntþ&ptijií rnrfmt þáT. €*) tptatk th yovx ’-fa aeVoi.þaWr^Wotail?pyf. wrþ»áfc vJ at/í(f urfa Pfá» V-atTiaáJI.flfétWft ffþ’ OT. aymrt apvb«a tflmt þr dFfcmZ iKenflt y&A öwnrn. bpf» vfRjtt tt»Z ot tcfcttSW €rWyihgr -.fvm bhljTpdSaS. fctpju ttjnur^ tnttit, tpf nj c.fnpa.TKj típ. ifi» ff ö. mim jnna tcfa p íott&r m> fitwt tatroS<p> »• þoar V’Kf ptr Sa^ tfum Soj-p’ þichi óyþ fynlijiÍL ttpa. awr tr mxt ? t opt- bnléjajp* S6 « AlwVr KgSayfar tjf fð ojaluljf IjvytlreOTmá'' or WS» Jfc ar lí ítr tn’. mrtöú y«r TáTfW-^mt* f ftfoareykydtvdtore. QfV j>Á iyá hk íltd-n» ffoa fcNa^tj tf tíyte Stíbi Wj eoÁ at 1lM tí j«r i ðf IVf lwunUr.TVtbe >nof.Oth.Wií5tJ»i faa fj Ján ritu r q*. jwjh ifaft * n»-baljT r>& S.Íb£l€u «1fc j>aj-ÍS» « «S>«i jflóf'.5 émV« Inz- ttn i 5 t54ix fe tép trwnc V>.»a AU «1a5faCa*-íi'j 1 €»)«ítfc'ÁaS(rf. ýjÞrStrfÁwa n y«t> «c ar |bí S aðeW áí jamnf ♦ h«í Ifc e. 1)5» 4 «tj mtcti) S’iW mé-sjíííarvm^^bstaur.á^uU1 j«r ÍCf tirftpt yt| h-VmfccU, ftþ tota 1 £* íar «*&> Spcn tnpa. yto3»þci«S S«f m SjoöryíöS.lofb ft M*r W tí tipf. far & «tj tmbsutfo, ■ta s. Jm tn JT4» «póé tri» B&. S ntrli SS / " pfV.\onw x ar uhjnsúbmc itutí arfap/ anu wn lýK fl>>ja 'úik.atótfjabós* „ m f?r ltfc%p fe *óy*4.iy«€ (*t®Scö fcyf/ attr. Wpú ffe ttioW y Shr oS fa) Trwl»o0.fc.i malí s arafPlnAe^fay. tom a&i í 6 ttðf-wt C t> jabtfa fan \)«> ’-i ntoW i»ar c Wf k-fc »t( þ p I ntrtraCat acitá.Vitea'VStfa p Imort fc |li3i 5 / Ött. ftfit K 7 *'* • bWé/Wpatawks Kap Tlaciki.itymrWbm; jú-Sni vfaC.taí&Otínt. kVtrf^rrrotC S«) nrfaí’19 H Curtc tmal tft. 6h þ Kj*jttúo«•«' om oSk «c fci t3W 'H" J •' Eina blaðiö sem til er af Kringlu elzta og bezta skinnhandriti Heimskringlu (rituð um 1260). Þormóður segir: „Var ég með þeim, er betur höfðu.“ Kimbi sá, að Þormóður hafði gullhring á hendi. Hann mælti: „Þú munt vera konungsmað- ur. Fá þú mér gullhringinn, en ég mun leyna þér. Bændur munu drepa þig, ef þú verður á vegi þeirra." Þormóður segir: „Haf þú hring, ef þú fær. Látið hefi ég nú meira.“ Kimbi rétti fram höndina og vildi taka hringinn. Þormóður sveiflaði til sverðinu og hjó af honum höndina, og er svo sagt, að Kimbi bar sár sitt engum mun betur en hinir, er hann hafði fyrr á leitað. Fór Kimbi brott, en Þormóður settist niður í hlöðunni og sat þar um hríð og heyrði á ræður manna. Það var mælt þar mest, að hver sagði það, er séð þóttist hafa í orrustu, og rætt um framgöngur manna. Lofuðu sumir mest hreysti Ólafs kon- ungs, en sumir nefndu aðra menn til ekki síður.“ UR SNORRA-EDDU Snorra-Edda heíir lengi verið talin meðal langmerkustu lornrita vorra. Heldur margt til þess, og ekki sízt það, hve sérstök hún er í sinni röð, ekkert rit getur bætt oss hana upp. Hún hefir að geyma ásamt Eddukvæðunum heimildir um trúarbrögð hinna heiðnu lorfeðra vorra, hugmyndir þeirra um goðin, líf þeirra og sagnir um þau, sem hvergi eru til annarsstaðar. Og hún er fullkomnasta heimild vor um skáldskap forfeðra vorra. kenningar, heiti og bragarháttu, og jafnframt hafa þar varðveitzt fjölmargar vfsur og kvæði, sem annars væri nú glötuð með öllu. Tilgangur Snorra með Eddu sinni var fyrst og fremst að semja kennslubók í skáldskap, og segir hann það sjálfur berum orðum: „En þetta er nú að segja ungum skáldum, þeim er girnast að nema mál skáldskapar og heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnast þeir að kunna skilja það, er hulið er kveðið, þá skilji hann þessa bók tii fróðleiks og skemmtunar (Guðni Jónsson: Formáli að Snorra-Eddu útg. 1935). Gylfa ginning Snorri skiptir Eddu í þrjá kafla. Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Iláttatal. í Gylfaginningu segir hann sögur um goðin, greinir frá upphafi þeirra og ævi, lífi þeirra og dauða. Hér segir frá því er Gylfi konungur kemur til Háva hallar: „Gylfi konungur var maður vitur og fjölkunnugur; hann undraðist það mjög, er ásafólk var svo kunnugt, að allir hlutir gengu að vilja þeirra. Það hugsaði hann, hvort það myndi vera af eðli sjálfra þeirra, eða myndi því valda goðmögn þau, er þeir blótuðu. Hann byrjaði ferð sína til Ásgarðs, og fór með leynd og brá á sig gamals manns líki og duldist svo. En æsir voru því vísari, að þeir höfðu spádóm, og sáu þeir ferð hans, fyrr en hann kom, og gerðu í móti honum sjón- hverfingar; og er hann kom inn í borgina, þá sá hann þar háa höll, svo að varla mátti hann sjá yfir hana; þak hennar var lagt gyltum skjöldum svo sem spónþak. Gylfi sá mann í hallardyrum og lék að handsöxum og hafði sjö senn á lofti; sá spurði hann fyrr að nafni; hann nefndist Gangleri og kominn af refilstígum'og beiddist að sækja til náttstaðar og spurði, hver höllina átti. Hann svarar, að það var konungur þeirra, „en fylgja má ég þér að sjá hann; skaltu þá sjálfur spyrja hann nafns“, og snerist sá maður fyrir honum inn í höllina, en hann gekk eftir, og þegar laukst hurðin á hæla honum. Þar sá hann mörg gólf og margt fólk, sumt með leikum, sumir drukku, sumir með vopnum og börðust. Þá litaðist hann um og þótti margir hlutir ótrúlegir, þeir er hann sá; þá mælti hann: Gáttir allar áður gangi fram, of skyggnast skyli; því að óvíst er að vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Hann sá þrjú hásæti og hvert upp frá öðru, og sátu þrír ménn sinn í hverju. Þá spurði hann, hvert nafn höfðingja þeirra væri. Sá svarar, er hann leiddi inn, að sá, er í neðsta hásæti sat, var konungur, „og heitir Hár, en þar næst sá, er heitir Jafnhár, en sá er efst, er Þriðji heitir". Þá spyr Hár komandann, hvort fleira er erindi hans, en heimill er matur og drykkur honum sem öllum þar í Háva höll. Hann segir, að fyrst vill hann spyrja, ef nokkur er fróður maður inni. Hár segir, að hann komi eigi heill út, nema hann sé fróðari, og stattu meðan þú fregn; sitja skal sá, er segir. Gangleri hóf svo mál sitt: Hver er æðstur eða elztur allra goða? Hár segir: Sá heitir Alföður að voru máli, en í Ásgarði hinum forna átti hann tólf nöfn; eitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.