Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 41. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kínverjar rád- ast á Víetnam — ad eigin sögn „í sjálfsvörn” og „til að refsa þeim” Tókýó, 17. febrúar. Reuter —AP. KÍNVERSKAR hersveitir réðust snemma í morgun á sveitir Víetnama meðíram endilöngum landamærum ríkjanna, að því er jap- anska fréttastoían Kyodo hefur eftir áreiðanlegum heimildum innan Peking-stjórnarinnar. Lögð er áherzla á að Kín- verjar hafi ekki sagt Víet- nömum stríð á hendur heldur sé árásin gerð „í sjálfsvörn“ til að refsa Víetnömum fyrir marg- endurteknar árásaraðgerð- ir. Heimildamaður Kyodo segir að ákvörðun um innrásina hafi verið tekin í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins síðastliðinn miðvikudag. Sé Yang Te-Chin hershöfðingi yfirmaður kínversku her- sveitanna, en hann er kunn- ur fyrir framgöngu sína gegn Bandaríkjamönnum í Kóreustyrjöldinni þegar hann var yfirmaður kín- versku „sjálfboðaliðasveit- anna.“ Spenna á kínversku og víetnömsku landamærunum hefur aukizt mjög undan- farna daga, og samkvæmt leyniþjónustuupplýsingum sem bárust fyrir nokkrum dögum er um 150 þúsund manna kínverskt lið við landamærin. Fylgismenn Kþomeinis trúarleiðtoga í íran hafa nú daglega kennslu í með- ferð og viðhaldi vopna í háskólanum í Teheran. Mynd þessi var tekin í háskólanum á föstudag, og eins og sjá má er það ekki eingöngu karlkynið, sem áhuga hefur á að kynna sér vopnameðferð, heldur eru þarna einnig nokkrar konur klæddar á hefðbundinn hátt. íranir flykkjast til starfa á ný eftir áskorun Khoumeinis Teheran, 17. lebrúar. /vP. Reuter. ALLT bendir til þess, að áskorun Ayatollah Khomeinis um að menn hverfi aftur til vinnu sinn- ar hafi borið árangur og að verkföllum sé nú yfirleitt að linna í landinu. Störf eru hafin í mörgum olíu- vinnslustörfum og tákn- rænt þykir að í dag var markaðstorgið í hinni helgu borg Qom opið í fyrsta sinn í þrettán mán- Upp komast svik um síðir Tókýó, 17. feb. AP. DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking hefur skýrt frá því að nokkrir fyrrum framámenn í Kwangtung héraði í suð-austurhluta Kína hafi verið handteknir og þeir hlotið alvar- lega refsingu fyrir „útrýmingarherferð“ á árinu 1967, en í þeirri herferð voru rúmlega 100 skoðana-andstæð- ingar þessara framámanna felldir, um 400 limlestir og aðrir 3.000 særðir. Gerðist þetta meðan „menningar- byltingin“ svonefnda stóð yfir í Kína. Forsprakki þessarar útrýmingarherferðar, sem Dag- blað alþýðunnar nefnir svo, var Sun Ching-yeh, vararitari kommúnistaflokksins í Haifeng, skammt fyrir austan Canton. Segir blaðið að Sun og félagar hans hafi fyrst afneitað einum af brautryðjendum byltingar- innar, Peng Pai, og handtekið 95 ára gamla móður Pengs, sem svo hafi látizt eftir pyntingar. Þegar almenningur lét sér ekki þessar aðfarir vel lynda, segir Dagblað alþýðunnar, kvaddi Sun og félagar hans vopnaðar sveitir til borgarinnar, og 26. ágúst 1967 hófu svo sveitir þessar „útrýmingarherferð", sem stóð í hálfan mánuð. Þegar herferðin stóð sem hæst, gaf Chou En-lai þáverandi forsætisráðherra út fyrirmæli um að vopnin skyldu lögð til hliðar og manndrápum hætt. En Sun og félagar létu þau fyrir- mæli sem vind um eyru þjóta. Þegar svo loks rannsóknarnefnd hersins var send til Haifeng árið 1974, breiddu Sun og stuðnings- menn hans yfir staðreyndir með fölsuðum gögnum. Önnur rann- sókn var fyrirskipuð í fyrra, og þá bárust rannsóknarnefndinni rúmlega átta þúsund bréf frá íbúum á svæðinu, og um fimm þúsund manns gengu á fund nefndarinnar til að gefa munn- legar skýrslur. Kom í ljós að Sun var fylgis- maður Lin Piao fyrrum varnar- málaráðherra, sem talinn er hafa látið lífið í flugslysi árið 1971, er hann var að flýja land vegna misheppnaðrar tilraunar til að steypa Mao-Tse-tung for- manni af stóli. uði, en Qom er sú borg Irans þar sem fyrstu hrær- ingar Islam-byltingarinn- ar varð vart 7. janúar í fyrra. Talsmaður hins rík- isrekna olíuútflutningsfyr- irtækia kvað í dag of snemmt að segja til um það hvenær olíuútflutningur gæti hafizt að nýju, en sagði að áskorun Khomeinis hefði gert það að verkum að olíuvinnsla í suðurhluta landsins væri komin í eðlilegt horf. Laugardagur er fyrsti dagur vinnuvikunnar í Iran og borgarlíf- ið í Teheran er í dag með allt öðrum brag en verið hefur undan- farna daga og vikur. Verzlanir eru flestar opnar og á markaðstorginu gengu kaupmenn um með bros á vör og stráðu um sig blómum og sælgæti. Hafin er sala farmiða með járnbrautum og er búizt við að reglulegar ferðir hefjist í fyrra- málið. Um 1.500 útlendingar bíða brottfarar á Mehrabad-flugvelli og eru horfur á að þessir fólksflutn- ingar gangi snurðulítið í dag. Óljóst er hvernig samkomulagi byltingarstjórnarinnar og hersins er háttað, en þó er ljóst að fjöldi hermanna hefur hlýtt fyrirmælum um að hverfa aftur til búða sinna, enda þótt margir hermenn hafi strengt þess heit að gera það ekki fyrr en lýst hafi verið yfir stofnun „Byltingarhers alþýðunnar". Engar fregnir fara af málum þeirra hershöfðingja fyrri stjórn- ar, sem eru í haldi og sagt er að ætlunin sé að taka af lífi, en talið er að réttarhöld yfir þeim standi nú yfir. Engan sakaði í þotu- árekstri Taipei, 17. febrúar. AP. Boeing 707 vöruflutninga- þota og orrustuþota frá Taiwan rákust á þar sem þær voru á flugi skammt frá Taipei í gærkvöldi. en þau undur og stórmerki gerðust að flug- mönnum beggja loftfaranna tókst að halda þeim á lofti og nauðlenda án þess að slys yrðu á mönnum. Flugvallaryfirvöld í Taipei hafa staðfest þessa fregn, en vilja lítið um málið segja að svo stöddu. Stél Boeing-þot- unnar laskaðist mikið. Þotan. sem er í eigu Trans-Mediterranean Airways, var á leið frá Bankok til Taipei. Auk flugstjórans voru þrír menn í áhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.