Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 25 i Eftir Yictor Zorza hefur þessa hefð í heiðri með því að vitna í „umræður“, sem það segir að hafi farið fram við keisarahirðina fyrir eitt hundrað árum. En þessi aðferð undir- strikar fremur en dylur þýðingu rökræðnanna, sem nú standa yfir. Greinin vekur jafnvel at- hygli á þeirri staðhæfingu, að umræðurnar um brottflutning frá rússnesku landamærunum hafi staðið í einhverju sambandi við „klíkubaráttu." Blaðið heldur uppi vörnum fyrir Teng og vitnar í sögufræga persónu, sem „hélt því fram að ekkert landsvæði skyldi látið af hendi við Rússa." Fyrir hundrað árum varð þetta sjónarmið ofan á, segir blaðið, og að lokum neyddi efling máttar Kínverja Rússa til að undirrita nýjan samning, þar sem þeir gerðu þær tilslakanir, sem Kínverjar vildu fá. Það hafði ekki reynzt auðvelt að sögn Kwangming-dagblaðs- ins, og það bendir á þann lær- dóm, sem af þessu má draga nú með því að leggja áherzlu á það, að Rússar hafi látið undan vegna þess, að Kínverjar hefðu „búið sig ákaft undir styrjöld." I greininni er því haldið fram í raun. að bað sé stríðsnndirhún- að endurnýja dofnandi Rússa- óvild kínverskra leiðtoga hlýtur að mistakast, því að hún grund- vallast ekki á pólitískum veru- leika. Hugsjónafræðiumræðan, sem leiddi til vinslita Kínverja og Rússa, hefur fyrir löngu misst alla þýðingu. Klofningurinn hófst fyrir tuttugu árum, þegar Mao Tse-tung sakaði Nikita Krúsjeff um að svíkja hagsmuni heimsbyltingarinnar með því að sækjast eftir slökun spennu í sambúðinni við Bandaríkin. Seinna sagði hann, að nútíma- breytingarnar í sovézku efna- hagslífi hefðu endurreist kapi- talisma í Rússlandi. I báðum þessum tilfellum og í mörgum öðrum hefur Teng sagt skilið við rétttrúnaðarstefnu kommúnista og það miklu rækilegar en Krúsjeff nokkurn tíma gerði. Og lát bæði Krúsjeffs og Maos hefur fjarlægt þann mikla persónulega þátt, sem setti svip sinn á deilur Kínverja og Rússa. Upphaflegar ástæður klofningsins eru horfnar og engin gild ástæða er til þess að hann skuli halda áfram. Fyrr eða síðar hlýtur þróunin í átt til sátta milli Rússa og Kínverja, sem þegar er sýnileg, að fá byr í seglin. Og tilraun Bandaríkjanna til að halda lífi í deilunni með tilbúnum ráðum verður fyrir meiriháttar diplo- matisku áfalli. Afstaða Banda- ríkjanna til deilu Kínverja og Rússa byggist núna á því sem starfsmenn Hvíta hússins kalla að „spila Kína-spilinu“, sem mið- ar að því að fá fram tilslakanir frá Kreml með hótunum um að pf 1 a máH Þegar Teng sættist við Mao 1974. ingur, sem Teng beiti sér fyrir fremur en brottflutningur herja sem maoistar vilja, sem sé „bak- hjarl utanríkisstefnu." Ljóst er, að tilgangur slíkrar utanríkis- stefnu er samkomulag við Sovét- ríkin og að bæði Teng og maoist- ar eru sammála um það, þótt þeir séu ósammála um tímasetning- una og aðferðirnar. I greininni var ljóstrað upp um nokkur þeirra mála, sem hafa verið tekin fyrir í umræðunum í Peking, og hún er aðeins efsti hluti ísjakans. Þegar Banda- ríkjastjórn ákvað að láta til skarar skríða til stuðnings klíku Tengs í síðasta mánuði, fór hún eftir upplýsingum, sem em- bættismenn segja að þeir geti ekki rætt. Bandaríkin hjálpa Teng til þess að koma í veg fyrir, að stjórnin í Peking sættist við Kreml. En sannanirnar benda til þess, að hann vilji nota slíka hjálp til að komast að betri skilmálum í því samkomulagi, sem hann vonast til að gera við Moskvu. Það sem vestrænir sérfræðing- ar óttast meir en nokkuð annað er sá möguleiki, að hálf milljón sovézkra hermanna verði flutt frá landamærunum að Kína til Evrópu, þegar sáttum verður komið í kring. Rétt er að vest- rænir diplómatar hafi af þessu áhyggjur. En tilraunin til að koma í veg fyrir sættir með því Sovétríkjunum. En þegar menn- irnir í Moskvu og Peking komast að þeirri augljósu niðurstöðu, að hagsmunum þeirra er betur þjónað með samkomulagi en áframhaldandi deilum, eins og þeir eru á góðri leið með að gera upp við sig núna, verða Banda- ríkjamenn eins og fiskur á þurru landi. Heimsókn Tengs gaf stjórn Carters færi á að breyta um stefnu. í stað þess að synda gegn straumi sögunnar gætu Banda- ríkin synt með honum og hafizt handa um að beita áhrifum sínum til þess að Kínverjar og Rússar sættist. Stjórn Carters er í einstæðri aðstöðu til þess að miðla málum og móta heims- skipulag, þar sem þrjú aðalstór- veldin mundu vinna saman í eigin þágu og í þágu almanna- heilla í stað þess að reyna að bera eld að tortryggni og hagnast á fjandskap, sem til- heyrir annarri öld. Bæði í Hvíta húsinu og Kreml trúa menn á slökun spennu í sambúð Rússa og Bandaríkjamanna. Mennirnir í Hvíta húsinu geta annað hvort unnið að því að gera Kína að aðila í því samspili stórveldanna, sem þeir reyna að fá Rússa til að taka þátt í, eða tekið þá áhættu, að þessar tvær þjóðir komist ef til vill að lokum að samkomulagi, sem mundi beinast gegn Banda- ríkjunum. Kahrs PARKET á gólfið FALLEGT — NÍÐSTERKT OG AUÐVELDAST AÐ ÞRÍFA EGILL ÁRNASON H.F. SKEIFUNNI 3. SlMI 82111. Þad er margt sem þér líkar vel íþeim nýju amerisku Sparneytin, aflmikil 5 lítraVB vél Sjálfskipting Vökvastýri Styrkt gormafjöðrun að aftan og framan Transistorkveikja Aflhemlar Urval lita, innanogutan Og f leira og f leira Chevrolet Malibu Classic Station kr.6.400.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.