Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 Teng í hópi æðstu valdamanna Kínverja. Hua formaður er lengst til vinstri og Yeh marskálkur hjá honum. Til hægri við Teng eru Li og Wang, fyrrverandi lífvörður Maos. Sættast Rússar og Kínverjar Carter forseti greip inn í valdabaráttuna í Peking í desember til að hjálpa þeim forystumönnum, sem hann telur vinveittari Bandaríkjunum. Nokkrir sérfræðingar bandarísku ríkisstjórnarinnar höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að Teng hefði hvatt samstarfsmenn sína til að flýta fyrir því að eðlileg samskipti tækjust við Bandaríkin, en mætt sterkri andstöðu í nokkrum málum í desember á fundi æðstu foringja flokksins, sem hafði dregizt á langinn og staðið í nokkra mánuði. Háttsettir starfsmenn í Hvíta húsinu hafa síðan sagt, að ein af ástæðunum til þess að Carter ákvað að gera skjótar ráðstafanir til að flýta fyrir eðlilegu sambandi hafi verið sú, að hann hafi viljað sýna að hann styddi Teng. Af þessu stafar tilslökunin í Taiwanmálinu, sem varð til þess að Carter stóð berskjaldaður fyrir ásökunum um, að hann væri að gefa gamlan bandamann Bandaríkjanna upp á bátinn. Stjórnin hafði áhyggjur af þeim möguleika, að stigin yrðu skref í átt til sátta milli Kínverja og Rússa, ef sú stefna Tengs að friðmælast við vestræn ríki yrði fyrir áfalli í Peking. „Við höfðum ekki um þann kost að velja að haga seglum eftir vindi," segir embættismaður stjórnarinnar. „Við höfðum um þá kosti að velja að stíga skref fram á við eða láta tækifærið ganga okkur úr greipum." Starfsmaður landvarnaráðuneytisins sagði fréttamanni, að erfiðara hefði reynzt að koma til leiðar eðlilegri sambúð einhvern tíma síðar meir, ef sambúð Kínverja við Rússa hefði breytzt til batnaðar. Harold Brown landvarnaráðherra sagði Washington Post, að það væri „mjög mikilvægt fyrir okkur að Rússum takist ekki að einbeita öllum pólitískum og hernaðarlegum mætti sínum á einum stað.“ Hann átti við möguleikann á sáttum við Kínverja, sem kynni að gera Rússum kleift að flytja herafla sinn frá landamærum Kína og Sovétríkjanna til vígstöðva NATO. Horfurnar á sáttum Kínverja og Rússa eru nærtækari en þær hafa verið um langt skeið, og það er vafasamt að Bandaríkin geti mikið gert til að koma í veg fyrir það. Báðar fylkingarnar, sem deila í æðstu forystu Kínverja, eru nú hlynntar eðlilegum sam- skiptum við Rússa, þótt þær greini á um baráttuaðferðir. Teng vill efla efnahagsleg og hernaðarleg samskipti við vest- ræn ríki til þess að gera Kína öflugra. Hann telur, að ef Kína sé eflt með þessum hætti geti Kínverjar komizt að hagstæðari samningum við Rússa en nú. Andstæðingar hans úr röðum maoista mótmæla þeim kostnaði, sem þessi stefna hefur í för með sér. Þeir halda því fram, að örar nútímabreytingar í efnahagslífi Kína, sem stefna Tengs krefst, fjarlægi þjóðina frá hugsjón Maos um kommúnistískt þjóð- félag og færi hana í átt til endurreisnar kapitalisma. Áætlunin um nútímabreytingar krefst þess, að Kínverjar einbeiti kröftunum að efnahagsþróun, og þess vegna leitar Teng eftir sáttum við Rússa, því að þar með lækkaði það háa hlutfall auð- linda Kínverja, sem fara til landvarna nú, og þeim fjármun- um væri hægt að beina annað. Maoistar halda því fram, að hægt væri að hægja verulega á þeirri stefnu Tengs að gera Kína að nútímaríki, ef Kínverjar kæmust að skjótu samkomulagi Teng með Carter í Washington. við Rússa. Slíku samkomulagi gætu þeir náð með því að flytja á brott hir» geysifjölmennu heri, sem Kínverjar hafa stillt upp meðfram 6.500 metra löngum landamærum Kína og Sovét- ríkjanna. Þetta hefur orðið til þess, að Rússar hafa orðið að koma sér upp miklu öflugra herliði sín megin landamæranna. Sú gagnkvæma ógnun, sem staf- ar af tilveru þessara herja, tryggir áframhald deilu Kínverja og Rússa. Maoistar telja, að ef Kínverjar hörfuðu mundu Rússar hörfa líka. Þeir telja, að gagnkvæmur brottflutningur gæti orðið hluti samkomulags, sem gerði það að verkum að Kínverjar þyrftu ekki að halda áfram að verja geysileg- um upphæðum af takmörkuðum þjóðartekjum til landvarna. Þar með yrði ekki nauðsynlegt að koma nútímabreytingum með vestrænu sniði til leiðar á eins skömmum tíma og Teng segir að sé nauðsynlegt vegna nauðsynjar þess að byggja upp sterkan her- afla, sem gæti skákað Rússum. Mörg þessi rök hafa komið fram milli línanna í kínverskum blaðagreinum, sem ýmsar fylkingar innan valdaforystunn- ar hafa notað til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Síðasta greinin af þessu tagi birtist í Peking fjórum dögum eftir að tilkynnt var að sam- skiptin við Bandaríkin yrðu færð í eðlilegt horf, og hún sýndi að fjörugar umræður fara fram í valdaforystunni um möguleikann á brottflutningi frá sovézku landamærunum. í greininni er gerð úttekt á hernaðarmikilvægi Sinkiang, geysistórs eyðimerkur- og fjalla- svæðis meðfram stórum hluta sovézku landamæranna, þar sem nú er hálfrar milljónar manna kínverskt setulið. Dagblaðið Kwangming, sem er nátengt valdaklíku Tengs, talar um „kröfur um að herlið verði kallað burt frá Sinkiang." Það segir, að þeir sem geri slíkar kröfur geri sig seka um „þjóðarsvik". Það eignar þeim þá skoðun, að lítill skaði væri skeður „byggingu þjóðfélagsins" þótt Sinkiang yrði „yfirgefið" og látið Rússum eftir, þar sem þetta landsvæði hafi tiltölulega litla þýðingu. Dulmálið, sem kínverska valdaforystan notar í rökræðum sínum, krefst þess að þeir dulbúi þær sem, sagnfræðilegar um- ræður. Kwangmingdagblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.