Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 18. FEBRÚAR 1979 Auður Torfadóttir var skip- aður lektor í ensku við Kenn- araháskóla íslands árið 1978, en hún hefur starfað við stofn- unina frá þvi' árið 1967. Er hún var spurð um tilhögun ensku- kennslunnar í skólanum, sagði hún a cnskan væri þar aðeins kennd sem valgrein. „I kennslunni er leitast við að koma að þeim þáttum, sem að mestu gagni geta orðið fyrir enskukennara á grunnskóla- stigi. Jaequeline Hannesson, námsstjóri í ensku á grunn- skólastigi annast þann hluta kennslunnar, sem snýr að hagnýtu skólastarfi, en hún er jafnframt kennari við Æfinga- skólann. Þarna skapast því bein tengsl við grunnskólann, en það tel ég mjög nauðsynlegt." „Aðbúnaður til enskukennslu hér í skólanum er mjög lélegur. Tækjakostur er hér ákaflega rýr og þurfum við að senda nemend- ur í málþjálfun í málaver Há- skóla íslands. Ennfremur erum við á hlaupum um allt húsið með nemendahópa, því við höfum engan fastan samastað fyrir enskukennsluna. Það hefur lengi staðið til að hafa sérkennslu- stofu fyrir erlendu málin, en húsnæðisskortur leyfir ekki slíkan munað." „Okkur dreymir nú um að fá málaver, sem þá væri hægt að nota bæði fyrir ensku og dönsku." „Meira notað af hjálpargögnum viö kennsluna nú en áöur“ „Enskukennslan í grunnskól- anum hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. í æ ríkari mæli er farið að nota ýmis hjálpargögn, svo sem hljómplöt- ur, segulbönd og kvikmyndir, þannig að nemendur heyra miklu meira af talaðri ensku í kennslustundunum en áður tíðk- aðist. Vaxandi áhersla er lögð á að nemendur geti skilið málið og tjáð sig á því. Vegna þessara breytinga þurfa kennaranemar að fá miklu þjálfun í að nota málið áður en þeir fara út í kennslu, en það háir okkur mjög hversu tækjakostur er lélegur í því tilliti." „Nauðsynlegt er að búa vel að æsku landsins“ Aðspurð um stöðu skólans í þjóðfélaginu sagði Auður að með stofnun Kennaraháskóla Islands hafi draumur margra ræst. Nú væri hins vegar svo komið að þessi unga stofnun ætti í vök að verjast og væri vegið að henni úr ýmsum áttum. „Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hefur Rætt við Auði „ Ungt fólk hefuráhuga á kennara- starfinu ” Torfadóttur lektor í ensku komið til umræðu að leggja Æfingaskólann niður. Það er mjög alvarlegt mál ef þarna á að klippa á þráðinn og gera að engu samstarf Kennaraháskólans og Æfingaskólans um árabil. Mér finnst það gersamlega óskiljan- legt hvernig ráðamönnum dett- ur í hug að ætla að leggja niður þennan skóla, sem á undanförn- um árum hefur komið fram með ýmsar nýjungar og unnið hefur að mjög merkilegum tilraunum í þágu alls skólastarfs í landinu." „Það má líka bæta því við að samkvæmt því sem fram hefur komið er hugmyndin sú að Kennaraháskólinn fái afnot af húsnæði Æfingaskólans. Þetta er engin lausn, þar sem þetta húsnæði hentar engan veginn, því það sem okkur vantar er m.a. aðstaða fyrir handavinnu- deildirnar og fyrirlestrasalir, en engir slíkir eru fyrir hendi í því húsnæði, sem Kennaraháskól- inn hefur nú til umráða." „Ég hef alla tíð furðað mig á því áhugaleysi og virðingarleysi sem yfirvöld og raunar almenn- ingur hefur sýnt kennarastarf- inu og kennaramenntuninni. Það er til dæmis mjög rótgróin hugmynd að í rauninni geti hver „Kristinfræðikennslan hefur breyst töluvert að undan- fÖrnu,“ sagði séra Ingóifur Guðmundsson kennari í kristn- um fræðum við Kennara- háskóla íslands er hlm. Morgunbiaðsins ræddi við hann fyrir stuttu. „Hér við skólann hefur verið kennsla í biblíufræðum, kirkju- sögu og trúarbragðafræðum og var venjan að kenna þetta allt á fyrsta námsárinu. Nú hefur þessu verið breytt þannig að kirkjusagan er kennd á fyrsta ári, en biblíufræði og trúar- bragðasaga á þriðja ári og gefst það vel. Til viðbótar við þetta hefur svo verið boðið upp á kristin fræði sem valgrein og eru fyrstu hóparnir í þeirri grein á öðru árinu, svo ekki er komin mikil reynsla á þann þátt.“ „Að mínu mati er aðstaðan til kristinfræðfkennslu að mörgu leyti góð hér við skólann. Það er til dæmis mjög þægilegt að hafa aðgang að Kirkju Óháða safnaðarins sem er hér alveg á lóðinni. Þessi kirkja er ágætlega búin og vel fallin til helgihalds og tónlistariðkunar. Að öðru leyti líður þessi námsgrein eins og aðrir hér í skólanum, vegna húsnæðisskorts og takmarkaðs aðgangs að bókum og öðrum hjálpargögnum." „Til skamms tíma var enginn námsstjóri í kristnum fræðum, en nú er hann kominn og er verulegur styrkur í að fá Sigurð Pálsson til starfa, og hefur hann tekið þátt í kennslunni ásamt Kristjáni Búasyni dósent og Gunnari J. Gunnarssyni kenn- „ Vekja verðurskiln- ing almennings á nauðsyn góðrar kennaramenn tunar ” Rætt við séra Ingólf Guðmundsson kennara í KHÍ ara og cand. teol. Hins vegar er enginn æfingakennari í kristn- um fræðum og hefur ekki verið lengi og er það nokkur ókostur að hafa ekki betri tengsl við starfið í grunnskólanum." Aðspurður um það hvort ein- hverra breytinga væri að vænta í kristnifræðikennslunni sagði séra Ingólfur að nú væri verið að reyn að auka þátt trúar- bragðafræðinnar. „Ég held að það gefi betri raun að skoða kristnina í trúar- bragðalegu samhengi en í kirkjusögulegu samhengi. Þessi breyting virðist ætla að ganga vel.“ „I fyrsta skipti sem þessi breyting var reynd var útkoma á prófum ekki nógu góð og kann það að hafa valdið einhverju um þá miklu óánægju, sem ríkti meðal nemenda í fyrra. Síðan hefur þetta gefist mun betur og kemur það best fram í vinnu- gleði nemenda og góðum árangri á prófum." „Ég hef þó eiginlega aldrei getað skýrt hvers eðlis óróinn í fyrra var og get ekki sagt að ég viti af hverju hann stafaði. Framkoma nemenda kom mér mjög á óvart, en ég tel þó ekki líkur til þess að þetta muni endurtaka sig.“ „Óánægja með námsskrá í kristnum fræðum“ Er við báðum séra Ingólf að skýra nánar það sem gerst hefði í fyrra, sagði hann að þegar nemendur komu úr æfinga- kennslu á vorönn í fyrra hefði komið í ljós mjög mikil óánægja með námskrána í kristnum fræðum fyrir grunnskóla. „Við fengum þá námsstjór- ann, Sigurð Pálsson, til að koma hingað og ræða málin, en eftir það varð ég ekki var við nein sérstök mótmæli, og nemend- urnir skiluðu langflestir viðun- andi kennsluverkefnum. En síð- an gerðist það, að á lokaprófinu skiluðu flestir auðu og skrifuðu jafnframt undir mótmælabréf. Þar var þó ekkert minnst á námskrá grunnskólans, sem þó virtist vera aðalásteytingsefnið. Þeir nemendur, sem skiluðu auðu fengu þó sitt kennarapróf, að því er ég best veit.“ „Um 95—97% pjóðarinnar játar kristna trú“ Eins og fram hefur komið í umræðum manna eru margir þeirrar skoðunar að kristin- fræðikennsla í grunnskólum sé ekkert annað en beint trúboð á kostnað ríkisins og var séra Ingólfur beðinn um álit á þess- ari staðhæfingu. „Þegar ég kenni kristin fræði kenni ég með því hugarfari að gera mönnum málefnalega grein fyrir trúarbrögðum, jafnt kristnum sem öðrum, frá sjónarmiði viðkomandi trúar- bragða. Ég tel mig t.d. ekki vera að reka neitt íslamskt trúboð, þegar ég geri grein fyrir trúar- skoðunum múslima, en vissu- lega er meiri áhersla lögð á kristinfræðikennsluna, þar sem hún hefur vissa sérstöðu í þjóð- félaginu. Framhjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið að um 95—97% þjóðarinnar játar kristna trú.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.