Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
3
/
„Eg myndaði nú ekki ríkisstjóm
með Alþýðusambandinu”
sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfundinn ^
„ÉG HYGGST legsja fram frumvarpið
sjálfur án hreytinga,“ sagði Ólafur Jóhann-
esson forsætisráðherra, þegar hann kom af
fundi ríkisstjórnarinnar, þar sem gerð hafði
verið úrslitatilraun til að ná samkomuiagi
um verðbótakafla efnahagsfrumvarpsins en
án árangurs. Sagði forsætisráðherra, að
hann kynni að leggja fram frumvarpið á
fimmtudag.
Ólafur var að því spurður hvort það mundi
valda stjórnarslitum að hann legði fram
frumvarpið með þessum hætti. „Það er
Alþingis að ákveða það,“ svaraði forsætisráð-
herra. Hann ítrekaði þó að hann legði
frumvarpið fram sem sitt eigið en ekki sem
stjórnarfrumvarp og jafnframt kom fram hjá
honum að fullt samkomulag og samstaða væri
milli ráðherra Framsóknarflokksins og ráð-
herra Alþýðuflokksins um efni frumvarpsins
og þessa meðferð þess.
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Ólaf þá
hvort ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu
ekki komið fram með á ríkisstjórnarfundinum
tillögur um hvernig þeir vildu leysa helztu
ágreiningsatriði vísitölukaflans, og stáðfesti
forsætisráðherra það en kvað ráðherra hinna
flokkanna hins vegar ekki hafa getað fallizt á
þær tillögur. Hann var þá spurður að því
hvort þessar tillögur hefðu verið í anda
tillagna Alþýðusambandsins en Ólafur svar-
aði því til að tæpast væri hægt að tala um
tillögur Alþýðusambandsins heldur fremur
andmæli.
Þá var ítrekað að ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins héldu því fram að þeir væru innan
ríkisstjórnarinnar að fylgja fram stefnu
Alþýðusambands íslands í vísitölumálum.
„Eg myndaði nú ekki ríkisstjórn með Alþýðu-
sambandinu," svaraði forsætisráðherra.
Ólafur var þá spurður hvort hann vildi spá
einhverju um viðbrögð alþýðubandalags-
manna þegar frumvarpið kæmi til kasta
þingsins en hann kvaðst engu vilja spá um
þau og kvað Alþýðubandalagsmenn verða að
gera það upp við sig sjálfa.
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði þá
forsætisráðherra hvort hann vildi nú svara
þeirri spurningu, sem hann færðist undan að
svara eftir ríkisstjórnarfundinn í fyrrakvöld
hvort ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu
verið búnir að samþykkja verðbótakafla
frumvarpsins, sem þeir síðan gerðu ágreining
um. „Ég vil svara þessu á þann veg,“ sagði
forsætisráðherra, „að ég legg frumvarpið
fram eins og ég tel að samkomulag hafi verið
orðið um innan ríkisstjórnarinnar og breyti
ekki neinu frá því, þótt sumt sé það í
frumvarpinu í þeirri mynd sem ég hefði viljað
hafa öðru vísi.“
ólafur Jóhannesson ( viðtali við
Morgunblaðið eftir ríkisstjórn-
arfundinn í gær. — Ljósm. Mbl.
Ól.K.M.
6,6% kjaraskerð-
ing 1. júní nk.?
„SAMKVÆMT úttekt Þjóðhagsstofnunar, sem fram kom í ríkisstjórninni,
þýða þessar vi'sitölutillögur Ólafs Jóhannessonar, sem fram koma í
frumvarpinu, sem hann hyggst nú leggja fyrir Alþingi íslendinga, 6,6%
kjaraskerðingu 1. júní, sem er miklu stórfelldari og meiri kjaraskerðing,
en nokkurn mann hefur órað fyrir,
alþingismaður í gær.
Ólafur var þá spurður, hver áætl-
uð hækkun verðbótavísitölunnar
yrði 1. júní og kvað hann þá alls ekki
víst nú, hvort hækkunin yrði svo
mikil og gætu því laun raunverulega
iækkað hinn 1. júní. „Með þessu eru
Alþýðuflokkur og Framsóknarflokk-
ur i raun að beita sér fyrir meiri
kjaraskerðingu en Geir Hallgríms-
son beitti sér fyrir og finnst mér það
vera kjarkur hjá Ólafi Jóhannessyni
að halda upp á ársafmæli febrúar-
laganna með því að beita sér fyrir
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
lagasetningu, sem felur í sér enn
meiri kjaraskerðingu en þau lög fólu
í sér.“
Ólafur Ragnar kvað í ofanálag
vera uppi áform um að stefna í enn
meiri kjaraskerðingu gagnvart
BSRB, „enda hefur það verið reikn-
að út núna, að þær hugmyndir, sem
Ólafur Jóhannesson og þeir eru með
gagnvart BSRB þýði kjaraskerð-
ingu, sem sé einhvers staðar á bilinu
10 til 15%.“
Ráðherrar Alþýóuflokks og Framsóknarflokks:
Ath.:Við ráðum ekkert við hvernig myndin prentast í þessu eintaki, en við ábyrgjumst
góða vinnslu á myndunum þínum.
Svona sfcórog skýr mynd,
- ekkert dýrari
Úr okkar vinnslu koma litmyndirnar Samt kostar það ekkert meira.
þriðjungi stærri en þessar venjuiegu Auk þess bjóðum við örugga og
litlu. vandaða þjónustu.
ÓLAFUR Jóhannesson forsætisráð-
herra hefur lagt á það rfka áherzlu,
að hann hafi litið svo á að sam-
komuiag hafi verið á laugardag um
öll atriði efnahagsmálafrumvarps-
ins efnisiega, nema þann kafla sem
varðar olíumálið. Efnislegt sam-
komulag náðist síðan um olíumálið
árdegis á laugardag milli þriggja
ráðherra, ^ Svavars Gestssonar,
Tómasar Árnasonar og Kjartans
Jóhannssonar. Síðan orðaði Jón
Sigurðsson olíukaflann á sunnudag
og hafði síðan samband við ráðherr-
ana þrjá um orðalagið. Er staðfest
að Svavar nefndi þá tvo fyrirvara
við olíukaflann. Um alla aðra kafla
segja allir nema alþýðubandalags-
mennirnir, að ekki hafi verið unnt
að skilja umræður ráðherranna á
laugardag öðru vísi en svo að
samkomuiag hafi verið um öll atriði
frumvarpsins, önnur en olíu-
kaflann.
Komið hefur fram í máli alþýðu-
bandalagsráðherranna, að þeir hafi
lýst efasemdum og talið nauðsynlegt
að skoða ýmsa hluti nánar. Samt
hefur ekkert slíkt verið bókað í
ríkisstjórninni. Hins vegar mun það
vera, að í umræðum um jafnflókin
mál og vísitölumál, koma ávallt fram
vangaveltur um ýmsa þætti. Einn
ráðherra Framsóknarflokksins sagði
í samtali við Morgunblaðið, að sér
væri ekki ljóst, hvort unnt væri að
kalla slíkar vangaveltur fyrirvara
eftir á. Hins vegar kvað hann það
vera sitt mat að ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu persónulega
verið búnir að fallast á frumvarpið,
en síðan hefðu þeir ekki hlotið þann
stuðning í þingflokki og fram-
kvæmdastjórn, sem nægt hefði til
Þá verður hvert smáatriði
myndarinnar líka þriðjungi stærra og
skýrara.
Afgreiðslur okkar:
Hafnarstræti 17
Suðurlandsbraut 20.
þess að fleyta málinu fram.
Allir þættir frumvarpsins í þess-
ari síðustu gerð þess, nema olíu-
málið, hafa legið fyrir allt frá því er
fyrsta gerð frumvarpsins er lögð
fram 12. febrúar og þótt vísitölu-
málið sé allflókið, þá þarf enginn að
halda því fram — sagði ráðherrann,
að a.m.k. Ásmundur Stefánsson,
hagfræðingur ASÍ, hafi ekki skilið
það, en hann taldi Ásmund þann
mann, sem hefði verið á bak við
upphlaup ASÍ og andstöðuna við
frumvarpið í Alþýðubandalaginu.
„Eg veit ekki um hvað Ólafur er
að tala í þessum efnum að því er
varðar staðhæfingar hans um
samkomulag í ríkisstjórninni
vegna þess að það voru af okkar
hálfu og hafa alltaf verið mjög
skýrar fyrirvarar um ýmis veiga-
mestu atriði þessa verðbótakafla,"
sagði Svavar Gestsson viðskipta-
ráðherra, þegar Morgunblaðið bar
þetta atriði undir hann.
„Það sem við höfðum einkum
fyrirvara á,“ sagði Svavar, „var
það atriði við hvaða tímamörk
viðskiptakjörin væru miðuð —
hvort það væri allt árið 1978, hvort
miða ætti við fjórðung ársins 1978
eða helming þess árs eða þá fyrsta
fjórðung 1979 og þar fram eftir
götum. Síðan vorum við með fyrir-
vara að því er varðaði kaflann
almennt, en þetta er veigamesta
atriðið, og eins og kemur fram í
athugasemdum Alþýðusambands-
ins og við höfum reyndar margoft
bent á þá þýðir viðmiðunin við allt
árið 1978 3% skerðingu á kaupi 1.
júní frá því sem ella væri að
óbreyttum reglum. Auk þessa eru í
kaflanum önnur skerðingar-
ákvæði, að vísu öll minni, en þá er
þar stærsta atriðið að vísitalan
skuli sett á 100 miðað við marz-
mánuð".
Svavar sagði, að þegar tillit væri
tekið til alls þessa, þá væri aug-
ljóst að Alþýðubandalagið gæti
ekki og vildi ekki standa að þess-
um kafla óbreyttum. „Við sögðum
þetta strax á ríkisstjórnarfundin-
um í gær en við höfum alltaf haft
mjög skýra og afdráttarlausa fyr-
irvara um það, að við vildum taka
sérstaklega afstöðu til þess við
hvaða tíma viðskiptakjörin væru
miðuð. Það að halda öðru fram,
eins og manni hefur heyrzt, það
eru ómerkileg ósannindi."
Gírómyndir Pósthólf 10 Reykjavík
Yfírlýsing
frá Þorfínni
Egilssyni
MBL. barst í gærkvöldi eftirfar-
andi yfirlýsing frá Þorfinni
Egilssyni lögfræðingi:
Vegna dóms sakadóms Reykja-
víkur í dag í svokölluðu Grjótjöt-
unsmáli vil ég undirritaður taka
eftirfarandi fram: Ég var í ákæru
saksóknara ákærður fyrir brot á
247. gr. almennra hegningarlaga,
sem fjallar um fjárdrátt. Hins
vegar er ég ekki dæmdur fyrir þá
grein heldur brot á 248. grein,
sem fjallar um fjársvik. Sam-
kvæmt þessu er ég ákærður af
dómaranum um leið og hann
dæmir mig.
Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins bókuðu engan fyrirvara
Ómerkileg ósannindi, að við höfum ekki gert fyrirvara, segir Svavar Gestsson