Morgunblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
* *
Snúningshraðamælar með raf-
eindaverki engin snerting eöa
tenging (fotocellur). Mælisvið
1000—5000—25.000 á mín-
útu.
Einnig mælar fyrir allt að
200.000 á mínútu. Rafhlööudrif
léttir og einfaldir í notkun.
Söiuiflaiuigjiyiir
J&rimom «S
Vesturgötu 16,
sími 13280.
r
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæörir og gerðir.
SöyuflgEflijyr
& CS(q)
Vesturgötu 16,
simi 1 3280
Morgunstund barnanna kl. 9,05:
Um tápmiklar
telpur sem
str júka úr vist
Lestur nýrrar sögu hófst í
Morgunstund barnanna í út-
varpinu í gærmorgun. Er það
sagan „Stelpurnar sem struku",
en hún er eftir norska höfund-
inn Evi Bögenæs. Geir hafði
eftirfarandi um söguna að segja
í spjalli við Mbl. í gær:
„Sagan byrjar á því að for-
eldrar söguhetjanna Lolu og
Söru koma telpunum fyrir á
barnaheimili hjá merkilegri
konu sem nefnist frú Rut Enger,
meðan þau skreppa sjálf í ferða-
lag til Ameríku.
Lolu og Söru leiðist til muna á
barnaheimilinu, enda báðar
fjörugar og tápmiklar stúlkur.
Taka þær til þess ráðs að
strjúka af heimilinu. Hitta þær
fyrir telpu sem er að passa
systur sína og er á leið út í skóg
að tína blóm.
Þessi telpa felur Loiu og Söru
í reykhúskofa skammt frá bæn-
um Ási þar sem hún á heima.
Hún sér þeim fyrir mat og
útbúnaði til að sofa við og mikil
vinátta tekst með stúlkunum
þremur.
Þegar á líður kynnast Lola og
Sara fjölskyldu litlu telpunnar
og um síðir komast þær í sam-
band við Rut Enger og á endan-
um fellur allt í ljúfa löð.
Mikill samgangur verður milli
telpnanna í Ási og telpnanna á
barnaheimilinu og lífið gengur
sinn vanagang í fjörugum leikj-
um og kátínu."
Geir sagði að alls yrðu lestr-
arnir átta. Geir hefur áður lesið
sögur í útvarpi.
Útvarp kl. 22,10:
Líf og starf
sunnan jökla
Magnús Finnbogason bóndi á
Lágafelli í Austur-Landeyja-
hreppi í Rangárvallasýslu er
umsjónarmaður þáttar sem
nefnist Sunnan jökla og er á
dagskrá útvarpsins klukkan
22.10 í kvöld.
í þætti þessum mun Magnús
fjalla um ýmis atriði úr lífi og
starfi manna í heimahögum
Magnúsar. Mun hann ræða við
bændur og búalið af Suðurlands-
undirlendinu og ber margt for-
vitnilegt á góma samkvæmt
heimildum Mbl. Magnús ræðir í
kvöld m.a. við Sigurð Eggertsson
Magnús Finnbogason
bónda á Efri-Þverá, Þráin Þor-
valdsson bónda í Oddakoti og
Kristínu Guðmundsdóttur á
Hvolsvelli.
Síðasti þátturinn í myndaflokknum um Will Shakespeare verður
á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Myndin er af einum leikara
flokksins f hlutverki sfnu.
Útvarp kl. 20,00:
Um fræðslu
fullorðinna
Úr skólalífinu heitir þáttur
sem er á dagskrá útvarpsins
klukkan 20,00 í kvöld. Þátturinn
er í umsjá Kristjáns E.
Guðmundssonar menntaskóla-
kennara, og hefði hann eftirfar-
andi um þáttinn að segja:
„I kvöld tek ég fyrir fullorðins-
fræðslu. Ætlunin er að kynna
Námsflokka Reykjavíkur. Einnig
verður fjallað um hvernig náms-
flokkarnir koma til með að tengj-
ast skólakerfinu í framtíðinni,
með tilliti til frumvarps um
framhaldsskóla, en í því er að
finna nýja grein um fullorðins-
fræðslu.
Rætt verður við nokkra þátt-
takendur í námsflokkunum og við
Guðrúnu Halldórsdóttur skóla-
stjóra. Guðrún hefur ýmsar hug-
myndir varðandi fyrirkomulag
námsflokkanna og nýtingu hús-
næðis í því sambandi. Einkum
hefur hún frjóar hugmyndir um
nýjungar í starfi námsflokkanna,
eins og t.d. húsmæðrafræðslu,
barnagæzlu o.s.frv.
Fram kemur í þættinum
hvernig starfi námsflokkanna er
háttað, hvaða fræðslu þar er
boðið upp á, í hvaða horn er að
líta í sambandi við þátttöku í
námsflokkunum o.þ.h."
Aðspurður sagði Kristján að
framhald yrði á þáttunum Úr
skólalífinu. Yrðu þeir á dagskrá
eitthvað fram á vorið, en að svo
komnu máli væri óráðið með
framhald þeirra á næstkomandi
hausti.
/
Island-
Ungverjaland
Bjarni Felixsson hjá Sjón-
varpinu tjáði Mbl. í gær, að í kvöld
klukkan 19.00 yrði sýndur í
sjónvarpi leikur íslands og Ung-
verjalands í B-riðli heimsmeistara-
keppninnar á Spáni á dögunum. Þá
verður úrslitaleikurinn í keppninni
sýndur í íþróttaþættinum á laugar-
daginn kemur, en það voru Spán-
verjar og Svisslendingar sem
leiddu saman hesta sína í úrslita-
keppninni.
útvarp Reykjavlk
AHÐMIKUDKGUR
14. marz
MORGUIMNINN_________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Um-
sjónarmenn: Páll Ileiðar
Jónsson og Sigmar B.
Hauksson. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Dag-
skrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ým-
is lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Geir Christensen heldur
áfram að lesa „Stelpurnar
sem struku“ eftir Evi Böge-
næs (2).
9.20 Leikfimi
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir ým-
is Iök. frh.
11.00 Ur íslenzkri kirkjusögu.
Jónas Gislason dósent flytur
annað erindi sitt um ein-
kenni írskrar kristni á fyrri
hluta miðalda og hugsanleg
tengsl við kristni á íslandi.
11.25 Kirkjutónlist: Tónlist
eftir Johann Sebastian Bach
a. Prelúdía og fúga í h-moll.
Karl Richter leikur á orgel.
b. „Ég vil bera kross þinn“,
kantata fyrir einsöngvara
og kór. Gérard Souzay og
Kapellukórinn í Berlín
syngja með þýzku Bach-ein-
leikarasveitinni. Helmut
Winchermann stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.___________________
SÍÐPEGIÐ____________________
12.25 Veðuríregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Litli barnatiminn
Sigríður Eyþórsdóttir
stjórnar. Sagt frá Færeyj-
um, leikin þjóðlög þaðan og
lesin tvö færeysk ævintýri.
13.40 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Fyrir
opnum tjöldum“ eftir Grétu
Sigfúsdóttur. Herdís Þor-
valdsdóttir leikkona les (7).
15.00 Miðdegistónleikar: Kjell
Bækkalund og Robert Levin
leika Tilbrigði í es-moll op. 2
fyrir tvö píanó eftir
Christian Sinding. / Gervase
de Peyer og Daniel Baren-
boim leika Sónötu í Es-dúr
op. 120 fyrir klarinettu og
píanó eftir Johannes
Brahms.
15.40 íslenskt mál: Endurtek-
inn þáttur Gunnlaugs Ing-
ólfssonar frá 10. þ.m.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.16 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn: Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.20 Útvarpssaga barnanna:
„Polli, ég og allir hinir“
eftir Jónas Jónasson. Höf-
undur byrjar lesturinn.
17.40 Á hvítum reitum og
svörtum
Guðmundur Arnlaugsson
flytur skákþátt.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.________________
KVÖLDIÐ______________________
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gestur í útvarpssal
Finnska óperusöngkonan
Taru Valjakka syngur lög
eftir Granados, Rodrigo og
Palmgren. Agnes Löve leik-
ur á píanó.
20.00 Úr skólalifinu
Kristján E. Guðmundsson
stjórnar þættinum, sem fjall-
ar um fullorðinsfræðslu.
20.30 Útvarpssagan: „Eyr-
byggja saga“
Þorvarður Júlíusson les
(11).
21.00 Hljómskálamúsik
Guðmundur Gilsson kynnir.
21.30 Ljóð eftir Guðmund
Kamban
Guðmundur Guðmundsson
lcs.
21.45 íþróttir
Hermann Gunnarsson segir
frá.
22.10 Sunnan jökla
Magnús Finnbogason á
Lágafelli tekur saman þátt-
inn. M.a. rætt við Sigurð
Eggertsson, Efri-Þverá, Þrá-
in Þorvaldsson, Oddakoti, og
Kristínu Guðmundsdóttur á
Hvolsvelli.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Lestur Passíusálma (27).
22.55 Úr tónlistarlífinu. Knút-
ur R. Magnússon sér um
þáttinn.
23.10 Svört tónlist
Umsjón: Gérard Chinotti.
Kynnir Jórunn Tómasdóttir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
14. MARS 1979
18.00 Börnin teikna
Kynnir Sigríður Ragna Sig-
urðardóttir.
18.10 Gullgrafarnir
Lokaþáttur.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.35 Heimur dýranna
Fræðslumyndaflokkur um
dýralíf víða um hcim.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Vaka
* Greint verður frá leiksýn-
ingum, leikdansi og óperu-
flutningi.
Dagskrárgerð Andrés Ind-
riðason.
21.20 Will Shakespeare
Sjötti og sfðasti þáttur.
Efni fimmta þáttar:
Jarlinn af Essex og jarlinn
af Southampton gera mis-
heppnaða tilraun til upp-
reisnar gegn Elísabetu
drottningu. Baráttu sinni
til stuðnings fá þeir Will til
að setja á svið leikritið
„Rfkarð annan“, og þannig
flækist leikflokkurinn óvilj-
andi í máliö. í „refsiskyni“
fyrirskipar drottning, að
hún fái að sjá leikrit Shake-
speares, „Hinrik fjórða“,
annan hluta. Jarlarnir
hljóta dauðadóm.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
22.10 Áfengismál á Norður-
löndum
Hinn fyrsti þriggja norskra
fræðsluþátta um áfengis-
mál á Norðurlöndum. Meðal
annars er fjaliað um vax-
andi neyslu áfengis og varn-
ir gegn henni.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.55 Dagskrárlok. ,