Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 22

Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Málfríður Tulinius — Minningarorð Minning: WGVAR STEFÁN KRISTJÁNSSON Fædd 11. febrúar 1926. Dáin 3. mars 1979 I dag verður til moldar borin föðursystir mín, Málfríður Tulinius, Framnesvegi 30, Reykja- vík. Hún andaðist eftir stutta, en erfiða sjúkdómslegu á Landspítal- anum hinn 3. þ.m. Fríða (eins og hún var alltaf nefnd) var yngsta barn hjónanna Hrefnu Lárusdóttur og Hallgríms A. Tulinius, kaupmanns í Reykja- vík. Hrefna og Hallgrímur eignuðust tvö börn, auk Fríðu: Axel Valdemar (dáinn 22. nóv. 1976), sem kvæntur var Áslaugu Kristjánsdóttur, og Guðrúnu, sem gift er Þorsteini Arnalds. Á heimilinu ólst einnig upp sem eitt systkinanna bróðursonur Hrefnu, Hagbarður Karlsson (dáinn 28. mars 1971) kvæntur Karítas Jóns- dóttur. Móðir Fríðu, Hrefna, lést af slysförum er Fríða var barn að aldri. Faðir hennar kvæntist aftur, og hét seinni kona hans Margrét Jóhannsdóttir. Þau eignuðust einn son, Hrafn, sem kvæntur er Helgu Brynjólfsdóttur. Fríða giftist ung Hektori Sigurðssyni og áttu þau eina dóttur, Hrefnu, sem gift er Trausta Taustasyni. Fríða og Hektor slitu samvistum eftir stutta sambúð, og var Hrefna alin upp hjá föður sínum. Eg man ekki vel, hvenær ég kynntist Fríðu fyrst. Hvort það var, þegar hún kom austur á Neskaupstað, eða þegar ég og fjölskylda mín komum í heimsókn til afa og Möggömmu á Rauðarár- stíginn. Fríða bjó þá hjá föður sínum og stjúpu í stuttan tíma. Þessar heimsóknir til Reykjavíkur voru okkur systrunum sérstaklega ánægjulegar. Afi, amma og Fríða spiluðu við okkur á spil, og venju- lega voru góðgerðir úr Silla og Valdabúð á boðstóium. Ég held, að strax þarna á Rauðarárstígnum hafi myndast sérstakt samband okkar systranna við Fríðu. Hún hafði sérstakt lag á að gera okkur að vinkonum sínum, fyrst og fremst. Við vorum aldrei smábörn í hennar augum. Eftir að fjölskylda mín fluttist til Reykjavíkur árið 1966, urðu kynni okkar af Fríðu meiri. Fríða var þá gift Jóni Benjamínssyni, og voru þau okkur mjög innan handar fyrstu árin í Reykjavík. Ófáar voru ferðirnar, sem þau fóru með okkur á litla bílnum. Var alveg sama hvort erindið var áríðandi, eða bara að kaupa bíómiða fyrir kvöldið, þau voru alltaf tilbúin. Venjulega komu Fríða og Jón til okkar á kvöldin. Þá var horft á sjónvarp og rabbað saman. Stund- um sat Jón og teiknaði, en Fríða kom inn á herbergi til okkar og sagði okkur frá liðnum tíma í Reykjavík. Við urðum seint þreytt- ar á frásögnum hennar, og ógleymanlegar eru mér frásagnirnar af stríðstímunum í Reykjavík. Við lifðum okkur algjörlega inn í þá óvissu, er ríkti um afdrif sjómannanna, er skipin fórust í stríðinu. Oft talaði hún við okkur um vandamál lífsins, og hvernig varast skyldi ýmislegt, sem hún hafði reynt sjálf. Umhyggjan sat í fyrirrúmi. Sorg og gleði skiptast á í lífi hvers manns. Margar ánægju- stundir áttum við systurnar með Fríðu. En einnig sorgin gisti oft heimili hennar. Fríða missti móður sína, eins og áður sagði, kornung, og aftur og aftur hefur hún orðið að sjá á bak sínum nánustu. Sambýlismaður Fríðu síðustu árin, Rafn Ragnarsson, reyndist henni mikil stoð í erfiðleikum hennar, og vakti hann við dánar- beð hennar til síðustu stundar. Ég vil votta Rafni, Hrefnu, dóttur Fríðu, systkinum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Að lokum vil ég kveðja frænku mína og óska henni guðs blessunar. Hvíli hún í friði. Berta A. Tulinius. Fæddur 20. mars 1931 Dáinn 4. mars 1979 Umhyggjusamur og góður vinur er genginn yfir móðuna miklu eftir langa og erfiða sjúkdómsþraut. Það er skarð fyrir skildi, þegar ástríkur heimilisfaðir er kallaður burt á besta aldri, frá eiginkonu, sonum, aldraðri móður og stórum systkina- og vinahópi. Stefán var fæddur að Arnarnúpi í Kelduhverfi við Dýrafjörð, 20. mars 1931. Var hann næstyngsta barn sæmdarhjónanna Kristjáns Guðmundssonar og Guðbjargar Guðjónsdóttur, er þar bjuggu á föðurleifð hennar. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, en misstu eitt þeirra strax við fæðingu. Systkin Stefáns voru: Guðmundur, Guðjón, Sigríður, Elís, Bjarni og Björgvin auk Guðmundu, er lést árið 1959. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum Markús, bróðursonur Guðbjargar, auk margra annarra ungmenna, er dvöldust hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þá voru einnig heimilisföst, lengst af á Arnarnúpi og síðast hjá þeim í Reykjavík, Ingibjörg, móðir Markúsar, og Bjarni Guðbjörnsson. Það var því stór hópur systkina og vina er ólst upp í dalnum góða og minningarn- ar þaðan margar, enda oft á þær minnst í vinahópi. Ég sem þetta rita, var meðal vina Stefáns og hafði lifað mig svo vel inn í líf fólksins í Keldudalnum, að það var kærkomið tækifæri okkar hjóna að taka lykkju á leið okkar á ferð um Vestfirði og heimsækja æsku- stöðvar hans. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum. Stórkostleg fjallasýn, dalurinn grösugur með tærri berg- vatnsá, er lá í bugðum milli bæja og á sjávarkambinum tóftir af gamalli verbúð þeirra dalbúa. Ekki má gleyma kennileitinu Ófæru, eða kirkjunni og bæjunum vestan til í dalnum. Þar sem við hjónin stóðum á melnum upp af sjávarkambinum, þegar komið er í dalinn og Arnarnúpur hrikalegur yfir höfðum okkar, bærinn hans Stefáns í kyrrðinni, undir núpn- um, gátum við í hug okkar séð sveininn að störfum og leik og skildum tilfinningar hans til æskustöðvanna. Ekki gafst Stefáni kostur á langskólanámi, þótt honum öðlað- ist tækifæri til ágætrar undir- stöðumenntunar. Lauk hann landsprófi frá héraðsskólanum að Núpi 1952. Síðan liggur leiðin til Reykjavíkur og sest hann á bekk í Kennaraskólanum. En oft skiptir sköpum, lauk hann burtfararprófi frá Samvinnuskólanum 1955. Árið 1956 hefur Stefán störf hjá Olíufélaginu h.f. og starfar hann þar við hin ýmsu skrifstofustörf, svo lengi sem heilsa hans leyfði. Tel ég mig geta fullyrt, að í starfi sínu hafi Stefán eignast marga góða félaga, er hann mat mikils. Stefán var gæfumaður í hjóna- bandi. Okkar kynni hófust um það leyti, sem hann lofast mágkonu minni, Aðalheiði Björnsdóttur, en þau gengu í hjónaband vorið 1961. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið. Þeirra elstur er Brynjar 18 ára nemi í Verslunarskóla íslands, Ingvar, nær þrettán ára, og Reynir á sjöunda ári. Voru drengirnir sannkallaðir augasteinar föðurins og miklar vonir bundnar við gæfu þeirra og framtíð. Áhugamál Stefáns voru marg- breytileg og að standa við góða veiðiá var ein af hans unaðsstund- um, ásamt byggingu sumarbústað- ar austur í Laugardal. Náttúran og að fara hendi um vel fellda fjöl var nokkuð, sem hann var vel næmur fyrir. Nokkur afskipti hafði Stefán af starfsemi Dýrfirðingafélagsins, auk þess að vera félagi í Frímúr- arareglunni um árabil. Hann var vinmargur, glaðlyndur og þægileg- ur persónuleiki, er naut sín vel í góðra vina hópi. Eins og áður segir voru þau hjónin Heiða og Stefán samhent og virtu sjónarmið hvors annars til lífsskoðana og uppeldis drengjanna. Ekki verður hugleidd minning Stefáns án þess að leiða hugann að því hugrekki og þeirri umhyggju sem Heiða sýndi allan þann tíma, sem hann varð að berjast við sinn alvarlega sjúkdóm sem að lokum varð yfirsterkari lífinu. Ætíð verð- ur okkur hjónum minnisstætt, hvað synir okkar voru velkomnir í Safamýrina og öll umhyggja Stef- áns, ef á þurfti að halda. Ég og fjölskylda mín biðjum Heiðu, drengjunum og aldraðri móður allrar Guðs blessunar og gæfu, í fullvissu þess, að bræður, systur og aðrir vinir vilja af öllum mætti reyna að fylla það skarð, sem aldrei verður fyllt. Frá vinargröf er gangan fáum létt og GuA elnn veit og telur sorgarsporin, en vonin á f hverju hjarta blett, f hennar akjóli er gleðin endurborin. t Fööursystir okkar og mágkona, SIGURNÝ SIGURÐARDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. marz kl. 10.30. Áagair Gíalason, Alaxia Gfaladóttir, Kolbainn Gfalaaon, Páll Gfalaaon, Katrfn Kolbainadóttir. t Sonur okkar og bróöir SVEINBJÖRN BECK Brávallagötu 18, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. marz kl. 15.00. Áata og Ámi Back Áaa og Ólöf Back. + Maðurinn minn, HJÖRTUR KRISTJÁNSSON, válstjóri, Hraunbaa 80 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 15. marz kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hans er bent á Siysavarnafélag íslands. Sigrfóur Hjartardóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir AÐALHEIÐUR STEINbÓRSDÓTTIR, Brantwood, Englandi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju á morgun fimmtudaginn 15. marz kl. 13.30. Gfsli Thaodórsaon, Guórfóur E. Pálmarsdóttir, Svainbjórg Pálmarsdóttir, Magnús Stainbór Pálmarsson, Guðrfóur BrynjóHsdóttir, Stainbór Halgason. + Okkar innilegustu þakkír fyrlr auösýnda vináttu og samúö viö fráfall og jaröarför vinar míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, MARINÓS B. VALDIMARSSONAR Grattisgötu 49. Hansborg Jónsdóttir, Sigríóur Marinósdóttir, Jóhann Jónsson, Ingibjörg M. Randolph, Vilhalm L. Randolph, Guómundur Marinósson, Þorgaröur Einarsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir veitta samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR fyrrv. hagstofustjóra Bryndís Þorstainsdóttir Halgi H. Árnason Narfi Þorstainsson Gyóa Guójónsdóttir Þorsteinn Þorstainsson Halga Hansdóttir Hannas Þorsteinsson Anna Hjartardóttir Gair Þorsteinsson Inge Jansdóttir og barnabörn. + Okkar innilegustu þakklr fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför, JÓNS SNORRA JÓNASSONAR, frá Súgandafiröi. Sérstakar þakkir sendum viö öllum Súgfiröingum, fjær og nær fyrir þeirra miklu hjálp. Guö blessi ykkur öll. Ingunn Sveinsdóttir, dætur, synir, systkini og aórir aóstandandur. Hendrik E. Einars- son — Minningarorð Fæddur 24. febrúar 1897, Dáinn 5. marz 1979. Er mér barst andlátsfregn mágs og vinar Hendriks, gat ég ekki sagt að hún kæmi mér á óvart. Hann hafði kennt hjartasjúk- dóms um nokkurt skeið, enda orðinn rúmlega 82 ára að aldri. Hendrik var fæddur að Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysu- strönd,sonur Einars Brynjólfsson- ar og Sigríðar Hendriksdóttur. Var hann ófæddur er móðir hans missti föður hans í sjóinn. Hann var fyrsta árið með henni, en ólst síðan upp hjá Þórði Sigurðssyni ættfræðingi og konu hans, Tannastöðum í Ölfusi, fram til manndómsára. Minntist hann ávallt fósturfor- eldra sinna með hlýhug og virð- ingu, enda var Þórður valinkunnur sómamaður og vel þekktur í sinni grein, en kona hans annáluð gæða- kona. Eftir að Hendrik hafði lokið venjulegu barnaskólanámi, stund- aði hann eins og þá var títt ýmisleg störf, bæði sem sjómaður og við störf í landi. Gjörðist hann bráðlega bifreiða- stjóri, fyrst að Litlu-Sandvík í Flóa og síðan sjálfstætt um skeið. Skömmu fyrir árið 1930 hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins á sumrin, en gjörðist það ár starfs- maður Vegagerðarinnar allt árið, lengst af sem veghefilsstjóri. Stundaði hann þetta starf óslitið þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir og veikinda. Ekki er um það að villast, að Hendrik ávann sér strax traust yfirboðara sinna, því að hann rækti ávallt störf sín af stakri samviskusemi og dugnaði, sem hovrttveggja var honum { blóð borið. Hendrik var tæplega meðal- maður á hæð, grannur og vel limaður, enda vel að manni á yngri árum, kvikur í hreyfingum, snarp- ur og fylginn sér að hverju sem hann gekk. Hann ver léttur og lipur í umgengni, en þó fastur fyrir, ef því var að skipta, hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, enda gæddur góðri kímnigáfu, það gaman var þó allt græskulaust. Hendrik var góður vinur vina sinna og trölltryggur. Var hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.