Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 27

Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 27 Valdir vígamenn (The killer ellpe) Afarspennandi mynd. James Caan, Robert Duvall. Sýnd kl. 9. FRUMSÝNING Kynórar kvenna Ný mjög mjög djörf amerísk- áströlsk mynd um hugaróra kvenna í sambandi vlö kynKf þeirra. Mynd þessl vaktl mikla athygli í Cannes '76. Islenskur textl. Sýnd kl. 9. stranglega bönnuö innan 16 ára. Innlánnvið**kip<i ieið til lánsviðwkiptn BÍNAÐARBiVNKI s' ÍSLANDS Skuldabréf fasteignatryggð og spariskírteini til sölu. Miöstöð veröbréfa- viðskipta er hjá okkur. Fyrirgreiösluskrifstofan Fasteigna- og veröbrétesala Vesturgötu 17 sími 16223. Þorleifur Guömundsson heimasími 12469. Segulstál Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum. Stærö 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö ,.fiska“ upp járnhluti úr sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til aö halda verkfærum og smíöahlutum. Sendum í póstkröfu. i_L SSfUipOaiuigjiuiir Vesturgötu 16, sími 13280. Friórik Friðriksson: Rekum óorðið af Háskóla íslands! UNDANFÁRIN ár hefur meiri- hluti háskólastúdenta sýnt í verki andúð sína á háskólapólitíkinni á þann hátt að nota ekki kosninga- rétt sinn þegar kosningar fara fram innan skólans. Næstkomandi fimmtudag, þann 15. þ.m. fara enn á ný fram kosningar innan veggja skólans. Engin vísbending hefur komið fram um það, að neinnar verulegrar breytingar sé að vænta, hvað varðar áhuga stúdenta, og i framhaldi af því vakna tvær spurningar. Hver er ástæðan? og er þetta áhugaleysi stúdenta rétt- lætanlegt? Ástandið ídag Það fólk, sem hefur að mestu ráðið háskólapólitíkinni undan- gengin ár, eru róttæklingar, sem draga að vísu fram sparigrímuna rétt fyrir kosningar og kalla sig félag vinstri sinnaðra stúdenta. Það hefur sýnt sig, að þeir rót- tæklingar, sem ráða ferðinni í félagi vinstri sinnaðra stúdenta, eru algjörlega úr sambandi við raunveruleikann, en lifa þess í stað í heimi tálsýna og ímyndunar. Það þarf reyndar ekki að hafa um það fleiri orð, en nægir í þessu sambandi að benda á dæmalausa útvarpsdagskrá þeirra 1. des. ár hvert. Þar geysast róttæklingarnir fram og sýna greinilega í verki, hversu vanmegnugir þeir eru að skilja raunveruleg vandamál líð- andi stundar. Þó svo að ekki sé verið að kjósa um 1. des. dagskrá nú, þá breytir það í sjálfu sér engu, sökum þess, að það er sama fólkið sem heldur um stjórnvölinn, og vinnubrögðin eru þau sömu, hvert sem viðfangsefnið er. Aðaltromp róttæklinganna ár eftir ár, er að ráðast að atvinnu- vegunum og almenningi með skömmum og svívirðingum, sem leiðir það eitt af sér að spilla áliti skólans út á við. Að vonum hefur róttæklingun- um algjörlega mistekist að fást við raunveruieg verkefni, eins og sést best á því, hvernig þeim hefur haldist á stjórnartaumunum við rekstur félagsstofnunar stúdenta, sem alkunnugt er. Þetta er þó í rauninni allt afar skiljanlegt, í ljósi þess veruleika, sem róttækl- ingarnir lifa í. Þeirra áhugasvið eru ekki „hversdagsleg verkefni" eins og stjórnun, heldur það, að „frelsa" ísland úr höndum „ljótu auðvaldskallanna." Róttæklingarnir villa á sér heimildir Tvennt er það þó, sem róttækl- ingum hefur ve! tekist innan há- skólans: 1) Með því að bjóða fram Leiðrétting I grein um ísfirzka slysadaga er birtist 2. og 3. marz s.l. vildi ég mega leiðrétta eftirfarandi atriði: Fyrra Hlínarslysið frá Suður- eyri varð 11. september 1911 (ekki 1. sept.). Aftar í sama kafla segir: „Formaðurinn er þar eigi nafn- greindur", en á að vera: Formaður- inn er þar einn nafngreindur, svo sem framhaldið sýnir. Og í kaflanum um Hlínarslysið 1913 er sagt: „Um kvöldið voru tveir bátar enn komnir úr róðri.“, en á auðvitað að vera: Um kvöldið voru tveir bátar enn ókomnir úr róðri. Aðrar villur eru auðlesnar í málið. Eyjólfur Jónsson. lista í kosningum, undir nafninu félag vinstri sinnaðra stúdenta hefur þeim algjörlega tekist að villa á sér heimildir. Þeir ná til liðs við sig vinstri sinnuðum „lýð- ræðissinnum" sem halda að þetta sé hinn gæfulegasti félagsskapur. En viti menn, hvað skeður að afloknum kosningum ár eftir ár? Einfeldingunum, sem létu gabbast, er nú ýtt til hliðar, og róttækling- arnir stjórna grímulaust sem fyrr. 2) Þá hefur róttæklingum orðið vel ágengt í því að rægja VÖKU, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Með hatrömmum áróðri, þess eðlis, að Vaka sé útibú frá Heimdalli, og auðmagnið streymi til Vöku frá Sjálfstæðisflokknum, hefur rót- tæklingunum tekist að gera Vöku tortryggilega í augum fjölda stúdenta. Þeir kjósa því frekar að sitja heima á kjördag en afctaka þátt í skrípaleiknum. Þetta er að mínu mati helsta ástæðan fyrir áhugaleysi stúdenta. Vaka er óháð stjórnmálaílokkum Þeir, sem til þekkja í Vöku, vita að vitnisburður róttæklinganna er alrangur, sökum þess, að Vaka er algjörlega óháð stjórnmálaflokk- um. Þrátt fyrir það, að ýmsir Vökumenn eru flokksbundnir, þá breytir það engu um þá staðreynd, að Vaka er fyrst og síðast félag lýðræðissinnaðra stúdenta í há- skólanum, án beinna tengsla við stjórnmálaflokka. Álit háskólans út á við Það þarf ekki að leggja lengi við hlustirnar til að komast að raun um að háskólinn nýtur lítillar virðingar meðal almennings í landinu. Oft má heyra þær raddir, að háskólinn sé uppeldisstofnun fyrir ónytjunga og róttæklinga. Margar ástæður liggja hér vafa- lítið að baki, en ég er þó þeirrar skoðunar, að róttæklingarnir inn- an skólans eigi þar stærstu sökina. Það eru þeir, sem hafa ráðið því undanfarin ár, hvað kemur fyrir augu og eyru almennings, og ekki hefur það orðið skólanum til fram- dráttar. Það er mín skoðun, að það skipti verulegu máli fyrir framtíð hvers og eins stúdents, hvaða álit fari af þeirri stofnun sem hann stundar nám við. Slæmt álit meðal almennings, í þessu tilfelli, á háskólanum, getur að mínu viti Friðrik Friðrikson Viðskiptafræðinemi. valdið þeim stúdentum sem ljúka námi, ómældum erfiðleikum við að samlagast fólki á vinnustöðum og annars staðar. Hvernig skal óorðinu hrundið? Af þeim sökum finnst mér ekkki réttlætanlegt, að stúdentar H.Í., sem flestir eru að mennta sig í þágu atvinnuveganna, ef svo má að orði komast, láti lítinn hóp rót- tæklinga, úr tengslum við raun- veruleikann, ráðskast með framtíð sína. Eina leiðin til úrlausnar er sú að reka óskapnaðinn af höndum sér. Stúdentum gefst á fimmtu- daginn kostur á að láta athafnir tala í stað orða. Það er von mín, að stúdentar sýni þá ábyrgðartilfinn- ingu, að nýta kosningarétt sinn á þann eina hátt, sem mögulegur er til að breyta viðhorfinu til skólans. Tryggjum Vöku, félagi lýðræðis- sinnaðra stúdenta, meirihluta- stöðu innan stúdentaráðs, stúdent- um og Háskóla íslands til fram- dráttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.