Morgunblaðið - 14.03.1979, Síða 30

Morgunblaðið - 14.03.1979, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14- MARZ1979 Dýrlingarnir lögdu WBA! Southampton tryggði sér í fyrrakvold rétt til þcss að lcika gcgn Arscnal í 6. umfcrð ensku hikarkeppn- innar. cr liðið vann WBA 2—1 eftir framlengdan leik. Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoraði Laurie Cunningham fyrir WBA. cn skömmu síðar jafnaði Devid Peach úr víti, eftir að brotið hafði verið á Teyy Curran innan vítateigs. Þá var framlengt í 2x15 minútur og í fyrri hlutanum skoraði Phil Boyer með skalla það sem reyndist vera sigur- mark Southampton. Fram Ármann íkvöld í kvöld fer fram einn leikur f 1. deildinni i körfu- knattleik. Fram og Ármann mætast i Hagaskólanum kl. 20.00. Maraþon í handbolta Stúlkur í meistaraflokki Ungmennafélags Grindavik- ur í handknattleik ætla að hefja maraþonkeppni f handboita f íþróttahúsinu á staðnum kl. 10 á iaugar- dagsmorgun. Mun ætlunin að leika a.m.k. í 20 klukku- stundir samfleytt. Unglinga- meistara mót TBR HELGINA 17. og 18. mars verður haldið opið unglinga- mót f badminton f öllum greinum eftirtalinna flokka: Piltar — stúlkur <1961—1962) drengir — telpur (1963-1964) sveinar — meyjar (1965-1966) hnokkar — tátur (1967 — og sfðar) Mótið heíst laugardaginn 17. mars kl. 3 e.h. og sfðan verða leiknir undanúrslita- og úrslitaleikir sunnudag-, inn 18. mars kl. 2.00. Gistiaðstaða verður í kjallara TBR-hússins fyrir þá sem búa utan Reykja- víkursvæðisins. Þátttökugjöld verða eftir- farandi: I tveimur elstu flokkunum, einliðaleikur 1500 kr., tvíliða- og tvennd- arl. 1000 kr. í tveimur yngstu flokkunum. einliða- íeikur 1000 kr., tvfliða- og tvenndarleikur 800 kr. Þátttökutilkynningum skal skila til unglingaráðs TBR fyrir fimmtudaginn 15. mars n.k. Maraþon- knattspyrna í Borgarnesi Maraþonknattspyrnan er vinsæl þessa dagana. Næst- komandi föstudag ætla fé- lagar í Ungmennafélaginu Skallagrfm í Borgarnesi að reyna að bæta nýsctt ís- landsmet. Hefja þeir leikinn kl. 20.00 á föstudagskvöld í Borgarnesi. Reykjavíkurmótid í badminton Mikil keppni í öllum flokkum UM SÍÐUSTU helgi fór fram Mcistaramót Reykjavíkur í húsi TBR. Þátttakendur í mótinu voru um 70 frá TBR, Víkingi og KR. Var mótið hið skemmtilegasta og mikil keppni f öllum flokkum. Úrslitin í mótinu urðu sem hér segir: A-FLOKKUR - einliðaleikur karla: Óskar Bragason KR sigraði Þor- geir Jóhannsson TBR 15/13, 11/15 og 15/7. A-FLOKKUR - tvfliðaleikur karla: Ágúst Jónsson KR og óskar Bragason KR sigruðu Þorgeir Jóhannsson TBR og Skarphéðin Garðarsson TBR, 15/2 og 15/5. A-FLOKKUR - tvfliðaleikur kvenna: Jórunn Skúladóttir TBR og Bryn- dís Hilmarsdóttir TBR sigruðu Þyri Laxdal TBR og Illaðgerði Laxdal KR 13/15,15/3 og 15/3. Austri náói metinu SEX piltar úr knattspyrnufélag- inu Austra á Eskifirði náðu að setja nýtt íslandsmet f innanhúss- knattspyrnu um sfðustu helgi. Léku þeir f alls 32 og hálfa klukkustund. Gamla metið áttu piltar úr öðrum flokki Vals og voru þeir nýbúnir að setja það. Um leið og Austra menn settu metið öfluðu þeir fjár með áheit- um. Verður fróðlegt að sjá hvort Borgnesingunum sem ætla að setja nýtt met um næstu hclgi tekst það. A-FLOKKUR - tvenndarleikur: Skarphéðinn Garðarsson og Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigr- uðu Walter Lentz TBR og Hlað- gerði Laxdal KR 15/12, 6/15 og 15/5. ÖÐLINGAFLOKKUR - einliðaleikur karla: Jón Árnason TBR sigraði Garðar Alfonsson TBR 15/4, 13/15 og 15/9. ÖÐLINGAFLOKKUR - Tvíliðalcikur karla: Jón Árnason TBR og Jóhann Möller TBR sigruðu Rafn Viggós- son TBR og Adolf Guðmundsson TBR, 15/11 og 15/11. MEISTARAFLOKKUR - einliðaleikur karla: Jóhann Kjartansson TBR sigraði Sigfús Ægi Árnason TBR, 15/6 og 15/3. MEISTARAFLOKKUR - tvfliðaleikur karla: Sigfús Ægir Árnason TBR og Sigurður Kolbeinsson TBR sigr- uðu Jóhann Kjartansson TBR og Sigurð Haraldsson TBR, 15/8 og 15/7. MEISTARAFLOKKUR - tvíliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR og Kristín Berglind TBR sigruðu Hönnu Láru Pálsdóttur TBR og Lovísu Sigurðardóttur TBR, 17/16 og 15/10. MEISTARAFLOKKUR - einliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR sigr- aði Kristínu Berglind TBR, 11/4 og 11/7. MEISTARAFLOKKUR - tvenndarleikur: Ilaraldur Kornelíusson TBR og Lovísa Sigurðardóttir TBR sigr- uðu Jóhann Kjartansson TBR og Kristínu Berglind TBR 17/14 og 15/1. - þr. Mörg óvænt úrslit á opna danska meistara- mótinu í badminton Það var mikil barátta og mörg óvænt úrslit á opna danska meist- aramótinu f badminton sem fór fram f KB-höllinni f Kaupmanna- höfn dagana 7. —11. mars. Það eina sem skyggði á þetta mót var að Indónesfumenn mættu ekki með sfna keppendur og er þetta þó annað stærsta mót sem haldið er f Evrópu. í einliðaleik karla léku til úrslita Flemming Delfs og Morten Frost Hansen og sigr- aði Delfs örugglega 15—7 og 15 — 7 og lék hann af miklu öryggi og mun meiri hörku en maður á að venjast frá hans hendi. í undanrásunum gerðist það meðal annars að Indverjinn Prakash, sem er raðað nr. 2 í All-Englandmótinu, var sleginn út af Gert Helsholt frá Danmörku sem komst í undanúrslit á móti Morten Frost. Þá kom nokkuð á óvart að Delfs þurfti þrjár lotur til að sigra bæði Zeniya frá Japan og Stevens frá Englandi. Einliðaleik kvenna vann Lena Köppen og er það í fjórða sinn í röð sem hún gerir það. I úrslitum sigraði hún Yuki frá Japan í þrem lotum með 11—8, 7—11 og 11—2. Lena Köppen lenti einnig í erfið- leikum í undanúrslitum þar sem hún þurfti þrjú sett til að vinna Kondo frá Japan. Til úrslita í tvíliðaleik karla léku Sutton og Eddy frá Englandi og Iino og Tsuchida frá Japan og þeir síðarnefndu sigruðu nokkuð örugglega með 15—9 og 15—7. Þeir lentu þó í nokkrum erfiðleikum í undanúrslitum á móti Morten Frost og Steen Fladberg og unnu með 15—12, 2—15 og 17—15 og voru Danirnir mjög óhressir yfir sendingunum frá Tsuchida sem sendi bakhandarsendingar og héldu fram að hann slægi send- ingarnar of hátt en það var aldrei dæmt á hann. Englendingarnir höfðu komið nokkuð á óvart með að vinna þá Flemming Delfs og Steen Skovgaard. I tvíliðaleik kvenna unnu japönsku stúlkurnar Takada og Tokuda þær Perry og Skovgaard frá Englandi með 15—11 og 15—9. Skovgaard hét áður Stadt en er nú gift Steen Skovgaard en keppir fyrir England. Þær Takada og Tokuda sem eru All Eng- land-meistarar lentu mí miklum erfiðleikum á móti Webster og Sutton frá Englandi í undanúrslit- um og sigruðu fyrst eftir þrjár lotur með 12—15, 15—22 og 17-14. í tvenndarleik unnu þau Perry og Stevens frá Englandi þau Lenu Köppen og Skovgaard og þurfti þrjár lotur til að gera út um málin. Englendingarnir unnu fyrstu lot- una 15—12 en töpuðu næstu 11—15 en unnu svo oddalotuna með 15—11 eftir að hafa verið yfir 13—4 en misst það niður í 13—11. Englendingarnir sýndu hér enn einu sinni að þeir eru góðir tvíliða- og tvenndarleiksspilarar og sér- staklega lék Nora Perry vel og er hún mjög útsjónarsöm og gerir fáar villur. • Þau Lovísa Sigurðardóttir og Haraldur Kornelíusson sem hér sjást einbeitt á svipinn sigruðu ítvenndarieik á meistaramóti Reykjavíkur í hadminton. Þau sigruðu Jóhann Kjartansson og Kristínu Berglind 17—14ogl5—l. Dregiö í bikarkeppni HSÍ Stórliðin sluppu hvort við annað í GÆRDAG var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni HSÍ. Voru fulltrúar allra þeirra átta félaga sem efstir voru í bikarkeppninni mættir á skrifstofu HSÍ til þess að fylgjast með drættinum. Fyrsti miðinn, sem dreginn var úr vasanum, var miði FH. Næstur dró fulltrúi FH-inga og fengu þeir Fylki með mótherja. Næst drógust saman Stjarnan og Víkingur, ÍR móti annaðhvort Þór frá Akureyri eða Ármanni en þessi tvö lið hafa ekki enn leikið saman í 16 liða úrslitum. Og loks drógust saman Fram og Valur. Eiga liðin að hafa lokið leikjum sínum fyrir 1. apríl. í meistaraflokki kvenna er enn einum leik ólokið f átta liða úrslitunum, á milli Þórs og UBK. Lið það sem sigrar í þeim leik leikur á móti Fram, og sigur- vegarinn úr þeim leik leikur svo á móti FH. Haukastúlkurnar drógust á móti KR. í 2. flokki karla leika saman í fjögurra liða úrslitum Víkingur og Þróttur og FH á móti annað- hvort Fram eða ÍR. en þau eiga eftir að leika innbyrðis í átta liða úrslitum. - þr. KR mætir IS Á MORGUN fimmtudag leika KR-ingar við ÍS í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Fer leikurinn fram f Kennaraháskólanum og hefst kl. 20.00. • / einliðaleik kvenna vann Lena Köppen í fjórða sæti í röð á opna danska meistaramótinu. Þótti hún standa sig með afbrigðum vel. Á myndinni er hún við öllu búin. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmms

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.