Morgunblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
31
ÍR í úrslit
ÍR-INGAR tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi, er
þeir sigruðu Njárðvíkinga í æsispennandi leik með 96 stigum gegn 95. í
úrsiitum mæta þeir annaðhvort Fram eða KR, sem leika um hitt
úrslitasætið í næstu viku.
Það var allt á suðupunkti á loka-
mínútunum í íþróttahúsi Hagaskól-
ans í gærkvöldi. Þegar 44 sekúndur
voru eftir var staðan 92:91, ÍR í vil,
og þá skoraði Jón Jörundsson 2 stig
úr vítum, en Brynjar Sigmundsson
svaraði strax fyrir UMFN, 93:94.
Skömmu síðar var brotið á Kristni
Jörundssyni, sem fékk tvö vítaskot
og hitti úr báðum, 96:93, og 25
sekúndur eftir. Ted Bee skoraði fyrir
UMFN og ÍR tókst að halda boltan-
um það sem eftir var leiksins og
fögnuður þeirra í lokin var gífurleg-
ur. Af fenginni reynslu fóru leik-
menn þó ekki í bað fyrr en búið var
að fara nákvæmlega yfir leikskýrsl-
una, en hún reyndist rétt og IR því
komið í úrslit.
ÍR-ingar hófu leikinn mjög vel og
komust t.d. í 8:3, en annars var fyrri
hálfleikurinn fremur jafn, þó höfðu
ÍR-ingar ávallt frumkvæðið. 1 leik-
hléi var staðan 45:39 ÍR í vil. í síðari
hálfleik héldu ÍR-ingar forystunni
þangað til UMFN tókst að jafna
83:83 þegar 4 mínútur voru til
leiksloka, en Paul Stewart hafði þá
yfirgefið leikvöllinn tveimur mínút-
um áður með 5 villur. Lokamínútun-
um hefur síðan áður verið lýst.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá ÍR-ingum. Á laugardaginn
töpuðu þeir fyrir Þór á Akureyri, en
síðan gera þeir sér lítið fyrir og
leggja UMFN. Það er reyndar ekki í
fyrsta sinn í vetur því að UMFN
hefur tapað öllum leikjunum gegn IR
í Hagaskóla. IR-ingar léku mjög vel
að þessu sinni og verðskulduðu
fyllilega sigurinn og er hann þeim
nokkur sárabót fyrir heldur lélegan
árangur í Islandsmótinu. Allir leik-
menn IR áttu góðan dag, Jón Jör-
undsson, Kristinn, Kolbeinn, Stew-
art, Sigmar, Erlendur, allir þessir
leikmenn áttu skínandi leik.
Njarðvíkingar hafa átt í miklu
basli með ÍR-inga í vetur og er það
sennilega vegna þess að IR-ingar
hafa vit á að taka lífinu með ró og
láta Njarðvíkinga ekki ráða ferðinni.
Ekki er hægt að segja að UMFN hafi
leikið illa að þessu sinni, þetta var
bara ekki þeirra dagur. Ted Bee átti
mjög góðan leik og skoraði meira en
oftast áður. í fyrri hálfleik skoraði
hann meira en helming stiga UMFN.
Þá voru Gunnar Þorvarðarson og
Úlfarnir áfram
NOKKRIR leikir fóru fram í
ensku knattspyrnunni í gær-
kvöldi. Úrslit þeirra helstu urðu:
BIKARKEPPNIN:
Shrewsbury — Wolves 1—3
1. DEILD:
Ipswich — Coventry 1—1
Liverpool — Everton 1—1
Middlesbr. — Derby 3—1
2. DEILD:
Burnley — Luton 2—1
Notts Ct — Sheff. Udt 4—1
Geir Þorsteinsson mjög góðir í síðari
hálfleik eftir daufan fyrri hálfleik.
Guðsteinn stóð sig mjög vel í vörn-
inni og lét bakverði IR-inga svo
sannarlega hafa fyrir því að taka
knöttinn upp völlinn. Þá átti Brynjar
Sigmundsson mjög góðan leik þær
fáu mínútur sem hann var með í
lokin.
Stigin fyrir ÍR: Jón Jörundsson 24,
Paul Stewart 23, Kolbeinn 14, Krist-
inn 12, Sigmar Karlsson 11,
Erlendur Markússon 6 og Stefán
Kristjánsson 2.
Stigin fyrir UMFN: Bee 39, Gunn-
ar 19, Geir 18, Jónas 7, Brynjar 6,
Guðjón, Guðsteinn og Júlíus 2 hver.
Dómarar voru Þráinn Skúlason og
Guðbrandur Sigurðsson og voru
þeim nokkuð mislagðar hendur að
þessu sinni.
ÁG
• Hördur Harðarson stöðvaður
með hamagangi og átökum ef
marka má svipinn á kappanum.
Viðar hefur meiri áhuga á boltan-
um.
Ljósm.: Krístján.
Sjö mörkum undir
unnuþó27
HAUKAR unnu FH í 1. deild ís-
landsmótsins í handbolta í gær-
kvöldi með 27 mörkum gegn 25. Og
það eftir að hafa verið 7 mörkum
undir snemma í síðari hálfleik.
Þetta var ótrúlegur leikur, eftir að
hafa haft góða forystu framan af,
síðast 8—6, skoruðu FH-ingar síð-
ustu 7 mörk fyrri hálfleiks og höfðu
því yfir, 13—8, í hálfleik. Ekki nóg
með það, heldur skoruðu þeir einn-
ig tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks
og komust þannig í 15—8. Það var
ýmislegt furðulegt við þennan leik,
t.d. skoraði Ólafur Jóhannesson í
Haukum ekki eitt einasta mark í
fyrri hálfleik og bar þá lítið sem
ekkert á kappanum. I síðari hálf-
leik skoraði hann hins vegar 10 af
19 mörkum Hauka!
Þegar staðan var orðin 15—8,
hefði mátt ætla, að hið reynda lið
FH væri komið með unninn leik.
Ekki síst vegna þess, að Haukar
höfðu langtímum saman fram að því
leikið nákvæmlega eins og í bikarleik
liðanna fyrir skömmu, eða eins og
byrjendur. Fjöldi sendinga og skota
fóru víðs fjarri áætlaðri leið og
maður beið næstum eftir því að Kalli
með videotækið yrði skotinn niður úr
FH vann „derbíió“
pp'
FH OG HAUKAR áttust við í 1.
deild kvenna í Firðinum í gær-
kvöldi og vann FH góðan sigur,
14—12, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 8—6 fyrir Hauka.
Haukadömurnar virtust hafa hvflt
sig cinum of vel í leikhléi, þvf að
þær virtust eitthvað syf jaðar í þeim
síðari. Var leikur liðsins þá fálm-
kenndur og sóknarleikurinn bit-
laus, en allt hafði þetta verið í góðu
lagi f fyrri hálfleik og komu Hauk-
ar FH-stúIkunum þá f opna skjöldu.
Þrátt fyrir góðan leik Hauka í
fyrri hálfleik, hafði FH forystu
framan af síðari hálfleik, síðast
6—4. Haukar skoruðu síðustu 4
mörkin fyrir hlé og náðu góðri
forystu. Leikurinn var annars í fyrri
hálfleik fjörugur og furðu vel leikinn
á köflum.
Katrín Danivalsdóttir nennti
þessu gutli ekki í byrjun síðari
hálfleiks og skoraði þrjú mörk í röð.
Anna Gunnarsdóttir bætti öðru við
og Haukar voru með það sama
sigraðir.
Katrín átti stórleik hjá FH, en í
heild leik liðið mjög bærilega og
Katrín fékk góða aðstoð við að skora.
Guðrún Aðalsteinsdóttir var einna
sterkust Hauka, en máttarstólparnir
Margrét Theodórs og Halldóra
Matthiesen voru víðs fjarri sínu
besta.
Mörk Hauka: Guðrún 4, Margrét 3,
Halldóra 2, Björg, Sjöfn og Hlín 1
hvor.
Mörk FH: Katrín 7, Kristjana og
Sigrún 2 hvor, Anna, Hildur og
Svanhvít 1 mark hver.
Ólafur Steingrímsson og Gunnar
Kjartansson dæmdu vel.
- gg.
Jafntefli
ÞÓR í Vestmannaeyjum og Þróttur
gerðu í gærkvöldi jafntefli, 16—16 í
2. deild Islandsmótsins í handknatt-
leik. Fór leikurinn fram í Eyjum og
var staðan í hálfleik 11—6 fyrir
Þrótt. Nánar í Mbl. á morgun.
hreiðri sínu. En Ólafur Jóhannesson
var ekki af baki dottinn, hann tók að
skora mörk úr ótrúlegustu færum og
dreif það Haukaliðið áfram. Fór svo
að FH-ingar töpuðu öllum tökum á
leiknum og var skyndilega orðið
jafnt 19—19 þegar 13 mínútur voru
til leiksloka. Þá virtist hins vegar
allur vindur vera úr Haukum og
FH-ingar skoruðu 3 mörk í röð. Það
var hins vegar enginn vindur úr
Ólafi Jó og reif hann Haukana upp á
ný og en var jafnt þegar rúmar 3
mínútur voru til leiksloka, 23—23,
síðan 24—24. Sigurður Aðalsteinsson
og Ólafur skoruðu hins vegar þá tvö
mörk og of lítill tími var fyrir
FH-inga til að laga stöðuna, Hauka-
sigur 27—25 og allt ætlaði að verða
brjálað í íþróttahúsinu í Hafnarfirði.
Lét nærri, að annar hver maður í
Haukaliðinu væri tolleraður, meðan
aðrir hoppuðu eins og kengúrur um
allt gólf! Og Haukar hefndu þar
einnig tapsins í kvennaleiknum á
undan.
Haukarnir voru furðulegir í leikn-
um, byrjuðu vel, en áttu síðan
skelfilegan kafla meiri hluta fyrri
hálfleiks og aðeins fram í þann
síðari. Var þá sem knötturinn væri
handsprengja í höndum þeirra en
ekki leðurtuðra. Þetta breyttist þó á
ótrúlegan hátt. Ólafur Jóhannesson
var sem hamskiptingur í síðari
hálfleik og sýndi þá að það þarf
hvorki krafta né rosalega líkams-
stærð til að ná langt. Að öðru leyti
ætti varla að tína nokkurn úr sem
bar af, allir lögðust á eitt, eftir að
hafa leikið illa um hríð. Andrés
Hörður og Ólafur markvörður (á
lokakaflanum) áttu t.d. góða spretti.
Sverrir Kristinsson markvörður
FH átti stórleik þrátt fyrir að fá á
sig 27 mörk. Hann varði 17 skot og
með slíkan markvörð að baki sér var
lélegt hjá FH að halda ekki fengnu
forskoti. Sverrir var síðan útilokaður
úr leiknum skömmu fyrir leikslok
fyrir gróft brot á Andrési. Geir sýndi
að venju mjög góðan leik, en hans
var vel gætt í síðari hálfleik og naut
sín þá ekki eins vel og fyrr í leiknum.
Þá áttu Janus og Guðmundur Arni
góða leikkafla. Flestir stóðu sig hins
vegar vel þegar vel gekk í fyrri
hálfleik.
í STUTTU MÁLI:
Islandsmótið 1. deild: Haukar —
FH 27-25 (8-13)
MÖRK HAUKA: Ólafur Jóhannes-
son 10 (2 víti), Hörður Harðarson 8
(3 víti) Sigurður Aðalsteinsson, Þór-
ir Gíslason, Jón Hauksson og Andrés
Kristjánsson 2 mörk hver, Ingimar
Haraldsson 1 mark.
MÖRK FH: Geir Hallsteinsson 8 (2
víti), Guðmundur Magnússon og
Janus Guðlaugsson 4 hvor, Guð-
mundur Árni 3, Viðar Símonarson 3,
Kristján Arason 1 mark.
BROTTREKSTRAR: Janus í 2 mín.
Sverrir útilokaður og Ólafur Jóhann-
esson í 2 mín.
MISNOTUÐ VÍTI: Ólafur Jóhannes-
son og Jón Hauksson skutu báðir í
marksúlur og Sverrir varði víti
Harðar Harðarsonar.
Leikinn dæmdu þeir Björn Krist-
jánsson og Gunnlaugur Hjálmarsson
mjög vel.
HK tapaói
kærunni!
DÓMSTÓLL HSÍ hefur nú kveðið upp úrskurð í kæru HK á hendur
mótanefndar HSÍ, þar sem mótanefndin úrskurðaði leik HK og Vals á
dögunum tapaðan fyrir HK. þar sem liðið mætti ekki til leiks.
Úrskurður dómstólsins er stutt og laggott á þá leið, að dómstóllinn
staðfestir úrskurð mótanefndar. þ.e.a.s., leikurinn er HK tapaður.
Eins og kunnugt er, neituðu leikmenn HK að mæta til leiksins vegna
þess að þeir töldu að fyrirvarinn sem þeir fengu hefði verið óeðlilcga
stuttur, þannig að liðið gat ekki undirbúið sig sem skyldi. Allt þar til
úrskurður dómstólsins var kveðinn upp, voru HK-menn yfir sig
bjartsýnir að þeir myndu vinna kæruna og leikurinn yrði leikinn
síðar. Nú sitja þeir hins vegar eftir með tapaðan leik án þess að hafa
svo mikið sem mætt til leiks.
Ólafur Aðalsteinn Jónsson sagði í stuttu spjalli við þetta tækifæri,
að þetta væri mjög slysalegt, ekkert mál þessu líkt hefði komið upp
fyrr og það sýndi að nauðsynlegt væri að semja reglur varðandi þessi
mál.
— 88-
Afsakaðu
Bjarni
BJARNI Bessason, handboltamaður í ÍR, er beðinn þrefaldrar
innilegrar afsökunar á því að hann var sagður hafa spýtt út úr sér
vatnsslettu á gólf Laugardalshallarinnar um helgina. Það gerði annar
leikmaður ÍR og beinist því greinin í þriðjudagsblaðinu að honum.
Þarna brcnglaði undirritaður nafni Bjarna við liðsfélaga hans með
ekki ólíku nafni. Þetta voru mannleg mistök sem undirritaður tekur
fulla ábyrgð á, um leið og Bjarni Bessason er beðinn einu sinni enn
afsökunar á þeim óþægindum sem vitleysan kann að hafa valdið
honum.
— gg.