Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 32

Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 32
AUGLÝSINftASIMINN ER: 22480 Jílormmblnöiti jHQgttttiritafrlfr Verzlið sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Skipholti 19 BUDIN simi ^ 29800 MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Ólafur leggur líklega fram frumvarp sitt á morgun: Samkomulagstilraun- irnar f óru út um þúf ur Ráðherrar Alþýðubandalags- ins taldir hafa samið af sér ÚRSLITATILRAUN var gerð á ríkisstjórnarfundi síðdegis í gær til þess að ná samkomulagi um efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhannessonar forsætisráðhcrra, en hún mistókst. Ekkert samkomulag varð um verðbótakafla frumvarpsins og var málið í þeim sama hnút og þegar upp staðið var um miðnætti í fyrrinótt. Eftir fundinn sagði ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, að hann myndi leggja frumvarpið fram á Alþingi á morgun í sínu nafni og yrði það síðan að ráðast á Alþingi, hvort meirihluti væri fyrir frumvarpinu. Ríkisstjórnarfundurinn hófst um klukkan 16 og stóð í röskar tvær klukkustundir. Hann var beint fram- hald af ríkisstjórnarfundi, sem haldinn var í fyrrinótt og lauk um miðnætti. Fyrstir til fundarins í gær komu ráðherrarnir Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds og áttu þeir fyrir fundinn viðræður við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Ráðherrar Alþýðubandalagsins komu til ríkisstjórnarfundarins beint af fundi framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, þingflokks og verkalýðsmálaráðs, sem haldinn var í Þórshamri. Sá fundur hafði hafizt klukkan 11 um morguninn og stóð hann fram yfir upphaf ríkisstjórnar- fundarins. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins fengu það vegarnesti frá fundinum í Þórshamri, að freista þess að koma fram breytingum í þremur liðum á frumvarpinu. í fyrsta lagi áttu þeir að fá svokölluðum olíukafla í verðbóta- kafla frumvarpsins breytt. í öðru lagi áttu þeir að krefjast þess að sú uppsafnaða rýrnun viðskiptakjara, Grjótjötunsmálið: Tveir menn hlutu dóma DÓMUR í Grjótjötunsmálinu var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur í gær. Tveir iögmenn hlutu dóm fyrir að hafa komist yfir 400 þúsund norskar krónur til eigin ráðstöf- unar í sambandi við kaup á sanddæluskipinu Grjótjötni í Noregi árið 1974. Samsvarar þetta um 25 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Var annar þeirra dæmdur í 3 mánaða fangelsi en hinn í 5 mánaða fangelsi og báðir voru sviptir málflutningsréttindum í 3 ár frá birtingu dóms. Sjá dóminn bls. 16 og yfirlýsimtu bls. 3 sem þegar væri orðin, kæmi ekki til framkvæmda og viðskiptakjaravísi- tala færi ekki að mæla verðbætur fyrr en eftir mitt ár 1979. í þriðja lagi krafðist Alþýðubandalagið þess, að ákvæðið um að framfærsluvísi- talan verði sett við 100 við hvern vísitöluútreikning, yrði máð út úr frumvarpinu. Ráðherrar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks féllust ekki á þessar kröfur, enda hafði Alþýðuflokkurinn eða flokksstjórn hans gefið ráðherr- um sínum fyrirmæli um að engar breytingar skyldu verða á frumvarp- inu. Að loknum ríkisstjórnarfundinum sagði Benedikt Gröndal, að alþýðu- flokksmenn stæðu einhuga að frum- varpinu í þeirri mynd, sem forsætis- ráðherra hefði búið það, og væru ekki til viðtals um breytingar. Vildu alþýðuflokksmenn að frumvarpið yrði lagt fram hið fyrsta en það fæli í sér viðnám gegn verðbólgu, sem alla tíð hefði verið markmiðið og nokkra kaupmáttaraukningu. Ragn- ar Arnalds var fámáll, er hann fór af fundi, kvað ríkisstjórnina tóra en enga lausn hafa fengizt á ágrein- ingnum innan hennar og væru því málin öll í hnút. Á framkvæmdastjórnarfundi Al- þýðubandalagsins kom greinilega fram að því er Morgunblaðið hefur haft spurnir, að ráðherrarnir höfðu á laugardag gjörsamlega samið af sér innan ríkisstjórnarinnar. Á fundinum var reynt að leita að lausn til þess að bjarga ríkisstjórninni og bar Ragnar Arnalds fram tillögu um að forystu Alþýðusambands íslands yrði falið að óska viðræðna við Ólaf Jóhannesson um verðbótakafla frumvarpsins, þar sem hún leiddi ráðherra fyrir sjónir, hver væri vilji ASÍ. Snorri Jónsson mun hafa hafn- að þessari tillögu algjörlega og sagt að forysta ASI gæti ekki óskað viðræðna við forsætisráðherra um skerðingu launa. Hins vegar kvað hann forystu ASÍ ekki myndu neita að ræða við forsætisráðherra, ef ráðherrar Alþýðubandalagsins gætu fengið Ólaf Jóhannesson til þess að óska viðræðna við forystu ASI. Ráðherrar Alþýðubandalagsins reyndu að knýja fram breytingar á verðbótakafla frumvarps Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra en hann var fastur fyrir. Efri myndin er af forsætisráðherra, en á hinni neðri eru: Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. — Ljósm. Mbl: ól.K.M. Rikissaksóknari gefur út ákæru á hendur Hauki Heiðar: Keypti verðbréf af fjárfest- ingarfyrirtækjum í Sviss RÍKISSAKSÓKNARI gaf í gær út ákæru á hendur Hauki Ileiðar fyrrverandi deildarstjóra ábyrgða- deildar Landsbanka íslands fyrir að draga sér tæpar 51.5 milljónir króna í bankanum á tímabilinu nóv. 1970 til ágústloka 1977. Enn- fremur er hann ákærður fyrir skjalafals og bi*ot í opinberu starfi. I ákæruskjali kemur fram á hvern hátt Haukur Heiðar framkvæmdi brot sín í bankanum með fölsun og rangfærslu skjala og ennfremur hvernig hann kom peningunum í gegnum færslukerfi bankans án þess að eftir því væri tekið með þeim hætti að koma í veg fyrir að bera mætti saman færsluskjöl bankans annars vegar og skjöl þau, sem firmanu Einar Ásmundsson Im- Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisstjóm, sem afhjúpað hef- ur getuley si sitt, á að fara frá „SAMKVÆMT þeim fréttum, sem mér hafa borizt af úrslitum ríkis- stjórnarfundar, þá hefur ríkis- stjórnin formlega gefizt upp við að stjórna landinu og móta tillög- ur til Alþingis um að setja lands- mönnum lög,u sagði Geir Hall- grimsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ríkisstjórn, sem þannig hefur formlega og opin- berlega afhjúpað getuleysi sitt, á auðvitað að fara frá.“ Morgunblaðið spurði þá Geir Hallgrímsson, hver yrði afstaða Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra, þegar hann legði það fram, líklegast á fimmtudag. Geir kvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa fengið frumvarpið í hendur sem trúnaðarmál. „Misjöfnum sögum fer af því, hvort það verður borið fram í þeirri mynd, sem við höfum fengið það í hendur, eða breyttri og því getum við ekki á þessari stundu kveðið upp úr um það, hver afstaða okkar er til þess — þó vil ég taka það skýrt fram að mörg ákvæði frumvarpsins eru þess eðlis, að Sjálfstæðisflokkur- inn getur aldrei samþykkt þau, þótt inn á milli séu ákvæði, sem til bóta horfa. Frumvarpið í heild sinni skiptir litlu eða engu máli í baráttunni við verðbólguna. Það er í senn útvatnað og án stefnu- mörkunar eins og okkur hefur verið birt það. Það er yfirgnæf- andi umbúðir en lýtur ekki að efni málsins, nema að litlu leyti." Þá spurði Morgunblaðið, hvort formaður Sjálfstæðisflokksins teldi stjórnarflokkana geta náð saman um ágreiningsefni sín á meðan frumvarpið fær þinglega meðferð. Geir Hallgrímsson sagði: „Það má vel vera að þessir flokkar leiti þess ráðs og að þessir síðustu atburðir séu aðeins enn nýtt sjón- arspil í ósamkomulagi og getuleysi stjórnarflokkanna, en hvort sam- komulag verður reist á rústum stjórnarsamstarfsins eins og það lítur út núna, þá breytir það engu um heildarmyndina, að af hendi þessarar stjórnar er ekki neinna jákvæðra hluta að vænta.“ port/Export var afhent hins vegar, en þá afhendingu annaðist Haukur Heiðar sjálfur, sem var óvenjulegt í bankanum. Haukur Heiðar lét starfsfólk ábyrgðadeildar reikna út ábyrgðir fyrrgreinds firma, sem hann notaði við svikin og lét síðan senda skjölin frágengin til gjaldkera, sem síðan greiðslustimplaði þau. Fékk hann svo frumritin aftur í hendur og rangfærði þau eða bjó til ný skjöl og bjó þannig til mismun, sem hann lét skuldfæra á reikninga firmans Einar Ásmundsson Import/Export. Þá upphæð sem þarna myndaðist og er upphæð sú sem fjárdrættinum nemur notaði Haukur Heiðar annað- hvort til þess að greiða ábyrgða- skuldir annarra óskyldra fyrirtækja, Dósagerðarinnar, Bláskóga og Ólafs- fells eða hann flutti peningana úr landi í yfirfærslukerfi bankans undir fölsuðum ábyrgðanúmerum og lét leggja þá þar inn í banka. Pening- ana, sem hann notaði til að greiða skuldir fyrrnefndra þriggja fyrir- tækja og veitti þeim þannig í raun og veru lán, fékk hann endurgreidda beint til sín ásamt vöxtum en pen- ingana, sem fluttir voru úr landi notaði Haukur Heiðar aðallega til að kaupa verðbréf af fjárfestingarfyrir- tækjum í Sviss og nemur innlausnar- verð bréfanna nálægt 30 milljónum króna í dag. Hefur verið um það samið að Landsbankinn fái þessi bréf. Sjá „Engin tengsl dcildarstjórans...“ á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.