Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 4

Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Útvarp í dagkl. 15.00: Alþ jódabaráttudagur kvenna Á dagskrá útvarps kl. 15.00 I dag er þátturinn „Hlið við hlið“ í umsjá Þórunnar Gestsdóttur. Þórunn sagði, að þátturinn væri helgaður alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. marz, og væri uppbygg- ing hans þverpólitísk. Fram kæmu 10 konur með ólík sjónarmið. Þær, sem kæmu fram, væru Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur, sem segði frá þjóðlífi í Reykjavík um og eftir síðustu aldamót, Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenrétt- indafélags íslands segði frá tilurð og framgangi félagsins, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir fjallaði um „starfshópinn 8. marz“, Dagný Kristjánsdóttir og Margrét Rún Guðmundsdóttir ræddu um Rauð- sokkahreyfinguna. Einnig verður stutt viðtal við Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur. Unnur Ágústsdóttir segir frá Bandalagi kvenna í Reykjavík. Rætt verður við Guðrúnu Erlendsdóttur formann Jafnréttisráðs og Sigríði Ásdísi Snævar fulltrúa í utanríkisráðu- neytinu. Að lokum mun Björg Einarsdóttir flytja stutta hugleið- ingu um jafnstöðu karla og kvenna. Þátturinn er einnar klukkustundar langur. Myndin er tekin hinn sögufræga dag á kvennaári, 24. okt., 1975. Sjónvarp í kvöld kl 20.30: Gagn og gaman Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld verður þátturinn „Gagn og gaman“ í umsjón Gests Kristinsson- ar og Valgerðar Jóns- dóttur. Þetta er starf- fræðsluþáttur og verða þar kynnt störf kennara og lögregluþjóna. I sjónvarps- sal verður með stjórn- endunum hópur unglinga, sem leitar svara við spurn- ingum, er vakna hjá þessum aldursflokki, þegar velja skal lífsstarf. Víghólaflokkurinn skemmtir með léttri tón- list á milli atriða. Sjónvarp mánudag kl. 21.00: „Markleiðir og dularmögn jarðar” „Markleiðir og dularmögn jarðar“ nefnist þáttur í sjónvarpi er hefst kl. 21.00 á mánudags- kvöld. Fjallar þessi mynd, sem er brezk, um hina dularfullu stein- hrings í Stonehenge og víðar á Englandi. Talið er, að mannvirki þessi hafi verið reist fyrir um fimm þúsund árum. Að sögn Inga Karls Jóhannessonar, sem er þýðandi og þulur, má segja um þessa mynd, að hún boði ný viðhorf til hugkvæmni og þekking- ar steinaldarmannsins, t.d. í sam- bandi við gerð verkfæra o.fl. Fjallað er um mælingakerfi, sem virðist hafa verið notað á þessum tíma til mælinga á gangi himin- tungla. Þetta kerfi felst aðallega í tvennu. I fyrsta lagi svokallaðar markleiðir, en það eru eiginlega línur, sem dregnar eru á milli stórra steina og mynda þannig flókið kerfi, sem liggur þvert og endilangt víða um England og má einnig finna í Frakklandi. Annars vegar steinhringir, sem hafa haft sérstakt gildi við stjarnfræðiút- reikninga og vafalaust helgi- athafnir í sambandi við það. Einnig má nefna, að menn hafa fundið út úr þessu hreina Pyþagoras-þríhyrninga, sem eru í raun ennþá eldri en Pyþagoras sjálfur. Ingi sagði það athyglisvert, að þetta væri beinlínis í fullu sam- ræmi við kenningar Einars Páls- sonar, sem hefur skrifað nokkrar bækur um þessi efni hann telur sig hafa fundið þetta kerfi hér á landi, sbr. sögusvið Njálu og Þing- velli o.fl. Að lokum sagði Ingi, að ef á þessu fengjust vísindalegar sann- anir þá yrði hróflað rækilega við fyrri hugmyndum um „sögulegar staðreyndir" steinaldarmenn- ingarinnar. Þessi mynd er írá kvikmyndun myndarinnar „Markleiðir og dular mögn jarðar„. Útvarp Reykjavík SUNNUD4GUR 25. marz 8. Fréttir. 8.05 Morgunandvakt Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. 8.35 Létt morgunlög Pro-Arte-hljómsveitin leikur létta brezka tónlist; George Weldon stj. 9.00 Hvað varð fyrir valinu? „Enn er liðinn langur vetur“, kaflar úr tveimur skólaslitaræðum eftir Þórarin Björnsson skóla- meistara. Séra Bolli Gústavsson f Laufási les. 9.20 Morguntónleikar a. Sinfónía nr. 8 í d-moll eftir William Boyce. Kammersveitin í Wiirttemberg leikur; Jörg Faerber stj. b. Divertimenti fyrir flautu og gítar eftir Vincenzo Gelli. Toke Lund Christiansen og Ingolf Olsen leika. c. Konsert í C-dúr fyrir mandolín og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi. Takashi Ochi leikur með Kammersveit Pauls Kuents. d. Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Joseph Haydn. Sinfóníu- hljómsveitin í Vín leikur; Hans Swarowsky stj. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti Tónlistarþáttur í umsjá Guðmundar Jónssonar píanóleikara. 11.00 Messa í Neskirkju Prestur: Séra Guðmundur óskar ólafsson. ' Organleikari: Reynir Jónas- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Þættir úr nýjatesta- mentisfra>ðum Kristján Búason dósent flytur annað hádegiserindi sitt: Textarannsóknir á þess- ari öld. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá Tsjaíkovskýkeppninni í Moskvu 8.1. sumar. a. Boris Petroff frá Sovét- ríkjunum leikur píanóverk eftir Skrjabín, Liszt og Tsjaíkovský. b. Stephan - Spiewok frá Austur-Þýzkalandi syngur lög eftir Puccini, Tsjaíkovský og Strauss. c. Dylana Jensson frá Bandaríkjunum leikur fiðlu- lög eftir Tsjaíkovský og Brahms. d. Marianna Cioromila frá Rúmeniu syngur lög eftir Zhora, Tsjaíkovský og Bizet. 15.00 Hlið við hlið Dagskrárþáttur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Umsjón: Þórunn Gestsdóttir. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tónskáldakynning: Jón Nordal Guðmundur Emilsson sér um fyrsta þátt af fjórum. 17.10 Endurtekið efni: „Ekki beinlínis“, rabbþáttur í ' léttum dúr Sigríður Þorvaldsdóttir leik- kona talar við Friðfinn ólafsson forstjóra, Gunnar Eyjólfsson leikara og í síma við Hjört Hjálmarsson spari- sjóðsstjóra á Flateyri. (Aður útv. 12. des. 1976). 17.50 Pólsk samtímatónlist; — III. Flytjendur: Halldór Haraldsson, Hljómeyki, Guð- finna Dóra Ólafsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir, Kristín ólafs- dóttir, Rut L. Magnússon, Guðmundur Guðbrandsson, SUNNUDAGUR 25. mars 17.00 Húsið á sléttunni Sautjándi þáttur. Sirkuseig- andinn Efni sextánda þáttar: Frú Olesen, kaupmannsfrú í Hnetulundi, fær Kötu Þor- valds, frænku sína. í heim- sókn. Hún meiðist, þegar hún stígur úr vagninum, og Baker læknir gcrir að meiðslum hennar. Það verður ást við fyrstu sýn og lækninum finnst hann eins og nýr maður. Allt virðist ganga að óskum þar til Baker verður ljóst, að í rauninni er stúlkan alltof ung fyrir hann. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Þráinn Bertelsson. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.30 Gagn og gaman Starfsfræðsluþáttur Kynnt verða störf kennara og lögregluþjóna. Umsjónarmenn Gestur Kristinsson og Valgerður Jónsdóttir og spyrjendur með þeim hópur unglinga. Víghólaflokkurinn skemmt- ir milli atriða. Stjórn upptöku Örn Ilarðar- son. 21.35 Rætur Tólfti og síðasti þáttur. Efni ellefta þáttar: Suðurríkjamenn tapa styrj- öldinni og þrælahaldi lýkur. Fjölskylda Toms ákveður að vera um kyrrt. Hvítir öfga- menn sætta sig ekki við úrslitin. Þeir bindast sam- tökum um að kúga negrana og brenna uppskeru þeirra. Harvay getur ekki haldið býlinu. Brent tekur við um- sjón þess og reynir að þvinga negrana til að vera kyrrir. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Alþýðutónlistin Fimmti þáttur: Blues Meðal þeirra sem sjást í þættinum eru Paul Óliver, Ray Charlcs, Bessie Smith, Muddy Waters, Lcadbelly, Billy HoIIiday og B.B. King. Þýðandi Þorkell Sigur- björnsson. 23.15 Að kvöldi dags Séra Árni Pálsson, sóknar- prestur í Kársnespresta- kalli, flytur hugvekju. 23.25 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 26. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.00 Markleiðir og dular- mögn jarðar. Bresk mynd um hina dular- fullu steinhringa f Ston- henge og víðar á Englandi, en talið er að mannvirki þessi hafi verið reist fyrir um fimm þúsund árum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.50 Töfrar. Breskt sjónvarpsleikrit eft- ir Brian Thompson. Leikstjóri Mike Newell. Aðalhlutverk June Barry, Tina Marian, Dave King og Max Wall. Ung stúlka. Honey, vinnur í kexverksmiðju. Framtíðar- horfurnar eru ekki sérlega bjartar, og hún lætur inn- rita sig í tískuskóla í von um bctri tíð. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.40 Dagskrárlok. Sigurður Bragason, Ilalldór Vilhelmsson og Rúnar Einarsson. a. Tólf lítil píanólög (þjóð- lög) eftir Witold Lutoslawski. b. Þrjú sönglög eftir Andrzej Koszewski. — Kynnir: Atli Heimir Sveinsson. — 18.15 Harmonikulög. Franco Scarica leikur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Rabbþáttur. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur f útvarpssal. Stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriksson. 20.30 Tryggvaskáli á Selfossi; — sfðari hluti. Gunnar Kristjánsson tók saman. Rakin verður saga hússins og rætt við Brynjólf Gfslason, Jón B. Stefánsson og Hafstein Þorvaldsson. 21.05 Fiðluleikur. Arthur Grumiaux leikur vinsæl fiðlulög. Istvan Hajdn leikur á pfanó. 21.25 Söguþáttur Umsjónarmenn: Broddi Broddason og Gísli Ágúst Gunnlaugsson. í þættinum er fjallað um stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949 og inngöngu íslendinga f það. 21.50 Þýzki orgelleikarinn Helmut Walcha leikur Tríósónötu nr. 3 í d-moll eftir Bach. 22.05 Kvöldsagan: „Ileimur á við hálft kálfskinn“ eftir Jón Helgason Sveinn Skorri Höskuldsson lcs (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Við uppsprettu sfgildrar tónlistar 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjá nánar bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.