Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Ljósm. Kristján „Sameiginlegt áhugamálHafn- fírðinga að vemda Hamarinn” Mikið er rætt um skipulagsmál í Háínaríirði um þessar mundir, virðist í uppsiglingu deilumál vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda emhætta hæjarfógeta Hafqarfjarðar og Skattstofu Reykjanesumdæmis. Bæjarráð hefur samþykkt að heimila hyggingu húsnæðis fyrir þessar stofnanir á lóðum við Suðurgötu og verður væntanlega fjallað um það mál í bæjarstjórn fljótlega eftir helgi. I umræðum manna á meðal er bent á hið sérstæða bæjarstæði Hafnarfjarðar og rætt um Fjörðinn, hraunið og ekki sízt Hamarinn, sem setja svip sinn á bæinn og eru margir þeirra skoðunar að nýbygging við Suðurgötu skyggi á og skemmi útsýni að og frá Hamrinum. Morgunblaðsmenn voru á ferli á Hafnarfirði í fyrradag og áttu viðtöl við Hafnfirðinga um þessi mál og var mikið um þau talað hvar sem var komið. Höfðu menn á orði að símalínur til hæjarfulltrúa hefðu verið uppteknar síðustu daga eftir að grein Einars Þ. Mathiesen birtist íMbl. sl. fimmtudag. Fara sjónarmið nokkurra Hafnfirðinga hér á eftir: Ekki stórmál ennþá — Þetta mál er nú svo nýtil- komið að það er ekki ennþá orðið að neinu stórmáli og ekki er búið að kynna það almenningi, sagði Sveinn Jónsson þar sem við hittum hann að máli hjá Rásverki, — en hins vegar er við því að búast að það verði að eins konar Seðlabankamáli, því áreiðanlega verður það að hita- máli, heldur Sveinn áfram. Finnst þér að nýta ætti umræddar lóðir fyrir nýbygg- inguna? — Eg held að það sé þegar búið að Ioka nóg af þarna við Hamarinn og um það eru áreiðanlega allir sammála. Mætti í því sambandi aðeins minnast á Dvergshúsið sem þarna er stærst vestan í Hamrinum og hefði ekki átt að rísa. Þess vegna finnst mér að þessar lóðir við Suðurgötu mættu standa áfram óbyggðar og væri fremur ástæða til að nýta þær undir græn svæði. Sveinn kvaðst ekki vera „innfæddur" Hafnfirðingur, en hinsvegar væri kona sín það og hefði hann kynnt sér nokkuð þessi málefni. Hann var að því spurður hvar hægt yrði að stað- setja skattstofu og fógetaem- bættisskrifstofu: — Norðurbærinn er að verða svo mikið þjónustusvæði að vel mætti hugsa hér að hafa umræddar stofnanir þar og jafn- vel væri ekki óhugsandi að ^kattstofan væri í námunda við 'Reykjanesbraut þar sem hún þjónar allri byggð suður með sjó. Hins vegar er ég ekki jafn hrifinn af þeirri hugmynd að byggja hús sem þetta við Fjarðargötu. Gott að losna við ljótt hús Þarna í nágrenninu var Skúli Valtýsson við störf hjá Glerborg og var einnig leitað álits hans á byggingarhugmyndum við Hamarinn: — Mér finnst helzt koma til greina að byggja umrætt hús á lóðinni nr. 14 við Suðurgötu þar sem Ásmundarbakarí er nú og það rifið fremur en að fylla upp skarðið sem nú er milli þess og gamla Sýslumannshússins. Hins vegar verður að taka fram að þarna á að setja ströng skilyrði fyrir byggingu og að hún falli vel inn í umhverfið. Að því tilskildu að farið væri að skilmálum um umhverfisviðhorf fyndist mér í lagi að Ásmundarþakarí, þetta gamla, ljóta hús, færi og byggt væri nýtt snyrtilegt hús í stað þess. Ef svo verður breytist lítið varðandi útsýni og umhverfi Hamarsins. En mér finnst ekki heldur svo fráleit staðsetning við ’Fjarðargötuna og þar væri húsið e.t.v. ekki háð svo miklum skil- yrðum sem á hinum staðnum. Mér finnst rétt að reyna í lengstu lög að finna þessari byggingu stað í miðbænum, því þar er orðin hefð að stofnanir sem þessar séu í miðbæjarkjarn- anum, sagði Skúli Valtýsson að lokum. Taka þarf tillit til umferðar — Ef hægt verður að staðsetja húsnæði embættisskattstjóra og. bæjarfógeta á lóð Ásmundar- bakarís, sem þá færi burtu, álít ég að byggingin væri í lagi, en það er auðvitað háð því að samningar náist við eigendur bakarísins, sagði Þór Gunnars- son, sem rætt var við hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar. — Hins vegar er ekki hægt að kaupa Ásmundarbakarí á hvaða verði sem er, hér er um ónotað húsnæði að ræða og gamalt og ekki haft til neinna sérstakra nota. — Varðandi staðsetninguna má segja að talsvert erfitt er að velja stofnunum þessum nýjan stað hér í miðbænum ef menn vilja halda sér við það, því þeim fylgir mikil umferð og þess vegna verður að gera ráð fyrir bílastæðum bæði fyrir starfsfólk og þá sem eiga erindi við þær. Það er margt sem mælir með því að stofnanirnar séu við miðbæinn, fólk á erindi í verzlanir og fyrirtæki í grennd- inni og vill gjarnan geta afgreitt þessi mál á sama stað. Ef reist verður nýttskrifstofu húsnæði hér við miðbæinn verður að íhuga vel hvernig leysa á umferðavandann, því nú þegar annar gatnakerfi miðbæjarins vart þeirri umferð sem þar er á háannatímum dagsins. Virðist eins og nátttröll — Mér er ekki um það gefið að þarna komi eitthvert stórt stein- hús sem gnæfir yfir umhverfi sitt eins og nátttröll og ég hélt að mönnum dyt^bara ekki í hug að byggja svo *órt hús þarna sem hugmyndir eru uppi um, sagði Magnús Jónsson vélstjóri hjá Norðurstjörnunni. — Ég hefi það einhvern veginn á tilfinningunni að sjálfumglaðir veðurvitar ætli sér að ráðskast með þennan blett og ég vil benda mönnum á að íhuga að margt aðfluttra manna kemur hér við sögu, en mér finnst að Hafn- firðingar eigi að fá að ráða því hvernig fer með svo viðkvæma staði sem þarna er um að ræða. Mér finnst ljóst að með því að byggja skrifstofuhúsnæði milli Asmundarbakarís og gamla Sýslumannshússins verði byrgð útsýn til Hamarsins og frá honum að nokkru leyti. —Einnig má benda á, að verði Sveinn Jónsson Skúli Valtýsson Þór Gunnarsson Erna Fríða Berg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.