Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 29 árgerðirnar frá okkur Range Rover Flaggskip bílaflotans frá okkur. Þennan bíl þarf ekki að kynna. Hann hefur gert það sjálfur á holóttum vegum, í torfærum og á borgarstrætum. Fullkomnasti „jeppi“, sem framleiddur er í heiminum. Land Roven Allt frá árinu 1947 hefur Land Rover veriö helsta dráttardýr og flutningatæki í sveitum landsins. Þolgóður og traustur og einn þarfasti þjónninn. Rover 3500: Vandaðasti bíllinn á markaðnum. Nánast tækniundur og það er hreinn unaður aö aka honum. Þetta er bíll hinna vandlátu. Austin Mini: Þetta er bíll nútíöar og framtíðar í orku- kreppu. Fáir standast honum snúning í borgarumferð- inni. Og eyðslan er svo lítil að hæfir buddu hvers einasta manns. Allegro: Allegro er fyrir þá, sem vilja fá mikið fyrir peningana. Með framhjóladrifi og frábærri fjöörun er hann traustur í vetrarakstri og á malarvegum. Snar í snúningum í borg og bæjum. Allegro Station: Við bendum bara á hinn venjulega Allegro. Þessi hefur meiri flutningsgetu. Allegro er að verða sá vinsælasti á markaönum. R STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 — SÍMI83104- 83105 Spassky efstur, þrátt fyrir blinda blettinn Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem fyigst hefur með skákfréttum á undanförnum árum hversu skákviðburðum hefur fjölgað geysilega. Fyrir 20—30 árum voru aðeins haldin sárafá alþjóðleg skákmót á hverju ári og voru þau þá oftast hefð- bundnir viðburðir svo sem Ólympíumót eða liðir í heims- meistarakeppninni, að ógleymdum frægum mótum, svo sem hinu árlega jólaskák- móti í Hastings. Nú er hins vegar komið svo, að árlega eru haldnir tugir alþjóðlegra skákmóta á ári hverju og nú eru mótin einnig orðin sterkari en áður. Skák- mótið í Bugojno í Júgóslavíu er t.d. af mörgum talið sterkasta skákmót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Nýlega lauk í' Miinchen í V-Þýzkalandi einu slíku stórmóti. Meðal þátttakenda voru þeir Anatoly Karpov, heimsmeistari, og Boris Spassky fyrrum heimsmeistari, auk sterkra stórmeistara á borð við þá Balashov, Hiibner og Andersson. Þá var mótið sérstaklega forvitnilegt fyrir okkur íslendinga því að báðir stórmeistarar okkar. þeir Guðmundur Sigurjónsson og Fiðrik Ólafsson voru með, en þeir hafa ekki verið með í móti síðan á Ólympíumótinu. Aðstendendum mótsins og öðrum skákáhugamönnum til sárra vonbrigða kom þó babb í bátinn er keppnin var nýhafin. Tveir þátttakenda neyddust til þess að hætta keppni, þer Karpov, sem varð að hraða sér heim til Leningrad vegna mjög alvarlegrar veikinda föður síns og ungverski stórmeistarinn Adorjan, sem veiktist. Aðrir þátttakendur héldu þó áfram keppni eins og ekkert hefði í skorist, en mótið var samt ekki nema svipur hjá sjón, þar sem aðeins voru tefldar sex skákir í hverri umferð eftir- leiðis. eftir MARGEIR PÉTURSSON Framan af hafði Boris Spassky forystuna, en í tíundu umferð henti hann stórslys í skák hans við þjóðverjann Lieb: Hvítt: Lieb (V-Þýzkalandi) Svart: Spasski (Sovétríkjunum) Vínar tafl 1. e4 - e5, 2. Rc3 -Rf6 - 3. Bc4 - Rc6, (Afbrigðið 3 ... Rxe4!? 4. Dh5 leiðir til skemmtilegrar svipt- inga) 4. d.3 - Bc5, 5. f4 - d6, 6. Ra4 Það skiptust á skin og skúrir hjá Spassky á Miinchen-mótinu. Hann var lengi vel efstur. en mátti að lokum þakka fyrir að hljóta efsta sætið á stigum. Blindi blettur- inn í auga hans kostaði hann að öllum líkindum skákina við Lieb. — Bxgl, 7. Hxgl — Rg4, 8. g3 — exf4, 9. Bxf4 — Rxh2?? (Hreint og beint ótrúlegt yfirsjón hjá fyrrverandi heims- meistara. Spassky hefur væntanlega þann vafasama heiður að vera eini skákmaður- inn sem borið hefur heims- meistaratign sem hefur leikið af sér manni i níunda leik. Eftir 9 ... Rge5 hefði svartur haft ágæta stöðu og skýringin á afleiknum getur aðeins verið blindi bletturinn í auga Spasskys) 10. Dh5 - Já svona einfalt var nú það. Svartur getur nú ekki bæði varið mátið á f7 og valdað riddarann á h2. Spassky barðist áfram vonlítilli baráttu í nokkra leiki, en gafst síðan upp. Eins og gefur að skilja dró mjög af Spassky eftir þennan hrikalega ósigur. V-Þýzki stórmeistarinn Robert Húbner tók nú forystuna og á tímabili leit allt út fyrir heimasigur. En í síðustu umferð lagði Spassky Húbner að velli og taldist þar með sigurvegarinn á mótinu, þar sem hann hafði hæst Sonne- born-berger stig af þeim fjórum sem lentu í efsta sæti. Lokastaðan í mótinu varð þannig: 1—4. Spassky (Sovétríkjunum) 53,50 stig, Balashov (Sovét- ríkjunum) og Andersson (Svíþjóð) 52,25 stig. Hiibner (V-Þýzkalandi) 49,50 stig. Allir þessir hlutu 8 'h vinning af 13 mögulegum. 5. Stean (Englandi) 8 v. 6—7 Robatsch (Austurríki) og Pachman (V-Þýzkalandi) 7 v. 8—9. Friðrik Ólafsson og Unzicker (V-Þýzkalandi) 6 *2 v. 10—11. Guðmundur Sigurjóns- son og Pfleger (V-Þýzkalandi) 6 v. 12. Lau (V-Þýzkalandi) 4 !'2 v. 13. Lieb (V-Þýzkal.) 4 v. 14. Dankert (V-Þýzkal.) 2 v. Óneitanlega hefur árangur þeirra Friðriks og Guðmundar oft verið betri en í þetta sinn. Friðrik hafði eins og kunnugt er engan tíma til undirbúnings, því að það var ekki fyrr en á síðustu stundu að hann féllst á að vera með í forföllum annars stór- meistara. Guðmundur byrjaði á því að gera jafntefli við Karpov, en var síðan svo óheppinn að Karpov hætti og jafnteflið strikaðist út. Ymsum öðrum kom þetta hins vegar vel, t.d. Balashov sem tapaði í annarrri umferð fyrir heimsmeistaran- um. Agætur endasprettur Guðmundar gefur þó vonir um að hann verði í góðu formi á , Lone Pine skákmótinu, sem hefst nú um helgina. Við skulum nú líta á eina stutta og skemmtilega skák frá mótinu: Hvítt: Spassky (Sovétríkjun- um) Svart: Pfleger (V-Þýzkalandi) Caro-Kann vörn 1. e4 — c6, 2. d l - d5.3. Rc3 - dxe4. 4. Rxe4 — Rd7. 5. Bcl — Rgf6. 6. Rxf6+ - exf6?! (Þessi leikur á tæplega við þegar svartur hefur þegar leikið Rb8—d7. Sjálfsagt og eðlilegt var 6 ... Rxf6 7. Re2 - Rb6, 8. Bb3 - Bd6. 9. c4 - Bc7.10. Bf l - 0-0. (Eftir 10 .. ,Bxf4 11. Rxf4 De7+ 12. De2 — Dxe2, 13. Kxe2 á svartur fyrir höndum mjög erfitt endatafl vegna peðameirihluta hvíts á drottn- ingarvæng) 11. Bxc7 — Dxc7.12. c5— Rd7. 13. 0-0 - b6. 14. cxb6 - axb6, 15. Hel - Bb7. 16. Rg3 - Hfe8?. (Mistök sem gefa hvítum kost á að gera út um skákina á mjög skemmtilegan hátt. Rétt var 16.. .g6, því að 17. He7 — Dd6, 18. De2? er hægt að svara með 18.. . Ba6,19. De3 - Re5!) 17. Bxf7+! - Kxf7, 18. Dh5+- g6, (Eða 18 ... Kf8, 19. Dxh7 og svartur á enga haldgóða vörn gegn hótuninni 20. Rf5. T.d. 20.. . Df4 21. Rf5 - Dg5, 22. Dh8+ Kf7, 23. Rd6+ o.s.frv.) 19. Dxh7+ - Kf8. 20. h 1 Svartur gafst upp. Hvíut hótar einfaldlega 21. h5 — gxh5, 22. Rf5. Varnarleysi svarts er algjört Lesendur eru beðnir vel- virðingar á mistökum sem urðu við setningu síðasta skákþáttar. Þar féll niður 40. Leikur svarts: 40.. .dxe5? og skýringin: (40 . . . Df6+!41. exf6 — exfti mát. jt Svartur hefur þó ekki enn misst r endanlega af strætisvagninum) íj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.