Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR 71. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gálginn blasir við Ali Bhutto DamaxkuH, Kairó, Beirut 24. marz AP. ANDREI Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Damaskus í morgun til viðræðna við forystumenn þar um Miðausturlandadeiluna. Utanríkisráðherra Sýrlands fagnaði Gromyko á flugvellinum. Þessi ferð Gromykos til Sýrlands þar sem látin hefur verið í ljós eindregnust og harðskeyttust andstaða samningagjörð Egyptalands og lsraels, þykir athyglisverð og fáir telja að hún sé fyrir tilviljun farin. í tilkynningu Sanafréttastofunn- ar segir að auk þess að raéða við Assad forseta og fleiri forvígismenn sé ekki útilokað að Gromyko hitti Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Frá Beirut í Líbanon bárust þær fregnir í morgun, að Afafat hefði sagt í dag að skilyrt boð Carters um samvinnu við PLO væri í athugun og yrðu ekki gefin svör við því fyrr en að grand- skoðuðu máli. í orðsendingu sinni sagði Carter að stjórn hans • myndi fáanleg til þess að hafa bein samskipti við PLO ef sam- tökin viðurkenndu tilverurétt ísraels með því að samþykkja samþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem kölluð hefur verið 242. grein. Sadat forseti Egyptalands fór árla laugardags áleiðis til Banda- ríkjanna. Hann ákvað að hætta við að koma við á Spáni í leiðinni eins og upphaflega hafði verið áformað. Hannn sagði við frétta- menn við brottförina frá Kairó að hann væri glaður í sinni yfir því að fara þessa sögulegu ferð. I Washington sat Moshe Dayan utanríkisráðherra Israels á fundum allan laugardag til þess að fara yfir orðalag samningsins milli þjóðanna, svo að ekkert færi milli mála og gæti valdið misklíð á síðustu stundu. FÆRÐIN Ljósm: Emilía Rawalpindi, 24. mars, AP, Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Pakistan vís- aði í dag á bug áfrýjun lífláts- dóms yfir fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, Zulfikar Ali Bhutto. Dómstóllinn mæltist jafn- framt til þess að Zia-ul Haq yfirherforingi endurskoðaði hvort mildun dómsins kæmi til greina. Eina von Bhuttos, er setið hefur í fangelsi síðan í fyrravor, virðist sú að heimsleiðtogar eins og Carter Bandaríkjaforseti, Breshnev, forseti Sovétríkjanna, Kurt Waldheim, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, og Jóhannes Páll VI taki upp hanskann fyrir hann. Pakistanska herstjórnin hefur gef- ið í skyn, að hún búist ekki við meiri háttar vandræðum þótt dauðadómi yfir Bhutto yrði full- nægt. Margir eru hins vegar ann- arrar skoðunar í ljósi þess að Bhutto var um árabil eini stjórn- málaskörungur þjóðarinnar, er naut almenns fylgis. Hefur ríkis- stjórnin ekki linnt áróðursstríði sínu í fjölmiðlum í þeim tilgangi að ófrægja Bhutto, er sakaður hefur verið um að láta myrða pólitískan andstæðing 1974. Zia yfirherforingi hefur áður látið svo um mælt, að hann muni ekki láta tilmæli erlendra aðila hafa minnstu áhrif á sig. Sagði hann að heimsleiðtogar myndu aðeins ganga bónarveg fyrir stjórnmálamann úr þeirra eigin stéttarfélagi ef þeim fyndist hon- um ógnað. Gromyko til Sýrlands París, 24. marz. AP. GEYSIHÖRÐ átök lög- reglu og stjórnleysingja í mótmælaaðgerðum stálverkamanna gegn frönsku stjórninni í gær leiddu til þess að 131 lögreglumaður og slökkvi- liðsmaður slasaðist og auk þess 100 þátttakendur í mótmælaaðgerðunum að sögn lögreglu. Þetta eru talin hörðustu óeirðir sem hafa orðið í París síðan í stúdentaupp- reisninni 1968. Skemmdar- verk voru unnin á um það bil 54 verzlunum enda þótt tjónið væri lítið í flestum tilfellum, aðallega brotnar rúður. Verkalýðssambandið GCT sem kommúnistar stjórna skipulagði mót- mælaaðgerðirnar og kallaði þær „hergönguna til Parísar". Það segir að félag- ar í sambandinu hafi á engan hátt verið viðriðnir óeirðirnar og skellir skuld- inni á fámenna hópa sem hafi viljað trufla friðsam- legar mótmælaaðgerðir. Aðgerðirnar voru skipu- lagðar til að mótmæla fyrir- hugaðri endurskipu- lagningu Raymond Barres forsætisráðherra á bág- bornum stáliðnaði Frakka. Atvinna um það bil 35.000 verkamanna er í hættu. Sadat til New York — JárnfrúBreta blœs til orrustu Solihuil, EnKlandi, 24. marz, Reuter. LEIÐTOGI stjórnarandstöðu í Bretlandi frú Thatcher, virðist hafa tekið til óspilltra málanna í kosningabaráttu þeirri, er margir telja að fyrir dyrum standi í Bretlandi. í ávarpi er „járnfrúin" flutti miðnefnd Ihaldsflokksins í dag réðst hún harkalega á stefnu Callaghan- stjórnarinnar í skattamálum og viðvíkjandi verkalýðsfélög- um og Efnahagsbandalaginu. „Hverri viku er á glæ kastað," sagði Thatcher „og tefur að landi þessu sé komið á réttan kjöl á ný.“ Geysihörð átök í París La Malfa í lífehættu Róm, 24. marz. Reuter. UGO La Malfa, aðstoðar- forsætisráðherra í nýju stjórninni, sem tók við völdum á Ítalíu fyrir aðeins þremur dögum, fékk hjartaáfall í dag og líðan hans er alvarleg að sögn lækna hans. La Malfa er leiðtogi Lýðveldisflokksins sem er smáflokkur. Hann reyndi árangurslaust að mynda ríkisstjórn þegar fyrsta stjórnarmyndunartilraun Giulio Andreottis úr flokki kristilegra demókrata fór út um þúfur eftir fall minnihluta stjórnar hans 31. janúar sl. Arás á Mósambík Maputo. Möoambik, 24. marz. AP. RÍKISSTJÓRNIN í Mósambík skýrði frá því í dag, að árás hefði verið gerð á eldsneytisgeymslu- stöð skammt frá annarri stærstu borg landsins, Maputo, og tjónið er metið á um það bil 1300 milljónir íslenzkra króna. Rhódesíumenn hafa gert margar árásir á bækistöðvar skæruliða Roberts Mugabes í Mósambík, síðast á birgðastöðvar í Chokwe um 160 km. frá Maputo í síðustu viku. En talsmaður í Salisbury kvaðst ekkert vita um árásina i dag. Hœna varp vísdóms- eggi Bogota, 23. mars, Reuter. IIÆNUEGG, sem sagt er að beri skilaboð um ragnarök. hefur verið sent rómversk-kaþólskum biskupi og landbúnaðarsér- fræðingum til athugunar. Það var bóndakona í þorp- inu Tebaida í Kólumbíu, er eggið fann, er hún vitjaði hænsna sinna fyrr í vikunni. Utan á skel eggsins mátti lesa í upplyftu letri orðin: Dóms- dagur — Iðrist — Guð. I felmtri sínu tók konan eggið til sóknarprestsins, er úrskurðaði að biskupinn í Armeníu-héraði yrði að leggja dóm á fyrirburðinn. Kólumbíumenn eru nú sem á nálum og bíða eftir niður- stöðu biskups og vísinda- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.