Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 21 Myndin sýnir Sadat er hann kannaði vígstöðuna við Súez 1971 en ófriðarhætta var þá sem oftar mikil á þessum stað. Þá sagði Sadat við hermenn sína: Það er engin von framar um friðsamlega lausn. Því er ákvörðun okkar að berjast. varð það mikið blóðbað. Nasser forseti Egyptalands andaðist og varaforseti hans Anwar Sadat sett- ist á valdastól. 1973: Hinn 6. október réðust Sýr- lendingar og Egyptar á ísrael og kom árásin svo flatt upp á ísraela að í fyrstu kom það engum vörnum við. Árásin var hafin á Yom Kippur, helgasta degi Israels. Þúsundir Egypta ruddust yfir svæði í Sinaí. Þegar Israelar náðu sér á strik réðust þeir fyrst gegn sókn Sýrlend- inga en í annarri viku stríðsins var háður mesti skriðdrekabardagi síðan í heimsstyrjöldinni siðari í Sinaí-eyðimörkinni. Egyptum tókst ekki að brjótast í gegn og komast á braut og Israelum tókst ekki heldur að hrekja þá aftur yfir skurðinn. En síðan sneru ísraelar stöðunni í styrjöldinni við á tólfta degi með gríðarlega þungri árás yfir Súez hinn 16. október og létu ekki staðar numið fyrr en þeir voru aðeins í 150 km fjarlægð frá höfuðborg Egypta- lands og einnig tókst þeim að króa inni þriðja her Egypta í Sinaí. ísraelar féllust á vopnahlé eftir að Bandaríkjamenn og Sovétmenn skárust í leikinn. Vopnahlé var gert sautján dögum eftir að Egyptar hófu leiftusóknina eða í sama mund og Israelar töldu stórsigur innan seil- ingar. Henry Kissinger þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna tókst síðan á hendur það verkefni að bera boð milli aðila sem lyktaði með samkomulagi um aðskilnað herja ísraels og Egypta árið 1974 en árið eftir tókst að ná fram öðrum áfanga í aðskilnaði herjanna og var það einnig fyrir atbeina Kissingers. ísrael fór þá frá hluta Sinai, þar á meðal olíusvæðunum við Abu Rudeis og Bandaríkjamenn höfðu síðan eftirlit á þessum slóðum. 1977: Eftir kosningarnar í Banda- ríkjunum stakk Carter forseti upp á því að Genfarráðstefnan um Mið- austurlönd yrði kölluð saman á ný en sú hugmynd fékk daufar undirtektir. Menachem Begin varð forsætisráð- herra eftir kosningar í Israel og lauk þar með stjórn Verkamannaflokks: ins á ísrael frá stofnun þess. í nóvember tilkynnti Sadat forseti skyndilega að hann væri reiðubúinn að koma til ísraels og ræða frið. Begin svaraði um hæl með formlegu boði og hinn 19. nóvember lenti flugvél Sadats á Ben Gurion-velli og þrumu lostinn fylgdist mannheimur með og trúði vart því sem var að gerast. Begin og Sadat áttu næsta fund með sér í Ismailia í Egypta- landi 24. des. sama ár. Ástæðulaust er síðan að rekja gang þessara máia þar sem ítarlega hefur verið frá þeim sagt í fréttum. Þó er vert að íhuga hversu mjóu hefur stundum munað að upp úr slitnaði en nú virðist sem loks sé landi náð. Margir draga í efa hvort þessi friðarsamningur muni hafa raunhæft gildi þegar fram í sækir, því að í raun og veru hafa ágreiningsmálin ekki nærri öll verið leyst. Báðir munu þeir Sadat og Begin vera á þeirri skoðun að enda þótt teflt sé á tæpasta vað, sé það þess virði. Menn um allan heim binda vonir við þessa sögulegu og einstæðu gjörð á morgun, binda vonir við að þar verði um að ræða varanlegan samning um samskipti þjóða, en ekki plastfrið sem fánýtur reyndist. Tækist að koma á friði í reynd í þessum heimshluta er sann- arlega nýr tími runninn upp. h.k. Jerúsalemsferð Sadats í nóvember 1977 markaði upphafið. Hér er Egyptalandsforseti með Begin og fleiri fylgdarmönnum í Yad Washem. Austurrísk vika á Loftleióum Hótel Loftleiðir býður nú til Austurríkis-kynningar og skemmtikvölda íBlómasalnum dagana 16.—25. mars nk. Þekktir og vinsælir austumskir þjóðlaga- söngvarar, Duo Rossmann koma fram og leika og syngja þjóðlög. Þá verðurefnt til happdrættis á hverju kvöldi, en auk þess býður Hótel Loftleiðir aðalvinning sem dregið verður um í lok kynningarinnar, flugfar til Austurríkis fyrir tvo. A austurrísku vikunni fá gestirsmjörþefinn a/Týró/a- stemmningunni sem ríkir í skíðaparadís þeirri er hundruð Islendinga hafa kynnsí afeigin raun í skíða- ferðum Flugleiða til Austurríkis. Matreitt verður að austurrískum hætti. Matseðill: WIENER KRAFTSUPPE Vínarkjötseyði eða TIROLER EGGSPEISE TýrólarEgg og SCHWEINEKOTELETT AUF SAUER KRAUT Grísakótiletta með súrkáli eða WIENER SCHNITZEL Vmarsneið og SACHERTORTE Sacherterta eða APFELSTRUDEL Eplakaka Matarverð er kr. 4.500.00. Matur framreiddur frá klukkan 19. Borðpantanirí símum 22321 og 22322. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Kassettu ferðaútvarpstœki fermingargjöf sem eru vinsælust Verö frá kr. 56.740.- BUÐIN / Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.