Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 31 Frá vinnslusal Mjólkurstöðvarinnar, en myndirnar voru teknar er gestum var sýnd stöðin. Ljósm. Jóhann D. Jónsson. Ný mjólkurstöð á Egilsstöðum NÝBYGGING Mjólkurstöðvar Kaupfélags Héraðsbúa hefur verið tekin í notkun, en fram- kvæmdir við hana hófust sum- arið 1974 þegar Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri og formaður stjórnar Mjólkur- samlagsins tók fyrstu skóflu- stunguna. Var húsinu að mestu leyti komið undir þak fyrir tveimur árum og hefur siðan verið unnið að innréttingu og niðursetning véla undirbúin. Nýja mjólkurstöðin er um 10 þúsund rúmmetrar að stærð og er kjallari undir vélasal þar sem eru geymslur, þvottakerfi fyrir vélabúnað og frysti- og kælivél- ar. Vinnslusalur og skrifstofu- álma eru á einni hæð svo og aðstaða fyrir starfsmenn. Mjólkurstöðin notar að mestu leyti vélakost gömlu mjólkur- stöðvarinnar og nokkru hefur verið aukið við. Vinnslan fer þannig fram að dælt er af tankbílunum gegnum kælikerfi í tvo 31 tonns tanka og í vélasal eru tæki til gerilsneyðingar sem afkasta 5.000 tonnum á klukku- stund, tæki til fitusprengingar, skyr- og súrmjólkurgerðar, skil- vindur, strokkur og smjörpökk- unarvélar og vél sem pakkar í 10 lítra kassa. Síðar er ætlað að taka upp ostagerð. Meðal nýj- unga er hreinsikerfið, skyr og súrmjólkurtankar og pökkunar- vél sem pakkar í fleiri stærðir en áður og með tilkomu hennar verða mjólkurvörur fáanlegar í fernum í stað poka áður. Einnig eru komin ný tæki til fitumæl- inga og gerlakönnunar á mjólk. Mjólkurstöðvarbyggingin er hönnuð af Teiknistofu SÍS undir forystu Gunnars Þorsteinssonar og hefur Trésmiðja Kaupfélags Héraðsbúa haft umsjón með framkvæmdum og séð um upp- slátt og allt tréverk í húsinu. Völundur Jóhannesson var yfir- smiður og verkstjóri Hermann Eiríksson. Mjólkurbússtjóri er Svavar Stefánsson og eru starfs- menn alls 10. Innvegin mjólk til mjólkur- samlagsins sl. ár var 2.698.000 lítrar og hefur mjólkurmagn farið hægt vaxandi síðustu fjög- ur árin. Mikill hluti fer til neyslu á heimamarkaði og eru engar birgðir af mjólkurvörum fyrirliggjandi hjá samlaginu. Saltinnflutningur frá Sousse og Sfax INNFLUTNINGUR á salti á vegum Sjávarafurðadeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 1970 nam hann 3.000 lestum, en varð samtals 16.000 lestir á síðasta ári. Er hér um að ræða fiskisalt, og hin sfðari ár einnig síldarsalt, sem flutt er beint til kaupenda I hinum ýmsu höfnum landsins, að þvf er fram kemur í nýútkomnum Sambandsfréttum. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Ibsens hjá Sjávar- afurðadeildinni er líklegt að saltinn- flutningur á þessu ári verði svipaður og hann var í fyrra, en þegar hafa verið fluttar inn 5.500 lestir. Saltið kemur að mestu frá Túnis, lestað í höfnunum Sousse og Sfax. Verðið á hverri lest af salti er nú um 16.800 krónur. Eru 70 til 75% þess verðs flutningsgjöld, og er nú búist við hækkun saltverðs vegna áhrifa olíuverðshækkana á flutningsgjöldin. Þaóermargt sem þér líkar vel íþeim nýju amerísku Sparneytin 3.8 lítra 6 cyl. vél. Sjálfskipting Vökvcistýri Styrkt gormafjöórun að aftan og framan Transistorkveikja Aflhemlar Urval lita, innanogutan Og f leira og f leira Chevrolet Malibu 4 dr. Sedan kr. 5^400.000. Þetta er það sem þeir nyju frá General Motors snúast allir um Malibu Ciassic 4dr. frá kr. 6.300.000.- Innif. 51itraV& vél. by General Motors CHEVWXET PONTIAC aosMoenE 8UCK CADHLAC Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900 Mikil verðlækkun á kindakjöti vegna ástands- ins í íran Mikil verðlækkun hefur orðið á kindakjöti á markaði I Evrópu að undanförnu vegna mikils fram- boðs frá Nýja-Sjálandi, að því er haít er eftir Agnari Tryggvasyni framkvæmdastjóra Búvörudeild- ar S.Í.S. í nýutkomnu fréttablaði Sambandsins. Segir Agnar ástaéðuna vera þá, að vegna byltingarinnar í íran hafi kaupendur á nýsjálensku kjöti þar í landi dregið kaup sín mikið saman. í staðinn hafa Nýsjálendingar svo orðið að senda meira kjöt á Evrópumarkaðinn með fyrrgreindum afleiðingum. Á leið í skóla gœtið að bláköld staóreynd Þaó er bláköld staóreynd aó ullarteppin frá Álafossi eru einhverjar hlýjustu og bestu væróarvoóirsem til eruá markaónum , # **»■*» Tilvalin fermingargjöf Fæstíótrúlega fjölbreyttu litaúrvali Á /^lafossbúöin íslensk gæóavara úr 100 % ull JL VESTURGÖTU 2 - SÍM113404 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.