Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Verð eldavéla er frá Kr. 135.000 GUNNAR ASGEIRSSON H.F. SÍMI 35200 yr.... bátasmíðar alla vetur, me minna, svo voru og flest vt bæði úr tré og járni, heimasmíðuð, og öllu slíku þurfti að halda vel við, svo að tiltækt væri, þegar þörf kallaði. Ég held því, að heimili slikt sem Látraheimilið hafi reynst mörgum þarfur og furðu fjölbreyttur og notadrjúgur skóli, enda hafa margir, sem sprottnir eru úr slíkum jarðvegi, ekki reynst eftirbátar margra þeirra, sem hafa langa skólagöngu að baki. í október 1932 giftist Jón Jóhönnu Friðriksdóttur. Jóhanna var ekkja eftir fósturbróðir Jóns, Aðalstein Ólafsson, og átti hún tvö börn á lífi af fyrra hjónabandi, Björgu 11 ára og Aðalstein 10 ára. Næstu þrjú ár eru þau Jón og Jóhanna áfram í Hvallátrum, enda bjó Ólafur þá enn, en 1935 tekur yngsti sonur Ólafs, Valdimar við jörðinni, en Ólafur fluttist til dóttur sinnar í næstu ey, Skáleyj- ar . Þau Jón og Jóhanna fóru þá einnig í Skáleyjar og voru þar í húsmennsku tvö næstu ár, en 1937 byrja þau búskap á hálfum Hval- látrum móti Valdimar, ogþar hafa þau búið til þessa dags, ýmist á hálfri jörðinni, en nú um alllangt skeið á henni allri. Að vísu hafa þau hin síðustu 4 ár haft vetursetu hjá dóttur sinni og tengdasyni, sem búa í Garðabæ, en jörðina hafa þau nytjað fram til þessa daga og aðeins dvalið blávet- urinn. Þau Jón og Jóhanna einuð- ust 5 börn og eru 4 þeirra á lífi og öll hin mannvænlegustu. Þau eru: Ólína húsfreyja í Flatey, Daníel bóndi á Drögum á Skógarströnd, María húsfreyja í Garðabæ og Valdimar lögregluverðstjóri í Kópavogi. Eina dóttur eins og hálfs árs gamla misstu þau, hét hún Elín, en það er móðurnafn Jóhönnu. Einn dreng tóku þau í fóstur kornungan, Aðalstein Valdimarsson, son Valdimars, fóstbróður Jóns, og konu hans Fjólu Borgfjörð. Valdimar dó aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall frá konu og börnum. Aðal- steinn, sonur Jóhönnu, dvaldist ávallt með þeim Jóni og Jóhönnu, en var aldrei ábúandi jarðarinnar. Hann stundaði lengst af bátasmíð- ar og aðrar smíðar og hafði lífs- framfæri sitt af því. Björg dóttir Jóhönnu nam hjúkrunarfræði, en fluttist fljótlega til Canada og giftist þar bónda og búa þau þar enn stórbúi. Hér hefur verið stiklað á stóru og rakinn í aðalatriðum æviferill Jons bróður míns. Hvorttveggja er, að mér er málið skylt og annað hitt, að ég þekki svo bróður minn, að ég veit, að honum er síst greiði gerður sé farið að bera hann lofi. En sannmælis hlýtur hann að njóta, enda það minnsta, er ég tel mig skulda honum. En hvernig maður er hann þá? Ég held á engan sé hallað, þótt um hann sé sagt, að hann sé „drengur góður". Þeim Jóhönnu og Jóni hefur alltaf búnast vel, enda samhent um allt. Þau eru þekkt fyrir gestrisni og rausn. Jón hefur alla tíð verið hið mesta snyrtimenni í búskap sínum og öllum verkum. Verlaginn er hann og áhugasamur, og hefur verið sívinnandi, á meðan heilsa og kraftar leyfðu, og hlífði sér hvergi. Umgengnisgóður er hann og prúður í allri framgöngu. Hann hefur gaman af góðlátri kímni og ekki er trútt um, að hann búi yfir slíku. Hann hefur yndi af lestri góðra bóka, þá tími hefur til gefist. Ég er þess fullviss, að þeir eru margir sem minnast hans með hlýju og þökk á þessum tímamót- um og er þá vart til einskis lifað. Ég er þess viss, að dýrin hans og eyjan hans myndu færa honum þökk sína í orðum mættu þau mæla. Sjálfur þakka ég honum opinskátt fyrir mig og mína og tel, að vart verði á betri bróður kosið. Megi kvöldsólin heið og hrein brosa honum og þeim hjónum, þar til yfir lýkur. Theódór Danielsson. Eins og aðrar þekktar vörur, sem miklar kröfur eru gerðar til, er HUSQVARNA elda- vélin framleidd til aö þjóna þér og fjölskyldu þinni í mörg ár. Þegar slíkur „heimilisvinur" er valinn þarf að hafa margt í huga. Svo sem útlit, fjöl- breytt litaval, lítinn rekstrar- kostnað, örugga þjónustu, o.fl. Sparneytni HUSQVARNA eldavélanna er ótvíræð. Að henni stuðlar m.a. eftirfar- andi: Ofnar vel einangraðir. — Tvöfalt gler í ofnhurðum. Hröö upphitun. — Sérstök hitaelement og plötur. sjón er sögu rikari Akurvík h.f., Akureyri og hjá umbodsmönnum víða um land. Viö gætum líka sent yöur verö- og myndalista, en Tækin getiö t>ér séö í verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16, Rvík. Hvað útlit snertir þá falla HUSQVARNA eldavélarnar vel að hvaða eldhúsi sem er. Hvort sem um er að ræöa nýtísku eldhús eöa eldhús eldri gerðar. Litaval er óvenju fjölbreytt. Hægt er að velja um a.m.k. fjóra liti. Með vélunum er hægt aö fá þrennskonar „stjórnborö", strax eða síðar. „Stjórnborðinu fylgir leiðar- vísir á íslensku. Viögeröir eru framkvæmdar á eigin verkstæöi af sér- hæföum fagmönnum. Meö þessari auglýsingu vildum viö vekja athygli yðar á HUSQVARNA eldavélum og HUSQVARNA vörum yfirleitt. Husqvarna & Husqvarna Husqvarna © Husqvarna H éldhussms 75 ára: Jón Daníels- son H vallátrum Sjötíu og fimm ár er langur tími fyrir þá, sem ungir eru, sé horft fram um veg. En öfugt finnst þeim aldraða, er til baka horfir, og jafnvel þó að leiðin hafi ekki ávallt verið greiðfarin. Hinn unga dreymir, en sá aldni á sér minn- ingar, sætar, en oftast trega- blandnar. En hvorttveggja getur og verið gott að minnast. Og ég veit, að Jón bróðir minn á hvort- tveggja geymt í huga sér. Jón Daníelsson er fæddur 25. mars 1904 í Hvallátrum á Breiða- firði. Foreldrar hans eru hjónin María Guðmundsdóttir frá Skál- eyjum og Daníel Jónsson ættaður úr Reykhólasveit. Þegar Jón fædd- ist, voru þau í húsmennsku í Hvallátrum hjá Ólafi Begsveins- syni og konu hans Ólínu Jónsdótt- ur, en hún var alsystir Daníels. Er Jón var tveggja ára, fluttust foreldrar hans að Neðri-Gufudal í Gufudalssveit og bjuggu þar í tvö ár og ég ætla, árin 1906-1908, en þá fluttust þau aftur í Hvallátur og voru þar til dauðadags, en þau önduðust, María 1913, en Daníel 1915. Jón dvaldist áfram í Hval- látrum hjá þeim Ólínu og Ólafi, sem ekki létu sig muna um að taka hann að sér sem sitt eigið barn ásamt okkur þremur systkinum hans. Úr því skildust leiðir þeirra og fósturforeldra hans aldrei, meðan þau lifðu. En því get ég þessa, svo fram komi, að Jón hefur dvalist í Hvallátrum í 71 ár sem heimilismaður þar og síðar bóndi. Aðeins þau tvö ár, sem hann var í Gufudal sem smábarn og svo árin 1935 og 1936, sem hann var í Skáleyjum, hefur hann átt heimili annars staðar en í Hvallátrum, en þar á hann heima enn. Ungur að árum fór Jón á vefara- námskeið í Reykjavík. Hann hafði áður lært vefnað hjá fósturmóður sinni, en vefnaður var stundaður meira eða minna flesta vetur á heimilinu. Þetta stutta námskeið er það eina nám, sem Jón hefur stundað, ef frá er talin sú barna- fræðsla, sem hann naut heima í Hvallátrum, en þar var oftast heimiliskennari að einhverju hluta hvers vetrar. Auk þess fengu þeir, sem yngri voru, hjálp við námið frá eldri systkinum eða fóstur- systkinum, svo að segja má að vel hafi verið fyrir því séð, eftir því sem þá gerðist, og hefur sýnt sig, að sú tilsögn, þó að lítil þætti nú, hefur dugað mörgum furðu vel. Auðvitað tók Jón þátt í öllum daglegum störfum frá blautu barnsbeini, var það og drjúgur skóli, því að heimilið var stórt, mannmargt og mikil umsvif til sjós og lands, sem fylgir eyjabú- skap. Auk þess voru þar stundaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.