Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 32
ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH«r0util>Iabií> fltattunlifftfrifr ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jn«r0iml>labib SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Álverið í Straumsvík: Fyrsti áf angi hreinsi- búnaðar tilbúinn í maí Kostnaður við hremsibúnaðinn áætlaður 10.000 milljónir í ÁLVERINU í Straumsvík er unnið kappsamlega að því að setja upp fyrsta áfanga annarrar tveggja hreinsistöðva, sem settar verða upp í verksmiðjunni. Þessi fyrsta eining hreinsistöðvarinnar kostar uppkomin um 550 milljón- ir króna en stöðvarnar tvær eru settar saman úr 8 slíkum eining- um. Er bygging hreinsistöðvanna dýrasti hluti hreinsibúnaðarins, sem verið er að setja upp í Straumsvík og mun samkvæmt áætlunum kosta 10.000 milljónir króna. Að sögn Pálma Stefánssonar byggingastjóra ísals er hreinsiaðferð sú, sem notuð verður í Alverinu, kölluð þurrhreinsun. Þessi aðferð hefur rutt sér mjög til rúms á seinni árum og þykir sú bezta, sem völ er á. Með þessari aðferð eru fluor og tjöruefni skilin frá útblæstri verk- smiðjunnar áður en þau fara út í andrúmsloftið. Sjálf aðferðin byggist á þremur þáttum, yfirbyggingu kerja, afsogs- stokkum og loks sjálfri hreinsistöð- unni, þar sem hin eiginlega hreinsun fer fram. Þegar þessi búnaður verður allur kominn í gagnið, sem væntan- lega verður í árslok 1981, mun það hafa stórlega bætandi áhrif á loftið inni í sjálfri verksmiðjunni og koma í veg fyrir mengun andrúmsloftsins. Hreinsibúnaðurinn verður settur upp í áföngum. Búið er að byggja yfir 40 ker af 280, sem eru í notkun í Alverinu, og gengið hefur verið frá Veiðavel innan um ísinn MIKILL fjöldi togara hefur verið á veiðum innan um ísinn á Skagagrunni síðustu daga og veitt mjög vel. í gær voru 20 togarar á þessum slóðum. Sigling fyrir Norðurlandi er víða tafsöm* vegna hafíssins. Strandferðaskipið Esja var í gær að brjóta sér leið gegnum ísinn útaf Gjögurtá og var ferðinni heitið til Raufarhafnar. Sóttist Esju ferðin seint og var meðal- hraðinn um 4 mílur á klukku- stund. Þá ætlaði Helgafell að freista þess að brjótast út úr Húsavíkurhöfn, en ís hefur lokað höfninni. afsogsstokkum. Unnið er að uppsetn- ingu fyrstu einingar þurrhreinsi- stöðvar fyrir fyrstu 40 kerin, eins og að framan greindi og mun stöðin væntanlega verða tilbúin í maí n.k. í lok ársins 1980 verður væntanlega búið að breyta öllum kerjum í skála tvö, sem verða 160 að tölu þegar skálinn hefur verið stækkaður um 40 ker, en þær framkvæmdir eru að hefjast um þessar mundir, eins og fram hefur komið í Mbl. I árslok 1981 á búnaðurinn allur að verða kominn upp, búið að byggja yfir 320 ker og setja upp 2 hreinsistöðvar. Unnið að uppsetningu fyrsta áfanga fyrri hreinsistöðvarinnar. en stöðvarnar tvær verða staðsettar milli kerjaskálanna tveggja í Straumsvík. Þessi eining, sem sést á myndinni, mun kosta fullbúin 550 milljónir. LJósm. Emllte. Minniháttar breyt- ingar á hafísnum Helgafellið laust úr ísnum LITLAR breytingar höfðu orðið á hafísnum þegar Mbl. hafði sam- band við fréttaritara sfna á Norður- og Norðausturlandi sfðdegis f gær og samkvæmt upplýsingum frá Ikveikja á Laugar- dalsvelli TALSVERT tjón varð af eldi og reyk á skrifstofu Laugardalsvall- arins í fyrrinótt. Vaktmaður varð var við eldinn og kallaði hann á slökkvilið. Allt bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Ýmsu lauslegu var safnað í smáherbergi, þar'á meöal fánasafni vallarins og síðan borinn að eldur. Á meðfylgjandi mynd sést Bald- ur Jónsson vallarstjóri virða fyrir sér vegsummerk' Ljósm. Emilfa. Veðurstofunni hefur hann lftið hreyfzt á siglingaleiðum, enda lygnt og ekki búizt við miklum breytingum á veðri. Nokkrar hafn- ir eru enn lokaðar, t.d. Þórshöfn, en fsinn hefur aftur á móti fjarlægst Húsavfk, Ólafsf jörð og Sigluf jörð. Samkvæmt upplýsingum Veður- sofu virðist illa fært fyrir Siglunes og allt að Rauöanúpi, en mestur ís virðist vera næst landi og minna á siglingaleiðum. Nokkurt ísrek er að Skagafirði, Húnaflóa og Eyjafirði og virðist sem ísinn reki nú mest með straumnum og sjávar- föllum, því veður var stillt á þessum slóðum í gær. Búizt er við óbreyttu veðri að mestu, hægri suðlægri átt á vestanverðu Norðurlandi, en logni austar. í Siglufirði var enginn ís þegar rætt var við fréttaritara um hádegis- bil, gott veður og bátar farnir að huga að netum sínum og kvað frétta- ritari Siglfirðinga manna fegnastir ef ísinn tæki með eitthvað af elztu bryggjunum í höfninni sem ónot- hæfar væru og yllu aðeins slysa- hættu. Frá Húsavík fengust eftirfar- andi upplýsingar frá fréttaritara: í dag er glampandi sólskin á Húsavík, bjartara yfir öllu en í gær því hafísinn hefur að mestu rekið út Skjálfanda, og virðist reka austur. Helgafellið, sem hér var innifrosið, komst út í auðan sjó um kl. 11 í morgun, en Esja sem hér átti að koma við á austurleið fór framhjá og vörur settar í land á Akureyri. Astandið er sýnu verra frá Mánár- bakka að.sjá, því að það er eins og þetta austanrek á ísnum hafi lagst að landi við norðurhluta Tjörness og við Mánáreyjar, en þar eru hafþök af ís, eins og Aðalgeir á Mánárbakka sagði í morgun, frá norðri til austurs og að sjá virðist Öxarfjörður fullur af ís. Enn er þó það mikill ís fyrir utan höfnina á Húsavík að bátarnir geta ekki siglt út, en það getur lagast þegar á daginn líður. Frumvarp forsætisráðherra enn í nefnd: Skýrist á morgun, hvort meirihlutaálit verður til STÖRF fjárhags- og viðskiptanefnda Alþingis, sem fjalla um frumvarp forsætisráðherra um efnahagsmál, ganga fremur hægt, en þó er lokið yfirferð yfir frumvarpið. Á mánudag er ætlunin að Ijúka viðræðum við samráðsaðila, sem allmargir hafa þegar komið fyrir nefndina. Á föstudag var ætlunin að fulltrúar ASÍ kæmu fyrir nefndina, en þeir boðuðu forföll á fimmtudagskvöldið. Munu þeir koma á fund nefndarinnar á morgun, mánudag. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, virð- ist svo sem menn telji að ekkert liggi á og menn séu að tefja meðferð frumvarpsins í þinginu. Er búizt við því að Álþýðusambandið hafi ekki treyst sér til að koma og fjalla um frumvarpið fyrr en formannafundur Verkamannasambandsins, sem hald- inn var í gær, sé afstaðinn. Fulltrúar Vinnuveitendasambands íslands, Sjómannasambands íslands og Far- manna- og fiskimannasambands Is- lands hafa allir borið fyrir nefnd- inni, að ekkert samráð hafi verið við þá haft um gerð frumvarpsins. Þá liggur og ljóst fyrir að í frumvarpinu er kafli, sem erfitt er fyrir Alþýðu- flokk og Framsóknarflokk að sam- þykkja, og er það kaflinn um verð- lagsmál, þar sem stefnu verðlags- málalaganna frá í fyrra er gjör- breytt. Við verðlagsmálaákvæði frum- varpsins hafa bæði Finnur Torfi Stefánsson og Halldór E. Sigurðsson lýst andstöðu sinni og líta sumir nefndarmenn svo á, að með þeim ákvæðum sé horfið aftur til grárrar forneskju í verðlagsmálum. Þá kom Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, fyrir nefndina og lýsti því, að sér þætti verölagsmálakaflinn fráleitur, enda gengi hann beint gegn anda verð- lagslaganna frá í fyrra. Þegar rætt var um einstakar greinar frumvarpsins, hafa menn rekizt á kafla, sem mjög erfitt er að framkvæma. Nefndin hefur rætt um það að gera breytingar á einstökum greinum, þar sem slíkir kaflar eru inni. í umræðum um þetta atriði mun Lúðvík Jósepsson hafa látið að því liggja, að tækju menn alla illframkvæmanlega kafla út úr frumvarpinu, stæði ekkert eftir. Á morgun, mánudag, mun staðan innan nefndarinnar skýrast og í ljós koma, hvort stjórnarsinnar eru til- búnir að ganga frá einhverju nefnd- aráliti. Tillögur formanns og varaformanns VMSÍ; Draga úr kaupmátt- arskerdingu láglauna í verdbótakaflanum Formannaráðstefna Verkamannasambands ís- lands hófst í Dómus Medica klukkan 13.30 í gær. Fyrir fundinn voru lagðar hugmyndir þeirra félaga Guðmundar J. Guðmunds- sonar og Karls Steinars Guðnasonar um breytingar á verðbótakafla frumvarps ólafs Jóhannessonar, for- sætisráðherra. Samkvæmt uþplýsingum Morgunblaðsins var inntak tillagnanna að ná fram breytingum á verðbótakafl- anum, þannig að láglaun verði betur tryggð og að dregið verði úr kaupskerð- ingarákvæðum frumvarps- ins. Þegar Morgunblaðið fór í prentun, var ekkert vitað um afdrif tillagnanna á fundinum, enda hann rétt nýhafinn. Flugdeilan: Viðræður deilu- aðila um helgina — Samgönguráðherra og ég áttum viðræður við flugmenn í gær til að kynnast þeirra viðhorf- um og endurmeta stöðuna, sagði Magnús H. Magnússon félags- málaráðherra í samtali við Mbl. í gær. — Sáttanefndin verður með þreifingar á stöðunni í dag og á morgun geri ég ráð fyrir og ræðir við deiluaðila og verður freistað þess að ná árangri áður en frestur- inn rennur út sem er um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.