Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Heyrnartól SjónvarpMkermur Vgggekermur fyrir ejónvarp Tölvuborð Sjónvarps-tökuvél Hljóónemi Hægt aó akrifa á skerminn meó, rafritara —^ r Sjálfvirk ,vinnukona‘ 8jón»»rp*#fni nátograatMva Fjögra lita Ijósritari \ 1 ..Video- upptökutæki 11 111111111111 • Ekki á morgun heldur hinn Það er vetrarmorgunn, veðrið svalt en stillt. Jane Babbage er á gangi í fjörunni niður undan heimili sínu í Cornwall í Bretlandi. Hundur- inn hennar skokkar við hlið henni. Tilsýndar kann að virðast sem þau séu bara að viðra sig og hafi ekki annað þarfara að gera. Nú skal ekki getum leitt að því hvað seppi er að hugsa. En Jane Babbage er ekki að slaepast — hún er önnum kafin. Hún er aðstoðarritstjóri á dagblaði, stór- blaði sem kemur út tvisvar á dag og fer vítt um heiminn; lesendur hálf önnur milljón. Jane er með skrifstofuna sína með sér, hefur hana í annarri hendinni. Skrifstofan er allt í senn tölva, sjónvarpstæki, skjalaskápur, sími, fjarriti og einkaritari. Hún er á stærð við vanalegt símtól (1). Með þessu litla tæki getur Jane rætt við fréttaritara í Seoul í Suðurkóreu, skipulagt morgunfund með starfs- félögum sínum sem dreifðir eru um Bretlandseyjar allar, lesið tölvu, sem er til húsa í 6500 km fjarlægð, fyrir skilaboð til allra undirmanna sinna í Bandaríkjunum og tölvan mun koma þeim til allra viðkomandi áður mínúta er liðin (2). Blaðið sem Jane starfar við nefn- ist Fjármálatíðindi og er sérrit nýrrar tegundar, kemur út tvisvar á dag eins og sagði, og kaupa það kaupsýslumenn og fjármálamenn um heim allan. Fjármálatíðindi eru ekki prentuð í vélum eins og gerðist áður fyrr, það er engin prentsmiðja og ritstjórnarskrifstofur heldur nema talin sé tölvumiðstöðin þar sem frumsíðurnar eru gerðar, eitt eintak af hverri síðu. En í tölvu- miðstöðinni starfa aðeins fáeinir tæknimenn, blaðamenn eru þar eng- ir. Þrátt fyrir þetta framandlega fyrirkomulag líkjast Fjármálatíð- indi fyrri tíðar dagblöðum í megin- dráttum — nema hvað myndir eru að sjálfsögðu allar í lit. En þar með eru líkindi upp talin eða nærri því. Fjármálatíðindum er dreift beint um gervihnetti (3) ellegar trefja- kapla (4). Maður pantar blaðið þannig að hann ýtir á ákveðna hnappa á heimilistölvu sinni, eða talar jafnvel til tölvunnar. Kemur þá Ijósprentað eintak af blaðinu út úr leisiprentvél sem áföst er tölv- unni (5). Jafnframt dregst andvirði blaðsins sjálfkrafa frá bankainn- stæðu manns. Öll dagblöð eru sérhæfð orðin þegar þarna er komið sögu. Það er vegna þess m.a. hve upplýsingar um atburði á líðandi stund eru auð- fengnar og fljótfengnar með öðru móti. Að vísu eru einungis þrjár fréttasjónvarpsrásir á Bretlandseyj- um og fimm fræðslurásir. En almennri upplýsingaþjónustu með tölvum hefur fleygt svo fram að fréttablöð eins og áður gerðust eru nærri orðin úrelt (6). Nú er risið miðlunarkerfi sem spannar heim allan, eða mestailan, og geta menn fengið um það sundur- Stiklaðáhinu og þessu, sem framtíðin ber ískauti sér — og hún er alls ekki langt undan Eftir Peter Large leitustu upplýsingar nærri hvaðan sem er, ritgerð um eitthvert sértækt efni úr bókasafni í Kalkútta, verðlistann úr kaupfélaginu heima hjá sér og hvað eina þar á milli. Um þetta kerfi geta menn líka komist í samband við sérlegar tölvur þar sem saman er safnaður allur helzti fróðleikur á ákveðnum sviðum og spurt tölvurnar um allt sem þá fýsir að vita t.d. í skattalögum o.s.frv. (7). Margir lesenda Fjármálatíðinda kaupa blaðið í heilu lagi, en það er' líka hægt að fá hluta af því. Flesta daga vikunnar er í blaðinu ein eða tvær greinar sem höfða til fleiri lesenda en fjármálamanna einna. Eru þær þá auglýstar á fréttarásum sjónvarpsins og almennum upplýs- ingarásum og kaupa þá menn, sem ella mundu ekki kaupa, oft eina eða tvær síður úr blaðinu. Síöuteikning á tölvuskerm Það er nú komið fram undir hádegi og Jane Babbage býst til heimferðar. Hún lendir í smá-þrætu við útlitsstjóra blaðsins, sem býr í Lundy-eyju og starfar þar líka; þau eru ekki á eitt sátt um það hvernig eigi að setja upp efnið á síðunum, sem Jane sér um, en koma sér þó að lokum saman í meginatriðum. Jane leggur svo af stað heim og útlits- stjórinn er samstundis byrjaður að draga síðuteikningu með sérstökum penna upp á tölvuskerm (8). Þegar teikningin er fullbúin boðsendir hann hana tölvumiðstöðinni í Birmingham þar sem blaðinu er safnað saman. Þar eru þó engir blaðamenn eins og fyrr sagði, einungis nokkrir tæknifræðingar og tölvarar. Jane og seppi hennar eru nú komin af ströndinni og hafði ekkert borið til tíðinda. Þeim hefði þó getað hlekkzt á með ýmsu móti, staðurinn afskekktur, pyttir í fjörunni og fljótt að falla að. Þau hefði t.d. getað flætt uppi á sandhól. Þá hefði „skrifstofan" enn komið í góðar þarfir. Jane getur ritstýrt blaðinu þarna af ströndinni óhrædd um það að það sem hún sendir frá sér misfarist, aðrir „komist inn á lín- una“ o.s.frv. I „skrifstofunni" hennar er meðal alls annars, sem upp var talið, hátíðnisendir og hann í sambandi við heimilistölvu Jane og tölvuna sem stjórnar tjáskiptastöð- inni í héraðinu. En tjáskiptastöðvar svara nokkurn veginn til símstöðva eins og þær gerðust fyrrum. Hver maður hefur svo sín sérstök boð- merki, flókið kerfi. Það dugir ekki lengur að hringja í miðstöðina og segja til nafns, það er ekki nóg. Bæði einkatölva Jane og tölvan í tjáskiptamiðstöðinni greina rödd hennar samstundis er hún berst og mun nákvæmlegar en mannseyra nemur, (9) og svara þær því aðeins að röddin samsvari boðmerkjunum eins og fyrirskrifað er í minni tölvanna. En þegar Jane þarf að komast í samband við tölvurnar í miðstöð Fjármálatíðinda verður hún líka að rita nafn sitt eigin hendi á skerm tölvu sinnar, (10) tölvurnar í miðstöðinni heimta það til sann- indamerkis. En nú er Jane sem sé komin heim. Hún á klukkustund aflögu og ætlar að nota hana til þess að auka við nýjasta kaflann í bók sem hún er að semja og fjallar um myntkerfi. Hún hafði verið í miðju kafi að útmála afleiðingar þess ef Bretar legðu niður myntsláttu sína, eins og til stóð vegna þess að reiðufé tíðkaðist yfirleitt ekki lengur í viðskiptum, var að verða óþarft. (11). Jane er íhaldssöm að sumu leyti og m.a. í því að hún vill sjá jafnóð- um það sem hún skrifar. Því er gamaldags stafaborð áfast tölvu- skerminum heima hjá henni. Staf- irnir birtast svo á skerminum jafn- ótt og hún slær lyklana. Tölvan leiðréttir stafavillur jafnóðum og „þrætir" jafnvel, þegar illa stendur í bólið hennar, um málfræðiatriði og greinamerkjasetningu við Jane. Nú orðið nenna fáir að skrifa með gamla laginu, Jane er sérvitur í því efni. Flestir lesa tölvum fyrir það sem þeir hafa að segja og láta tölvurnar síðan um að koma því til skila. Tölvan geymir ritsmíð Jane á litlum plötum. Hún getur framkall- að kafla eða málsgreinar eftir því sem hún þarf, farið yfir þá og leiðrétt. Um leið og kafla er lokið getur hún lagt fyrir tölvuna að koma honum til forlagsins í New York, þar sem bókin á að koma út, og verður kaflinn kominn í hendur útgefanda eftir stundarkorn. Með þessum hætti verður hægt að dreifa bókinni um allar jarðir fáeinum klukkustundum eftir að Jane lýkur við hana. Sjálfvirk vélmenni Jane er í miðri málsgrein þegar sónn kveður við. Joe maður hennar er kominn heim. Það er gestur með honum. Sá heitir Nathaniel og er stöndugastur manna í sveitinni þarna. Hann er kominn til að gera við pípulögnina í eldhúsinu. Nat er kominn á efri ár, hefur þrjá um sjötugt. Hann var vinnumaður lengi framan af ævi, áður en sjálfvirknin kom til sögunnar. En nú orðið hefur hann með höndum þau störf sem til falla í sveitinni og ekki hefur enn, einhverra hluta vegna, tekizt að beita sjálfvirkni við: hann safnar saman sorpi í þorpinu og kemur því í sorpeyðingarstöðina, dyttar að ýmsu utan húss og innan og þar fram eftir götunum. Hér áður fyrr hafði hann mikið að gera við glugga- þvott, en nú orðið eru sjálfvirk vélmenni víðast hvar tekin við þeim starfa. Jane og Joe eru lítt efnuð á almennan mælikvarða og það þótt Jane sé ritstjóri á stórblaði og Joe læknir. Öldin er nefnilega önnur en var í atvinnumálum. Störf þeirra hjóna eru skemmtileg — en líka eftirsótt af þeim sökum og sam- keppnin hörð. Því er það að þau Jane og Joe hafa litlu hærra kaup en nemur lágmarkslaunum þeim sem allir þjóðfélagsþegnar fá hvort held- ur þeir vinna eða ekki. Á hinn bóginn horfa menn ekki í það að greiða Nathaniel gamla stórfé fyrir hans þjónustubrögð; er hann þess vegna orðinn manna efnaðastur þarna um slóðir. Nathaniel hefur ýmis járn í eldin- um. Mest græðir hann á hind- berjarækt. Hann hafði önglað sam- an dálítilli fjárhæð og lagt í garð- skika og farið að rækta hindber. Það reyndist skynsamlega ráðið. Þótt nóg væri af „gervifæðu" „samstilltri við bragðlaukana" kunnu menn enn að meta nýja ávexti. Hefur Nathaniel svo ærinn starfa að dreifa framleiðslunni, ekur henni út í rafbíl sínum (12). Uppskeran og umhirðan um garðinn er hins vegar afar fyrirhafnarlítil. Nathaniel á sjálfvirka dráttarvél sem ekur um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.