Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 13 Þórunn Eiríksdóttir opnar málverkasýningu bórunn Eiríksdóttir opnaði málverkasýningu laugardaginn 24. marz í Sýningarsal Félags íslenzkra myndlistarmanna að Laugarnesvegi 112. Sýningin sem 35% aukning áfrystinguhjá Sambands- frystihúsum Frá áramótum til 10. marz síðastliðinn nam heildarfryst- ingin hjá frystihúsum innan Félags Sambands fiskfram- leiðenda samtals 5.724 lestum. Er hér um að ræða 35% aukningu á magni frá því á sama tíma í fyrra. Ef litið er á einstakar tegundir, þá hefur orðið 31% aukning í þroski, 46% í ýsu, 31% aukning í steinbít, 70% aukning á karfa og ufsafrysting hefur rúmlega tvöfaldazt. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum. Þeir, sem upplýsingar geta veitt, eru beðnir að snúa sér hið fyrsta til lögreglunnar: Fimmtud. 15. 3. Ekið á bifreiðina M-1859 Datsun fólksb. árg. ’73 rauða að lit. Dæld á hægri framhurð. Föstud. 16. 3. Ekið á bifreiðina R- 49585 Mazda 929 árg. ’76 bláa að lit, á móts við Skaftahlíð 24. Skemmdir á grilli og ljósramma, einnig á vinstra framaurbretti. Rauður litur í ákomu. Sunnud. 18.3. Ekið á bifreiðina R-63001 Lada Sport árg. ’78 gula að lit á móts við Bárugötu 29 á tímabilinu kl. 24:00 kvöldið áður til kl. 14:00 þ. 18.3. Vinstri hurð skemmd. Rauður litur í ákomu. Sunnud. 18.3. Ekið á bifreiðina R-40006 Range Rover græna að lit, á móts við Gnoðavog 60, á tímabilinu kl. 17:30—18:45. Vinstri hurð dælduð og rispað afturaurbretti. Blár og hvítur litur var á ákomustöðum, blái liturinn neðar. Mánud. 19.3. Ekið á bifreiðina G-11056 Lada Sport mosagræna að lit á Marar- götu eða Tjarnargötu á mótum Vonárstrætis á tímabilinu kl. 13:00-17:00. Dæld á vélarloki, aftan við framhjól. Mánud. 19.3. Ekið á bifreiðina R-56027 Simca sendiferðab. hvíta að lit á móts við hús nr. 22 við Laugaveg á tímabil- inu kl. 20:00 þ. 18.3. til kl. 09.00 þ. 19.3. Hægri framhurð og hlið dælduð og rispuð. Tjónvaldur blá amerísk fólksb. Þriðjud. 20.3. EJkið á bifreiðina R-1106 þar sem hún stóð á bifreiðastæði baka til við Landspítalann á tímabilinu kl. 07:00—16.40. Skemmdir á vinstri hurð. er sölusýning stendur til 1. apríl n.k. og er opin virka daga frá 17 — 22 og laugardaga og sunnudaga frá 14 — 22. Þórunn stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands í 4 ár, og lauk þaðan kennaraprófi í myndmennt árið 1970. Frá 1971 hefur Þórunn stundað kennslu. Þetta er þriðja einkasýning henn- ar, fyrsta sýningin var haldin 1973 og önnur árið 1976. A sýningunni eru 23 olíumálverk, sem flest eru máluð á síðustu tveimur árum. Þórunn sagði verk sín vera „fantasíur" út frá litum, þar sem hún notaði mikið ljós og skugga. Nýjustu myndirnar væru nokkuð „figurativar". Þórunn Eiríksdóttir hjá mynd sinni, er hún sagði að eiginmaður sinn hefði gefið nafnið „Draumar“. Fiskinót brann í gróðurhúsi Hveragerði, 23. marz. ELDS varð vart kl. 4.15 í gróður- húsaskúr í eigu HallgrímsH. Egilssonar, gróðurhúsinu Grímsstöðum. Skúrinn var notaður sem geymsla og brunnu þar blómstur- pottar, gróðurhúsagler og fiskinót, sem var notuð til þess að breiða yfir plöntur. Eldurinn magnaðist. mjög fljótt og læsti sig í ærþggj- andi gróðurhús í eigu Hallgríms. Slökkviliðið kom á vettvang og varnaði frekari skemmdum. Talið er að um ikveikju hafi verið að ræða þar sem ekkert rafmagn var í húsinu og var allt óvátryggt. -Georg. MYNDAMOT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152- 17355 ?:l^fgjSsf* - * .... Sparivelta Jafngreiðslulánakerfi Samvinnubankinn kynnir nýja þjónustu, SPARIVELTU, sem byggist á mislöngurn en kerfisbundnum sparnaði tengdum margvíslegum lána- möguleikum. Hið nýja spariveltukerfi er í 2 flokkum A og B, sem bjóða upp á 111 mismunandi lántökuleiðir, með lánstíma allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Auk þess er þátttak- endum heimilt að vera með fleiri en einn reikning í Spariveltu-B 111 sparnaðar-og lántökuleiðir Lengri sparnaður leiðir til hagstæðara lánshlutfalls og lengri lánstíma. Ekki þarf að ákveða tímalengd sparnaðar umfram 3 mánuði í A-flokki og 12 mánuði í B-flokki. f Allir þátttakendur eiga kost á láni með hagstæðum vaxta- og greiðslukjörum. Þátttaka í SPARI- VELTUNNI auðveldar þér að láta drauminn rætast. Markviss sparnaður = öruggt lán LÁNAMÖGULEIKAR MEÐ HÁMARKSSPARNAÐI SPARIVELTA-A Sparnaðarflokkar: 25, 50 og 75 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- tímabil Mánaðartegur sparnaður Sparnaður í lok timabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. timi 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir 75.000 75.000 75.000 75.000 225.000 300.000 375.000 450.000 100% 100% 100% 100% 225.000 300.000 375.000 450.000 454.875 608.875 764.062 920.437 78.108 78.897 79.692 80.492 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir SPARIVELTA-B Sparnaðarflokkar: 15, 25 og 35 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarieg endurgr. Endurgr. tími 12 mánuðir 18 mánuðir 24 mánuðir 30 mánuðir 36 mánuðir 35.000 35.000 35.000 35.000 35.000 420.000 630.000 840.000 1.050.000 1.260.000 125% 150% 200% 200% 200% 525.000 945.000 1.680.000 2.100.000 2.520.000 982.975 1.664.420 2.677.662 3.411.474 4.165.234 49.819 45.964 55.416 64.777 73.516 12 mánuðir 27 mánuðir 48 mánuðir 54 mánuðir 60 mánuðir Gert er ráðfyrir 19.0%innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svoog lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabankans. Upplýsingabæklingur er fyrir hendi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubanklnn REYKJAVfK, AKRANESI, GRUNDARFIROI, KRÖKSFJAROARNESI, PATREKSFIRÐI.SAUOARKRÓKI, HÚSAVfK, KÓPASKERI, VOPNAFIRÐI, EGILSSTÖOUM. STÖOVARFIRÐI. VlK I MÝRDAL, KEFLAVfK. HAFNARFIRÐI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.