Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 5 Tónleikar Kronos-kvart- ettsins á miðvikudaginn TÍUNDU tónleikar Tónlistar- lágfiðluleikari og Joan Jaenrenaud félagsins fyrir styrktarfélaga sellóleikari. verða í Austurbæjarbíói kl. 17.15 \ efnisskrá tónleikanna eru ...... , , . _ verk eftir Beyer, Thunes, Geist, ámiðv,kudagogkemurþarfrain Beethoven, Schulthorpe oglves. Kronos-kvartettinn frá Fæst í næstu búd. Ráðstöfun gengismunar frá í september: Frumvarp til staðf est- ingarlaga óafgreitt MATTHÍAS Bjarnason kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild í gær og spurðist fyrir um, hvað liði afgreiðslu stjórnarfrum- varps til staðfestingar á bráða- birgðalögum frá 5. september sl. um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um breytingu á gengi íslenzkrar krónu. Matthías sagði þetta eitt af fyrstu þingmálum, sem lagt hefði verið fram á sl. hausti (7. mál). Það hefði verið afgreitt frá efri deild um miðjan desembermánuð. Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar hefði klofnað um málið og skilað tvenns konar umsögn, auk þess sem tvær breytingartillögur hefðu komið fram, önnur frá 5 þingmönnum Sjálfstæðisflokks og hin frá 2 J>ingmönnum Alþýðu- bandalags. I frumvarpi þessu væri verið að ráðstafa hvorki meira né minna en 7.500 milljónum króna, svo naumast væri við hæfi, að málið velktist óafgreitt í þinginu mánuðum saman, án þess að við- komandi þingnefnd gerði grein fyrir því í deildinni. Sverrir Hermannsson, sem var í forsetastól deildarinnar, sagðist hafa spurt Ingvar Gíslason deildarforseta, hverju þessi dráttur sætti, eftir að Matthías Bjarnason hefði gert sér viðvart um fyrirspurnina. Hefði. Ingvar borið við önnum í þingdeildinni, auk þess sem forsætisráðherra hefði einu sinni beðið um frest í málinu. Eftir að hafa borið bækur sínar saman við viðkomandi ráð- herra upplýsti Sverrir síðan, að málið yrði tekið fyrir til 2. umræðu í deildinni nk. miðviku- dag. Matthías Bjarnason. Blaðprent prent- ar Helgarpóstinn KRISTINN Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tfmans, óskar þess getið vegna fréttar í Mbl. um prentun Helgarpóstsins hjá Blað- prenti h.f., að hvorki Timinn né Vísir eru andvfgir prentun blaðs- ins, eins og Bjarni P. Magnússon láti hafa eftir sér. Þvert á móti hafi Blaðprent þegar samþykkt prentun hins nýja blaðs, en deilan stendur aðeins um það, að sögn Kristins, að það komi fram, að Alþýðublaðið er eigandi hins nýja blaðs og stendur að útgáfu þess. Kristinn bjóst við því, að lausn fyndist á deilunni innan tíðar. Fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks: Málfrelsi verdi tryggt og f undarsköp virt í Æskulýðsráði Meirihluti ráðsins brostinn segir Davíð Á FUNDI Æskulýðsráðs Reykja- . víkur í gær gerðu fulltrúar Ál- þýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins bókun þar sem þess er krafizt að fundarsköp séu virt, svo og málfrelsi einstakra fulltrúa í Æskulýðsráði á fundum þess. Af því tilefni gerði Davíð Oddson fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins f ráðinu sérstaka bókun þar sem segir að meiri- hlutasamstarfið í Æskulýðsráði sé í raun brostið. Fara bókanirnar hér á eftir. Bókun fulltrúa Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks: Að gefnu tilefni óskum við undirrituð eftir að framvegis verði farið að fundarsköpum á fundum ráðsins. Auglýstir dagskrárliðir Oddsson fái sitt rúm á fundum ráðsins, málfrelsi fundarmanna sé tryggt og að athugasemdir og bókanir séu færðar til bókar sé þess óskað. Margrét S. Björnsdóttir, Kristján Valdimarsson, Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Bókun Davfðs Oddssonar: Bókun sú sem hér er lögð fram og þær umræður sem orðið hafa á fundinum eru lýsandi tákn um að meirihlutasamstarfsgrundvöllur í Æskulýðsráði Reykjavíkur er brostinn, og hefur reyndar svo verið um nokkurt skeið. Ljóst er að bókun fulltrúa Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins er slíkt vantraust af þeirra hálfu á formann ráðsins að hann getur vart undir því setið. WIPP EXPRESS í allan handþvott Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel. ™ Freyöandi þvottaefni í allan handþvott. Þægilegt, handhægt, fer vel meö hendurnar. Bandaríkjunum. Kvartett þessi var stofnaður fyrir 6 árum og hefur flutt nútímatónlist svo og hefðbundna kvartetttónlist og meðal nútíma- tónlistar flytur kvartettinn jazz, þjóðlaga- og rokktónlist Um 50 tónskáld hafa samið. verk fyrir Kronos-kvartettinn og tileinkað honum. Hann hefur starfað við Mills College í Kaliforníu, ferðast um og haldið námskeið og stundað einkakennsiu, og tónleika hefur hann haldið víða um Bandaríkin og Kanada, en í ársbyrjun 1979 var fyrsta tónleikaferð hans til Evrópu. Kvartettinn skipa: David Harrington fiðluleikari, John Sherba fiðluleikari, Hank Dutt Ekki bara okkar stolt. . heldur líka þitt. ‘ Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur, nœst þegar þú þarft á húsnæði að halda fyrir brúðkaup, fermingu, árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50. MVNDAMÓT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.