Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 13 kappann og taugar og tilfinningar margra félagsmanna léku á reiði- skjálfi. Við smásílin sukkum til botns eða lentum beint í gini hvalsins eins og Jónas í Biblíunni. Höfuðvígið, gamli Listamanna- skálinn, féll áður en varði í hendur Valla og dyggra samherja hans. Framganga þessa umsvifamikla Grenvíkings var svo hröð, að helzt mætti líkja henni við skjótan frama annars strjálbýlings, sem kom til stórborgarinnar og hratt öllu úr vegi vegna eigin frama og krýndi sjálfan sig til keisara. Þar á ég við Grenviking þeirra Korsíkubúa, sjálfan Napoleon Bonaparte. En sá er munurinn á Valla og Naflajóni, að Týri lenti ekki í útlegð á neinni norðlenzkri Kolbeinsey eða St. Helenu eins og Nafli. Heldur sté hann sjálfviljug- ur ofan úr veldisstólnum eftir 25—30 ára stjórnartíð í islenzkum listmálum. í byrjun valdaskeiðs síns átti hann til með að vera miskunarlaus og óvæginn tyft- meistari listarinnar í langstærsta blaði landsins, Mogganum með frjálsar hendur. Þá var Valtýr ungur að árum og sveiflaði gadda- svipunni miskunarlaust á kolleg- ana í heilagri vandlætingu í nafni listarinnar og „sannleikans" að hætti margra æskumanna, sem nenna ekki að efast. Þá sveið oft undan höggum og margur bar ekki lengi sitt barr á eftir. Nú hefir skap Valtýs mildast, svipuólin fúnað og gaddarnir ryðg- að í rúst svo að ekki blæðir lengur undan svipuhöggum hans. I stað hávaðaroks og 12 vindstiga leika nú um hann fönvindar þíðir. Umburðarlyndi, mildi í dómum, víðsýni og samúðarfullur skilningur eru á hraðri leið með að taka sér bólfestu í þessum gamla harðjaxli og töffara. Þannig er gott og fallegt að eldast. Meira að segja er þessara jákvæðu eigin- leika farið að gæta í andlitsdrátt- um hans og svipmóti. Samt vona ég, að hann endi ekki sem dýrling- ur, þá fyrst yrði Valli leiðinlegur og óþolandi. Ofan á allt annað sendi hann mér opið bréf í Mogg- anum í tilefni síðustu sýningar minnar á Kjarvalsstöðum í september á umliðnu hausti. Greinin var í svo elskulegum og vingjarnlegum tón, að mér lá við að klökkna.Öðru vísi mér áður brá. Fyrir þau firna fögru tilskrif finn ég mig knúinn til að senda Valtý einlægar þakkir og gríp tækifærið til allra góðra óska á þessum merku tímamótum i lífi lista- mannsins. Það er eins og andskotinn og árar hans hlaupi í margan góðan drenginn í krossfarahlutverkinu. Valtýr tók að sér boðun fagnaðar- erindisins að berja afstrakt-siðbót í Mörlanda og var mikið ágengt með áróðurspenna blekriddarans. Áhuginn og úthaldið var með ólíkindum. Hann er míkill hæfi- leikamaður og áróðursmeistari og hefði getað leikið sér að selja morkin hákarl, við hvaða hirð í heiminum sem er. í því tilliti komast ekki margir í fötin hans Týra-Valla, ens og þessi galvaski listmálari var oft kallaður á Akureyri í gamla daga. Því eygði ég ekki hversu Valtýr getur verið bráðskemmtilegur maður fyrr en þessum ofsatrúarlátum linnti og stórveðrum slotaði í listinni. Trúboð og húmor fara sjaldan saman. Annars er listin svo óendanlega víðfeðm, '.ð hún á að geta herbergjað allai tefnur sam- timis. Öllum samkiptum okkar Valtýs þá, meðan á þessum gerninga- veðrum stóð mætti einna helzt líkja við stuttar og snubbóttar kveðjur tveggja stórmenna í borg- inni við Sundið, þeirra prófessors Jóns Helgasonar og þess fræga fóstursonar íslands, Poul Reumert. Er þeir mættust á landamótum í Höfn forðum daga gall í Reumert: „Fy“ og prófessorinn svaraði um hæl „pá stáende fod“: Svei! Ólíkt hlýrri og elskulegri urðu kveðjur okkar Valtýs síðar meir eða fyrir einum 7—8 árum er við rákumst af tilviljun á hvorn annan á Oxford- street í London eins og tvö drekk- hlaðin bjór-tankskip á siglingu með slagsíðu í þoku. Við brugðum okkur strax inn á næstu ölkrá til að rétta af slagsíðuna og gamlan kunningsskap. Barinn hét því undarlega nafni: „hog in the pound" eða: Svínið í stíunni, æva- gömul, fræg bjórstofa á horni Corkstreets og Oxfordstrætis, sem sízt var nú hægt að kenna við nokkurt svínarí. Aldrei hafði ég skemmt mér betur í London en allan þann eftirminnilega dag með kollega Valtý grenvíkensins. Það fór brigða vel á með okkur starfs- bræðrunum og bömlu krússidúllu- meisturunum að norðan. Við vorum sannarlega í essinu okkar og Sir Walter (eða séra Valtýr) lék á alls oddi og reytti af sér brand- ara. Hann demdi yfir mig hols- keflu skemmtilegra skopsagna af Kjarval og fleiri myndríkum meisturum og furðufuglum íslenzkrar málaralistar iðulega krydduðum eftirhermum og allt ætlaði um koll að keyra af hlátrar- sköllum og gleðilátum svo að rólyndir og jafnlyndir Bretarnir við nærliggjandi borð heimtuðu hlutdeild í skemmtuninni á móðurmálinu, sem var veitt án aukagjalds og skemmtanaskatts, nema hvað nokkrar ölkollur voru þegnar í staðinn. Valtýr á til skemmtilegra að telja fyrir norðan. Hann er kominn af einhverjum glöðustu skemmtimönnum, mestu fjörkálfum og söngbörkum við Eyjafjörð. Séra Árni Jóhannesson, prestur í Grenivik var móðurafi hans og faðir þess dýnamíska söngstjóra Geysis á Akureyri, Ingimundar heitins Árnasonar og Þórhalls sáluga (Trallenbergs) skrifstofumanns í Rvík. Ekki þóttu prestsdæturnar síðri um skemmti- legheitin, sem allar bera rammíslenzk nöfn: Steingerður og Gunnhildur, sem báðar eru á lífi. Þórgunnur móðir Valtýs lézt er hann var barnungur. Svanasöngv- arinn, glæsimennið og sjarmörinn mikli úr Hrísey, Hreinn Pálsson, síðar olíukóngur í Rvík. sagði mér þegar ég málaði hann skömmu fyrir andlát hans, að ógleymanleg- ar væru sér komur hans á prest- setrið í Grenivík í æsku. Iðulega hefði hann siglt seglbáti sínum um helgar yfir fjörðinn, án þess að skeyta um veður og vinda og oft komizt í hann krappann, til að taka lagið með heimilisfólkinu í Grenivík. Síðan var stiginn léttur dans í mjúkum og ylvolgum faðmi hinna björtu, blómlegu og skemmtilegu prestsdætra. Oftar en einu sinni lenti hann í lífs- háska. Bátskelin lagðist á hliðina í snarpri vindkviðu og hann rétti hana við með að ausa upp á líf og dauða. Þrátt fyrir allar svaðilfarir þegar teflt var á tæpasta vaðið fannst Hreini þessar siglingar sínar hafa margborgað sig í söng- gleði, lífi og fjöri á prestsetrinu á Grenivík í gamla daga. Faðir Valtýs var Pétur Einarsson kenn- ari frá Skógum við Vaglaskóg f. 1885 d. 1925. Móður systir Einars í skógum, afa Valtýs, var Sigríður móðir Þórhalls biskups frá Laufási við Eyjafjörð. Þar á nafn Laufás- vegarins í Reykjavík rætur sínar. Móðir Péturs kennara og föður- amma Valtýs var Kristbjörg systir þess stórskorna, aðsópsmikla og fornmannlega Jóhanns Bessason- ar, bústólpa og smiðs á Skarði í Dalsminni, sem þótti jafnvígur á tré og járn. Hann þótti allra Mörlanda líkastur Agli Skalla- grímssyni um hrikalegt og mikil- úðlegt útlit. Vegna þess arna birtist mynd á sinni tíð í „Öldinni okkar" af þessum rúnum rista og fornéskjuskotna ömmubróður Valtýs. Þó að Valtýr teljist ekki beinlínis smáfríður og pempiu- legur um andlitsfall þá geislar oft geðþekkt og glampandi kímnifjör í augnaráðinu, svo að óhætt er að fullyrða, að mikil forfegrun hafi átt sér stað í föðurkyninu þegar borið er saman við tröllslega og gretta ásjónu þessa stórskorna ömmubróður hans á Skarði. Móðir Valtýs og eiginkona Péturs var fyrrnefnd Þórgunnur Árnadóttir í Grenivík, elzt systranna f. 1893. Hún andaðist í blóma lífsins árið 1921. Þá tók Gunnhildur móður- systir Valtýs hann í fóstur og ól upp. Hún gekk siðan að eiga Olaf Guðmundsson útgerðarmann og síðar athafnamann í Reykjavík. Þau búa alltaf við Vesturgötu. Mér láðist að geta móðurömmu Valtýs hér að framan, prestfrúarinnar í Grenivík. Hún var Valgerður Karólína Guðmundsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal i Fjörðum norður. Fyrir bragðið get ég skotið því hér inn, að í gegn um þann ættlegg er Valtýr þremenningur við þá rithöfundana Thor Vilhjálmsson og Stefán alþm. Jónsson. Ógerla veit ég um frændsemiþel þeirra landsfrægu listamann'a. Eiginkona Valtýs er Herdís menntaskólakennari Vigfúsdóttir Einarssonar ráðuneytisstjóra. Mun Vigfúsarnafnið eflaust komið frá ættföðurnum Vigfúsi sýslu- manni Thorarensen föður Bjarna skálds og amtmanns. Móðir Herdísar er Guðrún Sveinsdóttir frá Akureyri dóttur-dóttir sér Matthíasar. Hún hefur verið ekkja eftir mann sinn um 30 ára skeið og býr hér í borg. Þó að Valtýr sé mikill Vestur- bæingur og hafi verið einlægur afstraktisti alla tíð er eins og sjávarseltan í blóðinu að norðan sé farin að segja til sín í seinni tíð, og leita uppruna síns. Nú ösla óvænt gömul hákarlaskip úr Höfðahverfi um dúka hans og striga. Sæbarðir trillupungar tifa við Látraströnd, og svei mér ef ég sé ekki hatta fyrir sjálfum Sólarfjöllum við Eyjafjörð einhversstaðar í baksýn. Jafnvel sjósóknarar spýta úr vör eins og tvífari Egils, stórskeggur- inn ömmubróðurinn á Skarði. Meira að segja bjargvættir strjál- býlisins, splunkunýir skuttogarar, sigla með reisn fyrir landi. Hvað hefir skeð? Hver hefði trúað slíku fyrir aldarfjórðungi? Allt er breytingum undirorpið. Svo er um mannlífið, afstraktlist sem aðra list, fornan og endurvakinn kunningskap okkar Valtýs. Til hamingju með daginn, Valli minn, og þakka þér óvæntan meðbyr sem og gleymdan bótbyr. Það eru einmitt sveiflurnar í öllu lífi, sem gefa því gildi og veita því viðhald og varanleika, og gera lífið þess virði að lifa því. Megi duggur þínar, hákarlaför og skutskip sigla til frama og frægðar heil í höfn úr hverri raun listarinnar, með lýsis-ljós vona og giftu fyrir stafni, sem er aðal og guðsgjöf hins sanna húmorista eins og þín. Punktum og basta. Órlygur Sigurðsson. Ljósm. Emilía íslendingur, báturinn sem Dunlop-fyrirtækið gaf Siglingamálastjórninni. Björgunarbátur sérstaklega hannaður fyrir islenzkar aðstæður DUNLOP-fyrirtækið hefur fært Siglingamálastjórn að gjöf gúmíbjörgunarbát sem það hefur smíðað sér- staklega fyrir íslenskar aðstæður. Burlison, sölustjóri Dun- lop, sagði að þeir hefðu hannað bátinn samkvæmt skýrslu reknefndar og sigl- ingamálastjórnar um við- bótarbúnað gúmíbjörgun- arbáta. Sérstök styrktar- grind hefur verið sett til að styrkja þak bátsins og í stað 4 sjópoka neðan í bátnum hafa 10 verið settir neðan í þennan bát sem hlotið hefur nafnið íslend- ingur. Einnig hefur lína bátsins verið styrkt og hún er fest við bátinn á tveimur stöðum. íslendingur er 10 manna björgunarbátur. Burlison sagði, að þessi bátur væri aðeins byrjun á samstarfi þeirra og íslend- inga til að finna út hvernig gúmíbjörgunarbátar ættu að vera útbúnir til að falla sem best að íslenskum að- stæðum og er það Siglinga- málastjórnar að vinna að frekari rannsóknum á Is- lendingi. Dunlop afhenti Siglinga- málastjórn bátinn á Hótel Loftleiðum að viðstöddum fulltrúum frá Sjóslysa- nefnd, Slysavarnafélaginu, Siglingamálastofnun, Rek- nefnd og fleirum. Fyrir hönd Dunlop komu hingað til lands auk sölustjórans Cracknell aðalforstjóri og Noad tæknilegur forstjóri. Umboðsaðili Dunlop á ís- landi er Austurbakki h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.