Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Birgir ísl. Gunnarsson:
Hvers vegna óttast ég
fordæmið frá RARIK?
Hin harða og ákveðna afstaða
sjálfstaeðismanna í borgarstjórn
gegn hugmyndum iðnaðarráð-
herra um stofnun allsherjar
landsfyrirtækis um raforku-
öflun hefur vakið mikla athygli
og umræður í blöðum. Svo virð-
ist sem það hafi komið einhverj-
um á óvart, að sumir fulltrúar
Reykvíkinga telji það verkefni
sitt öðru fremur að vernda
hagsmuni þeirra og láti það ekki
þegjandi fram hjá sér fara, þótt
ráðskast sé með eignir þeirra án
nokkurs samráðs við fulltrúa
þeirra. Hin lina og geðlitla
afstaða vinstri manna í borgar-
stjórn hefur og vakið athygli og
sýnir að a.m.k. sumir borgar-
fulltrúar vinstri manna vilja
fyrst og fremst lúta vilja sinna
ráðherra, en ekki taka sjálf-
stæða afstöðu með hagsmuni
borgarbúa fyrir augum.
Athugasemd
frá RARIK.
í þessum umræðum hefur
margt komið fram, sem ástæða
væri til að svara, en það verður
látið liggja á milli hluta að
sinni. Eitt atriði tel ég mér þó
skylt að ræða nánar, en það er
yfirlýsing, sem þeir Pálmi Jóns-
son, formaður stjórnar RARIK,
og Kristján Jónsson, rafmagns-
veitustjóri, gáfu í Morgunblað-
inu þann 22. marz s.l. Tilefni
yfirlýsingar þeirra var frásögn
af umræðum í borgarstjórn, þar
sem RARIK bar á góma, en þar
notaði ég orðið „sukk“ um Raf-
magnsveitur ríkisins. Ég skil vel
að jafn mætir og grandvarir
menn og ofangreindir tveir
stjórnendur RARIK vilji fá nán-
ari skýringar og því er mér bæði
ljúft og skylt að gera það.
Fyrst er það til að taka að
frásögn Morgunblaðsins er
stuttur útdráttur úr löngum
umræðum í borgarstjórn og því
ekki unnt að ætlast til að allt
komi fullkomlega til skila, sem
þar er sagt. Meginefni þess, sem
ég sagði er þó rétt eftir haft.
Ekki ásökun á
starfslið eða
stjórnendur
í annan stað vil ég einnig taka
fram, að oft þegar ég hef gert
RARIK að umtalsefni í borgar-
stjórn eða blaðagreinum hef ég
tekið skýrt fram, að vandræði
RARIK stöfuðu ekki af van-
hæfni starfsliðs eða stjórnar
fyrirtækisins. Núverandi raf-
magnsveitustjóri, Kristján
Jónsson, er t.d. fyrrverandi
starfsmaður Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og hafði þar allra
traust og það traust hefur
ekkert minnkað, þótt hann hafi
horfið til annars og ábyrgðar-
meira starfs á vegum ríkisins.
En hvaða vandræði eru hjá
RARIK? Er kannski allt í lagi
hjá fyrirtækinu? Því fer fjarri.
Fjárhagserfiðleikar Rafmagns-
veitna ríkisins eru mjög miklir
og hafa staðið lengi. A sínum
tíma voru sett lög um verðjöfn-
unargjald af raforku, þar sem
rafveitum sveitarfélaga var gert
að hlaupa undir bagga til að
leysa „tímabundinn" fjárhags-
vanda RARIK. Árin hafa liðið
og vandinn aukist með ári
hverju — og enn er verð-
jöfnunargjaldið hækkað til að
hlaupa undir bagga með
RARIK.
Greinargerð
fyrrverandi
stjórnarmanna
I rauninni get ég ekki lýst
ástandinu betur en þeir fyrrver-
andi stjórnarmenn RARIK
gerðu, er þeir sögðu af sér
störfum þann 22. marz 1978. í
greinargerð, sem þeir sendu frá
sét segir:
„Rafmagnsveitur ríkisins
hafa mörg undanfarin ár átt við
mikla og sívaxandi fjárhags-
örðugleika að stríða. Höfuð-
vandi RARIK stafar af mikilli
fjárfestingu fyrirtækisins, sem
svo til eingöngu hefur verið
fjármögnuð með lánum. Lánin
eru með óhagstæðum kjörum,
en framkvæmdir oft gerðar af
ýmsum félagslegum eða byggða-
pólitískum ástæðum og þær
skila yfirleitt mun lakari fjár-
hagslegri arðsemi en sem svarar
til kostnaðar við það fjármagn,
sem í þeim er bundið.
Eigandi RARIK — ríkissjóður
— hefur ekki lagt fram fé til
fyrirtækisins, heldur hefur
hann útvegað lánsfé og lagt
verðjöfnunargjald á raforkusölu
í smásölu til þess að mæta hluta
af fjárfestingarkostnaði
RARIK.
RARIK eru nú komnar í al-
varlegt fjárþrot. Bráðabirgða-
ráðstafanir duga ekki lengur.
Framkvæmdir eru stöðvaðar
sökum fjárskorts og fyrirtækið
skuldar Landsvirkjun hundruð
milljóna króna fyrir keypta
raforku. A.m.k. eitt olíufélag
hefur stöðvað olíuafhendingu til
dísilstöðva fyrirtækisins".
Árið 1977
var rekstrar-
halli 314
millj. kr.
Þessi orð eru úr greinargerð
þeirra Björns Friðfinnssonar,
Helga Bergs og Tryggva Sigur-
bjarnarsonar, er þeir sögðu sig
úr stjórn RARIK fyrir um ári.
Til viðbótar má bæta því við, að
árið 1977 (síðustu birtir reikn-
ingar) var rekstrarhalli 314
m.kr. á ári, en varið var til
nýbygginga 4.682 m.kr.
Þetta hef ég leyft mér að kalla
sukk. Eitt er víst, að ef einkafyr-
irtæki hegðuðu sér á þennan
hátt, yrði það orð tamt í munni
ýmissa, sem ekkert telja at-
hugavert við rekstur RARIK.
Eigandi RARIK — ríkið —
hefur aldrei tekið vandamál
fyrirtækisins föstum tökum.
Auðvitað þjónar RARIK mikl-
um félagslegum tilgangi með því
að leggja rafmagn um hinar
dreifðu byggðir landsins og allir
eru sammála um að landsmenn,
hvar sem þeir búa, fái rafmagn
við hóflegu verði. Ríkið verður
hinsvegar að viðurkenna þennan
félagslega tilgang og leggja
fyrirtækinu til óafturkræf
framlög til að standa undir
slíkum framkvæmdum. Að öðr-
um kosti er haldið lengra út í
fenið — sokkið dýpra og dýpra
— og vandamálið verður æ
erfiðara viðfangs. Stöðug hækk-
gerði haustið 1977 við ríkis-
s'tjórn Geirs Hallgrímssonar og
fjármálaráðherra hennar,
Matthías Mathiesen, var kveðið
skýrt á um að launabætur yrðu
greiddar hinn 1. apríl 1979.
Fleiri atriði voru skráð þar
skýrum stöfum er var ætlað að
bæta hnekki þann er
starfsmenn töldu sig hafa beðið
í samningsgerð á dögum fyrri
olíukreppu, í valdatíð Ólafs
Jóhannessonar og Lúðvíks
Jósefssonar. Ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar ógilti
samningsákvæði með lagasetn-
ingu á s.l. ári og varð það, með
öðru, henni að falli. Eigi skorti
þá stór orð í flokki okkar launa-
manna um brigðmælgi við sam-
tök okkar. En nú kveður við
annan tón. Gildir hið forn-
kveðna, sem haft var eftir
sveitaklerki í sókn austanfjalls:
„Nú er allt annað upp á teningn-
um.“ Svo er að sjá á forystu-
grein Þjóðviljans s.l. sunnudag,
un verðjöfnunargjaldsins er
engin lausn.
Fordæmið
frá RARIK
hræðir
í umræðum um allsherjar-
landsfyrirtæki til raforkuöflun-
ar hef ég varað við fordæminu
frá RARIK. Ég hef óttast og
óttast enn, að slíkt allsherjar-
fyrirtæki verði nýtt RARIK. í
hinu nýja fyrirtæki mun ríkið
hafa tögl og hagldir með 50%
eignaraðild á móti helmings-
eignaraðild e.t.v. margra,
dreifðra sveitarfélaga.
Við vitum hvernig ákvarðanir
eru teknar um framkvæmdir
RARIK. Framkvæmdir eru
ákveðnar fyrir pólitískan þrýst-
ing ráðherra, þingmanna eða
heimamanna úr ýmsum héruð-
um. Ákvarðanir eru teknar án
þess að sjá fyrir fjármögnun eða
rekstrargrundvöll hverrar
framkvæmdar um sig. Hin nýja
Landsvirkjun mun án efa lenda
úti á sömu braut.
Ráðherra hef-
ur
þegar byrjað
þrýsting
Reyndar erum við þegar búnir
að sjá dæmi þess. Iðnaðarráð-
herra á sér „eina ósk“ í virkjun-
er höfundur ræðir þar um „sigur
BSRB“ og á þá við eftirgjöf og
ógildingu á samningsákvæði um
launabætur.
Ég spyr enn og aftur?
Hvernig má það vera að hægt sé
að telja það til sigurs og reikna
sem gæfuspor, að samnings-
ákvæði er einhuga allsherjar-
verkfall fékk knúið fram, sé
ónýtt og numið úr gildi með
fláráðum fyrirheitum um mörg
verkföll einstakra hópa á næsta
áratug? Ber þá að skilja það svo,
að geyma eigi verkfallsréttinn
og uppfyllingu ákvæða þangað
til önnur ríkisstjórn er tekin
við?
Greinarhöfundur Þjóðviljans
segir: „BSRB steig inn á
vettvang kjaraharáttunnar
sem fullgilt verkalýðssamband
í glæsilegri verkfallsbaráttu
s.l. vor.“ Satt var orðið, séra
minn. Það er einmitt þess vegna
sem við viljum enn teljast
fullgildir, en ekki verða hoknir
armálum. Það er Bessastaðaár-
virkjun. Hann er þingmaður
Austurlands og vill því ganga í
augun á sínum kjósendum með
því að berjast fyrir þessari
virkjun, þótt hagkvæmni henn-
ar sé mjög dregin í efa af
sérfræðingum. Ráðherra hefur
þegar sett mikinn þrýsting á, að
þessi virkjun verði næsta virkj-
un hins nýja landsfyrirtækis.
Hann setti þrýsting á „skipu-
lagsnefnd um raforkuöflun",
sem lét undan þrýstingnum að
því marki að láta að því liggja í
kaflanum um næstu virkjanir,
að Bessastaðaárvirkjun væri
líklegur kostur.
Ráðherra mun halda þessum
þrýstingi áfram og ef nýtt
landsfyrirtæki verður stofnað er
ekkert líklegra en að undan
þessum þrýstingi verði látið af
stjórn þess fyrirtækis.
Þurfa ekki
að vera
hörundssárir
Með samanburði mínum á
RARIK annarsvegar og þeim
virkjanafyrirtækjum, þar sem
sveitarfélög hafa tögl og hagldir
hinsvegar, hef ég viljað vara við
því, hvað gerast mun, ef hug-
sjónir miðstýringarmannanna
ná fram að ganga. Þá mun hið
nýja fyrirtæki leiðast út í sama
fenið og RARIK hefur verið leitt
út í.
Sú þróun verður ekki skrifuð
á reikning starfsmanna RARIK
né stjórnar. Sú þróun verður
skrifuð á uppbyggingu fyrirtæk-
isins og að stjórnmálamenn á
ríkisvettvangi ráða þar of miklu
um.
Þetta vona ég að þeir vinir
mínir Pálmi Jónsson og
Kristján Jónsson skilji og í
mínum huga þurfa þeir ekki að
vera hörundssárir, þótt ég hafi
gert RARIK að umtalsefni á
þennan hátt.
hálfdrættingar á þóftunni á
áraskipi Árna í Botni er stóð,
steigurlátur á ströndinni og
sagði: „Skyldu bátar mínir róa í
dag?“
„Samningsrétturinn er
helgasti réttur verkalýðs-
hreyfingarinnar og verkfalls-
rétturinn beittasta vopnið í
kjarabaráttunni," segir forystu-
greinarhöfundur Þjóðviljans
ennfremur. Eigum við þá að
breyta skýlausu ákvæði og
niðurstöðu í unnu tafli við fyrr-
verandi ríkisstjórn, gegn vilyrði
mótstöðumannsins um afleik í
næstu skák? Við slíkum
hugsanagangi hljótum við að
gjalda neikvæði. Við neitum að
fallast á að samtök okkar séu
notuð sem kóngspeð er otað sé
þá er það hentar flokkspólitísk-
um riddurum, en fleygt af tafl-
borði eftir geðþótta þeirra þá er
það hentar þeim til framdrátt-
ar.
Pétur Pétursson þulur.
Pétur Pétursson þulur:
„Að einblína á bók-
stafinn,, eða stíga
„gæfus|por,, afturábak
Allt frá því að samtök
íslenzkra launamanna tryggðu
sér takmarkaðan samningsrétt
um kjör sín hafa fulltrúar þeir
er valist hafa til forystu og
samningsgerðar lagt
höfuðáherzlu á að taka af
tvímæli í samningum. Vinna að
því að orða samningsákvæði á
þann veg að réttur félagsmanna
birtist með ótvíræðum hætti.
Margháttaðar tilraunir eigna-
stéttar og yfiryálda til þess að
hártoga óljós ákvæði hafa
skerpt vitund alþýðu til þess að
lýsa vilja sínum tæpitungulaust
og kveða skýrt að orði. Hafa
bréf upp á það, eins og sagt var
á dögum Jóns Hreggviðssonar.
Sé ástæða til þess að halda í
heiðri hreintungustefnu í bók-
menntum og mæltu máli vegna
þeirra er leggjast í fagurfræði
eða hjúpa sig hýjalíni á leiksviði
þá telur alþýða eigi minni
nauðsyn á því, að mál það er
skráir samninga hennar um
laun og starfskjör sé klárt og
kvitt. I samningi þeim er BSRB
PNBLAÐIÐ. FIMMTL'DAGUR 22. MARZ 1979
,Jlarik og sukkið”
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing:
í Morgunblaðinu. laugardag
inn 17. marz s.l., birtist frásðgn
af umræðum í borgarstjórn
Reykjavíkur um þau tilmæli
iðnaðarráðherra að efnt verði til
viðræðna milli fulltrúa Reykja-
víkurborgar og iðnaðarráðu-
neytisins um stofnun nýs orku-
fyrirtækis, nýrrar
Landsvirkjunar. Er þar m.a.
greint frá ræðu Birgis ísleifs
Gunnarssonar, jafnframt því,
sem samtimist birtist grein eftir
hann um þetU sama efni annars
staðar í blaðinu.
í þessari frásögn af ræðu
Birgis tsleifs er sérsUkur kafli
helgaður Rafmagnsveitum rík-
isins og ber hann yfirskriftina:
„Rarik og sukkið.* Þar segir avo:
„Birgir íaleifur Gunnarsson
sagðist óttast, að fyrirtækið
leiddist út i sams konar sukk og
Rarik, ef það stækkaði. Sukkið
hjá Rarik, væri alls ekki komið
til vegna þess, að forystumenn
væru verri en aðrir, heldur
vegna þess, að mikill pólitískur
þrýstingur rikti úti um allt
land.„ — Svo mörg voru þau orð.
Birgir ísleifur Gunnarsson
hefur oftar en i þetta skipti sent
kveðjur af þessu tagi til Raf-
magnsveitna rfkisins á síðum
Morgunblaðsins. Allt hefur það
verið í formi fullyrðinga, jafnvel
sleggjudóma, um rekstur og
starfshætti stofnunarinnar, án
þess að tilraunir hafi verið
gerðar til rökstuðnings.
Við, sem teljumst í forystu
fyrir Rafmagnsveitum ríkisins,
höfum sízt á móti því, að mál-
efni þeirrar stofnunar séu rædd.
Við teljum á hinn bóginn næsta
ósmekklegt þegar Rafmagns-
veitur ríkisins, stjórnendur
þeirra og starfsmenn eru ítrek-
að bornir sökum um „sukk*. án
þess að tilraun sé gerð til að
sýna fram á í hverju „sukkið" sé
fólgið. Væri það gert, myndi því
verða svarað efnislega.
Reynsla Birgis Isleifs Gunn-
arssonar ætti aö segja honum
Jiað, að fullyrðingum þurfa að
fylgja röksemdir, eigi þær að
verða teknar alvarlega. Sé það
ekki, verða þær markleysa. Til
þess að auka líkurnar fyrir þvi,
að röksemdir Birgis ísleifs um
málefni Rarik verði yTirvegaðri
en fullyrðingar hans, er sjálf-
sagt að bjóða honum að taka
upp þá nýbreytni að kynna sér
nokkuð starfsemi stofnunarinn-
ar af eigin raun með viðræðum
við stjórnendur hennar og
starfslið.
Reykjavík, 21.03. 1979,
Pálmi JónsHon
formaður stjórnar Rarik
KrÍHtján Jónsson Rafmagns-
veitustjóri.