Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
19
Þórdís Bachmann skýrir gestum Óðals frá árangri söfnunarinnar
„Gleynmd börn ’79“. Til vinstri við hana er nýi plötusnúðurinn á óðali
John Anthony en Mickie Gee þreyttur en ánægður snýr síðustu plötunum.
Mickie yfirgefur plötuspilar-
ana eftir 1500 klukkustundir
„Mér líður stórkostlega og það er
þungu fargi af mér létt,“ sagði
breski plötusnúðurinn Mickie Gee
er hann yfirgaf plötuspilarana á
Óðali kl 3 aðfaranótt s.l. mánudags.
Mickie settist við plötuspilarana
22. janúar s.l. með þeim ásetningi
að setja heimsmet f plötusnýningi.
Það tókst 12. mars s.l. er hann hafði
spilað plötur í 1176 klukkustundir.
Micki e hélt hins vegar áfram iðju
sinni og hætti er hann hafði 1500
klukkustundir eða 9 vikur að baki.
Jafnhliða heimsmetatilrauninni
fór fram söfnunin „Gleymd börn ’79“
og tilkynnti Þórdís Bachmann, for-
stöðumaður söfnunarinnar, í hófi
sem haldið var á Óðali er Mickie
hætti, að um 6 milljónir hefðu
safnast, þar af 3 milljónir á mál-
verkauppboðinu sem fram fór til
styrktar söfnunni á Hótel Loft-
leiðum s.l. sunnudag. Þar voru boðin
upp um 40 málverk auk nokkurra
bóka. Mickie mun fara af landi brott
í næstu viku en hyggst nota tímann
þangað til að sjá sig um á íslandi og
einnig sagðist hann ætla að heim-
sækja nokkur fyrirtæki og stofnanir
og reyna að safna meiri peningum í
„Gleynd börn ’79“. Næstkomandi
föstudag verður Mickie gestur á
diskóteki í Garðaskóla.
Ný skoðanakönnun:
Sj álfstæðisflokkur
og Framsókn í sókn
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tapi fylgi
í SKOÐANAKÖNNUN. sem dag-
blaðið Vísir hefur látið fram-
kvæma x>g birt var í gær urðu
niðurstöður þær að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn hafa unnið á frá kosning-
unum í júní í fyrra en bæði
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag hafa tapað talsverðu fylgi.
Könnun Vísis náði til 1642 kosn-
ingabærra manna og var svörun
78.9%.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
fengi Alþýðuflokkurinn nú 16,7%
greiddra atkvæða ef nú væri geng-
ið til kosninga, Framsóknarflokk-
urinn fengi 20,7% atkvæða, Sjálf-
stæðisflokkurinn 44,3% atkvæða,
Alþýðubandalagið 17,3% atkvæða,
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna 0,9% atkvæða og framboð
Karvels Pálmasonar á Vestfjörð-
um fengi 0,1% atkvæða.
Undanfarna mánuði hafa verið
framkvæmdar fjórar kannanir á
fylgi stjórnmálaflokkanna, Dag-
blaðið hefur framkvæmt tvær, þá
fyrri í desember 1978 og þá síðari í
marzbyrjun s.l., nemendur MR
gengust fyrir skoðanakönnun í
skólanum í janúar s.l. og loks Vísir
núna.
Samkvæmt öllum könnunum er
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn.
Framsóknarflokkurinn tapaði
fylgi samkvæmt fyrri könnunum
en er í sókn samkvæmt könnun
Vísis. Alþýðuflokkurinn virðist
hafa tapað fylgi samkvæmt þrem-
ur af fjórum könnunum. Alþýðu-
bandalagið hélt nokkurn veginn
sínu í báðum könnunum Dagblaðs-
ins en hefur tapað fylgi samkvæmt
könnun Vísis. Að öðru leyti vísast
til meðfylgjandi töflu, þar sem
fylgi flokkanna er sýnt i hverri
einstakri könnun og til saman-
burðar eru birtar hlutfallstölur
flokkanna fjögurra í aiþingiskosn-
ingunum í júní 1978.
=•: 11
1 5
■=.5
Alþýðutlokkur 22.0%
F ramsóknartlokkur 16.9%
SjálfstÆðisflokkur 32,7%
AlþýðubandalaK 22.9%
«© ■*© 00 OC í- s *2 oí ■*© r- 05 r—
_2 t'* •S2. -| c
1 í X ^ OS * 5 « E Í"E
S > E
21,1% 15.3% 15.1% 16,7%
15.6% 5.1% 13.5% 20.7%
42,2% 44.2% 49.2% 44.3%
21.1% 28.4% 22.2% 17.3%
„Súper
markaður
„Súper“-markaöurinn heldur áfram í sýningahöll-
inni (Ársalir) 2. hæö v. Bíldshöföa.
Dömufatnaður
Kjólar frá 4000—14.000.
Dömujakkar frá kr. 8.900.
Dömuúlpur frá kr. 11.900.
Dömupils frá kr. 7.000.
Dömuskyrtur frá kr. 1.900.
Ótrúlegt úrval af frábærum
hljómplötum
RtÓ-FÓlK t ?
Herrafatnaður
Herraúlpur frá kr. 10.500.
Herrablússur frá kr. 4.900.
Herragallabuxur frá kr.
6.900.
Herraflauelsbuxur frá kr.
6.
Barna- og
unglinga-
fatnaður
frá 1-14 ára
T.d. barnaúlpur frá
kr. 6.900-
Barnabuxur frá kr.
2.900-
Barnapeysur frá kr
2.900 - o.fl. o.*"
Ódýr og falleg leikföng
500 original mál verk.
Verö frá kr. 11.000.-
Opið frá 1-10 í
dag.
Opið miðvikudag
frá kl. 1-6.
Opið fimmtudag
frá kl. 1-6.
Gjafavörur
og búsáhöld
allskonar frá Glit keramik
og fleira og fleira af úrvals
vörum sem vert er aö sjá.
Sláiö til og gerið „Súper“-kaup á
„Súper<(-markaöi
Kaffiveitingar á staðnum.
Nýjar vörur teknar upp daglega.
Súpermarkaöurinn,
Sýningahöllinni (Ársalir) v/Bíldshöföa.