Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 39 Hjónaminning: Þórey Elíasdóttir og Kristján Guðbjartarson Kristján Guðbjartarson Fæddur 29. júní 1911 Dáinn 22. febrúar 1978 Þórey Elíasdóttir Fædd 22. júlí 1913 Dáin 30. apríl 1970. Þórey var fædd í Bolungarvík, dóttir hjónanna Elíasar Árnason- ar og Elísabetar Rósu Halldórs- dóttir. Kristján var fæddur í Bolungarvík, sonur hjónanna Guðbjarts Sigurðssonar og Halldóru Margrétar Sigurðar- dóttur. Þau eignuðust átta börn, þrjú þeirra dóu í æsku, en tvö fósturbörn tóku þau að sér og ólu upp. Kristján var fæddur á Grund- um í Bolungarvík, hann var elstur sinna systkina og dafnaði vel og fór snemma að hjálpa pabba sín- um. Hann var frábærum gáfum gæddur, ég held að hann hafi aldrei látið fara frá sér nokkurt orð án þess að hugsa það vel áður en hann sagði það. Það var svo fagurt bros sem geislaði frá honum, saklaust bros ef honum fannst eitthvað spaugi- legt. Hann var svo mikið ljúf- menni í allri framkomu sinni. Ég veit að hann hefur fengið bjarta heimkomu ásamt konu sinni. Guð blessi þau öll. Eg kom til Ji'Mi örþyrst önd þar alla svölun fann hjá honum drakk eg lífs at lind mitt Itf er sjálfur hann. S.G Sigvaldi Heiðar r * Arnason Fæddur, 4. september 1934, Dáinn, 11. febrúar 1979.. Misjafnt er lán manna, og mis- langur tími frá vöggu til grafar. Á stundum fyllumst við beiskju og jafnvel reiði fyrir ójöfnu láni okkar mannanna. Hver er sinnar gæfu smiður, á stundum við, en endirinn verður ætíð á sama veg, við viljum en Guð ræður. Sigvaldi Heiðar Árnason var fæddur 4. sept. '1934 í Svínadal í Kelduhverfi. Hann ólst upp hjá móður sinni Guðnýju Sigvalda- dóttur og stjúpa Bjartmari Bald- vinssyni á Sandhólum Tjörnesi S-Þing. Heiðar var myndarlegur maður í sjón, bjartur yfirlitum og léttur í hreyfingum. Ungur að árum eða 1954 kom hann til Vestmannaeyja á vertíð og ætlaði að dvelja skamman tíma. En eigi má sköpum renna, þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Ingu Ingibergsdóttur og gift- ust þau árið 1955. Mestan hluta ævi sinnar dvaldist hann í Vest- mannaeyjum og stundaði lengst af sjómennsku. Eftir eldgosið í eyjum dvöldu þau víða, meðal annars á Stokkseyri og á Akureyri. Síðast- liðið ár fluttust þau til Hríseyjar þar sem jarðneskar leifar hans hvíla. Heiðar var aldrei atorkumaður til líkamlegrar vinnu, enda gekk hann löngum ekki heill til skógar. Vinir hans vissu sjaldnast hvernig honum leið, aldrei talaði hann um veikindi sín, enda dulur í skapi, þótt hann hefði ákveðnar og skýr- ar skoðanir á mönnum og málefnum og óhræddur við að láta þær í ljós. Ingu og Heiðari varð sjö barna auðið, má nærri geta að erfitt hefur verið að framfleyta svo stórum barnahópi enda var oft þröngt í búi. Eitt áttu þau hjón framar öðru sem ekki verður metið til veraldlegra gæða og það er ástríki og kærleikur hvort til -Minning annars, sem lýsti ætíð gegnum þeirra sambúð, á hverju sem gekk. Kom samhaldni þeirra ekki hvað síst í ljós, þegar þau eignuðust síðasta barnið sitt, Karel sem fæddist vangefin og dvelur nú á Sólborg á Akureyri. Hin börnin eru: Arný gift Ólafi Guðjónssyni, býr í Vestmannaeyjum; Guðný Kristín, gift Snorra Bergssyni, býr á Akureyri; Þorvaldur sem stund- ar sjómennsku, Lovísa, býr í Hrísey; Ingibjörg og Edda sem ennþá dvelja í foreldrahúsum. Viku eftir andlát Heiðars andaðist faðir hans, Árni Kristjánsson frá Húsavík. Vil ég votta aðstandendum þeirra beggja mína dýpstu samúð og bið Guð að milda sárin og vera með þeim um ókomin ár. Ég fel mig þinni föðurhlff, er fer ég burt úr heim en meðan enn mér endist Iff mig ivallt nið þfn geymi þú yztu takmörk eygir geims og innstu lffains parta, þú telur ir og aldlr heims og æða lög míns hjarta. V. Briem E.Þ. Hvemig er skóla- skipan i Reykjavík? Skólahverfi markast a/ umferðargötum Á fjölmennum fundi í Víkinga- sal Hótel Loftleiða fyrir skemmstu, hélt formaður fræðslu- ráðs, Kristján Benediktsson, er- indi um skólaskipan í Reykjavík. Var þetta þriðji fundurinn í röð fræðslufunda, sem félög kennara og skólastjóra halda á þessum vetri. Síðasti fundur vetrarins verður væntanlega 2. apríl, en þá mun Þórir S. Guðbergsson félags- ráðgjafi talar um „Uppeldi og skólastarf". í upphafi máls síns vék Kristján strax að ytri skipan skólastarfsins og vitnaði m.a. í Árbók Reykjavík- urborgar, sem nýlega er komin út. Sagði Kristján, að skólahverfi í Reykjavík væru nú 6, og mörkuð- ust þau alla jafnan af stórum og miklum umferðargötum. Þar sem ekki væri unnt að láta umferðar- götur skipta hverfum, hefði verið gripið til þess ráðs að hafa sér- staka gangbrautarverði, og vissi hann ekki annað en að það hefði gefist vel. „Fólksflutningar í borginni eins og á styrjaldartímum sl. 20 áru Kristján vék þar næst að fólks- flutningum innan Reykjavíkur- svæðisins undanfarna tvo áratugi. Lýsti hann ástandinu við styrjald- artíma og náttúruhamfarir, svo hratt hefðu sum hverfin byggst og þanist út. Er hér fyrst og fremst um að ræða Árbæjar- og Breið- holtshverfin, þar sem fólksfjölg- unin hefur orðið gífurleg á skömmum tíma og erfitt að byggja skólahúsnæði, sem uppfyllti eðli- legar kröfur. Sagði Kristján, að í þessum tveimur aðalhverfum væri um 45% allra barna frá 3—6 ára. Fólksfækkun ígömlu hverfunum Að sama skapi hefur fækkað í gömlu og rótgrónum hverfum Reykjavíkur, og þá einkum Vest- urbænum og Miðbænum. Rakti Kristján síðan nokkuð þessa skipt- ingu og nefndi tölur máli sínu til stuðnings. Kom þá meðal annars í ljós, að meðalaldur í Vesturbæn- um og Miðbænum er hvað mestur, en lægstur í Árbæjar- og Breið- holtshverfum. Þá voru 3ja til 5 ára börn fæst í Mið- og Vesturbæ, en flest í Árbæ og Breiðholti. Kristján tók skýrt fram, að hann teldi, að skólastarf í sumum eldri hverfa Reykjavíkur hefði færst í eðlilegt horf miðað við það sem áður hefði verið, þegar skólar þessir voru tví- og þrísetnir. Fámennar og fjölmennar bekkjadeildir ískólum Reykjavíkur í ræðu sinni kom Kristján einn- ig inn á fjölmenni bekkjardeilda og rakti meðal annars ákvæði grunnskólalaga um lágmark bekkjardeilda að mati mennta- málaráðuneytisins. Sagði Krist- ján, að hér væri víða nokkur mismunur innan Reykjavíkurskól- anna og nefndi hann sem dæmi, að í Austurbæjarskóla væru að með- altali 20,6 nemendur í hverri bekkjardeild, en í sumum Breið- holtsskólanna væru 26,0 nemendur í hverri bekkjardeild. Kristján kom einnig inn á nem- endafjölda í Reykjavík á síðustu árum og kom þá fram t.d. að nemendafjöldinn í Reykjavík skólaárið 1972—1973 var um 14.718, og er þá átt við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, fyrir utan sérskóla og skóla, sem ríkið rekur. Á þessu sama skólaári, var deildafjöldi bekkja í Reykjavík 578 oe meðaltal nemenda í hverri bekkjardeild 25,47. Á skólaárinu 1978—79 hefði nemendum hins vegar fækkað — og á þessum árum væru þeir komnir niður í 11.262, bekjardeild- Kristján Benediktsson ir væru aðeins 472, og meðaltal í hverri deild væri um 23,86. Þess má geta hér, að nokkrar fyrirspurnir og umræður urðu eftir ræðu Kristjáns, m.a. um þetta efni, þar sem sumir fyrir- spyrjenda töldu ekki gott, að sífellt væri verið að ræða um fjölda nemenda, fjölda í bekkjar- deildum o.s.frv., en of sjaldan væri minnst á í hvers konar húsnæði nemendur væru, hvað margir fer- metrar kæmu á hvern nemenda, hvernig starfsaðstæður væru í skólunum o.s.frv. Skólaskipan í Reykjavík á næsta skólaári Á fundi þessum skýrði Kristján í stórum dráttum frá niðurstöðu nefndar þeirrar, sem sett var á laggirnar í nóv. sl. á vegum Menntamálaráðuneytisins og borgaryfirvalda og gera átti tillög- ur um skipan framhaldsskóla í Reykjavík með tilliti til nýtingar skólahúsnæðis meðal annars. Sagði Kristján, að orðrómur væri sífellt á sveimi í þessu sambandi, og sagði að málið yrði nú rætt í fræðsluráði og í ráðuneytinu á næstunni og án efa sent viðkomandi aðilum til umsagnar. Ekki verður skýrt frá þessum niðurstöðum hér, enda efni í langa grein, og tók Kristján enda fram, að ekki hefðu allir nefndarmenn verið á eitt sáttir um allar tillögurnar, og væri sjálfsagt svo, að sitt sýndist hverjum. Fór Kristján síðan nokkrum orðum um skipan skólastarfs á komandi skólaári, og kom í ljós í ræðu fundarmanna, að þeir teldu, að hér þyrfti að gera langtíma áætalair og skipulagningu, svo að kennarar væru ekki í óvissu um starf sitt og tilveru. Sagði Kristján, að helstu breytingar, sem fyrirætlaðar eru á grunnskólastiginu væru þær, að Hólabrekkuskóli mundi taka við meginhluta allra nemenda níunda bekkjar í Breiðholti, en þar er verið að byggja mikla viðbót um þessar mundir. I Kvennaskólanum er ráðgert að hafa einungis starfandi 8. ög 9. bekk, en taka ekki inn nýja nemendur. Nemendur 9. bekkjar úr Hvassaleitishverfi eiga að sækja skóla í Réttarholti og Ár- múlaskóli hætti sem grunnskóli. Eins og áður er sagt, var fundur þessi fjölsóttur og urðu miklar umræður um skólaskipan og framtiðarstarf og viðfangsefni skóla Reykjavíkurborgar. Þ. t Móöir okkar og tengdamóöir, ÞÓRA JENNY VALDIMARSDÓTTIR, Sólvallagötu 37, lést 25. mars í Landakotsspítala. Börn og tangdadaatur. t Eiginmaöur minn, faöir og sonur SNORRI R. GUNNARSSON, Vancouvsr, Canada, andaöist sunnudaginn 25. þ.m. F.h. aðstandenda, Á.thildur Gunnara«,n, Sturla Tómaa Gunnarsaon, Inga Guðmundsdóttir. t Faöir minn, GÍSLI MAGNÚSSON, frá Bjargi, Stokksayri, andaöist aö Hrafnistu 24. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Magnú. I. Gíalason. Eiginkona mín t ANNA BLAKSTAD ÓLAFSSON Hvsrfi.götu 32, Hafnarfirði veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju miövikudaginn 28. mars kl. 14. Björn Ólafsson. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÞORVALDUR KRISTJANSSON, báta.míöur, frá Skálum á Langanasi, er lézt í Landakotssþítala 21. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaglnn 28. marz kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Jón Þorvaldsaon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.