Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 36

Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 vlH> £>. KAftlNl) * V\\_ VsjT. (0 ^__________ fZ'? GRANI GÖSLARI Auðvitáð máttu fá mink, en þú verður sjálf að sjá um hann, gefa honum og allt það. Mánudagarnir eru honum oft æði erfiðir. Þú mátt engum segja það.. Rí kisf j öimiðlar í þágu BSRB Undanfarna mánuði hafa versl- unarmenn staðið í erfiðum samn- ingaviðræðum við viðsemjendur sína. Um er að ræða samninga sem ná til allt að 10.000 manns, sem mun vera félagatala Landssam- bands íslenskra verslunarmanna. Þar af munu um 8.000 manns vera í Verslunarmannafélagi Reykja- víkur og nágrennis. Athygli vekur í sambandi við samningaumleitanir verslunar- manna og viðsemjenda, að ríkis- fjölmiðlarnir — hljóðvarp og sjón- varp, minnast varla á það hvernig samninga- og kjaramálum þessara aðila líður. Hér er þó um hags- muni tæplega 10.000 manns að ræða. — Er ólíkt að staðið af hálfu fréttastofa þessara stofnana þegar BSRB á hlut að máli. Það er svo til daglega skýrt frá gangi mála og fjöldi viðtala við bæði forystu- menn BSRB sem og félagsmenn. í BSRB er álíka fjöldi félagsmanna og í LÍV. Spurningin er: Njóta samtök opinberra starfsmanna forréttinda umfram önnur félög og samtök í landinu? Er svo komið að ríkisfjölmiðlarnir sem eiga að vera BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eitt sinn var algengt, að opnun á þrem gröndum segði frá jafnt skiptri hendi og ca. 25 punktum og til er, að sú merking sagnarinnar sé enn notuð. Mörgum þótti þetta of sjaldgæf spil til að nýta í þessa merkingu sagnarinnar og er orðið alllangt síðan, að breska Acol-sagnkerfið tók að sýna með opnun þessari langan og þéttan láglit fyrst méð styrk til hliðar en síðar sem minnst utan langlitar- ins. Allt hafði þetta sýna kosti en einnig galla. Vestur Norður S. Á932 H. Á862 T. 653 L. K8 Austur S. 864 S. KG107 H. D1054 H. KG3 T. 109 T. 2 L. DG102 Suður L. Á9753 S. D5 H. 97 T. ÁKDG874 L. 64 Eins og sjá eru 3 grönd á hendur norðurs og suður góður samningur en þó aðeins sé norður sagnhafi. Þegar spil þetta kom fyrir á Evrópumeistaramóti í Brighton opnaði suður á þrem gröndum, sem lýsti spilum hans nákvæm- lega; sjö slagir öruggir á annan- hvorn láglitinn og mjög lítið af öðrum háspilum. Eðlilegt var, að norður segði pass, þar sem vestur gat hæglega slysast til að spila út í öðrum hvorum hálitanna. Enginn við borðið hafði neinu við þetta að bæta og vestur spilaði hiklaust út laufdrottningu. Einn niður. Á seinni árum hefur verið nokk- ur hreyfing í þá átt, að nota aðrar opnanir til að sýna þétta liti. Sem dæmi má nefna opnunina 3 Tíglar, sem sýnir einhvern þéttan lit og er kennd við kvikmyndaleikarann Omar Sharif. Annar möguleiki er að opna á þrem laufum til að segja frá svona lit eins og norðmennirn- ir Per Breck og Reidar Lien gera. Fleiri möguleikar eru eðlilega til og má nefna, að bandaríkjamaður- inn Edvin Kantar segir best að nota opnunina 3 grönd til að segja frá þéttum hálit. Möguleikarnir eru sem sé margir en hafa allir bæði kosti og galla. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 7 við gluggann og horfði út, kvíðafullur á svip. Mortensen lögregiuforingi rak höfuðið inn um gættina, þar sem tæknimennirnir voru enn að. — Hvar er Jörgensen? spurði hann og hvarflaði aug- um milii viðstaddra. — Hann er úti í skóginum að stjórna hundunum, svaraði ein- hver án þess að líta upp. Lögregluforinginn tautaði eitthvað ofan í bringu sér en upphátt sagði hann síðan: — Ég skrepp aðeins frá. Hann dró djúpt að sér hreint frostloftið þegar út kom. Hann hraðaði sér eftir gangstéttinni, framhjá þessum snotru raðhús- um sem voru við skógarjaðar- inn. Ifann beygði síðan yfir götuna og gekk eftir stéttinni á númer eitt og hringdi dyra- bjöllunni. Það var Elmer sem lauk upp fyrir honum. Hann var í flauelsbuxum og brúnni peysu og með pipustert í munn- inum. — Má ég tala við yður stund- arkorn? — Gjöruð þér svo vel. Elmer veik til hliðar og lög- regluforinginn skáskaut sér inn og framhjá honum. Frúin var ekki sjáanleg í stofunni. Mortensen tyllti sér niður og krosslagði fæturna og dró upp minnisbókina. — Ég þarí að fá nafn og hcimilisfang og slikt. — Bo Elmer, tuttugu og átta ára, rithöfundur, fæddur í Kaupmannahöfn. Lögregluforinginn skrifaði hjá sér. — Ég sá ekki Gregersen á morðstaðnum, sagði Bo kum- pánlega. — Stjórnar hann ekki þessari rannsókn? — Hann cr í fríi, sagði Mor- tensen stuttaralega án þess að Iita upp. — Nú, það vissi ég ekki. Það vottaði fyrir vonbrigðum í rödd Bos. — Ég skal nefnilega segja yður að mig hefði langað til að heilsa upp á hann. Ég skrifa glæpasögur og hef stundum hringt til hans og ráðfært mig við hann. Lögregluforinginn lét eins og hann heyrði ekki þessar upplýsingar og spurði: — Þekktuð þér frú Abil- gaard? — Já, auðvitað. Við þekkj- umst öll hér í götunni. — Þekktuð þér hana VEL? — Hvað eigið þér við með því? Rithöfundurinn var sam- stundis kominn í varnarstöðu. — Hafið þér haft einhver samskipti við frú Abilgaard — svona án þess að fleiri væru viðstaddir. Voruð þið dús? Komuð þér stundum heim til hennar? — Ég cr dús við flesta sem búa hér. Ég og Inger vorum það líka. Konan mín og ég höfum nokkrum sinnum komið heim til hennar. Ég býst við að segja megi að kona mín hafi þekkt hana öllu betur en ég. — Átti hún óvildarmenn? — Það hef ég auðvitað ekki hugmynd um. Svo vel þekkti ég hana ekki. En ég á mjög erfitt með að gera mér það í hugar- lund. — Hvar voruð þér fyrir klukkutíma? MiIIi tíu og hálf ellefu. Bo leit steinhissa á lögreglu- manninn. — Hvers vegna cruð þér að spyrja um það? Svo áttaði hann sig. — Nú það er náttúricga yðar starf. Ég... við skulum nú siá — milli tíu og hálfeilefu? Ég var í gönguferð sennilega, en ég man ekki nákvæmlega hvað kiukkan var en það er trúleg- ast að ég... ó, jú konan mín sagði að ég hefði farið að heiman klukkan tíu. Ég hef líkast til komið heim hálfellefu. Mortensen kinkaði kolli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.