Morgunblaðið - 27.03.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 .
47
Anwar Sadat og Menachem Begin klappa Jimmy Carter lof í lófa eftir ávarp hans við
hina hátiðlegu athöfn í Washington í gær.
(AP-símamynd)
64% ánægðir
með Carter
New York, 26. marz. AP.
BANDARÍKJAMENN hafa ekki trú á því að friðarsamningurinn sem
undirritaður er í dag, leiði til þess að ísraelar geri sams konar
samninga við önnur Arabaríki, að því er kemur fram í niðurstöðum
skoðanakönnunar NBC sem birt var í dag.
Þó eru menn einkar jákvæðir í eða friði og 26% kváðust ekki
garð leiðtoga landanna þriggja
sem þarna koma við sögu.
43% spurðra töidu ekki að ísrael
gæti gert friðarsamninga við aðr-
ar Arabaþjóðir, en 38% töldu það
líklegt. Fjórtán prósent voru á
báðum áttum. Svo virðist sem
Bandaríkjamenn geri sér grein
fyrir því að ekki sé fullkominn
friður tryggður í þessum heims-
hluta þótt gengið sé frá þessum
samningi, því að 32% sögðu að
friður þarna væri ekki óhugsandi,
39% að jafnar væru líkur á stríði
búast við varanlegum friði þarna.
Sextíu og fjögur prósent spurðra
létu í ljós aðdáun og ánægju með
þann hlut sem Carter Bandaríkja-
forseti á í þessu máli, 25% sögðu
frammistöðu hans skikkanlega og
7% að hún væri afleit. 59 prósent
sögðu að frammistaða Sadats væri
mjög góð, 26% að hún væri bæri-
leg og 6% að hún væri afleit. Hvað
Begin varðar sögðu 48% að
frammistaða hans væri góð, 33%
að hún væri skikkanleg og 11% að
hann hefði staðið sig afleitlega.
Sadat og Begin innsigla sáttargjörðina með handtaki í útbreiddum faðmi Carters, en
enginn hefur lagt sig jafnmikið fram um að koma á friðarsamningum ísraelsmanna og
Egypta en Bandaríkjaforseti. (AP-símamynd)
Neikvœð viðbrögð
í A rabaheiminum
Israel — Egyptaland:
30 ára ófriðar-
ástandi lokið
Wasnington, 26. marz. AP.
í SVALRI vorgolunni á flötinni fyrir framan Hvfta húslð ritudu þeir
Anwar Sadat forseti Egyptalands og Menachem Begin forsætisráð-
herra ísraels í kvöld nöfn sín undir samninginn, sem kveður á um
gagnkvæma viðurkenningu, virðingu og frið. Er þar með lokið 30 ára
ófriðarástandi milli rfkjanna. Jimmy Carter forseti Bandarfkjanna
vottfesti friðarsamninginn með undirritun sinni. en samningsskjöl
eru á arabfsku, hebresku og ensku.
Það var ekki fyrr en á sunnu-
dagskvöld að síðustu ágreinings-
atriði varðandi samninginn voru
útkljáð, en þá áttu Sadat og Begin
með sér fund í Washington. Síð-
asta hindrunin í vegi fyrir undir-
ritun friðarsamnings varðaði að-
gang ísraelsmanna að olíulindum
á svæðum, sem Egyptar munu nú
endurheimta. Þá hefur Begin fallið
frá þeirri kröfu sinni að auk
undirritunar í Washington skuli
samningurinn undirritaður við
hátíðlegar athafnir bæði í Jerúsal-
em og Kaíró. Varð að ráði að
frekari undirritun samninga færi
aðeins fram í Kaíró, og kemur
Begin þangað í eins dags heimsókn
á mánudaginn kemur. Verður sú
för til að endurgjalda heimsókn
Sadats til Jerúsalem hinn 19.
nóvember 1977, en það frumkvæði
Sadats markaði upphafið að sátta-
umleitunum þeim, sem nú hafa
leitt til friðarsamninga ísraels-
manna og Egypta.
Begin féllst á að skila Egyptum
aftur olíulindunum á Sínaískaga,
en þaðan hafa ísraelsmenn að
undanförnu fengið um 20% allrar
olíu sinnar. Þessi tímamörk hafa á
undanförnum mánuðum verið eitt
helzta deiluefnið, en Egyptar hafa
nú heitið því að selja ísraelsmönn-
um olíu á heimsmarkaðsverði.
Kjarni friðarsamnings Egypta
og Israelsmanna er í fáum orðum
sá að Israelsmenn skuldbinda sig
til þess að verða á brott með allt
herlið sitt úr Sínaí-eyðimörkinni á
þremur árum, auk þess sem ísra-
elsmenn munu yfirgefa landnáms-
svæði sín þar. Þá munu herflug-
vellir ísraelsmanna verða afhentir
Egyptum, en þá má aðeins nota í
borgaralega þágu hér eftir. Samn-
ingurinn felur í sér fulla viður-
kenningu Egypta á ísrael, og
munu ríkin skiptast á sendiherr-
um innan tíu mánaða frá því að
samningurinn gengur í gildi.
Aðrar greinar samningsins
kveða á um aukin samskipti ríkj-
anna, ákveðna tilhögun á brott-
flutningi herliðs og kortagerð.
Ennfremur er þar að finna sam-
eiginlega yfirlýsingu þjóðarleið-
toganna um túlkun ýmissa flók-
inna samningsákvæða, m.a. hvað
viðkemur varnarsamningum Eg-
ypta við önnur Arabaríki. Þá felur
samningurinn í sér ákvæði, sem
skuldbinda Bandaríkin til að fylgj-
ast með því að samningnum verði
framfylgt, auk þess sem þau eiga
að tryggja ísraelsmönnum aðgang
að nægri olíu næstu fimmtán ár.
Loks er í samningnum yfirlýsing
um viðræður, sem hefjast innan
sex vikna, um hvernig haga skuli
sjálfstjórn Palestínuaraba á svæð-
um, sem eru undir yfirráðum
Israelsmanna, en þeir eru um 1,1
milljón að tölu.
VIÐBRÖGÐ ARABALEIÐTOGA vegna undirritunar friðarsamnings
Egypta og ísraela hafa öll verið mjög á eina lund, eins og við hafði
verið búizt — það er sérstaklega neikvæð og illyrt. Assad Sýrlands-
forseti sagði í dag að með þessari gjörð hefði Anwar Sadat skrifað
undir sinn pólitíska dauðadóm. Á því léki enginn vafi að sögn Assads
og það myndi skjótlega koma greinilega í ljós. „Hann hefur selt
virðingu, hagsmuni og hugsjónir egypsku þjóðarinnar og Araba. Við
munum láta hann svara til saka fyrir þessa viðurstyggilegu glæpi,“
sagði Assad. Hann sagði að Bandaríkjamenn reyndu allt til að reka
fleyg milli Araba og með stuðningi við ísraela ykju þeir á hina
gríðarlegu spennu í þessum heimshluta og beittu þar hinum
lævíslegustu brögðum til að koma fram vilja sínum.
Assad forseti, sem er í forystu-
sveit fjenda Egyptalandsforseta,
hefur undanfarna daga átt fundi
með Gromyko utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og mun hann
væntanlega lýsa eindreginni sam-
stöðu með Aröbum. Hussein
Jórdaníukonungur sagði í dag að
þessi samningur væri fullkomlega
núll og nix fyrir Araba og gæti
aðeins orðið til þess að auka
spennuna í Miðausturlöndum.
Hann kvaðst sannfærður um
jákvæðan vilja Carters, en hann
hefði hreinlega látið villa sér sýn í
þessu máli. Hussein sagðist telja
það efalaust að Saudi-Arabia
myndi hætta samstundis bæði
hernaðarlegri og efnahagslegri
aðstoð við Egypta og það gæti
vitanlega leitt til stirðnandi sam-
skipta Bandaríkjanna við Saudi
Arabíu og önnur Arabaríki.
Khomeini
er hvass
Teheran. 26. marz. AP.
AYATOLLAH Khomeini,
leiðtogi byltingarinnar í íran,
sagði í meiriháttar ræðu sem
hann flutti um utanríkismál
um helgina að hann myndi
fordæma harðlega friðar-
samninginn milli Egypta-
lands og ísraels. Hann sagði
að hann myndi leiða til þess
eins að enn ykist sú hætta
sem alltaf hefði stafað frá
ísrael í þessum heimshluta.
„Við hverju öðru er svo sem
að búast af vinaþjóð hins
fallna keisara", sagði
Khomeini. Hann sagði að
íranir myndu skipa sér á
bekk með þeim þjóðum sem
ætluðu að berjast gegn þess-
um samningi. Stundu eftir að
Khomeini hafði flutt þennan
boðskap sinn kom Árafat,
forystumaður PLO, í óvænta
heimsókn til írans.
Saudi Arabar hafa ekki enn sent
frá sér formlega fordæmingu á
friðarsamnings.undirrituninni, en
hvarvetna í Árabaríkjum er því
spáð að þeir muni ekki hika við að
ganga til liðs við harðlínu Araba-
þjóðir og beita Egypta refsi-
aðgerðum. Utanríkisráðherra Sýr-
lands sem er staddur í Kuwait
sagði í dag að leiðtogar Saudi-Ara-
bíu hefðu skýrt frá þessu og
myndu ekki hlaupa undan
merkjum Arabaþjóða heldur for-
dæma þau svik sem Sadat hefði
gerzt sekur um.
Utanríkisráðherrar Arabaríkja
svo og efnahagsmálaráðherrar
munu koma saman til fundar í
Bagdad á morgun, þriðjudag, og
fjórtán af 22 fulltrúum Araba-
bandalagsins munu hafa þekkzt
boð Iraka um að koma til þessa
fundar. Khaddam, utanríkisráð-
herra Sýrlands, sagði að engin
miskunn yrði sýnd þeim Araba-
ríkjum sem héldu áfram skiptum
við egypsku stjórnina.
Ekki hefur hreyfing Yassers
Arafats hedlur skafið utan af
gagnrýni sinni og segir í yfir-
lýsingu PLO að Carter Banda-
ríkjaforseti hafi komið fólskulega
fram er hann hafi byrjað sitt
svínaríismakk við Israela en neiti
samtímis að viðurkenna rétt
þjóðar sem rænd hafi verið landi
sínu. í yfirlýsingu PLO segir að
það sé augljóslega að verða tíma-
bært að Sovétmenn, Sýrlendingar,
Palestínumenn írakar og Libíu-
menn byndist samtökum. Þá sendi
Arafat einnig frá sér sérstaka
orðsendingu um helgina þar sem
hann skoraði á Brezhnev, forseta
Sovétríkjanna, að berjast hat-
rammlega gegn þessari samkomu-
lagsgerð ísraela, Egypta og
Bandaríkj amanna.
o
INNLENT