Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JH«r0unbI«bit>
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Hekla í erfið-
leikum í ísnum
STRANDFERÐASKIPIÐ Hekla var í nótt á siglingaleið um 3 sjómflur út
aí Svínalækjartanga. Hríð var þá á þessum slóðum og ætlaði Tryggvi
Biöndal skipstjóri á Heklu ekki að hugsa sér til hreyfings fyrr en með
morgninum. Þær breytingar urðu helztar á fsnum í gær að hann færðist
nær Raufarhöfn og Siglufjörð fyllti af ís á nýjan leik.
— Hekla lagði af stað frá
Raufarhöfn um klukkan 16 og hélt
áleiðis austur um, en hún er nú
nokkrum dögum á eftir áætlun á
hringferð sinni, sagði Guðmundur
Einarsson forstjóri Skipaútgerðar-
innar í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
— Þegar skipið var um 3 sjómílur
frá Svínalækjartanga kom hún í
nokkuð þéttan ís og þegar dimmt var
Sektaður
um milljón
fyrir land-
helgisbrot
VARÐSKIP stóð Fjölni GK 17
að meintum ólöglegum veiðum
á alfriðuðu svæði á Selvogs-
banka sl. laugardag og var
skipið fært til hafnar í Grinda-
vík þar sem mál skipstjórans
var tekið fyrir á sunnudaginn.
Við yfirheyrslur viðurkenndi
hann mælingar varðskipsmanna
og brot sitt, en báturinn var 3
sjómílur inni á friðaða svæðinu
með 8 netalagnir. Við rannsókn
kom í ljós að skipstjórinn hafði
ekki haldið lögboðna dagbók.
Dómur í máli hans var kveðinn
upp í gærmorgun í Sakadómi
Grindavíkur og hlaut skipstjór-
inn 1 m.kr. sekt til Landhelgis-
sjóðs íslands auk málskostnaðar
og afli og veiðarfæri voru gerð
upptæk, einnig til Landhelgis-
sjóðs, en þau eru metin á kr.
5.210.000.
Sigurður Hallur Stefánsson
héraðsdómari kvað upp dóminn
ásamt Árna Þorsteinssyni og
Ólafi Björnssyni meðdómend-
orðið, var ákveðið að skipið héldi
kyrru fyrir þarna í nótt. Því miðaði
lítið og ekki var talið ráðlegt að
Hekla héldi áfram í myrkri. Við
munum síðan athuga í fyrramálið
hvort nauðsynlegt verður að fá
flugvél til að leiðbeina skipinu út úr
ísnum, sagði Guðmundur Einarsson.
Rauðinúpur landaði í gær um 140
tonnum af fiski á Húsavík og í
gærkvöldi voru 14 vörubifreiðar á
leið með aflann til Raufarhafnar.
Vegurinn milli Raufarhafnar og
Húsavíkur var ruddur í gær, en í
gærkvöldi var veðurútlitið orðið
slæmt á Raufarhöfn að sögn Helga
Ólafssonar, fréttaritara Morgun-
blaðsins þar. Sagðist Helgi ekki
reikna með að allir bílarnir næðu til
Raufarhafnar án aðstoðar Vega-
gerðarinnar. Is er nú orðinn land-
fastur fyrir sunnan Raufarhöfn og
allar víkur fullar af ís.
Sjá blaðsíðu 2: Sjómenn misstu
grásleppunet undir ísinn.
Helgafell er hér á leið frá
Húsavíkurhöfn gegnum
ísinn og út á auðan sjó á
Skjálfanda.
Hekla hefur tafist veru-
lega vegna hafíssins fyrir
Norðurlandi og á leið
skipsins frá Mánáreyjym
til Raufarhafnar í gær
var útlitið þannig fyrir
stafni. (Ljósmynd Jón
Friðgeirsson).
Lúðvík leitar eftir samkomulagi:
Ráðherrar Alþýðubandalags og
Lúðvik fá umboð tíl samninga
Á SAMEIGINLEGUM fundi þingflokks, framkvæmdastjórnar og stjórnar verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins í gær var samþykkt ályktun, þar sem Alþýðubandalagið lýsir sig reiðubúið til samkomulags
um efnisatriði frumvarps Olafs Jóhannessonar á grundvelli ályktunar Verkamannasambands íslands. í
ályktun Alþýðubandalagsins er tekið undir hugmyndir Verkamannasambandsins um láglaunabætur.
í framhaldi af samþykkt þessarar
ályktunar var ráðherrum flokksins
og formanni, Lúðvík Jósepssyni,
veitt fullt umboð til þess að ganga
frá samningum við hina stjórnar-
flokkana á þessum grundvelli.
Fyrr um helgina kannaði Lúðvík
Jósepsson óformlega hvort
grundvöllur væri til samkomulags á
þann hátt að Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur kæmu til móts
við sjónarmið Alþýðubandalags um
verðbótakafla frumvarpsins gegn því
að Alþýðubandalagið félli frá kröfu
sinni um verðlagsákvæði
frumvarpsins og samþykkti að tekin
yrði upp heimild í frumvarpið fyrir
frekari innlánsbindingu, en með því
er komið til móts við sjónarmið
hinna stjórnarflokkanna.
Þessi könnun Lúðvíks vakti upp
gagnrýni innan Alþýðubandalagsins
á vinnubrögð hans og ýmsir sam-
starfsmanna hans, þ.á m. ráðherrar
flokksins töldu að hann hefði ekki
umboð til þess að gera samstarfs-
flokkunum slíkt tilboð. Þessar
óformlegu viðræður Lúðvíks komu í
kjölfar fundar milli hans, Ólafs
Jóhannessonar og Benedikts
Gröndals á laugardag.
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra staðfesti við Morgunblaðið að
þessi fundur hefði verið haldinn og
þar hefði verið leitað lausnar á
ágreiningi stjórnarflokkanna. Ekki
vildi Ólafur skýra frá þeim hug-
myndum, sem þar hefðu verið
reifaðar en sagði að það myndi koma
í ljós hvort einhver árangur yrði af
þessum fundi.
Einn af áhrifamönnum í Alþýðu-
bandalaginu sagði Morgunblaðinu í
gærkvöldi að mikið samningahljóð
væri komið í flokkinn og að forystu-
lið hans hefði orðið fyrir miklu áfalli
við birtingu skoðanakönnunar Vísis í
gær, en niðurstaða hennar er m.a. sú
að Alþýðubandalagið hafi tapað
verulega fylgi eða úr 22,9% í 17,3%.
Innan Alþýðuflokks liggur Karl
Steinar Guðnason alþingismaður og
varaformaður Verkamannasam-
bandsins undir gagnrýni vegna
aðildar hans að ályktun Verka-
mannasambandsins og er hann
talinn hafa veikt stöðu Alþýðu-
flokksins með því að samþykkja
hana. Karl Steinar Guðnason mætti
ekki á þingflokksfundi Alþýðu-
flokksins á sunnudag, þar sem
fjallað var um viðhorfin í þessum
málum.
ir , j
% »* ,
• ~ ■ '■
Tvær ær bornar á
Svalbarðsströnd
Akureyri, 25. marz.
TVÆR tvævetlur báru þremur
lömbum á föstudaginn á bænum
Túnsbergi á Svalbarðsströnd,
önnur tveim lömbum, hin einu.
Lömbin eru fullburða og hin
hraustustu, þó að þau kæmu í
þennan kalda heim a.m.k. mánuði
fyrr en eigandi þeirra, Sveinberg
Laxdal bóndi, hafði búist við. Varð
hann ekki lítið undrandi, þegar
hann fann ærnar tvær bornar í
fjárhúsinu er hann kom þangað til
gegninga í fyrradag. Hér á mynd-
inni má sjá hina nýju borgara
ásamt mæðrum sínum í góðu
yfirlæti í fjárhúsinu á Túnsbergi,
enda njóta þeir hinnar bestu um-
hyggju heimilisfólksins.
Guðbjörgin með um
840 tonn á 6 vikum
ÞAÐ ER ekki ný bóla að skuttogarinn Guöbjörg frá ísafirði afli vel og í
aflahrotunni að undanförnu hafa þeir á Guðbjörginni síður en svo verið
eftirbátar annarra. Síðustu sex vikurnar hefur Guðbjörgin komið að
landi með um 840 tonn úr 5 veiðiferðum og þar af þrívegis með
fullfermi eða 180 tonn og aldrei undir 150 tonnum. Hásetahluturinn á
Guðbjörginni eftir þessa törn er því um 2,2 milljónir króna. Skipstjórar
á Guðbjörginni eru þeir feðgar Guðbjartur og Ásgeir Guðbjartsson og
var Guðbjartur með skipið fjórar fyrstu veiðiferðir fyrrnefnds tímabils.
Morgunblaðið rabbaði við Ás-
geir í gær, en hann kom inn til
Isafjarðar í gærmorgun með 150
tonn. — Jú, þetta hefur gengið vel
hjá okkur að undanförnu og sér-
staklega hjá stráknum, sem kom
þrívegis inn með fullfermi, sagði
Ásgeir. — Þetta hefur verið stór
og fallegur fiskur og þá einkum
framan af, en smáfisk höfum við
ekki séð að undanförnu.
— Ég þakka þennan góða afla
hjá flotanum að undanförnu hag-
stæðum skilyrðum fyrst og
fremst. Straumarnir og skilin í
sjónum hafa verið heppileg þannig
að fiskurinn hefur gengið vel í
kantana, veðráttan hefur verið
mjög góð fyrir fiskinn til að ganga
á miðin og loks fór loðnan rétta
leið með Vestfjörðunum. — Við
köllum það a.m.k. rétta leið sjó-
menn hérna fyrir vestan, þó aðrir
geri það kannski ekki, sagði Ás-
geir Guðbjartsson.
Aðspurður um hvort leyfi hefði
verið veitt fyrir smíði og kaupum
á nýjum skuttogara frá Noregi
sagði hann svo ekki vera, enn væri
beðið eftir ákvörðun stjórnvalda
þar um. Það skip á að verða, að
sögn Ásgeirs, búið ýmsum nýjung-
um í slíkum skipum. Lestarrými
verður meira en í „gömlu" Guð-
björginni, 4000 kassar á móti 2600,
og í skipinu verður þykkara stál,
„þannig að við ættum að geta
nuddað okkur eitthvað meira utan
í ísinn en nú er hægt,“ eins og
Ásgeir orðaði það. Síðustu dagana
var Guðbjörgin að veiðum í góðu
veðri í ísnum fyrir Norðurlandi og
sagði Ásgeir að góðan afla hefði
verið að fá fram að helgi í vökum í
ísnum, en nú væri eitthvert lát á
því, þannig að togararnir væru
flestir komnir vestur fyrir.
Sv.P.