Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 14
14
„npr.nNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 6. MAÍ1979
Listahátíð barnanna:
Undarlegt
ferðalag
Börn úr Hlíðaskóla kynntu
verk Tómasar Guðmundssonar á
Listahátíð barnanna 3. maí.
Lesið var úr verkum skáldsins
og nokkur ljóð sungin. Þótt þessi
dagskrá sýndi ekki nýja hlið á
skáldinu eða óvænt mat nýrrar
kynslóðar á því var hún áheyri-
leg. Ljóðin sem flutt voru eru öll
í hópi kunnari ljóða skáldsins,
það sem við heyrum oftast á
mannamótum eða rekumst á í
skólabókum og safnritum. Lík-
lega eru það einkum kennarar
sem vilja efni Listahátíðar, það
sem fram kemur speglar ef til
vill fremur smekk þeirra en
barnanna. Nokkur skortur hefur
verið á því hingað til að sjálf-
stætt mat bókmennta birtist á
Listahátíð og er það miður.
Hvernig væri að börnin fengju
sjálf að velja sér efni til
flutnings, létu ekki nægja að
Tómas Guðmundsson.
herma eftir kennurum sem eiga
sér uppáhaldsskáld sem skrifuðu
um aðra tíma en þeirra barna
sem nú sitja á skólabekk?
* Ljóð Tómasar Guðmunds-
sonar eiga alltaf erindi við
okkur. Hann er það skáld, sem
skynjaði öðrum betur hjartslátt
borgarinnar. En eins og ráða
mátti af dagskránni helgaðri
honum er hann ekki síst skáld
heimahaga við Sogið, friðsældar
náttúrunnar. Fljótið helga er hið
eilífa fljót, í senn tákn uppruna-
leikans og vegferðar mannsins
frá vöggu til grafar. Þess skyld-
um við minnast að þótt sum
ljóða Tómasar séu einföld og
elskuleg, auðskilin öllum, er
skáldskapur hans margræður,
leynir á sér.
Meðal þess besta sem Lista-
hátíð barnanna hefur boðið upp
á var dagskrá Heyrnleysingja-
skólans, látbragðsleikur undir
stjórn Berglindar Stefánsdóttur.
Þessi leikur táknaði baráttu
milli hins illa og hins góða og
lauk að sjálfsögðu með sigri
góðleikans. Stúlkurnar sem
sýndu þetta atriði lifðu sig inn í
hlutverkin, einfaldar hreyfingar
þeirra voru fullar af merkingu
sem komst til skila.
A/klæðning er rétta klæðningin á gömul hús, sem eru farin að láta á sjá,
hvort heldur um er að ræða timbur-, bárujárns- eða steinhús.
Þau verða sem ný á eftir, en halda samt upprunalegum svip. En það
er ekki bara útilitið sem skiptir máli, heldur er hægt að einangra húsin
betur og koma í veg fyrir hitatap um leið og leka eða raka.
Oll slík vandamál verða úr sögunni.
A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála. Allir fylgihlutir fást með A klæðningu
sem er mjög auðveld í uppsetningu, afgreiðslufrestur er stuttur.
Komið í veg fyrir vandamálin í eitt skipti fyrir öll og klæðið húsið
varanlegri álklæðningu, það er ódýrara en margir halda.
Sendið teikningu og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð
yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA
y ÆÖíSGúTU
k M l,. L,- v_ •- ~-A.,
7, REY!vJAVÍK - SlM! 280CÖ;
Jóhönnu fannst kvikmyndin um
Superman hvorki verri né betri
en aðrar myndir. „Það er alveg
eins gott að horfa á þessa mynd
og hverja aðra,“ sagði hún.
ólafur 4 ára. Eins og flestum
börnum á sýningunni fannst
honum skemmtilegast að sjá
Superman fljúga.
Árni 5 ára og Steini 2ja ára sátu í anddyru Háskólabíós og biðu þess
að pabbi þeirra kæmi með poppkornið. Þeir sögðust báðir þekkja
Superman og þá hlakkaði mikið til að sjá kvikmyndina.
Njörður og Finnbjörn. Þeir vildu báðir fljúga eins og Superman.
Myndir Kristján.